Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Side 30
30 | Fermingar 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað Mjúku Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is fermingargjafirnar Sængurfatnaður frá 6.960 kr Sendum frítt úr vefverslun www.lindesign.is T íminn sem fer í að undirbúa fermingu og veisluna sem haldin er í tilefni hennar er oft hlaðinn spennu og til- hlökkun. Það er margt sem þarf að skipuleggja og undirbúa og ferm- ingarbarnið leikur oft stórt hlut- verk í þeim undirbúningi. Það þarf að undirbúa veisluna, kaupa föt og skó, fá fermingarhárgreiðslu og svo fylgir að fermingarbarnið fái veg- lega gjöf, allt með tilheyrandi út- látum. Með breyttum aðstæðum á Íslandi má þó ætla að margir for- eldrar kvíði þessum tíma þar sem ferming krefst jafnan mikilla fjárút- láta foreldra. DV hafði samband við nokkrar af þeim stofnunum sem veita foreldrum í fjárhagsvanda að- stoð við fermingarveisluhöld. Eflaust margir í vandræðum Þeir foreldrar sem ekki hafa efni á að halda fermingarveislu fyrir barnið sitt geta leitað aðstoðar á nokkrum stöðum. Mæðrastyrksnefndir sjá að mestu um slíka aðstoð en í sam- tali við Halldóru Guðmundsdótt- ur, formann Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, kemur fram að verið sé að funda þessa dagana um stöðu mála. „Þessu er ekki lokið hjá okkur en við klárum eftir helgi. Við erum sem sagt að búa okkur undir það að taka á móti fólki og gera vel við það. Við munum aðstoða þá sem þess þurfa á einhvern hátt,“ segir hún og bætir við að beiðnum um fjárhagsaðstoð hafi fjölgað á milli ára. Hún segist þó ekki vita til þess að foreldrar hafi hreinlega þurft að sleppa því að halda fermingarveisl- ur fyrir börnin sín en sjálfsagt séu þó allmargir sem eru í vandræðum vegna þessa. Ókeypis klipping hjá Fjölskylduhjálp „Við munum bjóða aftur upp á ókeypis klippingu eins og við gerð- um í nóvember og desember,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formað- ur Fjölskylduhjálpar Íslands. Hún segir að húsnæði Fjölskylduhjálp- ar verði breytt í hárgreiðslustofu á mánudögum á milli 12 og 16 en þar munu hárgreiðslumeistarar klippa bæði börn og fullorðna. Aðspurð segir hún að því miður verði ekki boðið upp á fermingargreiðslur. „Það þurfa þó allir á klippingu að halda og klipping er ekki ódýr,“ seg- ir hún og bætir við að það sé gríðar- lega stór hópur fólks sem hafi ekki efni á að halda fermingarveislur fyrir börnin sín. Leita til þjónustumiðstöðva Hjá Reykjavíkurborg fengust þær upplýsingar að þeir sem þurfi á að- stoð að halda geti leitað til þjónust- miðstöðvanna. Undir heimildum vegna sérstakra heimilisaðstæðna er að finna þá aðstoð sem hægt er að fá vegna barna þegar fjárhags- staða er bág. Ef fólk telur sig eiga rétt á aðstoð er best fyrir hvern og einn að panta tíma hjá ráðgjafa á sinni þjónustumiðstöð og fara yfir málin. Eins fengust þær upplýsing- ar að deildarstjórar þjónustumið- stöðvanna hafa ekki orðið varir við aukna eftirspurn vegna vandkvæða út af fermingum sérstaklega. Úthluta kortum Hjálparstarf kirkjunnar sér um að veita aðstoð á þeim stöðum þar sem mæðrstyrksnefndinar eru ekki. Að- stoðin felst ekki í peningastyrk held- ur fær fólk kort sem það getur notað. Vilborg Oddsdóttir sem er yfir inn- anlandsaðstoð Hjálparstarfsins seg- ist ekki hafa fundið fyrir aukningu á erfiðleikum fólks vegna ferminga. Vissulega sé ástandið í þjóðfélaginu erfitt núna og erfiðleikar þeirra sem leitað hafa til þeirra séu að dýpka. gunnhildur@dv.is Fleiri sem þurfa aðstoð við veisluna n Ferming á að vera gleðiviðburður sem barnið man eftir alla tíð n Miklar og dýrar veislur eru þó líklega ekki mögulegar hjá fjölskyldum í fjárhagsvanda n Beiðnum um aðstoð vegna ferminga hefur fjölgað Kransakaka Mörgum finnst kranskakan ómissandi á fermingarveisluborðið. Mynd RaKEL ÓsK siguRðaRdÓTTiR Ragnhildur guðmundsdóttir Formaður Mæðrastyrksnefndar segir að þau muni aðstoða þá sem þurfa. Mynd RaKEL ÓsK siguRðaRdÓTTiR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.