Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 18
18 | Fréttir 15.–17. apríl 2011 Helgarblað Börnin okkar, samtök foreldra leikskólabarna í Reykjavík: Borgin á að forgangsraða Börnin okkar, samtök foreldra leik- skólabarna í Reykjavík, fagna því að í sex tilfellum hafi verið fallið frá sam- einingum leikskóla og að einni sam- einingu leik- og grunnskóla hafi ver- ið frestað. Í fréttatilkynningu sem samtökin sendu frá sér segir: „Það eru hins- vegar mikil vonbrigði að ekki sé fall- ið frá öllum sameiningum og að ekki sé gætt jafnræðis milli hverfa en að- eins sumstaðar er boðið upp á sam- ráð um hagræðingu.“ Fram kemur að sameina eigi tuttugu og fjóra leik- skóla og þar með sé að engu farið eftir umsögnum foreldraráða, sem hafi hafnað nær öllum sameiningum en hafi jafnframt óskað eftir því að koma á virku samráði í stað samein- inga. „Foreldraráð hafa lögbundin rétt á umsögn um meiriháttar breyt- ingar og ekki hefur verið gerð grein fyrir hvernig taka á tillit til umsagna þeirra eins og Mennta- og menning- armálaráðuneytið gerði tillögu um. Nú á bæði að sameina og fara í enn frekari niðurskurð á mennta- kerfinu á næsta ári með samráð for- eldra og nærumhverfis að leiðarljósi. Börnin okkar harma þessa misbeit- ingu á vilja foreldra til samráðs, for- eldrar óskuðu eftir samráði í staðinn fyrir sameiningar,“ segir í tilkynning- unni. Nú eigi hins vegar að bæði að sameina og biðja foreldra og nærum- hverfið að koma með tillögur að enn frekari hagræðingu. „Verður eitthvað eftir til að skera niður?“ er spurt. hanna@dv.is Vonbrigði Börnin okkar, samtök foreldra leikskólabarna í Reykjavík, fagna því að fallið hefur verið frá sex sameiningum leikskóla. „Íslandsbanki getur ekki sagt við mig að hann sé að bíða eftir nýjum dómum eða úrskurðum í von um að það lagi stöðu bankans,“ segir Þórir Brynjúlfsson flugmaður. Hann ætl- ar að stefna bankanum fyrir að tefja uppgjör á láni eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggð lán bankanna ólögleg í fyrra. „Eftir helgina fer ég einu sinni enn í bankann og síð- an stefni ég honum. Ég vil fá viður- kenndan rétt minn á endurgreiðslu bankans í samræmi við upphafleg- an dóm Hæstaréttar og á þeim tíma- punkti sem ég bað um að lán mitt yrði leiðrétt í samræmi við dóminn. Ég bauð bankanum upp á að hann leiðrétti höfuðstólinn eftir að dóm- ur hafði gengið. Ég bauðst líka til að greiða upp lánið á forsendum dóms- ins. Dómurinn tók út gengistrygg- inguna og dæmdi hana ólögmæta eins og allir muna. Ég fæ þau svör að Íslandsbanki sé að bíða eftir nýjum dómum. Þeir hafa engan rétt til að gera neitt slíkt. Varð það ekki réttur minn að fá að greiða upp lánið eins og ég bað um og á þeim tíma sem ég fór fram á slíkt? Eitt atriði samnings- ins var dæmt ólöglegt og ég vildi fá að gera lánið upp á þeim grundvelli,“ segir Þórir. Einhliða breytingar Málavextir eru þeir að í síðasta mán- uði tilkynnti Íslandsbanki Þóri um „einhliða breytingar“ á samningi um kaupleigu frá 2006. Í bréfi bankans er vísað til þriggja dóma Hæstaréttar um gengistryggð lán frá síðasta ári. Þórir svaraði bankanum með bréfi til Birnu Einarsdóttur banka- stjóra, Ingvars Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra Fjármögnunar Íslandsbanka, og Tómasar Sigurðs- sonar, forstöðumanns lögfræðisviðs bankans. Í bréfinu áréttar Þórir að samn- ingar séu ekki einhliða heldur bygg- ist á samþykki aðila beggja vegna borðs. Í ljós hafi komið að samning- urinn frá 2006 hafi reynst ólöglegur að einu leyti; ólöglegt hafi verið að gengistryggja hann. Þórir vísar síðan til ákvæða laga um samningsgerð, en þar segir að „… víkja megi samn- ingi til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig,“ eins og segir orðrétt. Í lögunum er einnig kveðið á um að túlka beri neytanda í hag um öll vafaatriði samnings. Í ljósi þessa óskaði Þórir eftir því að fá höfuðstól lánsins endur- reiknaðan og að bankinn sendi nýja greiðsluseðla í samræmi við slíkan útreikning á grundvelli Hæstaréttar- dómsins. Fer alla leið ef með þarf Í öðru lagi óskaði Þórir eftir því að fá að greiða upp eftirstöðvar láns- ins á sömu forsendum eins og áður segir. Þessar kröfur lét Þórir einnig reikna fyrir sig og voru útreikning- arnir sendir bankanum. Þeir tóku til niðurfellingar gengistryggingar, of- metins höfuðstóls, samningsvaxta og ofgreiddra vaxta. Allt þetta lét hann senda bankanum með lögleg- um hætti með stefnuvotti. Þórir hefur staðið í málarekstri vegna lánsins síðan. Hann stendur fast á því að dómari verði að dæma eftir þeim lögum sem í gildi voru þegar krafan um leiðréttingar var gerð; það sé vitanlega sjálfgefið. „Að gefa í skyn að beðið sé eftir hagstæð- ari niðurstöðu fyrir bankann er mjög alvarlegt mál í réttarríki að því gefnu að það sé til staðar á Íslandi. Undir- ritaður ætlar að reyna á rétt sinn til þess að fá að greiða lán sitt upp mið- að við gildandi rétt í ágúst 2010.“ Þórir er staðráðinn í því, verði Ís- landsbanki ekki við kröfum hans, að láta reyna á rétt sinn fyrir íslensk- um dómstólum og síðar fyrir EFTA- dómstólnum og jafnvel mannrétt- indadómstóli Evrópu ef þörf krefur. „Ég samþykki ekki neinar einhliða breytingar eins og bankinn orðar það. Nú senda þeir greiðsluseðla á sínum forsendum. Ætla þeir að taka eignir af fólki ef það samþykkir ekki þessar einhliða breytingar sínar?“ Bankinn neitar Með bréfi dagsettu 2. september 2010 hafnaði Íslandsbanki kröfu Þóris um að fá að greiða upp lánið. „Að svo búnu máli fellst bankinn ekki á kröfu þína um uppgreiðslu eftirstöðva á kaupleigusamningi samkvæmt þeim forsendum sem koma fram í áskorun þinni.“ Bankinn vísar þessu næst til þess að endurútreikningar standi yfir á kaupleigusamningum í samræmi við niðurstöðu Hæstaréttar og dóma Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem viðurkennd var krafa um að með- alvextir Seðlabanka Íslands skyldu gilda. „Þann 6. september n.k. verð- ur tekið fyrir í Hæstarétti mál sem snýr að vaxtaþætti bílalána og kaup- leigusamninga í erlendri mynt. Nið- urstaða Hæstaréttar mun hafa áhrif á endurútreikningana og því er ekki hægt að ljúka við þá fyrr en dóms- niðurstaða liggur fyrir síðar í sama mánuði,“ segir orðrétt í bréfi frá lög- fræðideild Íslandsbanka. Um þetta stendur deilan. Dómur féll um ólögmæti gengistryggingar- þáttar láns. Þórir krafðist endurút- reiknings og þess að fá að greiða upp lánið á grundvelli dóms Hæstaréttar. Hann telur að uppgreiðslan verði að vera í samræmi við lög og rétt í þeim tímapunkti sem hann fór fram á að greiða upp lánið. n Fær ekki að greiða upp gengistryggt lán á forsendum hæstaréttardóms n Ég stefni bankanum, segir Þórir Brynjúlfsson flug- maður n Segist fá bréf frá bankanum um einhliða útreikninga n Ætlar með málið til EFTA-dómstólsins eða mannréttindadóm- stóls Evrópu ef þörf krefur„Ég bauðst líka til að greiða upp lán- ið á forsendum dómsins. Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johannh@dv.is Fær ekki að greiða upp gengistryggt lán Stefnir bankanum sjálfur Þórir Brynj- úlfsson flugstjóri bauðst til að greiða upp gengistryggt lán eftir að Hæstiréttur dæmdi það ólöglegt. Það hefur hann ekki fengið. Einhliða útreikningur Þórir segir Íslandsbanka fara á svig við lög í tilraunum til að verja hag sinn. mynd róBErT rEyniSSon Larry King í Hörpu Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Larry King, sem stjórnaði meðal annars viðtalsþætti á sjónvarpsstöðinni CNN í aldarfjórðung, er væntanlegur hingað til lands í september og mun halda fyrirlestur um feril sinn. King mun tala í Hörpu föstudag- inn 23. september, að því er kemur fram í tilkynningu frá Guðbjarti Finn- björnssyni, sem stendur fyrir komu Kings hingað til lands. Viðmælendur Larrys King í gegnum tíðina skipta þúsundum og hefur hann meðal annars tekið viðtöl við alla helstu þjóðarleiðtoga heims, alla forseta Bandaríkjanna síðustu áratugi, Charles Manson, Lady GaGa og svo mætti lengi telja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.