Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Side 44
44 SAKAMÁL UMSJÓN: KOLBEINN ÞORSTEINSSON kolbeinn@dv.is 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR
Henry Lee Lucas var bandarískur raðmorð-ingi, var sakfelldur fyr-ir ellefu morð og naut
þess vafasama heiðurs að vera á
sínum tíma talinn skæðasti rað-
morðingi Bandaríkjanna. Þó eru
þeir til sem telja að Henry hafi ver-
ið jafn-óforbetranlegur lygari og
Münchhausen barón, því eftir að
hafa gerst trúaður í fangelsi ákvað
hann að játa syndir sínar, þeirra
á meðal nánast stjarnfræðilegan
fjölda morða. Síðar dró hann játn-
ingar sínar til baka og í dag er ekki
vitað um fjölda fórnarlamba hans
sem samkvæmt játningu voru um
fimm hundruð talsins.
Hægt er að leiða líkur að því að
Henry Lee hafi verið fórnarlamb
geggjaðrar móður og ofríkis henn-
ar.
Auk þess sem móðir Henrys Lee
beitti hann líkamlegu ofbeldi í tíma
og ótíma þá neyddi hún hann til
að klæðast stúlknafötum og til að
bæta gráu ofan á svart þá setti hún
krullur í hár hans og sendi hann
síðan í skólann. Það er því kannski
ekki að undra að Henry Lee hafi
ekki verið eins og fólk er flest þegar
hann óx úr grasi.
Fyrsta morðið
Henry Lee fullyrti að hann hefði
framið sitt fyrsta morð árið 1954
þegar hann kyrkti sautján ára
stúlku, Lauru Burnsley, sem hafði
veitt honum mótspyrnu þegar
hann hugðist nauðga henni. Líkt
og með margar aðrar játningar
hans dró hann þessa til baka síðar.
Sama ár var hann dæmdur til
sex ára fangelsisvistar fyrir innbrot
og losnaði úr fangelsi árið 1959. Í
janúar 1960 lenti hann í heiftar-
legu rifrildi við aldraða móður sína.
Móðir hans vildi að hann kæmi
heim og hugsaði um hana, en það
hugnaðist Henry Lee ekki. Lyktir
rifrildisins urðu þær að móðir hans
lá í eigin blóði á gólfinu. Henry Lee
fullyrti að móðir hans hefði bar-
ið hann í höfuðið með kústskafti
og hann hefði slegið hana í háls-
inn og hún fallið á gólfið. „Ég sá að
hún var dauð. Síðan tók ég eftir því
að ég hélt á hníf og hún hafði feng-
ið skurð,“ sagði Henry Lee síðar, en
hann yfirgaf húsið í kjölfar atviks-
ins.
Reyndin var hins vegar sú að
móðir hans var ekki dáin. Syst-
ir hennar kom að henni liggjandi
blóðugri á gólfinu, en með lífs-
marki. En hún gaf upp öndina áður
en sjúkraliðar náðu á vettvang, og
var dánarorsökin hjartaáfall.
Fangelsi, frelsi og félagi
Henry Lee fékk fjörutíu ára dóm
fyrir annarrar gráðu morð og end-
aði á geðdeild. Sagan segir að hann
hafi mótmælt harðlega þegar hann
fékk reynslulausn tíu árum síðar:
„Ég sagði að ég væri ekki reiðubú-
inn. Ég sagði öllum … að ég myndi
drepa.“
Átján mánuðum síðar var hann
aftur kominn á bak við lás og slá
fyrir kynferðislegt ofbeldi gagnvart
tveimur táningsstúlkum.
Árið 1970 var Henry Lee frjáls
maður að nýju sökum plássleysis
í fangelsinu og við tóku nokkur ár
sem hann eyddi í flæking um suð-
urríki Bandaríkjanna þar sem fékk
tímabundna vinnu hér og þar. Árið
1976 kynntist hann Ottis Toole í
Flórída.
Henry Lee átti í ástarsambandi
við tólf ára frænku Ottis, „Becky“
Powell, sem hafði strokið af ungl-
ingaheimili og þrenningin var
fullkomnuð. Tveimur árum síð-
ar lögðu Ottis og Henry Lee upp í
morðferðalag sem beindist eink-
um og sér í lagi að samkynhneigð-
um karlmönnum og síðar fullyrti
Henry Lee að hann hefði á þessu
tímabili drepið hundruð manna og
að Ottis hefði aðstoðað hann við
108 morð. Þrenningin yfirgaf síð-
an Flórída og settist að í Stoneburg
í Texas, trúarlegu samfélagi þar
sem Henry Lee fékk vinnu við þak-
viðgerðir. En Adam var ekki lengi
í paradís og áður en langt um leið
fylltist Becky heimþrá og á endan-
um samþykkti Henry Lee að flytjast
búferlum með henni.
Að hans sögn lentu þau í rifr-
ildi á umferðarmiðstöð í Bowie
sem endaði með því að Becky, þá
fimmtán ára, fór ein til Flórída. En
raunin var önnur því höfuðkúpa
sem úrskurðað var að væri af Becky
fannst síðar ásamt beinflísum í
arni.
Handtekinn fyrir ólöglegan
vopnaburð
Henry Lee Lucas var handtekinn
fyrir ólöglegan vopnaburð í júní
1983 og í kjölfarið var hann ákærð-
ur fyrir morðið á Becky og konu að
nafni Kate Rich, áttatíu og tveggja
ára frá Ringold í Texas. Henry Lee
játaði á sig morðin, en sagði síðar
að hann hefði eingöngu gert það til
að hljóta betri meðferð af hálfu lög-
reglunnar.
Í reynd játaði Henry Lee sig sek-
an um nánast öll morð sem hann
var spurður út í og játningagleði
hans var slík að tvær grímur fóru
að renna á lögregluna, enda fjöldi
glæpa sem Henry Lee sagðist við-
riðinn að nálgast þriðja þúsundið.
Eitt þeirra morða sem Henry
Lee játaði á sig hafði upphaflega
verið úrskurðað sjálfsmorð. Án
efa varð ekkja þess manns him-
inlifandi, þrátt fyrir allt, því játn-
ingin gerði henni kleift að krefjast
líftryggingar sem henni hafði ver-
ið neitað um vegna þess að um
„sjálfsmorð“ hafði verið að ræða.
En Phil Ryan, löggæslumanni
frá Texas, var hætt að lítast á blik-
una og bar á borð fyrir Henry Lee
morðmál sem voru hreinn upp-
spuni frá rótum, en aldrei stóð á
Henry Lee að játa aðild að þeim.
Jimmy Hoffa og Jim Jones
Ef vafi hafði leikið á trúverðug-
leika játninga Henrys Lee fyrir varð
hann nánast að engu þegar hann
fullyrti að hafa verið meðlimur í
söfnuði mannæta og djöfladýrk-
unar, Hönd dauðans, og hafa tekið
þátt í „snuff“-myndum. Og stein-
inn tók úr að mati lögreglunnar og
fleiri þegar hann fullyrti að hann
hefði drepið stéttarfélagsleiðtog-
ann alræmda Jimmy Hoffa, sem
hvarf árið 1975, og að hann hefði
útvegað Jim Jones, leiðtoga sértrú-
arsöfnuðar í Jamestown í Gvæjana,
eitrið sem síðar var notað til fjölda-
sjálfsmorða innan söfnuðarins árið
1978.
Þegar upp var staðið var Henry
Lee Lucas sakfelldur fyrir ellefu
morð og dæmdur til dauða fyr-
ir morð á ónafngreindri konu sem
hlotið hafði nafngiftina „Rauðgulu
sokkarnir“ eftir einu fataplöggun-
um sem voru á líkinu þegar það
fannst. Reyndar eru talin mik-
il áhöld um að Henry hafi yfirhöf-
uð komið nálægt morðinu á þeirri
konu.
Síðar var dauðadómnum yfir
Henry Lee breytt í lífstíðarfangelsi
og hann endaði líf sitt innan fang-
elsisveggjanna. Hann dó eðlileg-
um dauðdaga í mars 2001, 64 ára
að aldri.
Félagi hans, Ottis Toole, dó 1996
í fangelsi á Flórída þar sem hann
afplánaði sexfalt lífstíðarfangelsi.
Hraðlyginn
RAÐMORÐINGI
Lítill vafi er talinn leika á því að Henry Lee Lucas hafi ver-
ið harðsvíraður raðmorðingi, en almennt er viðurkennt að
hann hafi játað á sig helsti of marga glæpi, enda hlupu þeir á
þúsundum. Hann fullyrti meðal annars að hafa komið stéttar-
félagsleiðtoganum Jimmy Hoffa fyrir kattarnef.
Ég sagði að ég væri ekki reiðu-
búinn. Ég sagði öllum
… að ég myndi drepa.
Játaði á sig fjölda morða Henry Lee sagðist jafn-
vel sekur um morð sem aldrei höfðu verið framin.
Kaldrifjaður og hraðlyginn Henry
Lee Lucas í höndum lögreglunnar.