Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 14
um sem þau gefa einstökum lönd- um. Sú einkunnagjöf er oft mjög skrýtin að mínu mati en það breyt- ir því ekki að hún hefur mikil áhrif,“ segir Gylfi. Trúverðugleiki matsfyrirtækj- anna hefur minnkað töluvert í kjöl- far alþjóðlegu fjármálakreppunn- ar. Innan Evrópusambandsins hafa verið umræður um að koma á nýju kerfi til að meta lánshæfi ríkja. Að mati Gylfa væri það hins vegar mjög hættulegt fyrir útgefendur skulda- bréfa, þar á meðal einstakra ríkja að fara að þvinga með einum eða öðr- um hætti fram einkunnagjöf sem væri þeim að skapi. „Betra væri að auka gagnsæi í ríkisfjármálum við- komandi landa og gefa betri upp- lýsingar um stöðu fjármálakerfa „Það virðist mikil þörf á að fara yfir starfshætti þessara fyrirtækja,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, um alþjóðlegu matsfyrirtækin Fitch, Moody‘s og Standard & Poor‘s. Matsfyrirtækin hafa sætt töluvert mikilli gagnrýni í kjölfar hinnar alþjóðlegu fjármála- kreppu sem hófst í júlí árið 2007 í kjölfar vandræða vegna svokallaðra undirmálslána í Bandaríkjunum. Að mati Gylfa má færa sterk rök fyrir því að gallar á kerfi mats- fyrirtækjanna hafi átt ríkan þátt í því að vandamál vegna skulda- bréfavafninga, sem meðal annars byggðu á svokölluðum undirmáls- lánum í Bandaríkjunum, urðu jafn- mikil og raun ber vitni. „Fyrirtækin höfðu ríka hvata til að gefa þessum vafningum toppeinkunnir og inn- heimta háar þóknanir af útgefend- unum. Síðan kom í ljós að vafn- ingarnir stóðu engan veginn undir þessum einkunnum, ekkert frekar en íslensku bankarnir,“ segir hann. Ástæðuna segir Gylfi meðal annars vera þá að sambandið á milli út- gefanda sem borga fyrir einkunnir og matsfyrirtækja sem úthluta ein- kunnum sé afar óheilbrigt. Hann tekur auk þess undir það að samband fyrirtækjagreinenda hjá greiningardeildum íslensku viðskiptabankanna fyrir hrun við útrásarfyrirtækin hafi að nokkru marki verið orðið náið. Smæð ís- lensks samfélags leikur þar auk þess líka stórt hlutverk þar. Fjölga matsfyrirtækjum Gylfi telur ýmsar leiðir færar til þess að bæta starfsemi alþjóðlegra mats- fyrirtækja. „Þar má nefna að hafa meira opinbert eftirlit með matsfyr- irtækjunum, að láta þóknanir mats- fyrirtækja fara að einhverju leyti eftir því hvort einkunnirnar reynast réttar, koma upp opinberum matsfyrirtækj- um og/eða krefjast meira gagnsæ- is í starfsemi matsfyrirtækja og ein- kunnagjöf. Það væri einnig kostur að mínu mati ef fyrirtækjunum fjölgaði og fleiri þeirra væru með höfuðstöðv- ar utan Bandaríkjanna og Vestur-Evr- ópu,“ segir hann. Oft undarlegt mat Að mati Gylfa er vald alþjóðlegu matsfyrirtækjanna ansi mikið. Um- ræða um lánshæfiseinkunnir ein- stakra ríkja og þá sérstaklega inn- an Evrópu hefur verið mikil í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Lönd eins og Grikkland, Ísland, Ír- land, Portúgal og Spánn hafa sér- staklega fengið að finna fyrir því vegna efnahagsástands landanna. „Þessi fyrirtæki hafa mikil áhrif, meðal annars með þeim einkunn- 14 | Fréttir 15.–17. apríl 2011 Helgarblað „Fyrirtækin höfðu ríka hvata til að gefa þessum vafningum toppeinkunnir og innheimta háar þóknanir af útgefendunum. Matsfyrirtæki þurfa endurskipulagningu n Moody‘s, Standard & Poor‘s og Fitch hafa sætt gagnrýni í kjölfar fjármálakreppunnar n Gylfi Magnússon telur að fjölga þurfi matsfyrirtækjum n Greinendur taldir valdameiri en þjóðarleiðtogar Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Þýskur greinandi hjá Moody ś ræður framtíð Íslands og Spánar: Valdamikil, miðaldra kona Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa sætt töluvert mikilli gagnrýni í kjölfar hinnar alþjóð- legu fjármálakreppu. Martin Kettle, aðstoðarritstjóri hjá breska dagblaðinu Guardian, skrifaði grein í desember árið 2010 um Kathrin Mühlbrunner, þýskan hagfræðing hjá Moody ś sem er með meistarapróf í hagfræði frá Háskólanum í Tübingen í Þýskalandi. Mühlbrunner fer með lánshæfismál Íslands hjá Moody ś en auk þess sér hún um lánshæfismat fyrir Spán. Grein Martin Kettle um alþjóðlegu matsfyrirtækin bar heitið „Matsfyrirtækin eru að framkvæma árás á þjóðir og fólk“ og taldi hann að Kathrin Mühlbrunner hjá Moody ś væri með vald yfir fullveldi og efnahagslegri framtíð íbúa Spánar sem telja 46 milljónir. Taldi hann að Mühlbrunner gæti haft meiri áhrif á framtíð Spánverja en sjálf Angela Merkel, kanslari Þýskalands. „Hversu margir af 46 milljónum íbúa Spánar ætli geti sagt þér nokkuð um miðaldra þýska konu sem nú hefur vald yfir sjálfstæði og efnahagslegri framtíð Spánar,“ skrifaði hann og átti hann þá við Mü- hlbrunner en ekki Merkel líkt og flestir hefðu haldið. Hún hefði nú meiri áhrif á framtíð Spánverja en sjálf Isabella drottning rúmum 500 árum áður. Hafa metið Ísland í 22 ár Þrátt fyrir að upphaf að matsfyrir- tækjum sé hægt að rekja allt til miðrar 19. aldar er þó oft miðað við árið 1909 þegar John Moody, stofnandi Moody ś hóf að gefa út mat á skuldabréfum járnbrautarfélaga. Standard & Pooŕ s á rætur sínar að rekja til ársins 1860 en fyrirtækið varð þó til við samruna Poor og Standard Statistics árið 1941. Fitch var stofnað af John Knowles Fitch árið 1913 í New York. Stærstu matsfyrirtækin eru Moody ś og Standard & Pooŕ s sem hvort um sig er með um 40 prósenta markaðshlutdeild á meðan Fitch er með 14 prósent. Ríkissjóður Íslands hefur verið með lánshæfismat hjá Moody ś allt frá árinu 1989 en haustið 1993 óskaði Ísland formlega eftir lánshæfismati frá Moody ś og Standard & Pooŕ s þar sem ríkissjóður var að undirbúa skulda- bréfaútgáfu á Bandararíkjamarkaði sem hófst árið 1994. Íslandsbanki var fyrsti bankinn til að fá lánshæfismat hjá Moody ś árið 1997 en Landsbankinn, Búnaðarbankinn og Fjárfestingabanki atvinnulífsins fengu fyrst einkunnir árið 1998. Landsvirkjun, Íbúðalána- sjóður og Orkuveita Reykjavíkur eru líka með lánshæfiseinkunnir. Fyrir bankahrunið fengu Glitnir, Kaupþing, Landsbankinn og Straumur-Burðarás öll lánshæfiseinkunnir hjá alþjóðlegum matsfyrirtækjum. landanna. Það gefur hverjum sem vill tækifæri til að leggja sjálfstætt mat á stöðuna. Það myndi eitthvað draga úr vægi matsfyrirtækjanna,“ segir hann. Þarfnast skoðunar Fyrirtækin höfðu ríka hvata til að gefa þessum vafningum toppeinkunnir. Þörf á betri mats- fyrirtækjum Gylfi Magnússon, dósent í hag- fræði við Háskóla Íslands, telur mikla þörf á að fara yfir starfshætti alþjóð- legra matsfyrirtækja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.