Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Síða 45
Viðtal | 45Helgarblað 25.–27. febrúar 2011
ára og þá varð aðeins breyting á. Ég
og móðir mín vorum þá mikið hjá
móðurforeldrum mínum og svo
varð úr að ég ólst meira og minna
upp hjá þeim. Samt með annan fót-
inn heima hjá móður minni og hún
hjá okkur.“
Móðir Evu hefur lengi glímt við
geðsjúkdóm og þess vegna ólst
hún upp hjá ömmu sinni og afa.
„Mamma hefur verið með geð-
hvarfasýki síðan hún var ungling-
ur og þetta þróaðist svona. Ég var
algjör augasteinn ömmu og afa og
það var mjög gott að alast upp hjá
þeim.“ Eva segist þó ekki hafa áttað
sig á því hversu gott hún hafði það
fyrr en löngu seinna. „Þegar mað-
ur er krakki þá vill maður falla inn í
hópinn. Hafa þetta klippt og skorið
og ég sá það kannski ekki fyrr en eft-
ir á hversu gott ég í raun hafði það og
hvað ég var lánsöm.“
Skólaskipti vegna kennara
Amma og afi Evu bjuggu í Lang-
holtshverfinu og gekk Eva því sína
skólagöngu í Langholtsskóla. „Fyrir
utan eitt ár, reyndar. Í tíu ára bekk.
Þá var ég svo ósátt við kennarann
minn að ég og vinkona mín tókum
alltaf strætó í Austurbæjarskóla í eitt
ár. Við vorum svolitlir uppreisnar-
seggir og mér finnst mjög fyndið að
hugsa til þess, eftir á að hyggja, að
maður hafi verið að standa í þessu
þegar ég hitti einhvern tíu ára í dag.“
Eva var því ung að árum komin
með sterkar skoðanir á hlutunum
en ástæða þess að hún var svo ósátt
við kennara sinn var að henni þótt
hugsunarháttur hans ekki nægilega
nýmóðins. „Það var mikið af göml-
um kennurum og mér fannst bara
vanta upp á það að hann væri opinn
fyrir nýjum hugmyndum. Fannst
hann ekki hugsa nægilega mikið út
fyrir kassann.“
Eva var uppátækjasöm sem
krakki og var alltaf að bralla eitthvað.
„Samt á góðan hátt. Ég var lítið í því
að koma mér eða öðrum í vandræði.
Ég var endalaust að stofna leikfélög
og búðir og ég var alltaf að halda
einhver námskeið fyrir stelpur. Fékk
að taka þátt í fótboltafélagi sem við
stofnuðum með strákunum og var
snemma farin að þjálfa aðrar stelp-
ur úti á túnum. Á þessum tíma var
erfitt að ná krökkum inn en í dag er
erfitt að ná þeim út.“
Eva sótti mikið í að leiðbeina og
vinna með öðrum. Strax í leikskóla
var hún farin að setja sig í þær stell-
ingar. „Ég var alltaf hálfgerður leik-
skólakennari í mér. Ég hafði mikla
þörf fyrir að aðstoða og sjá um aðra.
Til dæmis þegar ég var í leikskól-
anum var ég mikið á ungbarna-
deildinni að aðstoða minnstu krílin
sem voru þá alveg niður í eins árs.
Hjálpa þeim að taka fyrstu skref-
in. Þetta er svo innprentað í mig og
núna er dóttir mín alveg eins,“ segir
hún og brosir.
Ekki minnkaði áhuginn þeg-
ar Eva tók að eldast og alla skóla-
gönguna var hún sífellt eitthvað að
bralla. „Ég þurfti alltaf að vera með
puttana í öllu. Vera með dansatriði
á skólaböllum, sitja í nemendaráði
og hafði alltaf mikið fyrir stafni.“
Elti mömmu um hverfið
En veikindin innan fjölskyldunnar
tóku sinn toll og Eva fann sérstak-
lega fyrir því þegar komið var fram
á framhaldsskólaárin. „Ég fór frá
því að vera fjörugur og mjög glaður
ung lingur sem gekk vel í öllu yfir í
að vera ekkert að brillera í skólan-
um og eiga erfiðara með að halda
utan um þetta allt.“
Eva hefur stundum upplifað
fordóma og skömm vegna veik-
indanna í fjölskyldunni þó svo að
umræðan sé alltaf að verða meiri
og heilbrigðari. „Allt fram á full-
orðinsaldur og langt fram yfir tví-
tugt skammaðist ég mín fyrir þetta.
Það er skömm í kringum þetta. Í
kringum framhaldsskólaárin var
mamma mikið veik og yngri systk-
ini mín bjuggu hjá henni. Þannig að
þau voru mikið hjá okkur, hjá afa og
ömmu.“
Eva segir það hafa verið óþægi-
lega upplifun að horfa upp á móð-
ur sína þegar hún var sem veikust.
„Það er óþægilegt að sjá þegar geð-
hvarfasjúklingur er í svokallaðri
maníu og ég man hreinlega eftir að
hafa þurft að elta hana um hverfið
þegar hún var með einhverjar rang-
hugmyndir. Ég man líka eftir því að
hafa mjög ung verið að keyra hana
á Vífilsstaði í meðferðir þar. Ég skal
játa að ég skammaðist mín fyrir
þetta og ég var hrædd um að ein-
hver myndi sjá mig.“
Góð í að hafa mikið að gera
Eva er sjálf oft á þönum og á það til
að taka sér of mikið fyrir hendur.
„Réttur svefn, næring og að kunna
að hafa stjórn á kvíða hefur hjálpað
mér mikið. Ég hef leitað mér hjálpar
til að hafa stjórn á svoleiðis hlutum
og sú reynsla er ómetanleg í dag.“
Þó að Eva sé ekki manísk hefur
hún alla tíð viljað hafa mikið fyrir
stafni og þarf að vera meðvituð um
álagið svo að hún keyri sig ekki út.
„Til dæmis er ég þannig að þegar
ég er í fæðingarorlofi, þó ég elski
að vera í fæðingarorlofi, þá verð ég
samt svolítið leið og finnst eins og
ég þurfi alltaf að vera að gera eitt-
hvað. Kannski hentar það mann-
eskju eins og mér bara vel að vera
farin að vinna. Það er talað um að
sumir séu góðir í því að hafa mikið
að gera.“
Sjúkdómurinn sem ekki sést
Nú þegar Eva hefur tekið til starfa
sem borgarfulltrúi er hún handviss
um að þessi reynsla hennar eigi eftir
að nýtast henni vel. Bæði í starfi og
einnig í að auka umræðu um geð-
ræna sjúkdóma sem er sorglega lít-
il oft á tíðum. „Ég væri klárlega til í
að leggja þessum málefnum meira
lið, sem snúa að geðheilsu fólks. Þó
þetta sé alltaf að koma meira upp á
yfirborðið og fólk sé alltaf að verða
meðvitaðra þá er samt langur veg-
ur eftir.
Ég á líka einhverfan bróður
sem hefur glímt við geðsjúkdóma,
þannig að ég þekki þetta mjög vel.
Bróðir minn fór inn á BUGL (Barna-
og unglingageðdeild Landspítala)
á sínum tíma og því hef ég mikla
reynslu af þessu og því frábæra
starfi sem þar er unnið. Það ger-
ir mig því sorgmædda að hugsa til
þess hvað það er langur biðlisti þar
og að þessu sé ekki sinnt betur. Því
það er svo erfitt að vera með sjúk-
dóm sem sést ekki utan á manni.“
Meira umburðarlyndi
Eva tekur sem dæmi þegar hún
eyddi tíma með móður sinni á
sjúkrahúsi. „Ég hef lent uppi á spít-
ala með móður minni vegna henn-
ar geðrænu veikinda en hún hefur
einnig glímt við krabbamein tvisvar
á ævinni, sem er gríðarlega erfiður
sjúkdómur, og sigrast á því.“
Á Eva þá við að almennt vanti
meiri skilning og umburðarlyndi
gagnvart fólki sem glímir við geð-
ræna sjúkdóma. „Það vill enginn
vera fjölskyldunni eða öðrum til
trafala. Það er enginn sem hugs-
ar: Núna ætla ég að vera erfið og
skemma aðeins í kringum mig. Ég
myndi vilja sjá að fólk tæki þessu
sem hverjum öðrum sjúkdómi. Fólk
þarf að geta talað um þessa hluti
og þetta á ekki að vera í myrkrinu.
Það þarf að vera svigrúm fyrir svona
hluti bæði í skólum og á vinnustöð-
um. Að fólk sé ekki bara dæmt úr
leik strax,“ segir Eva og tekur aft-
ur fram hversu gott starf sé unnið
á geðdeildum landsins og að hún
sé ævinlega þakklát fyrir þá aðstoð
sem fjölskylda hennar hefur fengið.
Það er mismikið á fólk lagt en
Eva missti einnig ömmu sína og afa
á besta aldri úr veikindum. „Þetta
er gömul tugga, að maður verði
harðari af því sem maður gengur
í gegnum, en það er engu að síður
svo. Maður gengur í gegnum þetta,
þroskast og breytist í leiðinni. Þetta
er reynsla sem maður býr alltaf að
og ég tel mig geta nýtt mér til dæmis
í þessu nýja starfi.“
Nýr heimur í Svíþjóð
Eftir að Eva lauk framhaldsskóla
ákvað hún að taka sér frí frá námi.
„Ég var komin með mikinn náms-
leiða og vildi fara að sinna öðru.“
Hún fór þá að vinna í Tónabæ sem
féll undir starfsemi ÍTR. Hún hafði
frá 15 ára aldri unnið á leikjanám-
skeiðum og í félagsmiðstöðvum
þannig að hún þekkti starf ÍTR
vel. „Ég var annar af tveimur 100%
starfsmönnum og það kom til
dæmis í okkar hlut að skipuleggja
Músíktilraunir. Mér fannst þetta
starf eiga algjörlega við mig og þetta
var frábær tími. Ég var í þessu næstu
þrjú árin,“ en það var í Tónabæ sem
Eva kynntist ástinni í lífi sínu, Eldari
Ástþórssyni.
Eva og Eldar ákváðu að fara sam-
an í nám til Svíþjóðar en Eva segir
það hafa breytt sér að komast úr há-
hraðanum og lífsgæðakapphlaup-
inu á Íslandi. „Úti í Svíþjóð opnaðist
mér alveg nýr heimur,“ en Eva á Eld-
ar voru búsett þar á tímabilinu frá
2001 til 2005. „Ég kynntist nýju fólki,
skemmtilegu fólki sem hafði sterk-
ar skoðanir á hinum ýmsu málum,
meðal annars mannréttindamál-
um. Það voru nokkur viðbrigði fyrir
mig að vera í þessum hópi þar sem
ég hafði alltaf verið þessi stressaða
týpa, en flestir sem við kynntumst
voru mun afslappaðri. Ég man til
dæmis að þegar okkur var boðið
í mat einu sinni sagði ég við Eld-
ar: Sástu? Þau voru ekki búin að
taka til. Það var alveg nýtt fyrir mér,
þannig að það var jákvætt að eign-
ast svona afslappaða vini.
Eva segir að lífsviðhorfin hafi
verið önnur en heima á Íslandi.
„Fólk var meira fjölskyldumiðað
og með minni pening á milli hand-
anna. Fæstir áttu íbúð eða bíl og fólk
var bara meira að hugsa um lífið og
tilveruna. Öfugt við það sem var í
gangi heima á Íslandi. Ég held að
árin í Svíþjóð hafi kennt mér margt.“
Sjokk að koma heim
Það dreif margt á daga þeirra hjóna
á meðan á náminu stóð en Eva
dvaldi meðal annars tvo mánuði í
Palestínu þar sem hún kenndi börn-
um ensku. Bæði Eva og Eldar hafa
unnið mikið fyrir félagið Ísland-Pal-
estína og hafa beitt sér fyrir hinum
ýmsu mannréttindamálum.
En þegar Eva kom heim úr nám-
inu var hún stórhuga. „Ég ætlaði að
sigra heiminn. Var með stóran hug
og drauma. Ég fór að vinna hjá Air-
waves-tónlistarhátíðinni, UNIC-
EF, Lýðheilsustöð og á heimili með
fötluðum börnum.“ Full af eldmóði
keyrði Eva sig nánast út enda fæst-
ir sem þola álagið sem fylgir því að
vera í fjórum vinnum. „Ég skal við-
urkenna að þarna fór ég pínu í þrot
með sjálfa mig og þurfti að hugsa
hlutina upp á nýtt. Þegar ég kom
heim ætlaði ég að sigra heiminn,
vera framakona og vera rosa flott
en fór fram úr sjálfri mér. Þannig
að ég ákvað að leggja öll störf-
in til hliðar og fara að vinna á frí-
stundaheimili fyrir fötluð börn.“
Eftir á að hyggja telur Eva það líka
hafa spilað inn í hversu mikið sjokk
það var að flytja aftur til Íslands í
miðju góðærinu. „Tempóið var bara
of mikið og lífsgæðakapphlaupið of
stíft. Þá fór að læðast aftan að mér
kvíði og vanlíðan sem honum fylgir.“
„Hvað í andskotanum er ég að
gera hérna með Jóni Gnarr?“
Í desember 2006 eignuðust Eva og
Eldar sitt fyrsta barn, Sögu, en í fæð-
ingarorlofinu var Eva strax farin að
hlaða á sig verkefnum á nýjan leik.
Fljótlega eftir að fæðingarorlofinu
lauk sótti Eva um starf hjá Hinu hús-
inu, miðstöð fyrir ungt fólk. „Mig
langaði að halda áfram að vinna
með ungu fólki og það var frábært
að vinna í Hinu húsinu. Skemmti-
legur og góður andi.“ Enn á ný var
hún komin til starfa hjá ÍTR.
Það var svo vorið 2010 sem haft
var samband við Evu frá Besta
flokknum og henni boðið að taka
þátt. Þá var Eva gengin eina fimm
mánuði á leið með sitt annað barn
en ákvað að slá til. „Ég hafði aldrei
hitt Jón Gnarr og vissi ekki alveg
hvað mér fannst um þetta. En mér
fannst hugmyndin góð og ég hef
alltaf haft áhuga á samfélagsmálum
og haft sterkar skoðanir. Þó svo að ég
hafi ekki verið tilbúin til að starfa í
þessum hefðbundnu flokkum.“
Hún segist treysta mikið á innsæi
sitt og að hún hafi alltaf haft góða til-
finningu fyrir Besta flokknum. „Mig
dreymdi líka undarlegan draum
skömmu áður en haft var samband
við mig. Mig dreymdi að ég væri að
knúsa Jón Gnarr. Í draumnum leit ég
í spegil og sagði við sjálfa mig: Hvað
í andskotanum er ég að gera hérna
með Jóni Gnarr? Þetta var ótrúlega
skýr draumur og ég sagði mannin-
um mínum frá þessu um leið og ég
vaknaði og svo samstarfsfólki mínu.
Viku seinna var ég komin í Besta
flokkinn.“
Eva gerði strax frá upphafi ráð
fyrir því að Jón og hugsanlega einn
til viðbótar myndu ná kjöri í kosn-
ingunum. „Svo fóru að birtast skoð-
anakannanir um að ég sem sjötta
manneskja á lista gæti náð kjöri.
Þá fóru að renna á mig tvær grímur.
Hvað er ég búin að koma mér út í?
hugsaði ég. Ég er í frábæru starfi og
hef það gott. Ég get hætt við, hugsaði
ég. En maðurinn minn hefur trölla-
trú á mér og við erum miklir félagar.
Hann hvatti mig áfram og það hjálp-
aði mikið. Það er líka mjög gott fólk
í og í kringum Besta flokkinn sem
er ekki aðeins góður félagsskapur,
heldur gefur mikið af sér og er alltaf
til í að hjálpa. Það hvatti mig á þess-
um tíma til að bjóða mig fram.“
Tár og gæsahúð
Vikan fyrir kosningar var mikill til-
finningarússíbani. Eva var gengin
sjö mánuði með og líf hennar var
að taka miklum breytingum. „Þetta
var einn stór rússíbani. Ég fór frá því
að finnast þetta ótrúlega spennandi
og frábært yfir í að blóta manninum
mínum í sand og ösku fyrir að hvetja
mig áfram. Við vorum líka í miðjum
flutningum þannig að það var allt á
fullu.“
Það var ekki fyrr en á kosninga-
nótt sem hún tók þetta nýja hlutverk
sitt endanlega í sátt.
„Ég hugsaði stundum með mér
að vonandi kæmist ég bara ekkert
inn. Ég viðurkenni það alveg. En
þarna um nóttina þegar þetta lá ljóst
fyrir, þá voru það tárin og gæsahúð-
in sem fylgdu sem sannfærðu mig
um að þetta væri það sem ég vildi
gera.“ Eva man óljóst eftir næsta
degi. Lítið sofin og ennþá í sjokki fór
hún í sjónvarpsviðtal en var einnig
að taka á móti fólki sem var að skoða
íbúðina hennar.
Erfitt að skera niður
Ekki leið langur tíma þar til Eva fór í
fæðingarorlof og þurfti því að fylgj-
ast með af hliðarlínunni fyrst um
sinn. „Það var bæði gott og slæmt.
Það var gott að geta kúplað sig að-
eins út úr þessu en ég finn það líka
núna þegar hef tekið til starfa að það
kemur aðeins niður á mér. Ég er að
koma svolítið ný inn.“
Þó að hún hafi verið á báðum átt-
um í kringum kosningar segist hún
þakklát í dag fyrir að hafa fengið
þetta tækifæri. Ekki síst fyrir að hafa
fengið tækifæri til þess að kynnast
fólkinu í Besta flokknum. „Það er
magnað fólk í Besta flokknum og því
fylgir ofboðslegur kraftur. Svona út
á við eru kannski margir karakterar
í gangi en á bak við leynast ótrúlega
heilsteyptar og frábærar persónur.“
Eins og áður kom fram er Eva
meðal annars formaður Íþrótta- og
tómstundaráðs Reykjavíkur, ÍTR, en
hún segir það hafa verið nokkuð sér-
stakt að vera allt í einu orðinn yfir-
maður sumra fyrrverandi yfirmanna
sinna. „Það er óneitanlega svolítið
sérstakt og um leið mjög erfitt því
að Besti flokkurinn tók við stjórnar-
taumunum á einum erfiðustu tím-
um landsins í seinni tíð og mikill
niðurskurður blasir við. Það er því
líka mjög erfitt að þurfa að fara beint
í það að skera niður á stöðum þar
sem ég þekki fólkið og starfsemina
svona vel sjálf.“
Skilur reiðina
Eva veigrar sér þó ekki við því. „Það
er ekkert mál að vera í því hlutverki.
Það er ekkert mál að vera óvinsæl.
Ég get það alveg. Ég skil reiði fólks
vel. En svona er ástandið og það er
enginn að leika sér að því að skera
niður. Minnihlutinn hefur talað um
að borgin eigi fullt af peningum en
það er auðvitað ekki þannig. Það er
ekki eins og það sitji bara milljarð-
ar inni á einhverri bók sem við vilj-
um ekki nota. Það er mjög óábyrgt
að tala svona. Við tókum við í mjög
erfiðu ástandi og það eru allir sem
að þessu koma að reyna sitt allra
besta.“
asgeir@dv.is
Dreymdi J Gn rr„ Í draumnum leit
ég í spegil og sagði
við sjálfa mig: Hvað í and-
skotanum er ég að gera
hérna með Jóni Gnarr?