Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 19
Fréttir | 19Helgarblað 15.–17. apríl 2011 Kona fékk miskabætur vegna áreitni yfirmanns: Isavia áfrýjar dómnum Isavia hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness þar sem fyrirtækið var dæmt til að greiða 1,8 milljónir í miskabætur. Miska- bæturnar voru dæmdar konu, sem var starfsmaður fyrirtækisins, vegna kynferðislegrar áreitni yfir- manns. Forsaga málsins er sú að kon- an fór ásamt yfirmanni sínum, framkvæmdastjóra öryggissviðs Keflavíkurvallar, og yfireftirlits- manni fyrirtækisins í sumarbústað í Grímsnesi. Tilgangur ferðarinnar var að fara yfir breytingar í starfi hennar sem áttu meðal annars að fela í sér aukna ábyrgð. Fram- kvæmdastjórinn og yfireftirlits- maðurinn fóru í heitan pott við bústaðinn eftir að störfum lauk og reyndi framkvæmdastjórinn ítrek- að að fá konuna í pottinn, sam- kvæmt dómnum. Hún neitaði þar sem hún var ekki með sundföt en fyrir áeggjan manna settist hún í stól við pottinn en tók þá eftir að framkvæmdastjórinn var nakinn í pottinum. Fyrir dómi sagði konan að hún hafi í kjölfarið farið inn í svefnher- bergið sitt og lokað sig af, enda lið- ið verulega illa yfir stöðunni. Kon- an setti þá ferðatösku fyrir hurðina til að verða vör við ef einhver reyndi að komast inn í herberg- ið. Um klukkustund síðar bankaði framkvæmdastjórinn á dyrnar og ruddist að lokum inn í herbergið. Konan fór þá fram og settist í sófa í stofunni þar sem yfirmaður henn- ar reyndi að fá hana til að halda um hendur sínar. Á þessum tíma- punkti sagðist konan hafa verið mjög ráðvillt og liðið mjög illa. Hún fór að lokum aftur inn í herbergi, setti töskuna fyrir hurðina en þorði ekki að fara á salernið um nóttina, að því er fram kemur í dómnum. gudni@dv.is „Forsendurnar á bak við endurút- reikninga bankanna eru ekki alltaf ljósar. Við erum að skoða þetta bet- ur,“ segir Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi umboðsmanns skuldara. Háværar raddir hafa verið uppi um að endurútreikningar bankanna standist ekki lög. Lögfræðingar og endurskoðendur hafa bent á að lögin standist ef til vill ekki eignar- réttarákvæði stjórnarskrárinnar auk þess sem fjármálafyrirtækin hafi rangt við í útreikningum sínum. Vaxtavextir óheimilir Sigurður G. Guðjónsson hæstarétt- arlögmaður er einn þeirra sem sagt hafa að lögin um endurútreikning myntkörfulánanna standist ekki eignarréttarákvæði stjórnarskrár. Gunnlaugur Kristinsson endur- skoðandi skrifaði grein í Fréttablað- ið á dögunum þar sem hann túlkaði aðferðafræði fjármálafyrirtækjanna við endurútreikninginn á þann veg að þau væru að gera tilraun til að hagnast óeðlilega á kostnað lán- takenda. Hann talaði meðal annars um að SP fjármögnun reiknaði ígildi refsivaxta og vaxtavaxta, sem væri algjörlega óheimilt samkvæmt lög- um um endurútreikning ólögmætra gengislána. „Hér getur munað tug- um ef ekki hundruðum þúsunda til óhagræðis fyrir skuldara,“ skrifaði hann. Stjórnvöld bundin af Hæstarétti Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir í samtali við DV, aðspurður um þessa gagn- rýni, að löggjöfin um endurútreikn- inga bankanna hafi verið sniðin ná- kvæmlega eftir þeirri forskrift sem lesa megi úr dómum Hæstaréttar. Markmiðið hafi verið að flýta þessu uppgjöri þannig að hver og einn einstaklingur þurfi ekki að bíða úr- lausnar fyrir dómi. „Allar uppgjörs- reglur eru fengnar þaðan og ef menn eru ósáttir við þær verða menn að leita til Hæstaréttar,“ segir hann. Árni bendir á að umboðsmað- ur skuldara, sem fari með eftirlit með útreikningunum, hafi skoðað hundruð samninga og hafi enn ekki fundið neina sem séu í ósamræmi við lögin. Vel geti verið að eitthvað eigi eftir að koma í ljós en úr því verði þá að skera fyrir dómi. Um þá gagnrýni að lögin gangi gegn eignarréttarákvæði stjórnar- skrárinnar segir Árni að stjórnvöld telji sig bundin af dómum Hæsta- réttar. „Hún byggir á því að menn séu að gefa sér tiltekna hluti óháð því hvað Hæstiréttur er búinn að dæma.“ Misjafnir útreikningar Svanborg segir embætti umboðs- manns skuldara hafa fengið fjöl- marga útreikninga frá einstakling- um til að fara yfir. Um 170 erindi þess efnis hafi borist í mars en embætt- ið hafi ekki svarað þeim öllum. Hún segir að erfitt hafi reynst að bera út- reikningana saman á milli fjármála- fyrirtækja og erfitt sé að vita hverjar forsendurnar séu. Þess vegna hafi embættið sent sams konar dæmi á alla bankana og beðið um endur- útreikning samkvæmt aðferðafræði þeirra. Svör áttu að berast fyrir helgi. „Við ætlum að fara yfir endurútreikn- ingana og fáum einnig aðstoð Raun- vísindastofnunar Háskóla Íslands til að fara yfir þetta og meta hvernig þetta er gert,“ segir hún. Skerðing eignarréttar Svanborg bendir á að gagnrýnin hafi annars vegar snúist um útreikn- ingana sjálfa og hvort þeir séu rétt unnir. „Okkur sýnist að munur sé á útreikningum á bílasamningum og húsnæðissamningum, en við sjáum það betur þegar við förum yfir end- urútreikninga fjármálafyrirtækj- anna á dæmunum okkar,“ segir hún en niðurstöðu er að vænta fljótlega. Hins vegar snúist gagnrýnin um lögmæti laganna sjálfra; hvort þau standist Evróputilskipanir um neyt- endarétt og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Um það verði dómstólar að skera úr en hún bendir á að embættið hafi frá upphafi efast um lögmæti laganna, bæði með tilliti til Evróputilskipunar um neytenda- rétt og út frá eignarréttarsjónarmið- um. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Allar uppgjörs­ reglur eru fengnar þaðan og ef menn eru ósáttir við þær verða menn að leita til Hæstaréttar. n Umboðsmaður skuldara bíður eftir svörum bankanna n Erfitt að bera saman útreikningana því forsendur eru óljósar n Lögin hafa verið gagnrýnd harðlega og þau sögð brjóta gegn stjórnarskránni Lánin reiknuð á óLíkan hátt Leitið til Hæstaréttar Árni Páll segir lögin byggja á dómum Hæstaréttar. Þangað verði þeir að leita sem telji þau brjóta gegn stjórnarskránni. Misjafnir útreikningar Umboðs- maður skuldara kannar hvort fjármálafyrirtækin hafi rangt við í endurútreikningum myntkörfulána. Geirsgötu 7b | Verbúð 2, 101 Reykjavík | S. 551 8484 Bossa Nova með Jussanam Dejah og Andrési Þór kl. 21.oo föstudag Kreólaréttur að hætti Eldu borðapantanir í 588 8484 Keflavíkurflugvöllur Isavia sér um rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.