Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Side 17
Fréttir | 17Helgarblað 25.–27. febrúar 2011 Ef þú ert tryggður þá færðu það bætt Enn á ný mælist TM efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni, árlegri könnun sem mælir ánægju viðskiptavina íslenskra fyrirtækja. Í 10 skipti af 12 hafa viðskiptavinir TM verið ánægðari en viðskiptavinir hinna tryggingafélaganna.* Starfsmenn og umboðsmenn TM hafa staðið sig frábærlega í því að rækta samband við viðskiptavini á undanförnum árum. Þessi viðurkenning er hvatning til þess að halda áfram á sömu braut. * Samkvæmt niðurstöðum könnunar Capacent á ánægju viðskiptavina íslenskra fyrirtækja 1999 –2010. TM Síðumúla 24 // Sími 515 2000 // tm@tm.is // www.tm.is Ánægðustu viðskiptavinirnir eru hjá TM Átröskun og kynlífsfíkn eftir kynferðisofbeldi Stígamóta vegna kynferðisofbeld- is í lok árs 2009. Á árinu 2009 leit- uðu 539 einstaklingar til Stígamóta. Þar af voru 210 sem leituðu þang- að vegna eigin mála í fyrsta skipti og 39 aðstandendur fólks sem lent hafði í kynferðislegu ofbeldi. Af þeim 39 málum var 21 mál nýtt hjá Stígamótum. Í meistararitgerð sinni í félags- ráðgjöf rannsakaði Inga Vildís Bjarnadóttir það hvort það að leita til Stígamóta bætti andlega líðan þolenda kynferðisofbeldis með því að draga úr einkennum þunglynd- is, kvíða og streitu og auka sjálfs- virðingu fólks sem beitt hefur verið kynferðislegu ofbeldi. Af 62 þátttakendum í rannsókn Ingu Vildísar höfðu 17 glímt við matarfíkn, 14 við áfengisfíkn, 11 við fíkn í önnur vímuefni og sex við kynlífsfíkn. Þátttakendur voru spurðir hverjar af afleiðingum of- beldisins þeim hefði þótt erfið- ast að glíma við og voru beðnir að merkja við allt sem ætti við. Léleg sjálfsmynd, skömm, kvíði og dep- urð voru þar á meðal. Átján af 62 höfðu gert tilraun til sjálfsvígs, eða um 32% þátttakenda. Inga Vildís bar saman tvo hópa sem voru fyllilega sambærilegir. Þá kom í ljós að þátttakendur sem farið höfðu í fjögur viðtöl eða fleiri hjá Stígamótum höfðu minni ein- kenni þunglyndis, kvíða og streitu og meiri sjálfsvirðingu en þolend- ur sem komu í fyrsta skipti til Stíga- móta. Stjórntæki til að ná valdi Stígamót byggja þjónustu sína al- farið á kenningum kynjafræðinn- ar og hugmyndum femínisma um kynferðisofbeldi. Með hugmyndum femínisma varð til annar skilning- ur á hugtakinu „fórnarlamb“ sem hafnar því að þolandi ofbeldis beri ábyrgð á því og setur ábyrgðina yfir á þann sem framkvæmir ofbeld- ið og ríkjandi stefnu í samfélaginu. Femínistar líta svo á að þeir sem beita kynferðisofbeldi noti það sem stjórntæki til að ná valdi yfir fórnar- lambinu og kynferðisleg fullnægja sem ofbeldismenn kunna að njóta sé nokkurs konar hliðarbúgrein því markmiðið sé alltaf að lítillækka, ráða yfir og hafa taumhald á og vald yfir manneskjunni sem er beitt of- beldinu. Út frá femínískum viðhorfum er ekki litið á þolendur kynferðisofbeld- is sem sjúka einstaklinga eða varn- arlaus fórnarlömb heldur einstakl- inga sem búa yfir miklum styrk eftir að hafa lifað af ógnandi ofbeldi. Þær kenningar falla best að reynslu þeirra sem hafa verið beitt kynferðislegu of- beldi og skýra þá staðreynd að það eru, samkvæmt tölulegum heimild- um Stígamóta, fyrst og fremst karlar sem beita konur og börn kynferðis- ofbeldi. Innra starf Stígamóta felst að stærstum hluta í valdeflingu, stuðn- ingi við þolendur þannig að þeir öðl- ist hæfni til að taka ákvarðanir um eigið líf. Með því getur einstaklingur lágmarkað persónulegar og félags- legar hindranir og aukið getu sína og sjálfstraust til að nýta eigið vald. 17 Hafa glímt við matarfíkn 14 Hafa glímt við áfengiSfíkn 11 Hafa glímt við fíkn í önnur vímuefni 6 Hafa glímt við kynlífSfíkn 18 Hafa gert tilraun til SjálfSvígS Alvarlegar afleiðingar ofbeldis n inga vildís Bjarnadóttir rannsakaði áhrif Stígamótavinnu á hegðun og líðan þolenda kynferðisofbeldis. Þátttakendur voru 62 og afleiðingarnar sem þeir glímdu við voru margvíslegar. n Samnorræn rannsókn kvensjúkdóma- lækna sýndi að um þriðjungur íslensku þátttakendanna hafði orðið fyrir kynferðisofbeldi. Rannsóknin var gerð á árunum 1999–2003 og var hlutfall þeirra sem höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi hærra á meðal íslenskra þátttakenda en annarra. Nítján prósent íslensku kvenn- anna sögðust hafa orðið fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi og 10,4% þeirra sögðu að ofbeldið hefði verið framið áður en þær urðu átján ára. n Rannsókn Barnaverndarstofu sýndi að 4,3% barnanna voru látin skoða kyn- færi einhvers á heimilinu. Þátttakendur voru 116 börn 11–15 ára. 1,7% svöruðu að „stundum“ hefði einhver á heimilinu reynt að hafa samfarir við þau þrátt fyrir mótbárur þeirra. n Niðurstaðan í rannsókn Hrefnu Ólafsdóttur félagsráðgjafa árið 2001 var að sautján prósent þátttakenda voru beitt kynferðisofbeldi fyrir átján ára aldur. n Í mati Rannsókna og greiningar sem gert var í samstarfi við norrænu samtökin Children at risk árið 2004 kom í ljós að 13,6% stúlkna og 2,8% drengja höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi fyrir átján ára aldur. Þátttakendur voru um tíu þúsund framhaldsskólanemar á aldrinum 16 til 24 ára. n Flestir sögðust hafa verið fjórtán eða fimmtán ára þegar ofbeldið var framið og í flestum tilfellum var um eitt tilvik að ræða. n Um 0,2% þátttakenda sögðust búa við ofbeldi, að gerandinn hefði ekki hætt að þvinga þau til kynferðislegra athafna. Þó að það sé ekki hátt hlutfall þátttakenda voru það engu að síður þrettán einstaklingar sem sögðust búa við kynferðisofbeldi á meðan þeir stunduðu framhaldsskóla. Hversu algengt er kynferðisofbeldi?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.