Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 63
ZLATAN IBRAHIMOVIC Lið: Barcelona og AC Milan. Árslaun: 10,4 milljónir punda (16,8 milljarðar króna). Zlatan átti kannski ekki sitt besta ár með Barcelona þó svo hann hafi staðið uppi sem sigurvegari á Spáni. Hann var síðasta sumar seldur til AC Milan og virðist vera maðurinn sem mun færa Mílanómönnum titilinn eftir margra ára bið. Hann fær eðlilega vel borgað fyrir sín störf. Sport | 63Helgarblað 25.–27. febrúar 2011 Bolt inn í be inni Hamraborg 11 w 200 Kópavogur w Sími: 554 2166 w www.catalina.is Leigjum út sal fyrir veisluhöld Um helgina spilar hermann ingi Snyrtilegur klæðnaður áskilinn. n Réttur dagsins alla virka daga n Hamborgarar, steikar- samlokur og salöt n Hópamatseðlar Portúgalska markaðsfyrirtækið Futebol Finance birti á dögunum lista yfir 50 launahæstu leikmenn heims á síðasta ári. Real Madrid á þrjá leikmenn í tíu efstu sætunum á meðan Chelsea, Barcelona og Manchester City eiga tvo menn hvert lið. Listinn veitir einnig nokkra innsýn í hugarheim Waynes Rooneys og ástæðu þess að hann vildi komast burt frá Manchester United en fyrir launahækkun eftir fjaðrafokið seint á síðasta ári var hann ekki nema tuttugasti launahæsti leikmaður heims. Hér má sjá þá launahæstu á árinu 2010. LAUNAHÆSTUR ALLRA CRISTIANO RONALDO Lið: Real Madrid. Árslaun: 11,3 milljónir punda (18 milljarðar króna). Ekki bara launahæstur heldur tekjuhæstur allra knattspyrnumanna. Ronaldo er dýrastur í heimi og því við hæfi að hann sé einnig launahæstur. Hann fær frábærlega borgað frá Real Madrid en sjálfur er hann einnig sitt eigið vörumerki og rakar inn seðlunum í gegnum auglýsingasamninga og fatalínu. SAMUEL ETO‘O Lið: Internazionale. Árslaun: 9,1 milljón punda (14,7 milljarðar króna). Það var ekki að ástæðulausu að Eto‘o valdi Inter þegar hann sá sæng sína útbreidda hjá Barcelona. Massimo Morratti, forseti Inter, vissi að þetta væri maðurinn sem myndi færa liðinu Meistaradeildartitilinn. Og það tókst þó Diego Milito hafi nú reyndar verið hetjan í vor. KAKA Lið: Real Madrid. Árslaun: 8,7 milljónir punda (14 milljarðar króna). Fyrsta tímabil Kaka með Real Madrid var ekki í líkingu við það sem hann hafði sýnt hjá AC Milan. Hann hóf síðan yfirstandandi tímabil meiddur og hefur ekki skilað miklu til baka af þeim 56 milljónum punda sem greidd voru fyrir fyrir hann. Hann fékk þó 14 milljarða í greidd laun í fyrra. CARLOS TEVEZ Lið: Man. City. Árslaun: 7 milljónir punda (11,3 milljarðar króna). Carlos Tevez elti peninginn til Manchester City en mörg stærri lið höfðu áhuga á honum. Svo virðist sem hann hafi gert rétt í þeim efnum en á síðasta ár fékk hann rétt ríflega 11 milljarða króna greidda í laun frá sjeiknum sem á City-liðið. Ekki amaleg búbót það. WAYNE ROONEY Lið: Man. Utd. Árslaun: 5,2 milljónir punda (8,4 milljarðar króna) KARIM BENZEMA Lið: Real Madrid. Árslaun: 7,4 milljónir punda (12 milljarðar króna). Kaupin á Karim Benzema voru ein af stóru kaupum Real á sínum tíma en hann kostaði liðið 30 milljónir punda. Hann var í frystinum lengi vel á þessu tímabili en hefur fengið tækifæri vegna meiðsla Gonzalo Higuain. Hvort sem hann spilar eða ekki fær hann 12 milljarða á reikninginn á hverju ári. JOHN TERRY OG FRANK LAMPARD Lið: Chelsea. Árslaun: 6.5 milljónir punda (10,5 milljarðar króna). Chelsea-félagarnir Terry og Lampard voru fyrstu mennirnir á Englandi sem komust í 150.000 punda klúbb þeirra sem fá þá upphæð vikulega. Samkvæmt Futebol Finance fá þeir félagarnir jafnmikið borgað eða tíu og hálfan milljarð á ári. LIONEL MESSI Lið: Barcelona. Árslaun: 9,1 milljón punda (14,7 milljarðar króna). Það fer ekki mikið fyrir Messi í fjölmiðlum þó hann sé besti knattspyrnumaður heims. Honum finnst best að slaka á í góðra vina hópi þegar heim er komið en sjaldan hefur verið jafnlítill stjörnuljómi af jafngóðum leikmanni. Fyrir að vera bestur í heimi fær hann þriðju hæstu launin í bransanum. EMMANUEL ADEBAYOR Lið: Manchester City. Árslaun: 7,4 milljónir punda (12 milljarðar króna). Svo finnst mönnum skrýtið að stærri og stærri leikmenn hrúgist til Manchester City? Það er hægt að færa líklega 50 rök fyrir því að Emmanuel Adebayor eigi ekki að vera á topp tíu listanum yfir launahæstu leikmenn heims. Hann hefur lítið sem ekkert gert fyrir City og var lánaður til Real í janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.