Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Qupperneq 16
16 | Fréttir 15.–17. apríl 2011 Helgarblað Um tuttugu starfsmenn lyfjafyrir- tækisins Actavis á Íslandi munu flytja til bæjarins Zug í Sviss þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins verða. Er um að ræða framkvæmdastjórn Ac- tavis á heimsvísu. Gert er ráð fyrir að um 150 starfsmenn verði í höfuð- stöðvunum í Sviss. Þetta staðfest- ir Benedikt Sigurðsson, sviðsstjóri samskiptasviðs Actavis, við DV. Skattalegt hagræði „Starfsmenn Actavis eru rúmlega 10 þúsund í dag og þar af yfir 700 á Íslandi. Starfsemi Actavis fer fram í um 40 löndum. Með þessu flyst öll alþjóðastarfsemin á einn stað. Fólk frá öllum heimshornum er að flytja til Sviss. Gera má ráð fyrir að þegar allir verði komnir til Zug verði þar um 150 starfsmenn,“ segir Benedikt. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi, lét nýlega hafa eftir sér í fjölmiðlum að ástæða þess að framkvæmdastjórnin væri að flytja sig til Sviss væri skortur á hæfu starfsfólki á Íslandi. Með því að flytja höfuðstöðvarnar til Sviss hafi fyrirtækið betra aðgengi að hæfu fólki úr lyfjageiranum frá löndum eins og Sviss, Þýskalandi og Austurríki. Því hefur þó verið haldið fram að ástæðan sé ekki síst skattalegt hagræði. Bæði fyrir fyrirtækið sem og starfsmenn. Á fundi Félags við- skipta- og hagfræðinga þann 5. apríl síðastliðinn lét Guðbjörg hafa eftir sér að skattaumhverfið í Sviss væri mjög hagstætt. Bæði fyrir fyrirtæki og starfsfólk. 14 lykilstarfsmenn eiga hlut í Actavis Við fjárhagslega endurskipulagn- ingu Actavis varð félagið Argon Equity S.á.r.l. meirihlutaeigandi í lyfjafyrirtækinu. Fréttatíminn fjallaði um þetta félag í lok febrúar. Þar kom fram að langstærsti hlut- hafi Argon Equity væri Björgólfur Thor Björgólfsson í gegnum félagið Nitrogen DS Ltd. sem skráð er á Tor- tóla. Hins vegar eiga fjórtán lykil- starfsmenn hjá Actavis líka hlut í Argon Equity, þar af sex Íslending- ar. Samkvæmt þjóðskrá hafa þrír þeirra þegar flutt lögheimili sitt til Sviss. Það eru þau Guðrún Sigríður Eyjólfsdóttir, yfirmaður gæðastjórn- unar, Gunnar Ágúst Beinteinsson, yfirmaður mannauðsstjórnunar, og Stefán Jökull Sveinsson, yfirmaður þróunarsviðs. Benedikt segist ekki vera með upplýsingar um hversu mikið hlutafé starfsmenn Actavis eigi í Argon Equity. Heimildarmaður DV segir að stefnt sé að sölu Actavis á næstu þremur til fimm árum. Þegar það gerist muni þeir 14 lykilstarfsmenn Actavis sem eiga hlut í félaginu lík- lega geta innleyst töluverðan hagn- að. Af þeim hagnaði þyrfti síðan að greiða fjármagnstekjuskatt sem er mun lægri í Zug í Sviss en á Íslandi. Fjármagnstekjuskattur á Íslandi hækkaði úr 10 prósentum í 15 pró- sent 1. janúar árið 2009. 1. janúar 2010 var hann síðan hækkaður í 18 prósent og hefur verið 20 prósent frá 1. janúar á þessu ári. Fjármagns- tekjuskattur í Zug í Sviss er hins veg- ar einungis 8,5 prósent. Erlendir sérfræðingar flytja ekki til Íslands Benedikt segir að það sé útbreidd- ur misskilningur að skráning á Ac- tavis hafi verið flutt til Sviss. Mik- ilvægt sé að það komi fram að Actavis Group sé íslenskt fyrir- tæki með íslenska kennitölu og heimilisfesti í Hafnarfirði. Á Ís- landi starfi enn yfir 700 starfs- menn. „Hvað starfsfólkið varðar blasir við að fólk með alþjóðlega reynslu í lyfjageiranum er af mjög skornum skammti á Íslandi og þeir sem hér eru eru við störf hjá lyfjafyrirtækjum, bæði hjá Actavis sem og öðrum. Fólk sem nú þegar vinnur hjá Actavis á Íslandi er allt í hæsta gæðaflokki. En það hefur reynst erfitt að sannfæra fólk úti í heimi um að flytjast til Íslands,“ segir hann. Benedikt segir að ekki sé stefnt að því að fjölga í yfirstjórn Actavis vegna flutningsins til Sviss. Actavis nýtur ekki sérkjara í Sviss DV hafði samband við bæjaryfirvöld í Zug í Sviss til þess að spyrjast fyrir um hvort sérstakur samningur hefði verið gerður við Actavis og starfs- menn þess. Zug hefur verið sérstak- lega duglegt við að laða til sín fyrir- tæki í lyfja- og hátækniiðnaði. Dr. Hans Marti, yfirmaður og kynning- arfulltrúi efnahags- og viðskipta- mála í Zug, segir að bæði Actavis og starfsmenn þess sem starfi í Zug séu skattlögð í samræmi við hefð- bundin skattalög sem gildi í Sviss og kantónum þess. „Enginn sérstakur samningur hefur verið gerður við fyrirtækið eða einstaka starfsmenn þess,“ segir hann. „Heimildarmaður DV segir að stefnt sé að sölu Actavis á næstu þremur til fimm árum. ActAvis til skAttA­ pArAdísAr í sviss n Framkvæmdastjórnin til Sviss þar sem nýjar höfuðstöðvar verða n Skortur á hæfu fólki í lyfjageiranum á Íslandi n Skattalegt hagræði gæti falist í flutningnum Höfuðstöðvar Actavis flytur til Sviss. Þar verða nýjar höfuð- stöðvar og um 20 starfsmenn frá Íslandi flytja þangað. mynd Sigtryggur Ari Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Bærinn Zug í Sviss er smábær með einungis um 27 þúsund íbúa. Zug er við nokkuð stórt vatn í um 35 kíló- metra fjarlægð frá Zürich, annarri af helstu fjármálaborgum Sviss, þar sem einnig er alþjóðaflugvöllur. Laða til sín fyrirtæki Á síðustu árum hefur bærinn ver- ið duglegur að laða til sín alþjóðleg fyrirtæki vegna hagstæðs skattafyrir- komulags. Sem dæmi er fyrirtækja- skattur í Zug einungis 8,5 prósent. Í dag eru um 27 þúsund fyrirtæki skráð í Zug eða eitt fyrirtæki á hvern íbúa. Yfirvöld í Zug hafa haft það að leiðarljósi að laða til sín fyrirtæki með hagstæðu skattaumhverfi allt frá árinu 1946. Lítið af limmósínum Þekktasti íbúi Zug er líklega þýski tenniskappinn Boris Becker sem flutti þangað til að flýja óhagstætt skattaumhverfi Þýskalands. Gerðist það eftir að hann var dæmdur fyrir skattabrot í heimalandinu árið 2002. Þrátt fyrir að vera heimili margra auðkýfinga ber Zug þó ekki með sér einkenni staða eins og Mónakó, svo dæmi sé tekið. Þar sést lítið af spila- vítum eða limmósínum. Þar er þó veglegt listasafn þar sem Ólafur Elí- asson var með sýningu árið 2009. Heimili Kimi räikkönen Eitt þekktasta fyrirtækið í Zug er Nord Stream. Rússneska félagið Gazprom á 51 prósent í Nord Stream sem var stofnað vegna lagningar 1.200 kílómetra gasleiðslukerfis á milli Vyborg í Rússlandi og Greifs- wald í Þýskalandi en þannig á að koma gasi frá Rússlandi til Evrópu. Hefur þetta verkefni sætt töluverðri gagnrýni en það var kynnt af Ger- hard Schröder, þáverandi kanslara Þýskalands, og Vladimir Pútin, þá- verandi forseta Rússlands árið 2005. Um þrjú prósent af öllum olíu- viðskiptum heims fara í gegnum fyrirtæki í Zug eða í gegnum bæinn Baar, sem liggur nærri Zug og er líka þekktur vegna hagstæðs skattaum- hverfis. Í Baar var danska fyrirtækið Lego með höfuðstöðvar sínar til árs- ins 2006. Þar býr líka finnski ökuþór- inn Kimi Räikkönen. 27 þúsund fyrirtæki voru skráð í Zug 2008: Eitt fyrirtæki á hvern íbúa Flúði þýskt skattaumhverfi Þýski tenniskappinn Boris Becker er einn þekktasti íbúi Zug. Actavis enn íslenskt Benedikt Sigurðs- son, sviðsstjóri samskiptasviðs Actavis, segir mikilvægt að fram komi að Actavis sé áfram íslenskt fyrirtæki með íslenska kennitölu. Engin sérmeðferð Dr. Hans Marti, yfir- maður og kynningarfulltrúi efnahags- og viðskiptamála í Zug, segir að Actavis og starfsmenn þess njóti engra sérkjara í Zug umfram aðra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.