Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 15.–17. apríl 2011 Helgarblað Endurnærir og hreinsar ristilinn allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar 30+ Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox „Það er alveg frábært að losna við white sprit [terpentínu, innsk. blm.] og þann óþverra,“ segir Daní- el Árnason, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, en Vegagerðin mun í sumar hefja notkun á svokallaðri lífolíu í vegaframkvæmdir. Lífolían er í grunninn fiskiolía og er auka- afurð sem verður til við lýsisfram- leiðslu. Hún er mun umhverfisvænni en repjuolían sem Vegagerðin hefur einnig gert tilraunir með. „Það var gerð smá prufa síðasta haust og hún kom vel út. Þess vegna var ákveðið að halda þessu áfram og við tryggð- um okkur þessa íslensku framleiðslu í haust með samningi við Lýsi hf,“ segir Daníel. Hann segir Vegagerð- ina hafa keypt lífolíu beint af Lýsi hf. í allan vetur og að nú sé komið það magn sem ætlunin sé að byrja með. Hann vonast til þess að Lýsi hf. komi til með að sjá þeim fyrir nægu magni af olíunni svo ekki þurfi að kaupa hana af að utan og eyða í það erlend- um gjaldeyri. Lífolían verður notuð í yfirlagningar, það er að segja ekki malbik heldur olíumöl, líkt og með- al annars er notuð í hringveginn. Að- spurður segir Daníel lífolíuna vera mun ódýrari en repjuolíuna og því komi notkun hennar ekki bara til með að vera umhverfisvænni heldur einnig hagstæðari fyrir Vegagerðina. „Það er bara vonandi að fiskilyktin verði ekki mikil,“ segir Daníel og slær á létta strengi. Hann er þó sannfærð- ur um að hún sé skárri en lyktin af terpentínunni. solrun@dv.is Vegagerðin ætlar að nota lífolíu frá Lýsi hf. í vegagerð: Vonar að lyktin verði lítil Umhverfisvænt Lífolían er bæði umhverfisvæn og hagkvæm í notkun. „Já, mér er létt, þetta var líka svo ósanngjarnt,“ segir Úlfar Eysteins- son matreiðslumeistari, sem á og rekur veitingastaðinn Þrjá frakka. „Ég er alveg í sjöunda himni,“ bætir hann við. Hann var á þriðjudaginn sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum Íslandsbanka um greiðslu á fjögurra milljóna króna bílaláni sem er í vanskilum. Líkt og DV greindi frá í mars síð- astliðnum seldi Bú ehf., fyrirtæki Úlfars, fyrirtækinu Fagfólki ehf. bíl- inn í mars árið 2009 og taldi hann sig á sama tíma hafa afsalað sjálfskuld- arábyrgðinni á láninu. Þegar fyrir- tækið hætti að greiða af láninu féllu greiðslur á Úlfar og það kom honum að óvörum, enda tengist hann fyrir- tækinu ekki á neinn hátt. „Ég þekkti hvorki haus né sporð á þessu fyrir- tæki,“ sagði Úlfar í samtali við DV í mars. Bílasalinn bauð Úlfar sem ábyrgðarmann Á yfirtökuskjali lánsins kemur bæði fram að Úlfar afsali sér sjálfskuld- arábyrgð á láninu og hann takist á hendur sjálfskuldarábyrgð á sama láni. Það er því augljós mótsögn í skjalinu. Margrét Sigurðardóttir, við- skiptastjóri hjá Íslandsbanka, bar vitni fyrir dómi og lýsti aðdraganda málsins þannig að umsókn hefði borist frá bílasala á bílasölunni Plan- inu, þar sem boðið var að Úlfar yrði áfram ábyrgðarmaður lánsins við yfirtöku Fagfólks ehf. Margrét sagði að lánið hefði verið í vanskilum og því hefði yfirtakan með Úlfar sem ábyrgðarmann verið samþykkt. Hún sagði það ekki hafa verið skoðað sér- staklega hvort Úlfar tengdist Fagfólki ehf. í hlutafélagaskrá, en það hefði engu breytt því vitað væri að Úlfar tengdist mörgum félögum. Aðspurð hvort ekki hefði verið ástæða til þess að hafa samband við Úlfar og benda honum á að hann væri að gangast í ábyrgð fyrir menn sem hann tengdist ekki sagði hún það heldur ekki hafa verið skoðað, enda hefði hann sjálf- ur undirritað skjölin. Hún sagði það jafnframt oft koma fyrir að sami að- ili héldi sjálfskuldarábyrgð eftir yfir- töku láns og þá væri þetta alltaf unn- ið svona. Gerði mistök Þegar DV hafði samband við Úlfar var hann ekki búinn að kynna sér niðurstöðu dómsins eða lesa öll skjöl sem tengdust málinu og gat því ekki svarað hvort hann teldi að meðvitað hefði verið reynt að svindla á hon- um þar sem bílasalinn hefði boðið að hann yrði áfram ábyrgðarmaður á láninu þrátt fyrir að hann hefði aldrei samþykkt það. Úlfar sagðist í samtali við DV í mars hafa gert mistök þeg- ar hann skrifaði undir yfirtökuskjöl- in á sínum tíma, en hann stóð sveitt- ur yfir pottunum á Þremur frökkum þegar bílasalinn kom með pappírana til hans. Hann sagði að hann hefði aldrei samþykkt sölu bílsins ef hann hefði vitað að hann yrði áfram skráð- ur sem ábyrgðarmaður lánsins. Lögmaður segir dóminn fordæmisgefandi Í sýknudómnum yfir Úlfari segir að þar sem engin tengsl séu á milli Úlfars og Fagfólks ehf. þyki ólíklegt að hann hefði ætlað sér að takast á hendur sjálfskuldarábyrgð vegna lánsins. „Verður því að leggja til grundvallar að stefndi Úlfar hafi rit- að undir skjalið fyrir mistök og enn fremur að stefnanda hafi mátt vera það ljóst.“ Í ljósi þess var Úlfar sýkn- aður af kröfum bankans og allur málskosntaður hans felldur niður. Fagfólk ehf. var hins vegar dæmt til að greiða Íslandsbanka af láninu. Ólafur Thóroddsen, lögmaður Úlfars, er að vonum sáttur við dóminn og telur hann fordæmisgefandi. „Þetta hefur ákveðið fordæmi því þessar fjármála- stofnanir geta ekki vaðið yfir fólk og gætt ekki að þeim reglum sem þeim ber að fara eftir.“ Sjálfur ætlar Úlfar að fagna sýknudómnum. „Ég ætla að fá mér góða steik og rauðvínsglas.“ Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is n Úlfar Eysteinsson sýknaður af kröfu Íslandsbanka um greiðslu bílaláns n Mótsögn í yfirtökuskjali lánsins n Ekki kannað sérstaklega hvort Úlfar tengdist fyrirtækinu sem keypti bílinn n Fagnar með rauðvíni og steik ÚLFAR SÝKNAÐUR: „ÉG ER Í SJÖUNDA HIMNI“ Er létt Úlfar segist mjög sáttur við sýknudóminn, enda hafi málið verið ósanngjarnt. MYND HEIÐA HELGADÓTTIR Par í bíó í annarlegu ástandi: ENDAÐI Á SLYSADEILD Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að kvikmyndahúsinu Bíó Para- dís við Hverfisgötu á miðvikudags- kvöld. Ástæðan var par, karl og kona, í annar- legu ástandi, sem var með hávaða á myndinni Eld- borg – Sönn ís- lensk útihátíð. Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, var á umræddri sýn- ingu og greinir hann frá atvikinu á bloggsíðu sinni. „Það voru ekki marg- ir í bíó, slatti þó, m.a. par sem hélt að það væri statt á útihátíð. Byrjaði ró- lega í sukkinu og hellti svo vel á sig út myndina og alltaf farandi fram að ná í meiri bjór,“ segir hann. Gunnar segir að ekki hafi allir bíó- gestir verið sáttir við parið og komið hafi til handalögmála þegar sýning- unni lauk. Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að kon- an hafi dottið í tröppum þegar verið var að vísa henni út. Henni var ekið á slysadeild. Gunnar naut þó myndar- innar. „Mjög góð mynd, ekki síst vegna Freys Eyjólfssonar og Jóns Atla Jónas- sonar, sem eru spyrlar og jafn ruglað- ir og lið almennt í þessari mynd.“ Dr. Gunni Meintir níðingar lausir úr haldi Mennirnir tveir sem sátu í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að hafa beitt sjö ára dreng kynferð- islegu ofbeldi eru lausir úr haldi. Lögreglan sleppti þeim síðdeg- is á miðvikudag og eru þeir því frjálsir ferða sinna. Ekki var talin ástæða til að fara fram á fram- lengingu á varðhaldi sem var í gildi til fimmtudags, hvorki á grundvelli rannsóknarhagsmuna né almannahagsmuna. Lögreglan hefur meðal ann- ars farið yfir tölvur mannanna og tölvugögn. Grunur lék á að þar væri myndefni með barna- níði að finna en svo var ekki. „Leitin leiddi ekki í ljós neitt efni sem innihélt barnaníð,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfir- lögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við visir.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.