Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Síða 42
42 | Lífsstíll 4.–6. febrúar 2011 Helgarblað A ð hnýta bindishnúta og slauf- ur er eitthvað sem flestir karl- menn þurfa að læra og að kunna leiðir til að hnýta trefla getur komið sér vel. Margir karlmenn virðast þó forðast það eins og heitan eldinn að koma sér af stað í að læra þessa hluti. Það getur hins vegar ver- ið mjög einfalt. Margar mismunandi leiðir eru til þess að hnýta bindis- hnúta, slaufur og trefla en DV hefur tekið saman nokkrar algengar og ein- faldar leiðir sem auðvelt ætti að vera að læra. Bindi Flestir karlmenn þurfa einhvern tím- ann á lífsleiðinni að læra að hnýta bindishnút. Margir hverjir eru með bindi í vinnunni á hverjum degi á meðan aðrir nota bindin einungis til hátíðarbrigða. Til eru nokkrir mis- munandi bindishnútar sem henta við mismunandi tækifæri. Einn einfaldasti bindishnútur sem um getur er fjórir-í-hendi hnúturinn. Legðu bindið yfir hálsinn á þér þannig að breiði endinn sé um 30 sentímetr- um síðari en stutti endinn. Kross- aðu breiða endann yfir þann mjóa og snúðu svo breiða endanum undir þann mjóa. Farðu með breiða endann nú yfir mjóa endann og upp í gegn- um hringinn sem bindið hefur mynd- að við hálsinn og þaðan niður í gegn- um hnútinn sem er að myndast. Síðan þarf bara að herða hnútinn og þrengja aðeins að hálsinum með því að toga í lausa endann á bindinu. Annar hnútur sem er líka mjög vin- sæll er einfaldur Windsor-hnútur. Til að hnýta hann er byrjað eins og með fjórir-í-hendi hnútinn, með bindið á hálsinum með breiðari endann þrjátíu sentímetrum neðar en þann mjóa. Þú færir breiða endann í kringum mjóa endann og þaðan upp og yfir hringinn sem bindið hefur myndað við háls- inn og þaðan niður hægra megin við hnútinn sem er að myndast. Svo ferðu yfir hnútinn sem er að myndast með breiða endanum og upp vinstra meg- in í gegnum hringinn sem bindið hef- ur myndað við hálsinn, þaðan sem þú ferð svo með breiða endann í gegnum hnútinn og herðir að. Þverslaufur Það er ekki oft sem karlmenn hnýta sína eigin þverslaufu og margir virð- ast ekki leggja í það að hnýta slíka slaufu. Það er þó ekki mikið flóknara en að hnýta reimar á skóm, bara tals- vert svalara. Settu slaufuna utan um hálsinn líkt og venjulegt bindi með annan end- ann um 5 sentímetrum síðari en hinn. Krossaðu lengri endann yfir styttri endann og kræktu honum svo upp í gegnum hringinn sem slaufan hef- ur myndað utan um hálsinn. Brjóttu styttri endann saman þannig að hann verði tvöfaldur, þessi endi verður fram- hluti slaufunnar. Farðu með lengri endann í hring um styttri endann, sem nú ætti að vera tvöfaldur. Brjóttu þann enda svo saman og stingdu honum öf- ugum í gegnum hringinn sem þú varst að gera. Núna þarf bara að herða á slaufunni til að hún passi þér. Það tekur nokkra æfingu að ná þessu vel en þegar þú nærð því gleym- irðu aldrei hvernig þú átt að hnýta þverslaufu. Treflar Á veturna er eins gott að klæða sig vel og þrátt fyrir að sólin sé farin að hækka á lofti er enn kuldi í kortunum. Treflar eru tilvaldir til að halda á sér hita í kuldanum. En hvernig ætlarðu að binda trefilinn um hálsinn? Það eru til nokkrar leiðir sem virka flestar jafnvel gegn kuldanum en eru mjög mismundandi að stíl. Parísarhnúturinn er líklegast vin- sælasti treflahnúturinn. Til að binda trefil í parísarhnútinn þarftu að taka trefilinn með báðum höndum og brjóta hann saman á lengdina, leggja hann svo yfir hálsinn á þér og setja lausu endana í gegnum gatið á sem myndast hinum megin á saman- brotna treflinum. Þú getur leikið þér með þykktina á hnútnum með því að brjóta trefilinn tvisvar saman áður en þú bindir hann um hálsinn. Eins hrings hnúturinn er aðeins lausari en parísarhnúturinn og gefur þar af leiðandi ekki alveg jafn mikla hlýju og sá persneski án þess þó að láta þig standa algjörlega óvarinn gagnvart kuldanum. Flestir karlmenn nota þennan hnút þegar þeir eru að flýta sér eða eru að fara stutta vega- lengd með trefil. Til að binda eins hrings hnútinn þarftu einfaldlega að leggja hann yfir hálsinn á þér með annan endann lengri en hinn. Taktu svo lengri endann og vefðu honum einn hring utan um hálsinn og láttu hann svo hanga niður á bringu, kross- ar svo lausu endana hvorn um annan. Lausi eins hrings hnúturinn er, eins og nafnið gefur til kynna, aðeins af- slappaðri útgáfa af eins hrings hnútn- um. Ef kuldinn er ekki þeim mun meiri og þú vilt að fá smá loft að hálsinum notarðu þennan hnút. Hnúturinn er aðallega notaður ef þú ert bara með trefilinn upp á stíl. Þú bindur lausan eins hrings hnút svipað og þú gerð- ir með venjulega eins hrings hnútinn, en sleppir því að krossa lausu endana eftir að þú ert búin að vefja honum um hálsinn. adalsteinn@dv.is Hreindýr upp á vegginn Það eru ekki allir á því að hengja upp dýrshaus heima sér. Núna er ekkert mál að ná sama stíl án þess að hengja upp alvörudýr á vegginn. Cardboard safari er fyrirtæki sem hannar og framleiðir dýrshausa úr pappa sem hægt er að hengja upp á vegg. Naut, hreindýr, fílar og elgir eru meðal þeirra dýra sem þú getur keypt hjá fyrirtækinu. Þó að höfuðin séu úr pappa eru þau virkilega vel hönnuð og er formið á þeim sambærilegt alvöru dýrum. Hægt er að fá dýrin úr brúnum pappa eða hvítum sem er svo auðvitað hægt að mála. Þrívíddar- vefmyndavél Á vefsíðunni ThinkGeek geturðu fjárfest í þrívíddarvefmyndavél. Með myndavél- inni fylgja hefðbundin þrívíddargleraugu til að geta séð aðra í þrívídd. Með þrívíddarmynda- vélinni færðu nýja dýpt í mynd- samtöl yfir netið. Þrívíddartæknin er ekki ný af nálinni en undanfarið hefur hún náð talsverðum vinsældum í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum en tískutímarit eins og Vogue og fleiri hafa sent frá sér þrívíddarefni. Vertu með í þrívíddarbrjálæðinu og fáðu þér þrívíddarmyndavél. Vasaþjófa- varið veski Vasaþjófar heimsins, varið ykkur! Nýja Dunhill Biometroc-veskið mun útrýma starfsgrein ykkar. Með því að nota líffræðiskanna nemur veskið hver reynir að opna hólf sem ætlað er kreditkortum. Þannig kemst engin að kortinu en sá sem á veskið. Skannann geturðu tengt við farsíma með Bluetooth-tækni þannig að síminn þinn pípir ef veskið fer í meira en fimm metra fjarlægð frá símanum. Önnur einkenni veskisins eru stálpeningaklemma og leðurhólf fyrir kort – sem enginn kemst í nema þú. n Lærðu að hnýta bindishnúta, þverslaufu og trefla n Einfalt að læra en alltof fáir kunna n Mismunandi aðferðir fyrir mismunandi stíl Að hnýta bindi, slaufur eða trefla Stíll Mismunandi aðferðir við að hnýta bindi snúast um stíl. 1 2 3 4 1 2 3 4 5„Það er ekki oft sem karlmenn hnýta sína eigin þverslaufu og margir virðast ekki leggja í það að hnýta slíka slaufu. Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Listmunauppboð í Galleríi Fold Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu fer fram mánudaginn og þriðjudaginn 7. og 8. febrúar, kl. 18 báða dagana í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg Karólína Lárusdóttir Á uppboðinu er úrval góðra verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna í dag föstud. 10–18, laugard. 11–17, sunnud. 12–17, mánud. 10–17 (öll verk) þriðjud. kl. 10–17 (verkin sem ekki eru boðin upp á mánudag) Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.