Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 22
22 | Fréttir 15.–17. apríl 2011 Helgarblað Eftirlitsaðilar á vegum Fiskistofu heimsóttu útgerðarfélagið Saltver í Reykjanesbæ 1. apríl síðastliðinn í þeim tilgangi að afla gagna fyrir rann- sókn stofnunarinnar á fyrirtækinu. Þetta staðfestir Hrefna Gísladóttir, for- stöðumaður fiskveiðistjórnunarsviðs Fiskistofu, í samtali við DV. Hrefna vildi ekki tjá sig um einstaka mál en staðfesti þó að mál tengd Saltveri væri til rannsóknar hjá Fiskistofu. Heimildir DV herma að um tuttugu manna hópur hafi farið inn í fyrirtæk- ið, en lögreglumenn frá lögregluemb- ættinu í Keflavík fylgdu eftirlitsaðilum Fiskistofu. Þá herma heimildir blaðs- ins að lagt hafi verið hald á ýmis bók- haldsgögn fyrirtækisins sem nú eru til skoðunar hjá Fiskistofu. Þorsteinn Erlingsson, eigandi Saltvers, vildi ekki tjá sig um málið þegar DV hafði sam- band við hann. Matsveinn vakti athygli á málinu Samkvæmt heimildum DV bein- ist rannsókn Fiskistofu að meintu kvótasvindli. Eins og fram kom í DV í janúar sakaði Þorleifur Frímann Guðmundsson, fyrrverandi mat- sveinn á Ósk KE-5, Saltver um skipu- lagða og afar grófa löndun fram hjá vigt, í bréfi sem hann sendi Fiski- stofu. Þorsteinn Erlingsson, eigandi Saltvers, fyrrverandi bæjarfulltrúi og stjórnarmaður í Sparisjóði Keflavík- ur, brást við með því að segja ásakan- ir Þorleifs vera kjaftæði. Starfsmaður Saltvers sem blaða- maður ræddi við sagði að einung- is hefði verið um almennt eftirlit að ræða þann 1. apríl – einskonar slembi- úrtak. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu er hins vegar sjaldnast hald- ið af stað í slíka vegferð nema stað- festur grunur leiki á um misferli. Hjá lögreglunni í Keflavík vildu menn ekki tjá sig efnislega um málið og bentu á Fiskistofu. Heimildir DV herma að fleiri útgerðarfélög á Suðurnesjum hafi undanfarið fengið slíkar heim- sóknir frá Fiskistofu. Mögulegar fjársektir „Almennt séð, þá gefum við engar upplýsingar um mál sem við erum með í skoðun, ég get þó staðfest það að við fórum inn í fyrirtækið,“ sagði Hrefna Gísladóttir hjá Fiskistofu í samtali við DV. Fiskistofa hefur heim- ildir samkvæmt lögum til að vinna rannsóknir sem snúa að því að bak- reikna afurðir til afla. Það snýst um það að reikna út hversu mikill afli þurfi að koma inn í viðkomandi fyrirtæki til þess að ákveðið magn afurða fari út. Eftirlitsmenn stofnunarinnar hafa því heimildir til að afla tiltek- inna gagna til þess að vinna með í tengslum við slíkar rannsóknir. Út frá þeim gögnum er síðan metið, og stað- reynt, hvort allt það sem fór í að vinna afurðirnar hafi verið löglega innveg- inn afli eða ólöglegur afli sem farið hafi fram hjá vikt. Gera má ráð fyrir því að Fiskistofa rannsaki nú hvort Saltver hafi hleypt afla fram hjá vikt, en ef slíkt þykir sannað getur fyrirtækið staðið frammi fyrir háum fjársektum. Landað í skjóli nætur Þorleifur Frímann, matsveinninn sem vakti athygli á málinu og sendi bréf til Fiskistofu í janúar, fór fram á það í bréfinu að stofnunin rannsak- aði Saltver. Hann sagðist ekki geta horft fram hjá brotunum líkt og aðr- ir sjómenn sem hefðu staðið frammi fyrir afarkostum; að missa vinn- una eða þegja. Samkvæmt minnis- blöðum sem hann hafði skráð í nóv- embermánuði virtist skeika um að minnsta kosti tíu tonn þann mán- uðinn, sem hann kvaðst hafa stað- festan grun um að hefði verið landað fram hjá vigt. Í bréfinu til Fiskistofu lýsti Þorleifur því síðan því hvernig farið hefði verið að við löndun: „Í lok róðurs þá gefur skipstjóri upp karafjölda með sms- skeyti og fær svo til baka frá útgerðar- stjóra hvað eigi að setja í veiðiskýrslu. Síðar við löndun þá er aflinn sótt- ur með lyftara að skipshlið og ekið í hús sem er við bryggjurótina í Njarð- vík. Vigtin er hægra megin í húsin en hausari vinstra megin. Afla er af ásetn- ingi sturtað beint í hausunarvél og ekkert fer á vigt. Þegar eftirlitsmenn eru til staðar eða á svæðinu þá hefur verið tekin sú ákvörðun um að landa ekki öllum aflanum, ítrekað hefur það komið fyrir að það er farið með nokk- ur kör aftur í róður eða landað síðar, eða í skjóli nætur þó ekki fyrr en Fiski- stofa hefur yfirgefið svæðið, ekkert eft- irlit hefur verið með hvort löndun hafi raunverulega verið lokið.“ Vildu afsökunarbeiðni DV hafði samband við Þorleif Frí- mann vegna málsins sem vildi ekkert tjá sig að svo stöddu. Í febrúar síðast- liðnum sagðist hann í samtali við DV hafa verið kallaður til fundar við eig- endur Saltvers sem hefðu reynt að þvinga hann til að biðjast afsökunar á ummælunum og taka þau aftur. „Ég sagði þeim bara að éta það sem úti frýs. Þeir vildu fá mig til þess að und- irrita afsökunarbeiðni þar sem fram átti að koma að málflutningur minn væri byggður á misskilningi. Þeir vildu semja við mig um ógreidd laun og laun á uppsagnarfresti í þrjá mánuði gegn því að ég undirritaði afsökunar- beiðnina. Ég sagði þeim bara að éta það sem úti frýs. Eftir þetta blandaði meðal annars Einar Magnússon, bæj- arfulltrúi og eigandi Óskarinnar sem ég var á, sér í málið. Ég gaf mig ekki og þá var mér hótað með því að ég yrði kærður fyrir að stela lifrarhlut sjó- mannanna. Það reyndist vera þvætt- ingur, sjómennirnir ætluðu ekkert að kæra.“ „Almennt séð, þá gefum við engar upplýsingar um mál sem við erum með í skoðun, ég get þó staðfest það að við fórum inn í fyrirtækið. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Rassía í útgeRð ÞoRsteins n Útgerðarfyrirtækið Saltver er til rannsóknar hjá Fiskistofu n Sakað um skipulagða og grófa löndun fram hjá vigt n Eigandinn tjáir sig ekki um málið Þorsteinn Erlingsson Þorsteinn sagði málflutning Þorleifs vera kjaftæði á sínum tíma, en nú tjáir hann sig ekkert um málið. Lín Design Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið Sími 533 2220 www.lindesign.is Mjúka fermingargjöfin Úrval fermingargjafa á tilboði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.