Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Page 27
Nærmynd | 27Helgarblað 4.–6. febrúar 2011 ­fimmtugsafmæli­ Þóris.­ Sigmundur­ Ernir­hefur­margsinnis­síðan­DV­sagði­ frá­málinu­neitað­að­hafa­verið­á­Ind- landi­að­spila­golf,­en­hann­hefur­ekki­ gefið­ upplýsingar­ um­ hvað­ hann­ var­ að­gera. Sigmundur­ Ernir­ þykir­ vinsæll­ og­ gæti­þar­spilað­inn­í­hversu­skemmti- legur­hann­þykir­vera­af­samstarfsfólki­ sínu.­Á­tímabili­var­hann­orðaður­við­ ráðherrastól­í­ríkisstjórn­Jóhönnu­Sig- urðardóttur,­ en­ hann­ kom­ inn­ sem­ nýliði­ á­ þingið­ í­ síðustu­ kosningum.­ Hann­ á­ þá­ líka­ víða­ stuðning­ meðal­ almennings.­ Seta­ hans­ í­ stjórn­ Leik- félags­ Akureyrar­ hefur­ líka­ skapað­ honum­vinsældir­en­leikfélagið­hefur­ dafnað­ á­ þeim­ tíma­ sem­ hann­ hefur­ komið­þar­nálægt­stjórn. Hefur markað sér sérstöðu Varaformaður­ Framsóknarflokksins,­ Birkir­Jón­Jónsson,­er­samstarfsmað- ur­ Sigmundar­ Ernis­ Rúnarssonar­ á­ þingi,­ þó­ þeir­ tilheyri­ nú­ ekki­ sama­ flokki,­en­þeir­stýra­saman­sjónvarps- þætti,­ ásamt­ Tryggva­ Þór­ Herberts- syni,­ á­ sjónvarpsstöðinni­ ÍNN.­ Birk- ir­ segir­ Sigmund­ vera­ dreng­ góðan­ og­ skemmtilegan­ vinnufélaga.­ Hann­ segir­ að­ Sigmundur­ hafi­ skapað­ sér­ vissa­ sérstöðu­ meðal­ stjórnarþing- manna­með­því­að­gagnrýna­meira­en­ aðrir­stjórnarliðar­ forystu­ríkisstjórn- arinnar.­ „Ég­ myndi­ nú­ helst­ vilja­ sjá­ hann­ ganga­ enn­ frekar­ fram­ í­ þeim­ efnum­ en­ raunin­ hefur­ orðið,­ enda­ ástæða­ til.­ En­ batnandi­ mönnum­ er­ best­að­lifa­er­sagt,“­segir­Birkir.­„Þetta­ er­góður­drengur­og­góður­samstarfs- félagi.­ Hann­ á­ mjög­ auðvelt,­ eins­ og­ allir­sjá,­með­að­koma­fyrir­sig­orði­og­ hefur­sýnt­dugnað­í­sínu­starfi,“­segir­ hann­aðspurður­hvort­Sigmundur­ sé­á­heimavelli­á­Alþingi. Ósammála nafna sínum um Icesave Icesave-málið­ hefur­ tekið­ mestan­ hluta­ þingsetu­ Sig- mundar­ Ernis­ en­ hann­ hefur­ staðið­með­ríkisstjórninni­í­því­ máli­ og­ hefur­ talað­ fyrir­ því­ að­ samningarnir­ yrðu­ samþykktir.­ Nú­þegar­nýr­Icesave-samningur­ liggur­ á­ borðinu­ hefur­ hann­ ekki­ breytt­afstöðu­sinni­þrátt­fyrir­mikl- ar­óvinsældir­málsins­meðal­almenn- ings.­ Hann­ hefur­ gagnrýnt­ nafna­ sinn­ Sigmund­ Davíð­ Gunnlaugsson,­ formann­ Framsóknarflokksins,­ fyr- ir­að­vilja­ekki­samþykkja­nýja­samn- inginn.­ Segir­ hann­ Sigmund­ Davíð­ snúna­ áhættunni­ á­ hvolf.­ „Formað- ur­ Framsóknarflokksins­ misskilur­ áhættuna­ af­ nýjum­ Icesave-samn- ingi­í­langri­blaðagrein­í­Morgunblað- inu­ í­ gær,“­ skrifaði­ Sigmundur­ Ern- ir­ meðal­ annars­ á­ bloggsíðuna­ sína.­ „Þar­ segir­ hann­ að­ Landsbankinn­ telji­ heildsöluinnlán,­ þ.e.­ innstæður­ sveitarfélaga,­stofnana­ofl.,­ekki­til­for- gangskrafna.­ Formaðurinn­ segir­ svo:­ „Ef­ Landsbankinn­ tapar­ yfirstand- andi­ málaferlum­ vegna­ þess­ bætast­ yfir­170­milljarðar­…­við­kröfurnar­…“­ Hér­er­málum­snúið­á­hvolf.­Reyndin­ er­þveröfug;­Landsbankinn­hefur­ein- mitt­skilgreint­heildsöluinnlánin­sem­ forgangskröfur.­ Og­ einnig­ þetta;­ ef­ dómstólar­ dæma­ heildsöluinnlánin­ ekki­til­forgangskrafna­vænkast­hagur­ þrotabúsins­um­170­milljarða.­Gangi­ þetta­eftir­munu­eignir­gamla­Lands- bankans­endanlega­standa­undir­for- gangskröfum­ og­ ekkert­ af­ þeim­ falla­ á­ ríkissjóð.­ Nauðsynlegt­ er­ að­ hafa­ þetta­ á­ hreinu.­ Enda­ 340­ milljarða­ viðsnúningur­í­einu­Icesave-máli­full­ til­mikill­…“ Fyrst og fremst góður vinur Annar­ fyrrverandi­ ­samstarfsmaður­ Sigmundar­ segir­ að­ hann­ sé­ fyrst­ og­ fremst­ góður­ vinur.­ „Hann­ er­ vin- ur­ vina­ sinna­ og­ það­ er­ almennt­ að­ spjalla­ við­ hann.­ Hann­ er­ réttsýnn­ þegar­ hann­ er­ alvarlegur­ en­ getur­ brosað­að­hinum­ólíklegustu­málum,“­ segir­ samstarfsmaðurinn.­ „Það­ má­ náttúrulega­ekki­gleyma­því­að­hann­ hefur­ tekið­ þátt­ í­ að­ byggja­ upp,­ allt­ frá­því­að­hann­var­ungur­maður,­aðra­ stærstu­ fréttastofu­ landsins.­ Hann­ er­ mjög­ duglegur.“­ Samstarfsmaðurinn­ segir­að­hann­sé­ekki­hinn­týpíski­„já- maður“­ og­ segir­ að­ hann­ segi­ alveg­ hikstalaust­nei­ef­það­er­það­sem­þarf. „Hann­getur­verið­óhemju­fyndinn­ og­uppátækjasamur.­Það­sem­engum­ dettur­í­hug­dettur­honum­í­hug,“­seg- ir­viðmælandinn­um­þá­persónu­sem­ Sigmundur­hefur­að­geyma.­Um­galla­ Sigmundar­ segir­ hann­ hins­ vegar:­ „Hann­ mætti­ vera­ meira­ fylginn­ sér­í­því­þegar­hann­er­búinn­að­ setja­eitthvað­í­gang.­Hann­get- ur­ líka­ verið­ tækifærissinni,­ eins­ og­ margir­ Íslendingar­ geta­verið.“ „Þegar­ ég­ horfi­ heilt­ yfir­ þá­ reynist­ hann­ fólki­ vel,“­ segir­ við- mælandinn. adalsteinn@dv.is Hreyfist vel í vindi „Hann var samt latur og sérhlífinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.