Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Qupperneq 42
Sigurður fæddist í Hraungerði í Flóa og ólst þar upp til tólf ára aldurs og síðan á Selfossi. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1965, kandídatsprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1971, meistara- prófi í guðfræði við Princeton Theo- logical Seminary í Bandaríkjunum 1981, stundaði nám í fiðluleik í Tón- listarskóla Árnessýslu og við Tón- listarskólann í Reykjavík 1956–67 og dvaldi við nám í Cleveland Inter- national Program í Minnesota 1969. Sigurður var sóknarprestur í Sel- fossprestakalli frá ársbyrjun 1971–94 og vígslubiskup Skálholtsstiftis frá 1994 og þar til hann lést. Sigurður var stundakennari við Iðnskólann í Reykjavík 1966–67 og á Bjargi 1968, stundakennari við Iðnskólann á Selfossi 1971–80, við Gagnfræðaskólann á Selfossi 1971– 80 og 1981–83 og var stundakennari í kennimannlegri guðfræði við guð- fræðideild Háskóla Íslands 1983–84 og 1989. Þá kenndi hann fiðluleik um skeið. Sigurður var félagsforingi hjá skátafélaginu Fossbúum á Selfossi, var formaður Prestafélags Suður- lands 1972–74, sat í stjórn Prestafé- lags Íslands 1984–90 og var formað- ur þess 1987–89, sat í fjölda ráða og nefnda á vegum þjóðkirkjunnar, s.s. í helgisiðanefnd þjóðkirkjunnar 1979–98, í kenninganefnd frá 1998, í nefnd um starfsmenn þjóðkirkjunn- ar, í stjórnskipaðri nefnd um sama málefni og um skipan prestakalla og prófastsdæma, sat í Skálholtsnefnd 1991–94, var fulltrúi á ársfundum Norræna samkirkjuráðsins frá 1995 og í aðalstjórn þess frá 1999. Hann var staðgengill biskups Íslands frá árinu 2003. Sigurður sat í skólanefnd Sand- víkurskólahverfis 1974–86 og var for- maður hennar 1982–86, sat í stjórn Byggða- og listasafns Árnessýslu og Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Sel- fossi 1986–94, var stjórnarformaður Listasafns Árnessýslu frá 1994, sat í kjörstjórn á Selfossi 1974–94, í full- trúaráði og kjördæmisráði Sjálfstæð- isflokksins á Suðurlandi 1975–86, sat í menningarmálanefnd Sjálfstæðis- flokksins 1983–93 og var formaður hennar 1992–93. Sigurður ritaði bókina Þorlákur helgi og samtíð hans, útg. 1993, og skrifaði fjölda greina og hugvekjur í Kirkjuritið, Morgunblaðið og hér- aðsblöð Sunnlendinga. Séra Sigurður Sigurðarson var sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu 1994 og stórridd- arakrossi á kristnihátíðarárinu 2000. Fjölskylda Sigurður kvæntist 30.6. 1973, eftir- lifandi eiginkonu sinni, Arndísi Jó- hönnu Jónsdóttur, f. 29.12. 1945, skólastjóra Grunnskóla Bláskógar- byggðar. Hún er dóttir Jóns Magn- úsar Guðmundssonar, f. 20.1. 1926, d. 3.10. 1984, bílstjóra að Grund í Garðabæ, og Laufeyjar Árnadóttur, f. 11.10. 1927, d. 7.8. 1969, húsmóður. Börn Sigurðar og Arndísar eru Stefanía, f. 21.5. 1974, húsmóðir og hundaræktandi á Stokkseyri og eru börn hennar Sigurður Edgar, Dag- björt og Sigríður Pála; Jón Magnús, f. 7.11. 1977, hagfræðingur, leiðsögu- maður og bóndi á Einarsstöðum í Vopnafirði en eiginkona hans er Sig- urþóra Hauksdóttir húsmóðir. Fóstursonur Sigurðar og Arndís- ar var Rúnar Kristjánsson, f. 30.10. 1955, d. 31.12. 2000, fangavörður, var kvæntur Ingunni Guðmundsdóttur og eru börn þeirra Ágústa, Aðalheið- ur og Sigurður Rúnar. Systkini Sigurðar: Páll, f. 20.8. 1934, járnsmiður á Seltjarnarnesi; Ólafur, f. 30.5. 1936, fyrrv. fréttamað- ur í Reykjavík; Ingibjörg, f. 8.4. 1940, hárgreislumeistari í Norður-Kar- ólínu í Bandaríkjunum; Ingveldur, f. 10.8. 1942, þroskaþjálfi í Reykja- vík; Gissur, f. 7.12. 1947, fréttamað- ur í Reykjavík; Agatha Sesselja, f. 29.9. 1953, d. 15.5. 2007, ljósmóðir á Blönduósi. Foreldrar Sigurðar: Sigurður Páls- son, f. 8.7. 1901, d. 13.7. 1987, vígslu- biskup á Selfossi, og kona hans, Stef- anía Gissurardóttir, f. 9.2. 1909, d. 13.9. 1989, húsmóðir. Ætt Sigurður var sonur Páls, b. í Hauka- tungu á Snæfellsnesi Sigurðssonar. Móðir Páls var Valgerður, systir Páls, langafa Péturs Sigurgeirssonar bisk- ups. Valgerður var dóttir Páls, próf- asts í Hörgsdal Pálssonar, bróður Ól- afs, langafa Páls, langafa séra Jakobs Hjálmarssonar. Sigurður Pálsson vígslubiskup var hálfbróðir, sammæðra, Kristj- áns Jóhanns Kristjánssonar, forstjóra Kassagerðarinnar. Móðir Sigurðar var Guðríður Björnsdóttir, b. á Stóra- Hrauni Gottskálkssonar. Stefanía var dóttir Gissurar, b. í Byggðarhorni í Flóa Gunnarsson- ar og Ingibjargar, systur Þorsteins, afa Jóns Dalbú, pr. í Hallgrímskirkju. Ingibjörg var dóttir Sigurðar, b. í Langholti Sigurðssonar, og Margrét- ar Þorsteinsdóttur, b. í Langholts- parti, bróður Páls, langafa Þórðar, föður prestanna Döllu og Yrsu. Þor- steinn var sonur Stefáns, b. í Neðra- Dal Þorsteinssonar. Móðir Stefáns var Guðríður Guðmundsdóttir, ætt- föður Kópsvatnsættar Þorsteinsson- ar. Móðir Þorsteins var Vigdís, dótt- ir Diðriks Jónssonar og Guðrúnar Högnadóttur, prestaföður á Breiða- bólstað Sigurðssonar. Sigurður verður jarðsunginn frá Skálholtsdómkirkju, laugardaginn 4.12. kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minn- ast hans er bent á Þorlákssjóð í Skál- holti, reikningsnúmer 151-05-60468, kt. 610172-0169. Herra Sigurður Sigurðarson vígslubiskup í skálholti Gunnlaugur Val- gardsson Claessen yfirlæknir f. 3.12. 1881, d. 23.7. 1948 Gunnlaugur fæddist á Sauðárkróki og ólst þar upp. Hann var sonur Jean Valgards van Deurs Claessen sem var verslunarstjóri á Hofsósi, kaupmaður á Sauðárkróki og síð- ar landsféhirðir í Reykjavík. Móð- ir Gunnlaugs var Kristín Eggerts- dóttir Claessen, f. Briem. Meðal systkina Gunnlaugs voru Eggert Claessen, lögmaður, bankastjóri og stjórnarformaöur Eimskipa, faðir Kristínar, ekkju Guðmundar Bene- diktssonar, fyrrv. ráðuneytisstjóra; Ingibjörg, kona Jóns Þorlákssonar, forsætisráðherra, borgarstjóra og fyrsta formanns Sjálfstæðisflokks- ins; María Kristín, móðir Gunn- ars Thoroddsen forsætisráðherra. Kristín Briem var dóttir Eggerts Briems, sýslumanns á Reynistað, bróður Ólafs Briems, föður Har- alds, langafa Davíðs Oddssonar Morgunblaðsritstjóra. Gunnlaugur lauk stúdents- prófi frá Lærða skólanum 1901, embættis prófi í læknisfræði frá Hafnarháskóla 1910, dr.med.-prófi frá Karolinska Institutet í Stokk- hólmi 1928 og var viðurkenndur sérfræðingur í geislalækningum af Læknafélagi Íslands 1923. Þá fór hann í fjölda náms- og kynnis- ferða til annarra landa í því skini að fylgjast með nýjungum í geisla- lækningum og röntgentækni. Gunnlaugur var brautryðj- andi í geislalækningum og rönt- gentækni hér á landi, merkur vís- indamaður á því sviði og kennari í röntgen- og ljóslækningum. Hann var forstöðumaður Röntgenstofn- unar Háskóla Íslands frá 1914 og radíumlækninga frá 1919 og yfir- læknir á röntgendeild Landspítal- ans frá 1931. Gunnlaugur var for- maður Bálfararfélags Íslands og félagi í Vísindafélagi Íslendinga. Þá var hann bæjarfulltrúi í Reykjavík 1920–26. Sigurður J. Ólafsson söngvari og hestamaður f. 4.12. 1916, d. 13.7. 1993 Sigurður fæddist við Laugaveginn í Reykjavík, sonur Ólafs Jónatans- sonar frá Kolbeinsstöðum, verka- manns í Reykjavík, og Þuríðar Jónsdóttur frá Elliða í Staðarsveit. Dóttir Sigurðar er Þuríður, söng- kona og dagskrárgerðarmaður. Erling, elsti bróðir Sigurðar var kunnur barítónsöngvari á fyrri helmingi síðustu aldar og mið- bróðirinn, Jónatan, var þekktur píanóleikari, lagasmiður og hljóm- sveitarstjóri. Þegar Sigurður var 10 ára keyptu foreldrar hans hús- ið Akurgerði og eftir það voru þeir bræður jafnan nefndir Akurgerðis- bræður. Sigurður stundaði bifreiðaakst- ur á yngri árum, var rannsóknar- maður á Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og á Keldum, gærumats- maður hjá SÍS, kjötmatsmaður á vegum yfirdýralæknis og sá um talningu búfjár í borgarlandinu á vegum Reykjavíkurborgar. Sigurður sótti ungur söngtíma til Sigurðar Birkis og Guðmund- ar Jónssonar, söng með Karlakór Reykjavíkur frá tuttugu og þriggja ára aldri og síðar með eldri félög- um kórsins. Hann söng í Rigo- lettó, fyrstu óperunni sem hér var færð upp, í óperettunum Leður- blökunni og Bláu kápunni og lék og söng í fjölda leikrita. Hann hélt fjölda tónleika, var söngvari með ýmsum danshljómsveitum og söng dægurlög inn á fjölda hljómplatna. Þá var Sigurður einn þekkt- asti hestamaður sinnar kynslóðar, stundaði hestamennsku frá ferm- ingaraldri og átti fjölda hrossa en þekktasta skeiðhross hans var Gletta sem átti Íslandsmet í skeiði í tuttugu og átta ár. Sigurður var kvæntur Ingu Val- fríði Einarsdóttur frá Miðdal, syst- ur Guðmundar frá Miðdal, föður Errós og Ara Trausta. Fæddur 30.5. 1944 - Dáinn 25.11. 2010 42 minning umsjón: kjartan gunnar kjartansson kjartan@dv.is 3. desember 2010 föstudagur andlátmerkir íslendingar Eftirmæli séra Geirs Waage um herra sigurð sigurðarson, vígslubiskup í skálholti Herra Sigurður hafði miklar og skarpar gáfur, beitti sjer ævinlega af prúðmennsku og tillitssemi, naut virðingar og var áhrifamaður innan kirkju sem utan. Gáfur hans skipuðu honum jafnan í öndvegi, þar sem prestar komu saman. Guðfræðingur var hann ágætur, var þar hvarvetna heima og eins um kirkjurjett og sögu, bæði kirkju, lands og mannkyns. Auk þess var hann listamaður, ljek vel á fiðlu og kenndi öðrum, var listunnandi og fagurkeri, en fór með allt það af mikilli hógværð og hófstillingu. Guðfræði hans var klassísk sem og hans kirkjuskilningur og áttu þeir feðgar það sammerkt, ásamt forvitn- inni um alla guðfræði, gamla jafnt sem nýja. Í Skálholti lagði herra Sigurður sig fram um að efla rannsóknir og útgáfu á lítúrgíu kirkjunnar, tíðasöng og öllu því sem laut að endurbót og allri vöndun kirkjusiðanna og guðs- þjónustunnar. Hann stefndi þangað prestum og guðfræðingum til mál- stefnu með mörgum fremstu guð- fræðingum samtíðarinnar á þessu sviði, svo sem Frank Senn og Gordon Lathrop, sem um þessar mundir er í fremstu röð lítúrgista og sagnfræð- inga á sviði guðsþjónustunnar og kirkjusiðanna í veröldinni. Herra Sigurður var afar örlátur maður. Þau hjónin, hann og frú Arn- dís, voru afar gestrisin og veitul heim að sækja, samvalin um alla risnu og myndarskap og veittu beina fjöl- mörgum gestum, innlendum jafnt sem erlendum, á vegum staðarins og embættisins. Sigurður var ákaflega ráðagóður maður varfærinn og beinlínis vitur í ráðum. Hann virti jafnan manneskj- una, hvort sem var í styrk eða van- mætti og reyndist því þeim mun bet- ur sem hann var einnig gjörsneyddur yfirlæti. Með honum er genginn ein- hver merkasti kennimaður samtíð- arinnar, mikilhæfur og virtur þjóð- kirkjuleiðtogi og kjölfestumaður í prestastjett.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.