Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 64
Ekkert fararsnið á Bó! Sagnfræðingur hughreystur n Nokkrir frægir einstaklingar hafa setið fyrir í auglýsingum fyrir smokka en auglýsing fer misvel í fólk. „Urgh… Ekki var ég beðinn um að sitja fyrir í nýju smokkaherferðinni. Veit samt ekki betur en ég sé mikil fyrirmynd spurninganörda á menntaskóla- aldri!“ skrifaði Stefán Pálsson sagn- fræðingur og spurningahöfundur sem langaði greinilega sjálfan að leika í auglýsingunum. Ármann Jakobs- son íslensku- fræðingur og ráðherrabróðir hughreystir Stefán. „Menn vilja ekki að þeir noti smokka, menn vilja að þeir fjölgi sér sem mest.“ Barnastjarna reykti Prince n Tónlistarspekingurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni eins og hann er jafnan kallaður, birti á heimasíðu sinni á fimmtudag gamla sígarettuauglýsingu þar sem börn sáust kaupa sígarettur og aðra sem skartaði Bessa Bjarna- syni í aðalhlutverki. „Í gamla daga var allt í lagi að selja börnum sígarettur og það var líka allt í lagi að barnastjarnan Mikki refur reykti Prince,“ sagði doktorinn. Hann er þó ekki á því að þetta hafi verið heilla- vænlegt. „Allt var mikla meira töff í gamla daga, er það ekki? Nei nei.“ Eiður bloggar á DV.is n Eiður Guðnason, fyrrverandi ráð- herra og sendiherra, byrjar að blogga á DV.is núna um helgina. Hann hefur hingað til verið á Eyjunni en ákvað fyrir skömmu að slíta því samstarfi. Eiður, sem hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu í málefnum málfars og stafsetningar, bætist þar með í vaxandi hóp bloggara á vef DV. Gera má ráð fyrir að Eiður, eða molaskrif- ari eins og hann jafnan kallar sig á netinu, haldi fjölmiðla- fólki á tánum nú sem endranær enda ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum um það sem betur má fara. Þess má geta að Eiður bloggar áfram á eidur.is. „Maður eflist bara við hvert ár, maður gerir það ef maður hefur gaman af því sem maður starfar að,“ segir tónlistarmaðurinn Björg- vin Halldórsson um hvernig það er að nálgast sextugt. Aðspurður hvort að leyndarmálið á bak við það að eldast vel sé ekki flóknara en svo að hafa gaman af því sem maður starfar segir Björgvin svo ekki vera: „Það er yfirleitt ekki flók- ið þetta líf, ef maður pælir í því.“ Björgvin sem á afmæli á laug- ardaginn ætlar ásamt fríðu föru- neyti að halda þrenna tónleika í Háskólabíói um helgina þar sem hann mun fagna afmælinu. „Við erum æðislega þakklát og í skýjun- um yfir móttökunum,“ segir Björg- vin enda er uppselt á alla tón- leikana. Samkvæmt Björgvini hefði verið erfitt að koma fyrir fleiri tón- leikum þó svo að það hefði verið hægt að selja fleiri miða. „Vonandi verð ég í góðu stuði,“ segir Björgvin þegar hann er innt- ur eftir væntingum varðandi næstu stórafmæli. Þeir sem fylgst hafa með ferli Björgvins hingað til gera þó fastlega ráð fyrir að hann muni toppa sjálfan sig eins og svo oft áður þegar að því kemur. Afmælisumfjöllun DV um ættir og feril Björgvins Halldórssonar er á blaðsíðu 39. gudni@dv.is Ætlar að halda stórafmælistónleika í Háskólabíói: Sextugur Bó eflist við hvert ár www.fronkex.is Kexverksmiðjan Frón var stofnuð 12. júní 1926 og heldur því upp á 85 ára afmæli á árinu. Frón Matarkexið á þar heiðurssæti þar sem það hefur verið með frá uppha  og var fyrsta íslenska kextegundin. Þá hefur Mjólkurkexið verið á borðum Íslendinga í y r  mmtíu ár. 2 fyrir 1 af Póló súkkulaðikexi Nýttu tækifærið og njóttu. Póló súkkulaðikex hefur verið framleitt frá 1960 og hefur því verið á borðum Íslendinga í y r  mmtíu ár! 85 ára - kemur við sögu á hverjum degi Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HElgarBlaÐ 15.–17. aPríL 2011 45. tbl. 101. árg. leiðb. verð 595 kr. afmælistónleikar um helgina „Það er yfirleitt ekki flókið þetta líf,“ segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.