Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Síða 42
O pinber fjöldi fórnarlamba Kingsbury-slátrarans í Cleveland í Bandaríkjunum er tólf en seinni tíma rann- sóknir benda til þess fjöldinn kunni að vera yfir fjörutíu á svæðinu í kring- um Cleveland, Pittsburg og Youngs- town í Ohio og að tímabilið sem um ræðir spanni allt frá 1920 fram yfir 1950. Þau tólf morð sem öruggt er talið að Kingsbury-slátrarinn hafi framið voru framin á milli 1935 og 1938 í Cleveland og nágrenni og voru fórnarlömbin alla jafna flakkarar sem með örfáum undantekningum voru aldrei borin kennsl á. Vitað er að annað fórnarlambið var maður að nafni Edward And- rassy, það þriðja var kona að nafni Flo Polillo og áttunda fórnarlamb- ið var hugsanlega Rose Wallace. En eitt áttu fórnarlömbin öll, karlar og konur, sameiginlegt; þau virtust öll koma úr lægri stigum samfélagsins og því jafnvel auðveld bráð í kreppu- hrjáðu samfélagi Cleveland. Talið er að mörg fórnarlambanna hafi búið í hreysahverfum Cleveland þess tíma. Afhöfðuð og sundurlimuð Vegna þess að líkin höfðu ávallt ver- ið afhöfðuð var talað um morðingj- ann sem The Torso Murderer (torso; bolurinn án útlima), en auk þess sem hann skar höfuðið af fórnarlömbun- um átti hann einnig til að sundur- lima þau. Reyndar var það svo að í mörgum tilfellum var afhöfðunin tal- in vera dánarorsökin. Kynfæri höfðu verið fjarlægð af mörgum karlmannanna og sum fórnarlömbin báru þess merki að lík- ami þeirra hefði komist í snertingu við ætandi efni. Vegna þess hve mörg líkanna fundust löngu eftir morðin var afar erfitt að bera kennsl á þau og, eðli málsins samkvæmt, bætti höfuð- leysið ekki úr skák. Einn þeirra sem kom að rann- sókn málsins var Eliot Ness, sem varð frægur eftir að hann kom mafíu- foringjanum Al Capone á bak við lás og slá fyrir skattsvik. En Eliot Ness komst hvorki lönd né strönd í rann- sókn málsins og fjórum árum eftir að morðinginn hætti iðju sinni lauk ferli Eliots í rannsóknarlögreglunni. Doe-fjölskyldan Auk fórnarlambanna tólf eru tald- ar sterkar líkur á því að Kingsbury- slátrarinn hafi borið ábyrgð á dauða manns að nafni Robert Robertson, en lík hans fannst 22. júlí 1950, og óþekktrar konu sem kölluð var Lafð- in í tjörninni, Lady of the Lake, en lík hennar fannst 5. september 1934. Hvorki Robert né lafðin báru hand- verki Kingsbury-slátrarans merki, en lafðin fannst á nákvæmlega sama stað og eitt fórnarlamba hans. Sumir sem rannsakað hafa málið eru þeirr- ar skoðunar að lafðin kunni jafn- vel að hafa verið fyrsta fórnarlamb morðingjans. Sem fyrr segir tókst aðeins að bera óyggjandi kennsl á tvö hinna tólf fórnarlamba; Edward Andrassy, annars fórnarlambsins, og Florence „Flo“ Polillo, þess þriðja. Hin tíu fórnarlömbin skiptast í tvo jafn stóra hópa – fimm Jane Doe og fimm John Doe. Lík í brautarvögnum og fenjum En talið er að Kingsbury-slátrarinn hafi drepið víðar niður fæti en í Cleveland því höfuðlaust karl- mannslík fannst í járnbrautarvagni í New Castle í Pennsylvaniu 1. júlí 1936 og þrjú höfuðlaus lík fundust í járnbrautarvögnum í McKees Rocks í Pennsylvaniu 3. maí 1940. Öll báru líkin einkenni handverks Kingsbury- slátrarans. Sömu sögu er að segja um sundur limuð lík sem fundust á fenjasvæði í grennd við New Castle á árunum 1921 til 1934 og frá 1939 til 1942. Og áðurnefndur Robert Ro- bertson fannst liðið lík í fyrirtæki í Cleveland í júlí 1950. Lík hans hafði verið afhöfðað, í anda Kingsbury- slátrarans, og hafði Roberts verið dauður í allt að tvo mánuði þegar líkið fannst. Því er ekki að undra að menn telji líklegt að ferill Kingsbury- slátrararns spanni lengri tíma en frá 1935 til 1938. Grunsamlegur dauði grunaðs manns Vissulega voru margir nefndir til sög- unnar sem mögulegir morðingjar en tveir menn öðrum fremur og oftar. Þann 24. ágúst 1939 dó Frank Dolezal frá Cleveland i varðhaldi. Dolezal hafði verið handtekinn vegna gruns um aðild að morðinu á Flo Po- lillo. Voru kringumstæður dauða hans í sýslufangelsi Cuyahoga taldar tor- tryggilegar og meðal annars kom í ljós eftir dauða hans að hann var með sex brotin rif, sem hann hafði, að sögn vina hans, ekki verið með þegar hann var handtekinn af lögreglustjóranum Martin L. O‘Donnell. Flestir sem hafa kynnt sér mál Kingsbury-slátrarans eru þeirrar skoðunar að Dolezal hafi ekkert haft með morðin að gera, þrátt fyrir að hann hafi viðurkennt að hafa drepið Flo í sjálfsvörn. Áður en hann var allur hafði hann dregið allar játn- ingar til baka og sagt að þær hefðu ver- ið fengnar með barsmíðum. Pólitískur vinkill Annar sem var sterklega grunaður um að vera Kingsbury-slátrarinn var læknirinn Francis E. Sweeney. Vitað var að Francis var ekki alveg ókunn- ugur aflimunum því hann hafði unnið við aflimanir á vígvöllum fyrri heims- styrjaldarinnar. Reyndar var Francis yfirheyrður af Eliot Ness á sínum tíma og sagt var að hann hefði fallið á tveimur lygamælis- prófum sem framkvæmd voru af sér- fræðingi í greininni, Leonard Keeler, sem hafði tjáð Eliot Ness að Francis E. Sweeney væri „maðurinn“. En Eliot var ekki bjartsýnn á að hann fengi að sækja Francis til saka af því Francis var náfrændi Martins L. Sweeney, þingmanns og pólitísks andstæðings Eliots sem hafði nítt skóinn af Eliot opinberlega fyrir að hafa ekki tekist að hafa hendur í hári morðingjans. Til að bæta gráu ofan á svart var hann pólitískur andstæð- ingur borgarstjóra Cleveland, Ha- rolds Burtons, sem hafði skipað Eliot Ness yfir rannsóknardeildina. Og eins og það væri ekki nóg þá var Martin mægður inn í fjölskyldu O‘Donnells lögreglustjóra. Mögulega fleiri en einn morðingi Einhverra hluta vegna ákvað Francis E. Sweeney að láta vista sig á geð- sjúkrahúsi og eftir það var fátt um fína drætti til rannsóknar. En svo virðist sem morðin hafi hætt eftir að Franc- is lagðist inn skömmu eftir að síðustu morðin uppgötvuðust árið 1938. En Francis var ekki dauður úr öll- um æðum þótt hann væri á sjúkra- stofnun því sagan segir að hann hafi hæðst að og ofsótt fjölskyldu Eliots Ness og sent henni hótunarbréf allt fram á sjötta áratuginn, en Francis dó árið 1964. Árið 1997 kom fram sú kenning að um fleiri en einn morðingja hefði ver- ið að ræða, jafnvel fleiri en tvo. Kenn- ingin byggði á því að krufningu á lík- unum hefði verið ábótavant og fyrst og fremst hefði gætt ósamræmis í úr- skurði réttarmeinafræðings Cuya- hoga-sýslu, Arthurs J. Pearce, um hvort aflimanirnar hefðu verið fram- kvæmdar af einhverjum sem kunni til verka eða viðvaningi. Eftir stendur í reynd að það eina sem vitað er er að einhver eða ein- hverjir myrtu fjölda fólks frá 1920 til 1950 og afhöfðuðu og sundurlimuðu fórnarlömbin fyrir eða eftir morðin. n Kingsbury-slátrarinn er óþekktur raðmorðingi sem stundaði iðju sína á fyrri hluta síðustu aldar n Hann myrti og sundurlimaði að minnsta kosti tólf manns n Nýlegar rannsóknir benda til að fórnarlömbin kunni að hafa verið fleiri Kingsbury-slátrarinn 42 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 15.–17. apríl 2011 Helgarblað Þeldökkur raðmorðingi: Féll á lífsýni sonar síns Nýverið hófust réttarhöld yfir Lonnie David Franklin í Los Angeles. Lonnie David, 57 ára þeldökkur Bandaríkja- maður, var handtekinn 7. júlí í fyrra og telja lögregluyfirvöld í Los Ange- les að hann beri ábyrgð á að minnsta kosti átján morðum; á sautján kon- um og einum karlmanni. Ekki er loku fyrir það skotið að fórnarlömb hans kunni að vera á annað hundrað. Sé einungis horft til þeirra morða sem talið er nokkuð víst að hann hafi framið er þessi ókvænti, þriggja barna faðir versti raðmorð- ingi Bandaríkjanna í seinni tíð. Fyrir kaldhæðni örlaganna varð lífsýni úr einu barna hans honum að falli. Það er fleira en húðlitur Lonnies sem gerir hann frábrugðinn mörg- um af alræmdum hvítum kollegum hans, til dæmis Ted Bundy og John Gacy, því lögreglan í Los Angeles tel- ur að morðferil hans megi rekja allt að þrjá áratugi aftur í tímann og að hann, sem einhverju sinni vann fyrir lögregluna, hafi jafnvel gert hlé á iðju sinni í fjórtán ár. Talið er að morð á 29 ára þjón- ustustúlku, Debru Jackson, árið 1985 hafi markað upphafið á ferli Lonnies. Í kjölfar morðsins hlutu fleiri þjón- ustustúlkur sem og vændiskonur sömu örlög. Árið 1988 slapp þjónustustúlkan Enietra Washington með skrekkinn og gat, þrátt fyrir að vera nær dauða en lífi, gefið lögreglunni lýsingu á ódæðismanninum. Lýsingin kom lög- reglunni reyndar ekki að miklu gagni, en Lonnie hafði hægt um sig í fjórtán ár í kjölfarið. Lögregla taldi yfir allan vafa hafið að einn og sami maðurinn bæri ábyrgð á morðunum, en enga samsvörun lífsýna af morðvettvöng- unum var að finna í gagnasafni lög- reglunnar. Það var ekki fyrr en í fyrra sem hljóp á snærið hjá lögreglunni því þá var uppkominn sonur Lonnies hand- tekinn fyrir ólöglegan vopnaburð – og viti menn, lífsýni samsvarandi hans var að finna í gagnasafni lögreglunn- ar. En lögreglunni var ljóst að sá sem flækst hafði í net hennar var of ungur til að geta verið morðinginn sem hún hafði leitað öll þessi ár. En þess var skammt að bíða að lögreglan legði saman tvo og tvo og Lonnie David Franklin var hand- tekinn og segir sagan að honum hafi virst létt þegar búið var að færa hann í járn. Sem fyrr segir eru réttarhöld yfir Lonnie nýhafin. „Reyndar var Francis yfirheyrður af Eliot Ness á sínum tíma og sagt var að hann hefði fallið á tveimur lygamælisprófum sem framkvæmd voru af sérfræðingi í greininni, Leonard Keeler, sem hafði tjáð Eliot Ness að Francis E. Sweeney væri „maðurinn“. Lögreglan á vettvangi Enn er ekki vitað hver Kingsbury-slátrarinn var. Blóði drifin slóð Öll fórnarlömb morðingjans höfðu verið afhöfðuð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.