Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 52
52 | Tækni Umsjón: Páll Svansson palli@dv.is 15.–17. apríl 2011 Helgarblað U ndanfarna mánuði hafa fjöl- mörg eftirtektarverð for- rit fyrir tónlistaráhugafólk streymt inn á markaðinn fyrir iOS og Android stýrikerfin. Það er jafnvel hægt að tala um hálfgerða byltingu því mörg þessara forrita einskorða sig ekki við fréttir og tón- dæmi heldur nýta sér út í ystu æsar þá möguleika sem spjaldtölvur og snjallsímar hafa upp á að bjóða í dag. Hljómsveitir og tónlistarmenn hafa í auknum mæli uppgötvað þessa leið til að kynna tónlist sína á óhefð- bundinn máta auk fyrirtækja sem bjóða upp á einhvers konar tónlist- arþjónustu. Saga jasstónlistar History of Jazz fyrir iPad er virkilega vel útfært og sniðugt forrit. Býður upp á gagnvirka tímalínu og notand- inn getur drepið niður fingri á ein- hverjum stað (í orðsins fyllstu merk- ingu) og fengið tóndæmi, myndskeið og tillögur um lagalista valdra tón- listarmanna á því tímabili sem um ræðir. Fræðandi, skemmtilegt og vel hannað. Kostar 4,99 Bandaríkjadali í App Store. Discovr Þetta forrit fyrir iOS virkar eins og al- fræðirit fyrir tónlistarbransann. Not- andinn slær inn nafn hljómsveit- ar eða tónlistarmanns og fær upp nánast allar mögulegar upplýsingar um viðkomandi auk myndrænnar útfærslu tenginga við aðra eða líka tónlistarmenn. Hægt er að kalla upp feril, myndskeið og blogga hljóm- sveita og tónlistarmanna. Kostar 0,99 Bandaríkjadali í App Store. MusicDrop Forrit fyrir iOS sem breytir DropBox (frí veflæg geymsluþjónusta) í svo- kallaða ský-tónlistarþjónustu sem streymir tónlist og upplýsingum henni tengdri frá DropBox aðgang- inum. Kostar 1,99 Bandaríkjadali í App Store. Lykke Li Hin sænska Lykke Li stendur að baki iOS-forriti með sama nafni en þar geta aðdáendur þessa vinsæla lista- manns notið sérútbúins viðmóts við vefsíðu hennar þar sem meðal ann- ars hægt er að spjalla við aðra aðdá- endur. Forritið er frítt til niðurhals. Pocket Hipster Hér spilast á gaman og alvara í þessu skemmtilega forriti fyrir iOS. Tveir „hipsterar“ hæðast að lagasafninu þínu og benda á aðra valkosti í tón- listarheiminum. Tæknin að baki for- ritinu hefur vakið mikla athygli og hefur þegar verið seld til notkunar í önnur forrit og til fyrirtækja í tónlist- arbransanum. Kostar 0,99 Bandaríkjadali í App Store. SoundTracking Þetta forrit fyrir iOS-tæki gerir kleift að deila upplýsingum, myndum og athugasemdum um það lag sem not- andinn er að hlusta á þá stundina. Tengist við Facebook, Twitter og Fo- ursquare. Soundtracking er frítt til niður- hals. Kling Klang Machine Elektrónísku frumkvöðlarnir frá Þýskalandi; Kraftwerk, gáfu út fyrsta iOS forritið sitt á dögunum. Forritinu lýsa þeir sem gagnvirkri 24 stunda tónlistarvél, en notendur geta sem dæmi blandað sjálfir saman „lúpp- um“ og „sömplum“ úr lagasafni sveitarinnar. Kling Klang Machine kostar 8,99 Bandaríkjadali í App Store. Roqbot Roqbot er ætlað til notkunar í veitinga- og kaffihúsum og heldur utan um gagnvirkan lagalista. Þeir gestir sem eiga forritið geta fengið lagalistann á skjáinn og kosið um hvaða lög þeir vilja helst heyra. Er bæði til fyrir Android og iOS og er frítt til niðurhals. iheartradio iheartradio gefur kost á að velja á milli 750 útvarpsstöðva í Bandaríkj- unum og er til bæði fyrir Android og iOS stýrikerfin. Notendur geta val- ið að leita eftir sérstakri útvarpsstöð eða tegund tónlistar en allt viðmót er mjög vel hannað og einfalt í notk- un. Clear Channel, fyrirtækið að baki forritinu, gaf út sérstaka iPad-út- færslu nú í byrjun aprílmánaðar sem miðast við stærri skjá og gefur með- al annars möguleika á að skoða bæði myndskeið og myndasöfn tengd tón- listinni. iheartradio er frítt til niðurhals. Amazon lækkar enn verð á Kindle Eftir að Amazon bauð upp á ódýrari útgáfu af Kindle-lestölvunni á 139 Bandaríkjadali sem einungis er búin Wi-Fi hefur fyrirtækið aukið sölu á þessari vinsælu lestölvu umtalsvert en 3G + Wi-Fi útgáfan kostar 189 Bandaríkjadali. Fyrirtækið ætlar nú að ganga skrefi framar í verðlækkun og bjóða upp á sérútgáfu af Kindle Wi-Fi sem verður 25 dölum ódýrari eða 114 Bandaríkjadalir. Í staðinn þurfa notendur að horfa upp á auglýsingar frá fyrirtækinu í tölvum sínum. Auglýsingarnar verða í formi skjáhvílu og munu einnig birtast neðst á skjá tölvunnar en þó aldrei þegar notandinn er að lesa bók í tölvunni. Nýja lestölvan kemur á markað í Bandaríkjunum í byrjun maímánaðar. Opera-vafrinn uppfærður Opera-netvafrinn fyrir Mac, Windows og Linux er kominn í útgáfu 11.10 og hefur nú aukinn stuðning við HTML5 auk þess sem Turbo-hamur (Turbo browsing) á að vera orðinn hraðvirkari. Turbo-hamur hefur verið til staðar í vafranum í nokkur ár og gerir notendum sem búa við hæga nettengingu að fá aukinn hraða við að hlaða inn netsíðum. Þetta gerist á þann hátt að tengingin fer í gegn um sérstaka netþjóna Opera sem þjappa síðunum áður en þær eru sendar áfram til notandans. Uppfærslan nú á að skila allt að fjórum sinnum hraðvirkari Turbo-hami. Opera notast við WebP-tækni frá Google til að þjappa vefsíðum en tæknin byggir að mestu á því að minnka jpg-myndir án þess að þær glati gæðum sínum. Þess má til gamans geta að stór hluti þessarar þjónustu fer fram á Íslandi en Opera rekur gagnaverið Thor í Hafnarfirði sem tekið var í notkun á síðasta ári. Bröns alla laugardaga og sunnudaga Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is Verð aðeins 1.795 með kaffi eða te Ný tónlistarforrit fyrir iOS og Android DV kannaði áhugaverð forrit fyrir iOS og Android á sviði tónlistar sem komið hafa á markaðinn á undan- förnum vikum og mánuðum. History of Jazz Stórskemmtilegt og vel útfært forrit fyrir þá sem vilja kynna sér sögu jasstónlistar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.