Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Side 11
Fréttir | 11Helgarblað 25.–27. febrúar 2011 vistun. Þá hélt ég að við værum að gera skiptidíl, ég færi ekki á neyðarvistun ef ég myndi pissa, þannig að ég gerði það. Það kom í ljós að ég hafði notað amfetamín, kókaín, e-pillur, sýru og gras þannig að ég var send beinustu leið í lögreglubíl á neyðarvistun. Ég var ekki sátt við þessa með- ferð og fannst allir ósanngjarnir. Mér fannst ég ekki hafa gert neitt rangt því ég hugsaði alltaf með mér að þetta væri mitt líf og ég mætti gera það sem ég vildi. Mér var gefið þetta líf og ég var þakklát fyrir það en mátti ég ekki taka við núna? Ég hélt að ég hefði þroska til að taka eigin ákvarðanir. Ég skildi ekki af hverju allir væru að væla í kringum mig. Ég áttaði mig ekki á því hvað ég var að gera fólkinu í kringum mig.“ Seldi fíkniefni Oftast fann hún skjól í dópbælum. „Sem voru grútskítug og ógeðsleg. Það var aldrei þrifið þarna og fólk streymdi inn og út. Fimm pör stunduðu kannski kynlíf í sama rúminu sömu helgina án þess að hafa hugmynd um það hver hafði verið þar á undan þeim. Ég vil helst ekki hugsa út í það hvað þetta var ógeðslegt.“ Smám saman leiddi þetta til þess að Heiða fór að selja fíkniefni gegn því að fá efni fyrir sjálfa sig. „Ég var alltaf að reyna að líta út fyrir að vera eldri en ég var og haga mér þannig svo ég fengi að vera með. Þetta snerist allt um það að fá þennan titil svo það væri ekki lit- ið á mig sem litlu stelpuna. Því þurfti ég að halda andlitinu, ég mátti alls ekki brotna niður eða láta þau finna að ég væri yngri. Þannig að ég fór að klæða mig öðruvísi, gekk um á háum hælum og í leðurjakka. Reyndi að líta út fyrir að vera 25 ára þegar ég var bara fimmt- án. Ég lék leikrit þar sem ég þurfti að vera eins og hinir. Enginn vissi í raun og veru hvernig mér leið, ég var alltaf hrædd. Það þarf rosalega mikið til til að öðlast virðingu frá þessu liði, það er ekkert sjálfgefið að fá að selja fyrir þau. Þannig að ég passaði mig á því að segja ekkert nema ég væri spurð, vera alvarleg, sleppa öllum aulahúmor og gera það sem þau sögðu.“ Vildi verða þekkt Liður í því var að ýkja neysluna. „Eins og í fyrsta skipti sem ég prófaði E sagðist ég hafa gert það áður svo ég yrði ekki litin hornauga. Síðan át ég tvær pillur og man ekki meira. Í hvert sinn sem ég prófaði eitthvað nýtt laug ég því til að ég hefði gert það mar- goft áður svo þetta fólk fengi ekki að vita sannleikann um mig, að ég væri í rauninni bara krakki sem vildi verða fullorðinn í þessum heimi. Ég sóttist eftir því að verða ein af þeim en ekki einhver smápíka eða skinka eða eitthvað. Ég vissi að það myndi færa mér vinsældir auk þess sem það fylgdi því ákveðið öryggi að fá að selja fíkniefni. Um leið og ég hefði það þyrfti ég aldrei að lenda í krísu sjálf, en það var rosalega erfitt að kom- ast þangað. Á endanum var ég orðin háð öllum fjandanum. Ég fékk aldrei nóg og þurfti alltaf meira. Ég hélt að það myndi færa mér völd, peninga og vinsældir að selja fíkniefni. Ég vildi öðlast nafn, verða þekkt, hafa einhvern titil svo ég væri ekki bara enginn, hver önnur stelpa. Ég hélt alltaf að ég hefði stjórn á þessu en ég réð ekkert við þetta. Ann- ars ætti ég fullt af peningum í dag. Ég fékk alltaf að velja hvort ég fengi efni eða pening fyrir en ekki í eitt skipti valdi ég peninginn. Ég þurfti á efnun- um að halda.“ Kenndi fjölskyldunni um Fíknin yfirtók lífið. Á meðan hún var á einhverju fannst henni veröldin snú- ast um sig, að hún væri best. „Sérstak- lega þegar ég var á kókaíni. Þá átti ég heiminn. En þegar krísan kom, nið- urtúrinn helltist yfir og mig vantaði efni, komu stundir þar sem mig lang- aði bara að taka eigið líf. Ég hugsaði ekki rökrétt og varð nokkurn veginn sturluð. Ég fékk svitaköst og lá und- ir tveimur sængum en var samt skít- kalt og í brjálaðri vanlíðan. Allt minnti mig á fíkniefni. Sama hvert ég fór eða hvað ég gerði var þörfin alltaf til staðar. Meira að segja í mat hjá mömmu og pabba. En það huggaði mig að plana næsta djamm, að hugsa til þess að eft- ir tvo tíma fengi ég næsta skammt. Ég gat ekki einbeitt mér, ég var pirr- uð, reið og vissi ekki af hverju það var. Ég tók það út á foreldrum mínum og yngri systkinum. Það var öllum öðr- um að kenna að mér leið svona. Mér datt það ekki til hugar í eina sekúndu að það væri mér að kenna, að ég hefði kannski átt að skipta síðasta skammti í tvennt og eiga smá eftir.“ Systirin óttaslegin Heiða á tvö yngri systkini sem átt- uðu sig bæði á því hvað var að gerast hjá henni. Foreldrar hennar reyndu að halda því leyndu en það var ekki hægt. „Það hafði slæm áhrif á þau. Þau skildu ekki í hvað ég hafði breyst, ég var ekki systir þeirra lengur. Ég gleymi því aldrei þegar litla systir mín sagðist vera hrædd við mig og bað mig að fara, strjúka aftur. Þá fannst mér hún ósanngjörn og sagði að ég ætti líka heima þarna, hún gæti bara haldi kjafti, farið inn í herbergið sitt og hætt að skipta sér af mér. En þetta situr í mér. Ég held að hún hafi óttast að ég myndi berja hana. Stundum barði ég í veggi og eitt- hvað þegar ég var í fíkn. Og ég var alltaf að rífast við alla. Í raun vildi ég bara fá að vera í friði. Þegar ég hugsa til baka finnst mér þetta hálfóraunverulegt. Ég er ekki svona manneskja. Ég gæti ekki hækkað röddina á fjölskylduna mína.“ Þjófavarnarkerfi til varnar stroki Birta átti það líka til að taka sína van- líðan út á fjölskyldunni. Henni leið nefnilega mjög illa eftir nauðgun sem hún lenti í á fyrsta fylleríinu sínu, þrettán ára gömul. „Ég fór með kær- astanum mínum í partí þar sem ég var misnotuð af manni sem var kominn yfir þrítugt. Málið var kært en maður- inn sat ekki inni nema í nokkra mán- uði. En eftir að þetta gerðist brotnaði ég gjörsamlega saman, hætti að mæta í skólann og byrjaði að drekka. Ég fór að hanga með eldri krökkum sem máttu vera lengur úti en ég og ég sætti mig ekki við það þannig að ég fór bara að heiman. Fyrst kom ég alltaf heim strax morguninn eftir en fyrst allir voru svona reiðir við mig langaði mig bara ekkert heim. Þannig að ég var alltaf fleiri og fleiri daga í stroki. Á endanum setti mamma upp þjófavarnarkerfi svo ég kæmist ekki út. Það virkaði í nokkra daga en svo var ég bara alveg brjáluð yfir þessu og hljóp út og faldi mig. Eða batt lak við svalahandriðið og klifraði þar niður.“ Réðst á fjölskylduna Fjórtán ára var hún fyrst send á Stuðla. Þar kynntist hún fleiri krökkum í svip- uðum vandræðum. „Eftir að ég kynnt- ist krökkunum á Stuðlum prófaði ég fyrst eiturlyf og var týnd dögum sam- an. Kom kannski ekki heim í viku. Það hafði áhrif á fleiri en mig þó að ég hafi ekki fattað það á þeim tíma. Sjö ára systir mín var alltaf hrædd og henni leið mjög illa. Hún var svo lítil að hún vissi ekki hvað var að gerast. Ég kom stundum heim út úr heiminum og hún horfði grátandi á mig öskra á mömmu og pabba. Ég hef oft ráðist á mömmu, pabba og litlu systur mína, kýlt þau, sparkað í þau eða ýtt þeim frá mér. Oft af engri ástæðu, það var nóg að þau voru í veginum fyrir mér. Ástandið á heimilinu var í algjöru rugli. Mamma og pabbi sem rifust aldrei áður rifust stöðugt og alltaf um mig. Ég er alveg hissa á því að þau séu saman í dag. Við vorum bara venju- leg fjölskylda en þetta bitnaði á öllum sem stóðu mér nærri. Mér var alveg sama á þeim tíma, hugsaði ekkert út í það, en í dag er ég miður mín.“ Reyndi sjálfsvíg Þunglyndið náði tökum á henni en hún var of lokuð til þess að geta fært vanlíðan sína í orð. Eina nóttina tók hún ákvörðun um að ljúka þessu lífi. „Mér leið það illa að ég fékk nóg og ákvað að drepa mig. Ég var á þung- lyndislyfjum og rítalíni og tók öll lyf- in mín. Næsta morgun kom mamma að mér meðvitundarlausri uppi í rúmi þar sem ég hafði pissað á mig. Hún fékk algjört sjokk, bjóst ekki við þessu þar sem hún vissi ekki hvernig mér leið. Það vissi það enginn. Eftir þetta var hún alltaf hrædd.“ Birta komst til meðvitundar þrem- ur dögum seinna. „Ég var uppi á spít- ala og mér leið enn jafn illa. Þetta breytti engu. Nema því að þegar ég strauk vissi mamma aldrei hvort ég var á lífi eða ekki. Hún hætti að vinna og helgaði sig lífi mínu. Hún var allt- af að leita að mér. Ef ég var oft á sama staðnum fann hún mig stundum og fór með mig heim. Þá varð ég brjáluð og réðst á hana eða hljóp út. Ég strauk örugglega aðra hverja helgi. Ég var alltaf að fara. Oftast strauk ég frá föstu- degi til sunnudags, stundum í fjóra daga eða viku. Það var misjafnt.“ Stundaði kynlíf gegn vilja sínum Þegar hún strauk gat hún oftast nær fengið inni hjá einhverjum. Ef ekki þá fann hún bíl eða eitthvað sem hún gat krassað í. „Ég lít ekki svo á að ég hafi greitt fyrir gistinguna með kynlífi. En ég hef sofið hjá mönnum sem leyfðu mér að gista hjá sér. Ég var líka svo hrædd um að fá höfnun ef ég gerði ekki það sem ég var beðin um, að ég yrði lamin eða eitthvað, og átti því mjög erfitt með að segja nei. Þeir töluðu alveg við mig eins og ég væri velkomin en ég var svo lokuð að ég var bara ein í mínum eig- in heimi og gerði bara það sem ég var beðin um að gera. Ef einhver bað mig um að gera eitthvað þá gerði ég það jafnvel þótt ég vildi það ekki sjálf. Ég svaf hjá hinum og þessum strákum sem gátu doblað mig í alls konar hluti. Þetta var hópur af strákum sem vissu alveg hvar þeir höfðu mig. Í raun og veru var ég bara þarna. Ég sagði ekki neitt en gerði það sem ég var beð- in um.“ Vildi vera góð í rúminu Heiða grípur orðið: „Þeir koma fram við þig eins og prinsessu þar til þeir eru búnir að vinna þig á sitt band. Þá breytist þetta smátt og smátt en þú tekur ekki einu sinni eftir því. Þeir láta manni líða eins og maður sé velkom- inn og kalla mann „sæta“, „skvísa“ og allt þetta. Stelpur sem fá að heyra hvað þær eru sætar hugsa ekki lengra, þær fatta ekki að þær þurfa að gera eitt- hvað til að fá að heyra það.“ Birta segir að það hafi ekki alltaf allt verið sagt beint við hana en hún hafi stundum farið að hugsa þegar hún hlustaði á strákana tala um aðr- ar stelpur. „Þeir notuðu niðrandi orð, kölluðu þær hórur og töldu upp þá stráka sem hún hafði sofið hjá í vina- hópnum. Sögðust vera til í að fikta í henni en ekkert meira, því hún væri bara hóra. Töluðu síðan um það hvernig hún var í rúminu. Þannig að ég fékk metnað fyrir því að vera góð í rúminu. Það var líka þannig að ef strákur hrósaði mér fyrir eitthvað í rúminu leið mér eins og ég þyrfti að sanna mig fyrir næsta manni. Ég vildi hafa gott orð á mér.“ Raunveruleg viðurkenning Í meðferð var unnið með þetta. „Þetta heimili bjargaði lífi mínu,“ segir Heiða þakklát. „Ég veit ekki hvar ég væri í dag eða hvort ég væri til yfirhöfuð ef ekki væri fyrir þessa meðferð. En ég var ekkert að fara að taka mig á þeg- ar ég kom þarna inn. Mér fannst ekk- ert að mér en þessar stelpur voru allar þroskaheftar í mínum huga. Síðan var ég tekin á teppið og mér sagt að það væri engin millileið fær, annaðhvort myndi ég drepast fyrir aldur fram eða taka mig á og eiga gott líf, gera eitthvað úr mér og fá viður- kenningu, almennilega viðurkenn- ingu sem ristir dýpra en viðurkenning frá einhverjum hópi í undirheimun- um. Ég mun aldrei gleyma þessum orðum og rifja þau upp í hvert sinn sem ég þarf að taka ákvörðun. En það gat enginn tekið þessa ákvörðun fyrir mig. Ég þurfti að gera það sjálf.“ Henti öllu þýfinu Birta segir að það sé bara spurning um að gefa þessu séns. „Maður hefur engu að tapa. Ég ætlaði aldrei í lang- tímameðferð en gerði samning um að fara þangað í tvær vikur og sjá svo til. Þar sá ég hvað ég gæti eignast gott líf. Ég var orðin svo vön því sem var að gerast heima að ég var hætt að sjá eitt- hvað að því. Það var ekki fyrr en ég fór í meðferð að ég sá hvernig lífi ég gæti lifað. Ég vildi öðlast þetta líf.“ Mánuði síðar var hún búin að leggja allt á borðið og segja frá öllu sem hún hafði gert. Eitt af stóru skref- unum í bataferli hennar var að losa sig við allt sem hún hafði stolið. „Ég stal öllu steini léttara. Ég var alltaf að reyna að vera kúl og sýna mig þannig að ég stal á hverjum degi og oft fyrir aðra. Þegar ég var búin að henda öllu sem ég hafði stolið stóðu eftir þrjár flíkur og tvö ilmvötn en því fylgdi svo mik- ill léttir. Síðan hef ég aldrei stolið neinu. Það var líka góð tilfinning sem fylgdi því hvað allir voru stoltir af mér. Mér leið miklu betur eftir þetta. Líka af því að ég gat talað um vandamálin án þess að verða dæmd. Ég hélt alltaf að fólk myndi hugsa illa til mín ef það vissi hvað ég hef gert.“ Vildu betra líf Stelpurnar kunna báðar starfsfólkinu á Laugalandi bestu þakkir fyrir hjálp- ina. Af sjö manna hópi eru fimm að lifa lífinu í dag. „Sjáðu okkur í dag. Þetta gerðist ekki á einni nóttu. Við vöknuðum ekki allt í einu upp og allt var í lagi,“ segir Heiða og Birta segir að það hafi kostað vinnu að ná bata. Heiða tekur undir það og segir að það þurfi að vinna með einstaklinga í þess- ari stöðu en ekki sé hægt að hjálpa neinum sem vill ekki þiggja hjálpina. „Þetta er fyrst og fremst spurning um ákvörðun. Ef maður ætlar sér eitt- hvað, þá gerir maður það. Allir gáfust upp á mér af því að ég sveik alla. Fyrst var mér alveg sama en síðan fór ég að finna fyrir höfnun. Og þegar ég kom á Laugaland bjóst ég við því að mér yrði hent út eftir tvær vikur í mesta lagi. En ég varð smám saman ákveðin í því að sýna að ég gæti staðið mig. Af því að ég var að gera þetta fyrir mig, ég vildi lifa betra lífi.“ Besta gjöfin var þó að finna fyrir trausti segja þær báðar. „Það var mik- ils virði,“ segir Birta sem stundar nú nám með jafnöldrum sínum og stefnir á að ljúka stúdentsprófi á næsta ári. Og Heiða, hún er farin að vinna. „Ég fékk vinnu og það var mjög gefandi. Allt í einu hafði ég eitthvert hlutverk. Áður átti ég mér ekkert líf fyrir utan það að hanga útúrdópuð uppi í sófa í ein- hverju bæli. Ég fékk hrós fyrir það sem ég var að gera og kunni að meta það. Þetta var ekki innantómt hrós held- ur hrós sem sem var einhvers virði og hafði einhverja meiningu. Þannig að ég lagði mig fram við að standa mig enn betur og fá viðurkenningu.“ „Ég skammast mín“ Auk þess sem stelpurnar fengu sína meðferð var unnið með alla fjölskyld- una. Reynt var að ná sáttum og finna leiðir til þess að styrkja heilbrigð sam- skipti. Heiða segir að það hafi ekki veitt af. „Ég gerði mömmu geðveika. Líf hennar snerist um mig. Hún gerði allt fyrir mig því hún hélt að þannig gæti hún haldið mér heima. Hún var þjökuð af sektarkennd því henni fannst hún ekki nógu góð móðir. Henni fannst hún hafa brugðist. Og ég notfærði mér það út í ystu æsar. En eft- ir nokkra mánuði gekk ég út af með- ferðarheimilinu sem ný manneskja. Ég skammast mín og trúi ekki að ég hafi getað komið svona fram við fólk.“ „Ég svaf hjá hinum og þessum strákum sem gátu doblað mig í alls konar hluti. „Fyrst fékk ég fíkni- efnin gefins hjá eldra fólki sem vissi að ég myndi seinna koma að kaupa þau. Þannig varð ég háð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.