Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 20
20 | Fréttir 15.–17. apríl 2011 Helgarblað Ný og endurskoðuð dýraverndar- lög eru væntanleg í þessum mánuði þar sem tekið verður sérstaklega á kynferðisbrotum gegn dýrum. Dýra- verndarsamband Íslands hafði frum- kvæði að því að koma þeim málaflokki inn í endurskoðunarnefnd dýravernd- arlaga. Sambandið vill fá bann við kynferðislegri misnotkun dýra lögfest, líkt og gert hefur verið í um 80 lönd- um í heiminum að sögn Ólafs R. Dýr- mundssonar, formanns Dýraverndar- sambands Íslands. Það er líka ástæða fyrir því að menn vilja breyta dýra- verndarlögum. Þar er hvergi með beinum hætti fjallað um kynferðisbrot gegn þeim þó kveðið sé þar á um í 2. grein laganna að skylt sé að fara vel með öll dýr. Óheimilt sé að hrekkja dýr eða meiða og að forðast skuli að ofbjóða kröftum þeirra og þoli. Þörf umræða Ólafur hefur kynnt sér þessi mál töluvert undanfarin þrjú ár, meðal annars sem forseti Norræna dýra- verndarráðsins, og hann segir um- fjöllun skorta um málaflokkinn hér á landi en umræðan um kynferðisbrot gegn dýrum kemur reglulega upp í nágrannaþjóðum okkar. Þá sérstak- lega Danmörku. „Þessi mál hafa ekki verið könn- uð hér á landi en vitað er um einstök dæmi. Hér hefur lítið verið fjallað um þetta og mun minna en í nágranna- löndunum,“ segir Ólafur sem bind- ur vonir við að tekið verði á þessu í endur skoðuðum lögum. Í byrjun vikunnar sýndi danska sjónvarpsstöðin TV2 umdeildan þátt þar sem sjónvarpsmaðurinn Niels Christian Meyer fjallað um kynlíf manna með dýrum þar í landi. Þar er slíkt athæfi ekki bannað með lög- um og vitað um sérstök „dýravænd- ishús“ þar sem kúnnar hvaðanæva úr Evrópu greiða fyrir aðgang að dýr- um. Á þessu vildi Meyers vekja at- hygli og knýja á um að þessu verði breytt. Í þættinum var meðal annars sýnt þegar karlmaður stundaði kynlíf með geit. Þrátt fyrir að málaflokkur- inn veki mikinn óhug þá hafa tillögur um að banna athæfi sem þetta alfar- ið í Danmörku iðulega verið felldar á þingi. Ekki skráð sérstaklega hjá lögreglu DV spurðist fyrir hjá embætti ríkis- lögreglustjóra um hvort kynferðis- brot gegn dýrum væru algeng hér á landi. Fengust þau svör að þar sem lögin fjalli ekki með beinum hætti um kynferðisbrot gegn dýrum séu slík tilfelli ekki skráð sérstaklega. Skráning lögreglu byggir á lagagrein- um og því var ekki hægt að finna nein skráð brot er vörðuðu fyrirspurn DV, um kynferðisbrot gegn dýrum. Hægt að ákæra í núverandi lögum Þó að í dýraverndarlögum sé ekki kveðið beinlínis á um kynferðisbrot gegn dýrum þá þýðir það ekki að menn geti komist upp með slíkt hér á landi ef þeir verða uppvísir að því. Í október 2004 kom upp mál í Þorlákshöfn sem þáverandi formað- ur Dýraverndarsambands Íslands, Sigríður Ásgeirsdóttir, rifjaði upp í grein í september 2006. Hestaeig- andi kærði þá meintan dýraníðing fyrir innbrot í hesthús sitt og fyrir að áreita hrossin þar kynferðislega. Lög- reglan tók málið föstum tökum og var það rannsakað bæði sem innbrot og sem brot á ofangreindum lögum um dýravernd. Málið fékk í raun sömu málsmeð- ferð og ef um nauðgun hefði verið að ræða. Sýni og lífsýni voru tekin af meintum geranda og hrossunum og þau send til útlanda til DNA-grein- ingar. Niðurstöðurnar þóttu hins veg- ar ekki nógu afgerandi til að verkn- aðurinn þætti tvímælalaus. Það er því ekki svo að þó ekki séu í lögum nein bein ákvæði um kynferðisbrot gegn dýrum að ekki sé hægt að sækja menn til saka á grundvelli fyrirliggj- andi laga. Sönnunarbyrðin er þó rík. Íslenskir hestar á „dýravændishúsi“ Umræða um þessi mál kom upp haustið 2006 hér á landi eftir umfjöll- un danska dagblaðsins 24timer þar sem blaðamaður villti á sér heimildir til að afhjúpa umfangsmikil viðskipti sem varða kynlíf með dýrum í Dan- mörku. Komst hann að því að fólk frá Norðurlöndunum, Þýskalandi og víð- ar gerði sér sérstaka ferð til Danmerk- ur til að heimsækja staði sem bjóða upp á slíka þjónustu. Ástæða þess að málið vakti athygli hér á landi var að í greininni kom fram að á einu slíku „dýravændishúsi“ á Norður-Jótlandi væru tveir íslenskir hestar. Þriggja vetra foli sem kallaður var Max og eldri hryssa. Eigandinn hafði þá átt folann Max í þrjá mánuði og höfðu 26 kúnnar keypt sér aðgang að íslenska folanum. Samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá íslenska landbúnaðarráðu- neytinu, sem meðal annars hefur skipað nefndir til að kynna og mark- aðssetja íslenska hestinn á erlendri grund, er hvorki auðvelt né hreinlega mögulegt að halda utan um hvað verður um hestana eftir að þeir hafa verið seldir úr landi. Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is kynferðisleg mis- notkun bönnuð n Endurskoðuð dýraverndarlög væntanleg n Verður tekið sérstaklega á kyn- ferðisbrotum n Dýraverndarsambandið vill festa bann við misnotkun dýra í lög n Vitað um einstök dæmi dýraníðs þó lögreglan skrái þau ekki sérstaklega Níðst á hestum Árið 2004 kom upp mál þar sem maður var grunaður um að hafa brotist inn í hesthús og misnotað hross kynferðislega. Sá var kærður fyrir brot á lögum um dýra- vernd þó þar sé ekki kveðið sérstaklega á um kynferðisbrot. Hann var á endanum sýknaður. MyND REutERs/tENgist EfNi fRéttaR Ekki MEð bEiNuM Hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.