Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Page 28
28 | Viðtal 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað Eva Einarsdóttir borg- arfulltrúi hefur brennandi áhuga á samfélagsmál- um og lét því slag standa þegar henni var boðið að ganga til liðs við Besta flokkinn. Hana dreymdi Jón Gnarr vikuna áður en hún gekk í flokkinn en þá hafði hún aldrei hitt hann. Eva hefur marga fjöruna sopið og ræðir opinskátt við Ásgeir Jónsson um geðhvarfa- sýki móður sinnar en hún játar að þegar hún var yngri skammaðist hún sín fyrir veikindi hennar. „Það er óþægi- legt að sjá þegar geðhvarfasjúklingur er í svokallaðri maníu og ég man hreinlega eftir að hafa þurft að elta hana um hverfið. B orgarfulltrúinn Eva Einars- dóttir tók nýlega til starfa eftir hafa verið í fæðingaror- lofi framan af kjörtímabili. Hún var kasólétt þegar Besti flokk- urinn vann ótrúlegan sigur í borg- arstjórnarkosningunum og upp- lifði blendnar tilfinningar þegar í ljós kom að það væri raunveruleg- ur möguleiki að ná kjöri. Eva hafði aldrei hitt Jón Gnarr áður en henni var boðið að taka sæti á lista Besta flokksins en hann kom til hennar í draumi skömmu áður. Eva hefur gengið í gegnum margt þrátt fyrir ungan aldur og segir þá reynslu hafa þroskað sig og bætt sem manneskju. Móðir hennar hef- ur þjáðst af geðhvarfasýki frá ung- lingsárum og hefur það reynt mikið á Evu og fjölskyldu hennar í gegn- um árin. Þá þjáist bróðir Evu af einhverfu og geðrænum sjúkdóm- um og því þekkir hún vel veikindi af þessum toga og þá fordóma sem þeim fylgja. Hún segir nauðsynlegt að ræða þessa hluti og sem betur fer sé umræðan alltaf að aukast þó enn sé langt í land. Eva, sem nú er formaður ÍTR, hefur í gegnum tíðina starfað fyrir stofnunina á mörgum vígstöðvum og þekkir því starfsemina vel. Hún segir það nokkuð sérstakt að vera nú nokkurs konar yfirmaður fyrrver- andi yfirmanna sinna. Augasteinn ömmu og afa „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík,“ segir Eva sem er borgarbarn í húð og hár. „Ég bjó fyrst um skeið á Bald- ursgötu, eða fyrsta árið. Svo skildu foreldrar mínir þegar ég var þriggja Dreymdi Jón Gnarr Eva Einarsdóttir Dreymdi Jón Gnarr viku áður en henni var boðið að ganga í Besta flokkinn. MYND SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.