Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Síða 8
8 | Fréttir 15.–17. apríl 2011 Helgarblað L A U G A V E G I 1 7 8 Sími: 568 9955 - www.tk. is Opið: mánud-föstud.12-18 - laugard.12-16 - sunnud. LOKAÐ Einnig mikið úrval af fermingargjöfum Erum flutt að Laugavegi 178 (næsta húsi við frægustu bensínstöð landsins) BRÚÐKAUPSGJAFIR 20 teg. Söfnunarstell 20 teg. Söfnunarhnífapör 20 teg. Söfnunarglös iittala vörur - hitaföt o.fl. „Ég er á sterkum verkjalyfjum vegna verkja, en ég kemst ekki til tann- læknis því ég hef ekki efni á því,“ segir Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 26 ára kona, sem er með ónýtar tennur og bíður eftir að geta fengið falskan góm þrátt fyrir ungan aldur. Hent út af biðstofu „Ég hef alltaf verið með lélegan gler- ung. Ég held að það sé bara ætt- gengt. Mamma fékk falskar tennur um tvítugt og öll systkyni hennar líka.“ Tennur Tinnu hafa alltaf verið lélegar að hennar sögn en þrátt fyrir það hefur hún ekki verið undir sér- stöku eftirliti hjá tannlækni. Í dag eru tennurnar ónýtar og eru fram- tennurnar við það að detta úr í efri gómi. Ástandið hefur farið versandi undanfarin ár og er farið að hafa áhrif á andlega líðan hennar. „Ég forðast það helst að brosa framan í fólk og það þýðir til dæmis ekkert fyrir mig að sækja um vinnu við af- greiðslustörf eftir að tennurnar fóru að hrynja úr mér. Síðast þegar ég fór til tannlæknis var mér hent út vegna þess að ég gat ekki staðgreitt. Það var fyrir tveimur árum. Ég hef ekki haft efni á að fara síðan og ég hef ekki áhuga á að láta niðurlægja mig aft- ur einhvers staðar fyrir framan fulla biðstofu af fólki,“ segir hún. Borðar fjótandi fæði Tinna bætir við að slæm tannheilsa hennar taki ekki síður toll af líkam- legri heilsu því hún á erfitt með að borða fasta fæðu. Hún viðurkennir að líklega hefði hún getað hugsað betur um tennurnar á sér og seg- ir tilhugsunina um að þurfa að fá flaskar tennur ekki góða „Ég borða voðalega mikið súpur, súrmjólk, skyr og svoleiðis, en ég sakna þess voðalega mikið að geta fengið mér brjóstsykur.“ Hún segist helst sjá eftir að hafa ekki farið oftar til tann- læknis áður en hún varð sextán ára því þá var kostnaðurinn niður- greiddur af ríkinu. „Mér finnst alveg hrikalega dýrt að fara til tannlækn- is og ég skil ekki hvers vegna það er álitið að tennurnar séu ekki hluti af líkamanum. Tannpína er ekki bara tannpína. Tannskemmdir geta jafn- vel leitt til dauða. Þetta hefur einn- ig áhrif á meltinguna vegna þess að ég get ekki tuggið almennilega það sem ég borða. Ríkir greiðir niður kostnað varðandi allt annað þeg- ar kemur að heilsu, af hverju ekki tannheilsu?“ Brosað framan í heiminn Í dag bíður Tinna þess að komast á örorkubætur vegna veikinda og von- ast þá til að gera farið til tannlæknis því öryrkjar fái niðurgreiddan tann- læknakostað að einhverju leyti. Hún segir að of seint sé að reyna að gera við tennurnar og það eina í stöðunni fyrir hana sé að fá gervitennur. Án niðurgreiðslu kosti falskar tennur „einhverja hundrað þúsund kalla,“ sögn Tinnu. Hún segir geta tekið einhvern tíma að komast á örorku og á meðan, forðast hún að vera mikið meðal fólks. „Það væri fínt að geta verið meðal fólks og brosað án þess að vera með höndina fyrir munnin- um; brosað framan í heiminn,“ segir hún og hlær. n Með ónýtar tennur en hefur ekki efni á að fara til tannlæknis n Var hent út af tannlæknastofu því hún gat ekki staðgreitt n Ekki góð tilhugsun að fá falskar „Forðast að brosa“ Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Það þýðir til dæm- is ekkert fyrir mig að sækja um vinnur við afgreiðslustörf eftir að tennurnar fóru að hrynja úr mér. Rústir Tinna Gunnars- dóttir Gígja segist ekki skilja hvers vegna tann- læknakostnaður sé ekki niðurgreiddur eins og önnur læknisþjónusta. MYND SIGTRYGGUR ARI Hvað er hægt að gera til að fyrirbyggja gler- ungseyðingu? Það er margt sem getur skemmt tennur – og jafnvel þó þær séu burstaðar daglega þá getur glerungurinn eyðst. En hér eru nokkur fyrirbyggjandi ráð frá Landlækni: n Takmarka neyslu súrra drykkja og matvæla og neyta þeirra eingöngu á matmálstímum. n Ljúka við súra drykkinn á stuttum tíma, frekar en að vera að dreypa á honum í langan tíma. n Skola munninn vel með vatni eftir að hafa fengið sér eitthvað súrt. n Bursta ekki tennurnar strax eftir súran mat eða drykk því hætta er á að burstaður sé burt tannvefur sem er við- kvæmur eftir sýruna. n Nota alltaf tannbursta með mjúkum hárum og tannkrem með litlum eða engum slípiefnum. n Drekka frekar vatn eða mjólk í stað súrra drykkja. Tannvernd snýst fyrst og fremst um: n Góða tannhirðu n Notkun flúors n Reglulegt eftirlit tannlæknis n Hollar neysluvenjur Tannhirða Hraðakstur út um alla borg: 63 prósent óku of hratt Brot fjörutíu ökumanna voru mynd- uð í Dalsmára í Kópavogi á fimmtu- dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Dalsmára í vesturátt, við Lækjarsmára. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru sextíu ökutæki þessa akstursleið og því ók meiri- hluti ökumanna, eða sextíu og þrjú prósent, of hratt eða yfir afskipta- hraða. Meðalhraði hinna brotlegu var fjörutíu og sjö km/klst en þarna er hámarkshraði 30 kílómetrar á klukkustund. Tólf óku á fimmtíu kílómetra hraða á klukkustund eða meira en sá sem hraðast ók mældist á sextíu og átta kílómetra hraða á klukkustund.  Þess má geta að lögreglan hefur verið við hraðamælingar á þessum stað nokkrum sinnum áður og þá hefur brotahlutfallið jafnan verið hátt, eða á milli 38 og 72 prósent. Þá voru brot tuttugu og fjög- ura ökumanna mynduð á Garða- flöt í Garðabæ í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Garðaflöt í vesturátt, við Smáraflöt. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru fjöru- tíu ökutæki þessa akstursleið og því ók meirihluti ökumanna, eða sextíu prósent, of hratt eða yfir afskipta- hraða, rétt eins og í Dalsmára. Með- alhraði hinna brotlegu var fjörutíu og sjö kílómetrar á klukkustund en þarna er hámarkshraði 30 kíló- metrar á klukkustund. Átta óku á 50 kílómetra hraða á klukkustund eða hraðar en sá sem hraðast ók mældist á 56 kílómetra hraða á klukkustund. Þess má geta að lögreglan hefur verið við hraðamælingar á þessum stað nokkrum sinnum áður og þá hefur brotahlutfallið jafnan verið hátt, eða 41 til 66 prósent, og meðal- hraði hinna brotlegu hefur líka verið í hærri kantinum, eða 47 til 48 kílómetrar á klukkustund. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar sem hefur haft í nógu að snúast síðustu daga við að sekta ökumenn sem aka ógætilega. Hjartadeild Landspítala fékk góða gjöf: Gáfu hjartarita og sjónvörp Hjartadeild Landspítala háskóla- sjúkrahúss við Hringbraut fékk góða gjöf á þriðjudaginn. Hjartaheill, sam- tök hjartasjúklinga, aðstandend- ur þeirra og áhugafólk um heilbrigt hjarta, gáfu hjartadeildinni hjartarita ásamt fylgihlutum, átta sjónvarps- tæki og innanstokksmuni í aðstand- endaherbergi Hjartadeildar 14 E og G. „Á sama tíma óskar Hjartaheill að gifta og hamingja megi fylgja þessum tækjum ásamt hjartans óskum um að notkun búnaðarins skili farsælum og blessunarríkum árangri,“ segir í til- kynningu frá samtökunum. Þar segir líka að staðreyndin sé sú að í fjárlögum sé yfirleitt of lítið fjár- magn ætlað til tækjakaupa í íslenska heilbirgðiskerfinu. Einstaklingar og samtök þeirra hafa oft brugðist við því með margvíslegum stuðningi, ekki síst fjárframlögum til tækja- kaupa, og eiga ríkan þátt í því að ís- lenska heilbrigðiskerfið er jafn gott og árangursmælingar benda til. Hjartaheill eru samtök hjarta- sjúklinga, aðstandendur þeirra og áhugafólk um heilbrigt hjarta sem vilja stuðla að betri heilsu og bættum lífsgæðum í íslensku samfélagi. Um leið er lögð áhersla á framfarir í for- vörnum, fræðslu og meðferð hjarta- sjúkdóma. Þá stendur Hjartaheill vörð um hagsmuni og réttindi hjarta- sjúklinga og starfar faglega og af heil- um hug fyrir skjólstæðinga sína. baldur@dv.is Góð gjöf Bylgja Kjærnested deildarstjóri (t.v.) tók við gjöfinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.