Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 16
16 | Fréttir 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað Ef þú ert tryggður þá færðu það bætt Enn á ný mælist TM efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni, árlegri könnun sem mælir ánægju viðskiptavina íslenskra fyrirtækja. Í 10 skipti af 12 hafa viðskiptavinir TM verið ánægðari en viðskiptavinir hinna tryggingafélaganna.* Starfsmenn og umboðsmenn TM hafa staðið sig frábærlega í því að rækta samband við viðskiptavini á undanförnum árum. Þessi viðurkenning er hvatning til þess að halda áfram á sömu braut. * Samkvæmt niðurstöðum könnunar Capacent á ánægju viðskiptavina íslenskra fyrirtækja 1999 –2010. TM Síðumúla 24 // Sími 515 2000 // tm@tm.is // www.tm.is Ánægðustu viðskiptavinirnir eru hjá TM Átröskun og kynlífsfíkn eftir kynferðisofbeldi Talið er að þrisvar til fjórum sinn- um fleiri konur sem beittar hafa verið kynferðisofbeldi greinist með þunglyndi miðað við konur sem ekki hafa verið beittar kynferðis- ofbeldi. Auk þess er talið að þung- lyndi meðal barna sem hafa ver- ið beitt kynferðisofbeldi sé allt að fjórum sinnum algengara en hjá börnum sem ekki hafa verið beitt kynferðisofbeldi. Talið er að afleið- ingar af misnotkun í æsku séu meiri og alvarlegri en af kynferðisofbeldi sem fólk verður fyrir á fullorðinsár- um. Rannsóknir hafa einnig sýnt að algengt er að þolendur kynferðisof- beldis eigi í erfiðleikum með kynlíf og tengslamyndun, eigi á hættu að verða aftur fyrir kynferðisofbeldi og einnig er talið að rekja megi ýmsar persónuleikaraskanir til kynferðis- ofbeldis. Það kom til dæmis í ljós í nýlegri rannsókn Önnu Bentínu Herman- sen þar sem fram kom að 15 af þeim 18 konum sem tóku þátt höfðu átt við áfengis- eða vímuefnavanda að stríða. Sex höfðu verið haldnar fíkn sem tengdist mat, ofáti eða svelti og allar konurnar töluðu um ákveðna erfiðleika tengda kynlífi. Þær töl- uðu um að dofna upp, hverfa úr líkamanum og aftengjast honum þegar þær stunduðu kynlíf. Sumar veigruðu sér því við að lifa kynlífi og gerðu það aðeins í neyð eða undir áhrifum. Afleiðingar kynferðisof- beldisins komu líka fram í félags- legum erfiðleikum sem fólust í því að tengjast og treysta öðru fólki. Fjögur viðtöl breyta miklu Stígamót hafa nú starfað frá árinu 1990 og frá stofnun Stígamóta til ársloka 2009 höfðu 5.347 einstak- lingar leitað aðstoðar þeirra, þar af 4.918 konur. Má því leiða líkur að því að rúmlega þrjú prósent ís- lenskra kvenna hafi leitað aðstoðar n Afleiðingar margvíslegar og alvarlegar n Léleg sjálfs- mynd, skömm og kvíði n Sumir leita í einhvers konar fíkn n Hegðun og líðan betri eftir fjögur viðtöl á Stígamótum Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Út frá femínískum viðhorfum er ekki litið á þolendur kynferðisofbeldis sem sjúka einstaklinga eða varnarlaus fórnarlömb heldur einstaklinga sem búa yfir miklum styrk eftir að hafa lifað af ógnandi ofbeldi. Þolendur kljást við þunglyndi Talið er að fleiri konur sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi glími við þunglyndi en aðrar. Eins er talið að þunglyndi sé fjórum sinnum algengara á meðal barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.