Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Síða 50
J ohn Wolfgang Alexander Auson ius fæddist 12. júlí 1953 í Lidingö, austur af Stokkhólmi. Faðir hans var svissneskur og móðir hans þýsk, bæði innflytjend- ur, og bjó fjölskyldan í Vällingby, verkamannahverfi í Stokkhólmi. Wolfgang, sem var skírður Wolf- gang Alexander Zaugg, var ekki ljós á brún og brá og sökum þess og er- lends bakgrunns síns varð hann skotspónn illkvittinna skólafélaga í bernsku. Þegar hann komst á full- orðinsár litaði hann hár sitt ljóst og notaði bláar augnlinsur og til að bæta um betur breytti hann nafni sínu, fyrst í John Wolfgang Alexand- er Stannerman og síðar í John Wolf- gang Alexander Ausonius, með það fyrir augum að hylja erlendan bak- grunn sinn. Skólaganga Wolfgangs gekk brösulega og nám virtist ekki eiga vel við hann. Kvikmyndir áttu hug hans allan og einkum og sér í lagi voru myndir Monty Python-hópsins í miklu uppáhaldi hjá honum, sér- staklega Life of Brian. Grunaður í morðinu á Olof Palme En annars konar kvikmyndir heill- uðu hann einnig og eina kvikmynd horfði hann ítrekað á og það var Death Wish með Charles Bronson í aðalhlutverki. Sú kvikmynd fjall- ar um mann sem leitar hefnda eftir að fjölskylda hans er myrt af ódæð- ismönnum. Í sænskum fjölmiðlum var leitt getum að því að kvikmynd- in hefði ýtt undir áform hjá Wolf- gang um að myrða innflytjendur sem höfðu komist í kast við lögin í Svíþjóð. Í kjölfar morðsins á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, varð Wolfgang þess vafasama heið- urs aðnjótandi að vera einn þeirra sem lögreglan grunaði upphaflega um morðið. Það verður þó að telj- ast undarlegt ekki síst í ljósi þess að John Wolfgang Alexander Stanner- man, eins og hét þá, var á bak við lás og slá vegna fjölda líkamsárása þeg- ar Palme var ráðinn af dögum. Í fangelsinu komst Wolfgang í kynni við Ustasa-hryðjuverkamann- inn Miro Baresic sem afplánaði þar lífstíðardóm sem hann fékk eftir að hann, í slagtogi við félaga sinn, myrti jugóslavneskan sendifulltrúa. Wolfgang leit mikið upp til Baresics og fékk aldrei nóg af frásögnum hans af lífi hans í heimi hryðjuverka og hernaðarátaka. Úr ríkidæmi í örbirgð Wolfgang ræktaði með sér mikið hatur í garð kommúnista, sósíal- demókrata og innflytjenda þegar hann fullorðnaðist og dreymdi um að auðgast. Ekki virtist líklegt að sá draumur rættist því Wolfgang vann sem leigubílstjóri og voru tekjur hans því í lægri kantinum. Engu að síður reyndi hann fyrir sér í verð- bréfabraski og í ljós kom að hann hafði auga fyrir markaðnum. Inn- an skamms hafði honum tekist að auðgast töluvert og tók upp lífsstíl uppa. Undir lok níunda áratugarins hafði hann fest kaup á lúxusíbúð, sportbíl og rúsínan í pylsuendan- um var farsími, sem á þeim tíma var tákn um velmegun og umsvif. En slæmar fjárfestingar drógu úr ríkidæmi Wolfgangs og á ferðalagi í Þýskalandi smitaðist hann af spila- fíkn og komst í fjárhagslegt öng- stræti. En Wolfgang vissi sem var að bankar geymdu peninga og snéri sér að bankaránum til að fjármagna íburðarmikinn lífsstíl sinn. Hann afrekaði að fremja átján bankarán áður en yfir lauk. Hatur á innflytjendum Þrátt fyrir að vera sonur innflytjenda og fá ekki sænskan ríkisborgararétt sjálfur fyrr en 1979 virtist sem hatur Wolfgangs á innflytjendum ætti sér engin takmörk. Það varð til þess að hann fór á stúfana í leit að glæpa- mönnum í þeirra röðum með það fyrir augum að stytta þeim aldur. En brátt gafst hann upp í þeirri leit og ákvað að glæpaferill þyrfti ekki að vera skilyrði. Hann tók þá ákvörðun að myrða innflytjendur, glæpaferill var ekki lengur skilyrði, og bar hann þá von í brjósti að herferð hans dygði til að flæma þá alla úr landi. Fyrsta fórnarlamb Wolfgangs var David Gebremariam, innflytjandi frá Erítreu. Þann 3. ágúst 1991 skaut Wolfgang hann í bakið, en David lifði tilræðið af. Vitni sögðust hafa séð rauðan díl á baki Davids í sömu andrá og skothvellurinn heyrðist. Að kvöldi 21. október sama ár skaut Wolfgang námsmann af írönskum uppruna, Shahram Khos- ravi, í andlitið, en eitthvað virðist sem Wolfgang hafi verið mislagðar hendur því Sharam lifði árásina af. Loksins árangur Að kvöldi 27. október 1991 skaut Wolfgang Dimitrios Karamalegos, heimilislausan karlmann af grískum uppruna, tvisvar í kviðinn. Dimitrios sagðist hafa séð rautt ljós og heyrt skothvelli en tekist að koma sér und- an. Hann var illa særður en lifði af. Um miðjan dag 1. nóvember sama ár gekk Wolfgang inn í eld- hús á veitingastað í Stokkhólmi, en þar vissi hann af innflytjanda. Wolf- gang skaut hann einu sinni í höfuðið og nokkrum sinnum í kviðinn. Líkt og fyrri skotmörk Wolfgangs lifði innflytjandinn, Heberson Vieira Da Costa, tónlistarmaður frá Brasilíu, tilræðið af og gat aukinheldur gefið lögreglunni lýsingu á tilræðismann- inum. Wolfgang gafst ekki upp þrátt fyr- ir takmarkaðan árangur og 8. nóv- ember skaut hann íranskan náms- mann að nafni Jimmy Ranjabar sem lést af sárum sínum daginn eftir. Hver veit nema Wolfgang hafi fundist ástæða til að fagna því hann ákvað að fara til Las Vegas í Banda- ríkjunum og sökkva sér í fjárhættu- spil auk þess sem hann skoðaði Miklagljúfur. Hann hvarf um nokk- urra mánaða skeið, en hann átti eftir að minna á sig að nýju. Breyttur riffill Frá 22. janúar til 30. janúar 1992 urðu fimm fyrir árás af hálfu Wolf- gangs. Í Uppsölum skaut hann mann að nafni Erik Bongcam-Rud- loff í höfuðið. Daginn eftir, um há- bjartan dag, skaut hann þeldökk- an strætóbílstjóra í bringuna og um kvöldið fór hann inn í sómalsk- an klúbb í miðborg Stokkhólms og skaut tvo karlmenn. Fimm dögum síðar skaut hann Isa Aybar, innflytjanda af tyrknesk- um uppruna sem vann í söluturni í höfuðborginni, fjórum skotum í höfuðið. Aybar var eðlilega al- varlega særður en náði þó að hafa samband við lögreglu. Þann 30. janúar skaut Wolfgang Hasan Zatara, palestínskan versl- unareiganda í höfuðið með þeim afleiðingum að hann lamaðist. Þessi síðustu skotmörk Wolf- gangs lifðu öll af, en að mati lög- reglunnar var ekki um að kenna vankunnáttu Wolfgangs. Hann kunni með skotvopn að fara en hafði breytt þeim, án nauðsynlegr- ar kunnáttu, með þeim með þeim afleiðingum að nákvæmni þeirra fór forgörðum. Umfang leitar sænsku lögregl- unnar að Wolfgang átti sér aðeins fordæmi í máli Olofs Palme, hann átti sér nánast ekki undankomu auðið og var handtekinn í miðju bankaráni 12. júní 1992. Vegna þess að hann lagði síðar hendur á lög- fræðing sinn var hann handjárn- aður meðan réttað var yfir honum. Wolfgang var sakfelldur fyrir morð og rán, en ekki reyndist unnt að tengja hann við allar skotárásirn- ar. Wolfgang játaði þó aðild sína að þeim öllum árið 2000. John Wolfgang Alexander Ausonius var dæmdur til lífstíðar- fangelsis og afplánar dóminn í einu stærsta fangelsi Svíþjóðar í Kumla. MISLUKKAÐUR RAÐMORÐINGI 50 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað n John Wolfgang Alexander Ausonius lagði fæð á innflytjendur í Svíþjóð n Hann var sakfelldur fyrir morð og bankarán og gerði tilraun til raðmorða frá ágúst 1991 til janúar 1992 n Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náði hann aðeins að bana einum innflytjanda„Daginn eftir, um hábjartan dag, skaut hann þeldökkan strætóbílstjóra í bringuna og um kvöldið fór hann inn í sómalskan klúbb í miðborg Stokkhólms og skaut tvo karlmenn. Lagði fæð á innflytjendur John Wolfgang Alexander Ausonius vildi hrekja innflytj- endur frá Svíþjóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.