Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 26
26 | Viðtal 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað
sem unglingur og ber virðingu fyr-
ir sögunni. Ég vona að starfsemin
undir merkjum Laundromat Cafe
lifi hér jafn lengi og verslun Egils
Jacobsen, en hann rak hér verslun
frá 1922 til 1997.“
Friðrik vill meina að til að borg-
in lifi þurfi borgarbúar að nota
hana. „Hér þar eitthvað að vera til
að sækja. Notkun borgarbúans á
miðborginni sem slíkri hefur auk-
ist mikið held ég en þarf að auk-
ast enn frekar. Mannlífið blómstrar
þegar við leggjum rækt við félags-
lífið í borginni og þá er ég ekki
endilega að tala um veitingastaði
og bari. Mér finnst til dæmis ómiss-
andi að líta við í matvöruverslun-
inni Vísi og Brynju þegar ég kem til
Íslands. Litlir staðir í gömlum anda
með sögu eru þeir sem lifa helst. Í
því nýja sem hér er skapað þarf að
taka tillit til þess.“
Ætlaði að læra dönsku og jóga
Friðrik segist að lokum hafa feng-
ið nóg af fasteignaviðskiptum og
langað til að reyna eitthvað alveg
nýtt. „Ég fann að ég þurfti að skipta
um umhverfi til þess að vaxa frekar.
Ég ákvað að flytja út til Danmerk-
ur og hafði um það rómantískar
en óljósar hugmyndir. Ég ætlaði að
læra dönsku og kannski jóga og sjá
hvaða tækifæri önnur biðu mín. Ég
flaug því út og í flugvélinni fóru að
sækja að mér efasemdir: Hvað held
ég að ég geti gert í Danmörku – ég
þekki engan og enginn þekkir mig
og ég þekki ekki einu sinni timbur-
stærðirnar? Ég lenti á flugvellinum
í algerri óvissu og hugsaði einfald-
lega með mér: Hvað er ég að gera
hérna?
Gjaldþrot skiptir engu
Friðrik náði þó fljótt tökum á lífi í
nýju landi eins og hugmyndasmið-
um er helst lagið. „Eftir smátíma í
Danmörku urðu aðstæður minna
ógnvekjandi,“ segir hann frá. „Ég
náði áttum og þetta hefur kennt
mér að það er alltaf hægt að byrja
upp á nýtt. Bæði kennir það fólki
að það er ekkert að hræðast þegar
kreppir að og maður upplifir þetta
sem frelsi frá því gamla. Tækifær-
in bíða ef þú ert tilbúinn að vinna
að þeim. Það er alltaf hægt að byrja
upp á nýtt. Þetta er verðugt um-
hugsunarefni fyrir ungt fólk sem er
svartsýnt á lífið í kreppunni í dag.
Það eiga allir sjens og gjaldþrot er
ekki þess virði að kveljast yfir.“
Átti ekki fyrir pítsusneið
Eftir viku í Kaupmannahöfn fékk
hann ljómandi hugmynd að stað
þar sem blandað er saman góð-
um stundum í félagsskap vina og
hversdagsverkum. Stuttu síðar
fann Friðrik staðsetningu, skrifaði
undir kaupsamning, gleymdi jóg-
anu og dönskunni og dembdi sér
í mikla vinnu næstu fjóra mánuð-
ina. „Við opnuðum Laundromat
Cafe fjórir félagarnir og nú stend
ég einn eftir. Við uppbyggingu
staðarins var ég félítill og setti allt
í framkvæmdina. Ég hef aldrei ver-
ið svona blankur og lifði á ódýrum
smápítsum. Stundum átti ég ekki
einu sinni fyrir pítsusneiðinni og
þurfti að fá lánað hjá félögum mín-
um.“
Veitingastaðurinn hefur not-
ið gífurlegra vinsælda og er álit-
inn einn sá eftirtektarverðasti og
skemmtilegasti í Kaupmannahöfn.
The Laundromat Café er einn
fimm veitingastaða sem tilnefndir
eru fyrir besta brönsinn og bestu
hamborgarana og nýlega var stað-
urinn notaður sem tökustaður í
spennuþáttaröð í danska sjónvarp-
inu. Það eru sjö ár síðan Friðrik
opnaði staðinn og nú hefur hann
48 manns í vinnu og hefur selt leyfi
til reksturs Laundromat Cafe.
„Laundromat er barnið mitt“
„Staðurinn hér í Austurstræti verð-
ur með mjög svipuðu sniði og sá
í Kaupmannahöfn,“ lofar Friðrik.
„Útlit og hönnun staðarins verður
í sama anda og matseðillinn er sá
sami. Fyrir utan einhverja fimm
rétti sem eru svolítið gefnir frjáls-
ir til þess að nýta sem best innlent
hráefni.
Þá kom Andri Snær Magnason
með frábæra hugmynd og hún
er að bjóða upp á lambahrygg á
sunnudögum. Fjölskyldur eða
vinahópar geta þá pantað sér hrygg
og með því snemma á sunnudög-
um. Notið dagsins án þess að hafa
áhyggjur af matseldinni og sest svo
niður með fjölskyldunni klukkan
sjö um kvöld.“
Friðrik segir sér vera mjög annt
um að rekstur staðarins verði í lagi.
„Þetta er tugblaðsíðna samningur
um hvað má og hvað má ekki gera.
Það verður að vera þannig af því
að Laundromat er svolítið barnið
mitt. Ég er heppinn af því þetta eru
ábyrgir menn sem munu koma til
með að reka staðinn og með hlut-
ina á hreinu. Mig langar mest að
ættleiða rekstrarstjórann, hann
Steina,“ segir Friðrik og hlær.
Ástfanginn af græneygðri
fegurðardís
Friðrik er ástfanginn tveggja barna
faðir og álítur Kaupmannahöfn sitt
annað heimili í dag. Hann er ham-
ingjusamlega giftur Tine Weiss-
happel Holmboe.
„Ég kynntist henni Tine á veit-
ingastað sem sameiginlegur vin-
ur okkar var að opna. Ég tók eftir
henni og fannst hún ákaflega fal-
leg. Þegar ég náði loks tali af henni
hrökk upp úr mér: Þú ert með mjög
fallegt bros. Hún sagði: Það ert
þú líka. Ég sagði við hana: Ef við
eignumst saman börn, þá verða
þau með græn augu. Hún hripaði
niður númerið sitt og við fórum
á stefnumót þremur dögum sið-
ar. Níu mánuðum eftir að ég sagði
þetta fæddist dóttir mín Irma og
hún er með græn augu. Yngri dótt-
ir okkar er líka með græn augu svo
að einhverja spádómsgáfu hef ég.“
Tine og Friðrik búa með dætr-
um sínum tveimur, Irmu og Yrsu, í
miðbæ Kaupmannahafnar skammt
frá Laundromat. Tine vinnur sem
arkitekt á virtri stofu sem var stofn-
uð af Arne Jacobsen sem sérhæfir
sig meðal annars í brúarsmíði.
„Ég kem mjög oft til Íslands og
ef efnahagurinn leyfir á einhverj-
um tímapunkti ætla ég að kaupa
hér hús og koma reglulega hing-
að með dætur mínar. Í byrjun fór
ég frá Danmörku og heim. Nú fer
ég heim og svo aftur heim. Þar á
ég einfaldlega gott líf og frábæra
tengdafjölskyldu sem ég met mik-
ils. Danmörk hefur tekið mér
geysivel og mér líður vel þar.“
Las um skuldir Ómars í DV
Friðrik las um skuldir Ómars á for-
síðu DV og datt strax í hug að eitt-
hvað væri nú hægt að gera.
„Ég ræð ekki við þær hugmynd-
ir sem ég fæ eins og ég hef áður
nefnt. Þær láta mig ekki í friði. Mér
datt í hug að nota Facebook-vini
mína, sem eru ansi margir, í að
koma honum til hjálpar og fannst
sú hugmynd góð að Íslending-
ar gæfu honum 1.000 krónur í af-
mælisgjöf til að þakka honum fyrir
ævistarfið. Þremur dögum seinna
var hann orðinn skuldlaus og upp-
hæðin komin upp í 13 milljón-
ir,“ segir Friðrik og hlær. „Ég trúði
þessu ekki sjálfur en svona var
þetta.“
Upplifði gríðarlegt þakklæti
Friðrik segist hafa upplifað mik-
ið þakklæti í sinn garð eftir góð-
verkið. „Ég gerði þetta ekki vegna
þess að ég þyrfti á viðurkenningu
að halda fyrir góðverkið. Þetta var
einfaldlega pínulítið fræ sem ég
sáði og mér datt aldrei í hug að
yrði svona brjálæðislega stórt. Mér
er afskaplega minnisstætt þegar ég
var á gangi niður Bankastræti eft-
ir að hafa afhent Ómari ávísun frá
Gleðibankanum upp á 13 millj-
ónir. Ég var í fylgd tengdaforeldra
minna árla morguns og hinum
megin við götuna voru tveir gatna-
gerðarmenn sem stöðvuðu vinnu
sína þegar þeir sáu mig og kölluðu
yfir götuna: Gott hjá þér Frikki,
sem þú gerðir fyrir Ómar. Eftir því
sem leið á daginn fjölgaði þeim
sem ég mætti og ókunnugir gáfu
sig á tal við mig og þökkuðu mér
fyrir. Stemningin var hálfóraun-
veruleg en full af gleði og þakk-
læti. Ég var líka svo hrærður yfir ís-
lenskri þjóð því svona erum við á
okkar bestu stundum.“
kristjana@dv.is
„Stundum átti ég
ekki einu sinni fyrir
pítsusneiðinni og þurfti
að fá lánað hjá félögum
mínum.
Hamingjusöm fjölskylda Friðrik,
og eiginkona hans Tine, dóttir þeirra
Irma og Yrsa litla í vagninum.