Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Page 13
Fréttir | 13Helgarblað 4.–6. febrúar 2011 Sverrissyni, samkvæmt heimildum DV. Nánast allt er þetta nú tapað fé. „Félögin greiddu 1/3 með eigin fé en 2/3 voru fjármagnaðir með selj- endaláni með tryggingu í bankan- um sjálfum. Við eðlilegar aðstæður hefðu 2/3 kaupverðs staðið fullkom- lega sem trygging fyrir hinu selda enda lánveitendur, og um leið selj- endur bankans, bestir í stakk búnir til að meta það,“ segir Steinþór. Þess má geta að Grímur Sæmund- sen læknir var á þessum tíma stjórn- arformaður Icebank, en hann er einn af aðaleigendum Bláa lónsins og eig- andi félags sem nefnist Útnesjamenn ehf. ásamt Eðvarði Júlíussyni, fyrr- verandi bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í Grindavík. Svo vill til að í desember árið 2009 náði félagið Út- nesjamenn samkomulagi við Spari- sjóðinn í Keflavík um eftirgjöf 197 milljóna króna skuldar. Afskriftin var færð sem tekjur í ársskýrslu félagsins. Ljóst er að ákvörðun um þessa af- skrift var tekin í stjórnartíð Þorsteins Erlingssonar og Geirmundar Krist- inssonar í sparisjóðnum. Kunningjaveldið Í þriðja lagi segir í skýrslu FME frá 120 milljóna króna láni til Base ehf. sem að hluta til var í eigu Steinþórs, en félagið var stofnað utan um kaup á fasteignum sem Bandaríkjaher skildi eftir sig á Keflavíkurflugvelli og afhenti ríkinu þegar hann yfir- gaf landið árið 2006. Base keypti 22 eignir á Keflavíkurflugvelli á und- irverði árið 2007. Eignirnar voru metnar á rúmlega 1.200 milljónir króna en Base greiddi samtals rúm- lega 600 milljónir fyrir þær. Viðskipti Base voru gagnrýnd á sínum tíma þar sem viðskiptin þóttu bera keim af aðstöðubraski Steinþórs og Spari- sjóðsins í Keflavík þar sem Þorsteinn Erlingsson var stjórnarformaður, en hinum megin við borðið sátu Árni Sigfússon, bæjarstjóri og stjórnar- maður í Þróunarfélagi Keflavíkur- flugvallar, og ráðherrar Sjálfstæð- isflokksins, þeir Geir H. Haarde og Árni Mathiesen. Þróunarfélag Kefla- víkurflugvallar bar ábyrgð á sölu eignanna á herstöðvarsvæðinu í umboði stjórnvalda. Þáttur sparisjóðsstjórans Hlutur sparisjóðsstjórans Geir- mundar Kristinssonar var æði sér- kennilegur þegar dró að falli Spari- sjóðsins í Keflavík. Úr gögnum FME les RÚV meðal annars að Sverrir, sonur Geirmundar, hafi fengið 58 milljóna króna lán gegn 17 milljóna króna veði á 5. veðrétti. Þá hafi Geir- mundur sjálfur gert stafslokasamn- ing sinn. Sá samningur gerði ráð fyrir að sonurinn fengi 60 milljóna króna skuld við sparisjóðinn flutta yfir í einkahlutafélag og þar með létt persónulegri ábyrgð hans af upp- hæðinni. Fyrir utan þetta hafði Sparisjóð- urinn afskrifað 700 milljóna króna skuld Sverris, sonar Geirmund- ar, vegna kaupa á stofnfjárbréfum í gegnum félagið Fossvogshyl ehf. Kaupin beindust að stofnfjárhlutum í Sparisjóði Húnaþings og Stranda og Sparisjóði Vestfjarða og var ætlað að halda eiginfjárstöðu sparisjóðs- ins yfir settum mörkum. Afskriftir í þágu sonarins ákvað Geirmundur aðeins nokkrum vikum fyrir yfirtöku ríkisins á Sparisjóðnum í Keflavík. Umsvif Þorsteins Erlingssonar Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og Grindavík, þeir Þorsteinn Erlingsson og Sigmar Eð- varðsson, tóku beinan og óbeinan þátt í fjárfestingum einkahlutafé- lagsins Suðurnesjamanna sem lýst var gjaldþrota í mars 2009. Suð- urnesjamenn og dótturfélag þess skulda þrotabúum Sparisjóða- bankans og SPRON samtals rúm- lega fimm milljarða króna, eins og DV hefur greint frá. Til skuldanna var stofnað vegna kaupa á hlutum í Sparisjóðnum í Keflavík og Icebank. Saltver, útgerðarfyrirtæki í eigu Þorsteins Erlingssonar, var einn af hluthöfunum í Suðurnesjamönn- um og sömu sögu er að segja um Hópsnes, fyrirtæki í eigu Sigmars. Þorsteinn var stjórnarformað- ur Sparisjóðsins í Keflavík, sem var jafnframt stærsti hluthafinn í Suð- urnesjamönnum. Þorsteinn var eins og áður seg- ir stjórnarformaður Sparisjóðs- ins í Keflavík á því tímabili sem skýrsla FME nær yfir. Eftir hrun bankanna dró hann verulega úr afskiptum sínum af málum spari- sjóðsins. Snemma árs 2009 sagði hann sig frá stjórnarformennsku í sparisjóðnum. Hann ákvað einn- ig að draga sig í hlé úr bæjarstjórn Reykjanesbæjar í fyrravor þar sem hann hafði verið bæjarfulltrúi fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn. Síðustu 10 mánuðina áður en ríkið og FME tóku yfir rekstur Sparisjóðsins í Keflavík var Kristján Gunnars- son stjórnarformaður. Í raun hef- ur hann verið í eldlínunni fyrir lán og óráðsíu sem viðgekkst inn- an sparisjóðsins undir stjórnar- formennsku Þorsteins en skýrsla FME nær til ársins 2008. Þannig má segja að Þorsteinn hafi komið sér í skjól en látið aðra bera hitann og þungann af spilltri og afar gagn- rýniverðri lánastarfsemi sjóðsins að undanförnu. Stríðið við sjómanninn Þorsteinn og útgerðarfyrirtæki hans, Saltver, voru fréttaefni um dag- inn þegar Þorleifur Frímann Guð- mundsson, sjómaður hjá fyrirtæk- inu, ritaði Fiskistofu bréf og sakaði fyrirtækið um að landa fram hjá vigt og stunda þannig kvótasvik. Þor- steinn bar af sér sakir í frétt DV seint í nýliðnum mánuði. Þorleifur Frímann segir nú að hann hafi eftir þetta verið kallað- ur til fundar við eigendur Saltvers sem hafi reynt að þvinga hann til að biðjast afsökunar á ummælunum og taka þau aftur. „Ég sagði þeim bara að éta það sem úti frýs. Þeir vildu fá mig til þess að undirrita afsökunar- beiðni þar sem fram átti að koma að málflutningur minn væri byggð- ur á misskilningi. Þeir vildu semja við mig um ógreidd laun og laun á uppsagnarfresti í þrjá mánuði gegn því að ég undirritaði afsökunar- beiðnina. Ég sagði þeim bara að éta það sem úti frýs. Eftir þetta bland- aði meðal annars Einar Magnússon, bæjarfulltrúi og eigandi Óskarinnar sem ég var á, sér í málið. Ég gaf mig ekki og þá var mér hótað með því að ég yrði kærður fyrir að stela lifrar- hlut sjómannanna. Það reyndist vera þvættingur, sjómennirnir ætl- uðu ekkert að kæra,“ segir Þorleif- ur Frímann og bætir við að útgerðin hafi í hyggju að semja. „Ég veit ekk- ert hvort nokkur útgerðarmaður vill ráða mig í pláss eftir þetta.“ REYNT AÐ KVEIKJA Í HEIMILUM ÞEIRRA„Það er því enn ráð- gáta hvernig á því stóð að í húsunum kvikn- aði á sama sólarhringn- um og hvort atvikið teng- ist persónum Þorsteins og Steinþórs. Heimili Steinþórs Jónssonar Reynt var að bera eld að heimili Steinþórs Jónssonar 24. febrúar í fyrra, um miðja nótt. Málið er óupplýst. MYND RÓBERT REYNISSON Mörk einkahagsmuna og almannahagsmuna Mjög hefur hallað undan fæti í Reykjanesbæ eftir bankahrunið haustið 2008 og er atvinnuástand þar verra en annars staðar á landinu. Verið er að leysa upp Eignarhalds- félagið Fasteign hf. (EFF), sem er nær gjaldþrota, en mikið af eignum bæjarins var lagt inn í félagið. Bærinn hefur á móti leigt eignirnar, svo sem skólabyggingar og golfvöll, af EFF. Skuldir bæjarfélagsins eru ískyggilegar og mörg fyrirtæki í eigu þess eru ógjaldfær, svo sem Reykjaneshöfn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn stýrt Reykjanesbæ í nær 9 ár. Á þeim tíma virðast margir kjörnir fulltrúar flokksins hafa misst sjónar á mörkunum milli einkahagsmuna og almannahagsmuna: n Árni Sigfússon: Bæjarstjóri, stjórnar- formaður EFF, stjórnarformaður Keilis, í stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, stjórnarformaður HS Orku til skamms tíma. Árni þarf iðulega að taka ákvarðanir sem vekja hagsmunaárekstra. Ríkisendurskoðun hefur áminnt hann um að fylgja reglum stjórnsýslu- laga um vanhæfi. Íbúðarhús hans er veðsett Sparisjóðnum í Keflavík fyrir um 70 milljónir króna. Lánin eru að hluta eða öllu leyti í erlendri mynt og voru tekin 2006 og 2007 fyrir fall krónunnar. Höfuðstóll lánsins gæti því verið vel á annað hundrað milljónir króna nú. n Böðvar Jónsson: Formaður bæjarráðs, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Böðvar á einkahlutafélag sem átt hefur viðskipti við EFF. Viðskipti sem kunna að vera á gráu svæði. Var aðstoðarmaður Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra frá september 2006 og var í þeirri stöðu þegar ríkið hóf að selja þær eignir sem Bandaríkjaher átti á Keflavíkurflugvelli. n Þorsteinn Erlingsson: Fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fyrrverandi stjórnarformaður Sparisjóðsins í Keflavík og stjórnarmaður í Fiskmarkaði Suðurnesja. Þorsteinn kom að ákvörðun Fiskmarkaðs Suðurnesja um kaup á hlut HS Orku í Sparisjóðn- um í Keflavík. Fiskmarkaðurinn tapaði eign sinni þegar sparisjóðurinn féll. Fiskmarkaður Suðurnesja situr uppi með milljarða skuldir og er nær gjaldþrota. Hagsmunaárekstrar og vanhæfi virðist augljóst í tilviki Þorsteins. n Steinþór Jónsson: Fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins (til ársins 2010). Steinþór á í mörgum félögum og rekur meðal annars hótel. Hann keypti eignir af Þróunar- félagi Keflavíkurflugvallar. Steinþór er einn af stofnendum Base ehf. og átti hagsmuna að gæta gagnvart Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar þegar þau viðskipti fóru fram. Í stjórn þess sat Árni Sigfússon. Hann skildi eftir milljarða skuld í Berginu ehf, sem hann átti og rak með öðrum. Félgið er gjaldþrota. Base er gjaldþrota. n Einar Magnússon: Núverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, eigandi Útgerðar- félagsins Óskar ehf. Félagið tapaði milljarði króna árið 2008 og skuldaði Íslandsbanka 1,8 milljarða króna í árslok. Félagið er í raun gjaldþrota en fékk afskriftir sem vöktu furðu margra samkvæmt heimildum DV. Hús bæjarstjórans Húsið er veðsett Sparisjóðnum í Keflavík fyrir gengistryggðar 70 milljónir króna frá árunum 2006 og 2007.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.