Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Qupperneq 52
52 tækni umsjón: páll svansson palli@dv.is 3. desember 2010 föstudagur Frábærar viðtökur Kinect, Xbox-jaðartækið frá microsoft sem kom á markað í byrjun nóvember, hefur hlotið frábærar viðtökur að undanförnu. með þessu áhugaverða jaðartæki geta eigendur Xbox-leikjatölva nú notað líkama sinn og handahreyfingar í Xbox 360-leikjum sem samhæfðir eru við þessa tækni. Á fyrstu 25 dögunum seldust rúmlega 2,5 milljónir slíkra tækja í verslunum og microsoft vonast til að eftir hátíðirnar verði um fimm milljónir Kinect-tækja komin í hendur notenda. Microsoft sjónvarp? microsoft á nú í viðræðum við ýmsa aðila varðandi fyrirhugaða áskriftarþjónustu fyrirtækisins sem felst í því að streyma vinsælu mynd- og sjónvarpsefni í heimilis- og leikjatölvur. Ef af verður fer fyrirtækið í beina samkeppni við Hulu, netflix og Apple sem öll hafa nokkurra ára forskot á microsoft á þessum markaði. stærstu sjónvarpsfyrirtækin í Bandaríkjunum eru líka efins um kosti þess að efni þeirra sé streymt beint í gegnum netið og hafa sem dæmi nokkur þeirra heft slíkan aðgang fyrir Google TV. Apple iPad er enn sem komið er vinsælasta snertitölvan á markaðnum. Á seinni hluta ársins bættust nokkrar álitlegar tölvur í hópinn og gera má ráð fyrir því að á næsta ári nái úrval snertitölva nýjum hæðum. Áhugaverðar snertitölvur Árið sem er að líða átti í hug-um margra að verða ár snertitölvunnar. Það varð þó aldrei raunin, margir framleið- endur biðu eftir því að Google legði þeim til til stýrikerfi sem hentaði slíkum tölvum. Næsta ár verður þó að öllum líkindum ár snertitölv- unnar en fjölmörg fyrirtæki eru nú að leggja lokahönd á sínar tölvur og hafa þegar kynnt þær fyrir fjöl- miðlum. Við bárum saman nokkr- ar vinsælar snertitölvur sem þegar eru komnar á markað, bæði hvað varðar verð og helstu eiginleika. n Frá því að ipad kom á markað í apríl síðastliðnum hafa selst um sjö og hálf milljón slíkra tölva. iPad er seld í nokkrum mismunandi útgáfum og er vinsælasta snertitölvan á markaðnum í dag. n slate Frá Hewlett-packard kom á markað í október. Tölvan keyrir á uppfærðri útgáfu Windows 7 fyrir snerti tölvur og markhópurinn er fyrirtæki frekar en almenningur enda verðið í hærri kantinum. n dell var eitt aF Fyrstu fyrirtækjunum sem brugðust við útspili Apple. streak, sem kom á markað í ágúst, er eins konar millivegur snjallsíma og snertitölvu og er með fimm tommu skjá. n Galaxy tab er eini alvöru keppinautur iPad eins og er. Tölvan keyrir á Android 2.2-stýrikerfinu og býður upp á nánast allt sem hugurinn girnist í heimi snertitölva. Branson Project Breski auðkýfingurinn og ævintýra- maðurinn Richard Branson, eigandi Virgin-fyrirtækisins, var með sérstaka uppákomu og fréttamannafund í new York-borg í vikunni. Branson kynnti þar Project-tímaritið, mánaðarlegt tímarit sem er sérstaklega hannað fyrir iPad-tölvur. spurningar fréttamanna snérust að mestu um hvort Branson væri kominn í stríð við fjölmiðlamógúlinn Rupert murdoch sem undirbýr nú útgáfu stafræna dagblaðsins Daily. Branson sagði fréttamönnum að ef um nokkurt stríð væri að ræða, væri það stríð um gæði! Hinn yfirlýsingaglaði Branson sagði Project vera „fyrsta eiginlega stafræna tímaritið, búið til af skapandi fólki fyrir skapandi fólk.” Project, sem er um 100 síður, er hægt að kaupa í App store á 2,99 Bandaríkjadali eða tæpar 350 krónur. Apple iPad stýrikerfi iOs Forrit 40.000+ iPad-forrit í Apple App store og 300.000+ samhæfð iPhone-forrit Flash-stuðningur nei Fjölvinnsla já, með nýjustu iOs-uppfærslunni skjástærð/hlutföll 9,7 tommur 4:3 IPs skjáupplausn 1024 x 768 pixlar Myndavél Engin tengi Apple kvíar-tengi leiðsögukerfi Áttaviti, assisted GPs (aðeins í 3G útgáfu) Geymslurými 16, 32 eða 64 GB þráðlaust Wi-Fi, Blátönn, 3G (sumar útgáfur) áætluð rafhlöðuending 10 klukkutímar, 1 mánuður í bið (standby) stærð 9,56 tommur x 7.47 tommur x 0,5 tommur þyngd 0,68-0,73 kg (fer eftir útfærslu) verð (Bandaríkjadalir) 500–830 (fer eftir útfærslu) Dell Streak stýrikerfi Android Forrit meira en 100.000 Android-forrit Flash-stuðningur já Fjölvinnsla já skjástærð 5 tommu TFT LCD skjáupplausn 800 x 480 pixlar Myndavél VGA vefmyndavél fyrir myndspjall, 5mP myndavél á bakhlið tengi usB leiðsögukerfi Áttaviti, GPs Geymslurými Rauf fyrir microsD-kort (16GB kort innsett) þráðlaust Wi-Fi, Blátönn, 3G áætluð rafhlöðuending 10 klukkutímar, 400 klukkutímar í bið (standby) stærð 6 tommur x 3,1 tommur x 0,4 tommur þyngd 0,220 kg verð (Bandaríkjadalir) 550 H.P. Slate stýrikerfi Windows 7 (uppfærð útgáfa fyrir snertitölvur) Forrit Flestöll forrit fyrir Windows Flash-stuðningur já Fjölvinnsla já skjástærð 8,9 tommu breiðtjaldsskjár skjáupplausn 1024 x 600 pixlar Myndavél VGA-vefmyndavél fyrir myndspjall, 3mP myndavél á bakhlið tengi usB leiðsögukerfi Ekkert Geymslurými 64 GB þráðlaust Wi-Fi, Blátönn áætluð rafhlöðuending 5 klukkutímar stærð 5,91 tommur x 9,21 tommur x 0,58 tommur þyngd 0,68 kg verð (Bandaríkjadalir) 800 Samsung Galaxy Tab stýrikerfi Android Forrit meira en 100.000 Android-forrit Flash-stuðningur já Fjölvinnsla já skjár 7 tommu breiðtjalds-TFT LCD skjáupplausn 1.024 x 600 pixlar Myndavél 1,3mP myndavél fyrir myndspjall, 3mP myndavél á bakhlið tengi usB leiðsögukerfi Áttaviti, GPs Geymslurými Rauf fyrir microsD-kort (16GB kort innsett) þráðlaust Wi-Fi, Blátönn, 3G áætluð rafhlöðuending 7 klukkutímar stærð 7,48 tommur x 4,74 tommur x 0,47 tommur þyngd 0,38 kg verð (Bandaríkjadalir) 600 Vinsælli sem lestölva iPad-snertitölvan er nú komin í fyrsta sæti yfir vinsælustu lestölvurnar samkvæmt nýrri könnun í Bandaríkj- unum. Þrátt fyrir mun lægra verð og sérstakan E Ink-skjá er Amazon Kind- le-lestölvan nú fallin í annað sætið og eru helst leiddar líkur að því að iPad-tölvan hafi það fram yfir Kindle að vera mun fjölhæfari. samkvæmt könnuninni hafa 42 prósent þeirra sem ætla að kaupa lestölvu fyrir þessi jól ákveðið að fjárfesta í iPad en 33 prósent í Kindle.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.