Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 6
Þeir tæplega 7 milljarðar evra, meira
en 1.000 milljarðar króna á núvirði,
sem Landsbanki Íslands safnaði með
Icesave-innlánsreikningunum í Bret-
landi og Hollandi á árunum 2006 til
2008 fóru að mestu leyti í að endur-
fjármagna lán Landsbanka Íslands
samkvæmt heimildum blaðsins.
Rúmlega 400 þúsund viðskiptavinir
Landsbankans lögðu þessa fjármuni
inn á Icesave-reikningana. Líkt og
komið hefur fram í fjölmiðlum hefur
endurskoðendaskrifstofan Deloitte í
London unnið greiningu á því í hvað
Landsbankinn notaði Icesave-pen-
ingana.
Slitastjórnin hefur ekki viljað
greina frá niðurstöðunni sem mun
þó í aðalatriðum vera sú sem nefnd
er hér að ofan samkvæmt heimildum
DV: Að fjármunirnir hafi að mestu
verið notaðir til að endurfjármagna
lán bankans. Þetta á við bæði um
innistæðurnar sem söfnuðust í Bret-
landi og í Hollandi.
Þá herma sömu heimildir að of-
sagt sé að slitastjórnin hafi kortlagt
það alveg til fulls hvað varð nákvæm-
lega um þessa fjármuni þó að þetta sé
almenna niðurstaðan. DV hefur hins
vegar ekki heimildir fyrir því hvaða
tilteknu lán Icesave-peningarnir voru
notaðir til að endurfjármagna.
Bankanum haldið á floti
Því má segja að Icesave-pening-
arnir hafi verið notaðir til að halda
bankanum á floti í þeim skilningi að
greiða lán sem bankinn hefði annars
kannski átt erfitt með að greiða. Ætla
má að Landsbankinn hefði átt í meiri
erfiðleikum með að endurfjármagna
sig ef ekki hefði verið fyrir Icesave-
innlánin og því má ætla að bankinn
hefði lent í erfiðleikum talsvert fyrr ef
ekki hefði verið fyrir Icesave.
Tilgangur Icesave að bregðast
við lausafjárkrísu
Landsbankinn hóf að bjóða upp á
Icesave-reikningana í Bretlandi árið
2006 og var einn helsti tilgangurinn
sá að aðstoða bankann út úr lausa-
fjárkrísunni sem þá hafði skollið á.
Icesave-innlánsreikningarnir voru,
og liggur það nokkuð ljóst fyrir, því
ein af þeim aðferðum sem bankinn
notaði til að endurfjármagna sig.
Ekkert misjafnt fundist
Heimildir DV herma jafnframt að
eins og er bendi ekkert til að Ice-
save-peningarnir hafi verið not-
aðir í eitthvað misjafnt, til að
mynda háar lánveitingar til eig-
enda Landsbankans eða þekktra,
stórra viðskiptavina hans. En líkt
og áður segir er ekki búið að ná al-
gerlega utan um í hvað peningarn-
ir fóru. Bráðabirgðaniðurstaðan er
þó þessi.
Árið 2009 sendu Björgólfs-
feðgar, stærstu eigendur Lands-
bankans, frá sér tilkynningu í kjöl-
far fréttaflutnings þess efnis að
Icesave-innlánin hefðu verið not-
uð að hluta í frekari lánveitingar
til stærstu eigenda bankans. Þessu
neituðu Björgólfsfeðgar og bentu á
að stærsti hluti þeirra lána sem þeir
hefðu fengið frá bankanum væru
eldri en Icesave-innlánin. Sam-
kvæmt þeirri niðurstöðu sem slita-
stjórn Landsbankans og Deloitte
hafa komist að er þetta rétt.
Kerfið að falli komið löngu fyrir
hrun
Myndin sem hægt er að draga upp af
notkuninni á Icesave-peningunum
er því á þá leið að bankinn hafi notað
peningana til að halda sér á floti eft-
ir að byrjaði að harðna á dalnum og
bankinn átti í meiri erfiðleikum með
að fjármagna sig. Spyrja má hvern-
ig endurfjármögnun bankans hefði
gengið ef Ice save-reikningarnir og
þau tæpra 7 milljarða evra innlán
sem runnu inn í hann með þeim
hefðu ekki komið til.
Sú staðreynd að peningarnir
voru notaðir að mestu til að end-
urfjármagna bankann rennir enn
frekari stoðum undir þá mynd sem
hefur verið dregin upp af starfsemi
Landsbankans, sem og hinna við-
skiptabankanna, fyrir hrun: Að
brestir hafi verið komnir í stoð-
ir bankans löngu fyrir hrun og að
afurðir eins og Icesave hafi verið
notaðar til að reyna að laga erfiða
stöðu hans.
Rannsóknin á Icesave-pening-
unum mun hins vegar ekki, að öllu
óbreyttu, leiða af sér enn frekari
fréttir af vafasömum lánveitingum
til helstu eigenda Landsbankans
og stórra viðskiptavina hans, líkt og
margir hafa án efa talið líklegt.
6 | Fréttir 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað
Fákafeni 9 - S: 553 7060 - Opið: virka daga 11-18, laugardaga 11-16
Rýmum
fyRiR
voRinu!
af öllum vörum
í nokkra daga
20% afsláttur
Icesave-féð notað til
að endurfjármagna lán
n Icesave-milljarðarnir voru notaðir til að endurfjármagna lán Landsbankans
n Endurskoðendafyrirtækið Deloitte hefur ekki fundið neitt misjafnt við notkunina
á Icesave-innistæðunum n Icesave-peningarnir héldu Landsbankanum á floti„Því má segja að
Icesave-pening-
arnir hafi verið notaðir
til að halda bankanum
á floti í þeim skilningi að
greiða lán sem bankinn
hefði annars kannski átt
erfitt með að greiða.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Landsbankanum haldið á floti Niðurstaða slitastjórnar
gamla Landsbankans um notkunina á Icesave-peningunum er
sú að þeir tæplega sjö milljarðar evra sem söfnuðust inn á reikn-
ingana hafi verið notaðir til að endurfjármagna lán bankans.
Bankastjórar Landsbankans sjást hér með stjórnarformanni
hans og öðrum aðaleiganda, Björgólfi Guðmundssyni.
Árlegur bókamarkaður í Perlunni:
Yfir tíu þúsund
titlar í boði
„Það er ekki til nein heildartala
yfir titlana en þeir eru yfir 10.000
talsins,“ segir Kristján Karl Krist-
jánsson, rekstrarstjóri bókamark-
aðar Félags íslenskra bókaút-
gefenda. Í dag, föstudag, verður
bókamarkaðurinn opnaður og
segist Kristján búast við að að-
sóknin verði jafngóð og síðustu
ár en að meðaltali hafa um 5.000
manns látið sjá sig á dag. Verðin
sem boðið er upp á markaðnum
eru á bilinu 100 til 15.000 krónur.
Kristján segist ekki geta fullyrt að
flestar bækurnar séu undir 1.000
krónum en það sé þó ákveðinn
múr. Ekki er mikið um nýjar bæk-
ur á markaðnum en Kristján segir
að bókamarkaðir séu ekki hugsað-
ir fyrir nýjar bækur. Þær séu frekar
til skrauts hann áætlar að á mark-
aðnum séu um 3 prósent þeirra
bóka sem komu út fyrir jól.
Kristján segist ekki geta sagt
til um hver séu bestu kaupin en
það fari eftir smekk hvers og eins.
Þó megi geta þess að markaður-
inn sé tilvalinn fyrir þá sem hafa
sparað sér bókakaup síðust árin
því mikið sé af nýlegum bókum.
Kristján bendir á að bækur sem
voru á um það bil 5.000 krónur
fyrir jólin 2009 sé hægt að fá nú á
990 krónur.
Flokkarnir eru margir og má
þar nefna ævisögur, skáldsögur,
barna- og unglingabækur, ljóða-
bækur, krossgátublöð, handbæk-
ur og ferðabækur. Ljóðabækurn-
ar eru fjölmargar og annað eins
úrval af ljóðum er ekki auðfundið,
að sögn Kristjáns. Eins séu ýmiss
konar fræðibækur sem ekki er
auðvelt að nálgast úti í búð og eru
gefnar út af Háskólaútgáfunni,
Hinu íslenska bókmenntafélagi,
Árnastofnun og Fornleifastofnun
svo dæmi séu tekin.
Markaðurinn hefst í dag, föstu-
dag, í Perlunni og er hann opinn
alla daga frá klukkan 10 til 18.
Hann stendur til sunnudagsins
13. mars. Um páskana flyst hann
norður til Akureyrar og eftir það
geta Austlendingar svalað bóka-
þorsta sínum þegar markaðurinn
verður opnaður á Egilsstöðum.
gunnhildur@dv.is