Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 27
Erlent | 27Helgarblað 15.–17. apríl 2011 S tS t_ 1 0 0 4 2 7 -0 0 1 Nýleg rannsókn sem unnin var af Guttmacher-stofnuninni sýnir fram á að mikill meirihluti trúaðra kvenna nýtir sér getnaðarvarnir, þrátt fyrir að trúarleiðtogar – þá sérstaklega innan kaþólsku kirkjunnar – fordæmi þær. Guttmacher-stofnunin er sjálfstæð rannsóknarstofnun sem rannsakar kynheilbrigði í Bandaríkjunum. Rannsóknin, sem var byggð á könnun um kynhegðun Bandaríkja- manna, sýndi fram að 98 prósent kaþ- ólskra kvenna hefðu einhvern tímann á lífsleiðinni notað einhvers konar getnaðarvarnir á lífsleiðinni. Til sam- anburðar hafa 99 prósent bandarískra kvenna, burtséð frá trúarbrögðum, nýtt sér getnaðarvarnir á meðan þær hafa verið kynferðislega virkar. Trúarbrögð og getnaðarvarnir eiga samleið „Trúarbrögð og notkun getnaðar- varna eiga sér samleið í Bandaríkj- unum,“ segir Rachel K. Jones, en hún stýrði rannsókninni. „Flestar konur sem eru kynferðislega virkar, en vilja á sama tíma forðast getnað, nýta sér varnir á borð við ófrjósemisaðgerðir, pilluna eða lykkjuna. Þetta á við um bæði konur sem eru mótmælenda- trúar og þær sem eru kaþólskrar trúar, þrátt fyrir að kaþólska kirkjan hafi ítrekað fordæmt notkun getnaðar- varna í hvívetna.“ Enga blessun að fá frá kaþólsku kirkjunni Niðurstöður rannsóknarinnar eru á skjön við nýlega ályktun frá biskupa ráði kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum. Sendi biskupa- ráðið frá sér nýlega ályktun sem kvað á um að kaþólskar konur ættu ekki rétt á endurgreiðslu frá heil- brigðistryggingum þegar kæmi að getnaðar vörnum. Aðrar konur geta hins vegar sótt um slíkar greiðslur, séu þær með heilbrigðistryggingu á annað borð. Leyfa smokkinn en … Mikla athygli vakti þegar Benedikt páfi sextándi lagði blessun sína yfir notkun smokksins seint á síð- asta ári, sem var mikill viðsnún- ingur frá fyrri stefnu. Benedikt lagði þó áherslu á það, að smokk- inn ætti ekki að nota sem getnað- arvörn – það væri ennþá syndsam- legt í augum kirkjunnar. Smokkinn mætti hins vegar nota ef um væri að ræða eiturlyfjaneytendur eða einstaklinga sem væri sýktir af al- næmi. Væri það „skárri kosturinn af tveimur slæmum“, að vernda sam- borgara sína fyrir banvænum sjúk- dómum. Trúaðar konur nota líka getnaðarvarnir n Trúaðar konur í Bandaríkjunum nýta sér getnaðarvarnir, þrátt fyrir fordæm­ ingu kirkjunnar n Biskuparáð í Bandaríkjunum alfarið á móti getnaðarvörnum n Smokkurinn í lagi, en aðeins til að koma í veg fyrir útbreiðslu alnæmis Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Þeir Manuel Segovia og Isidro Velazquez vilja ekki tala saman. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi, nema fyrir þá staðreynd að þeir eru síðustu mennirn- ir í Mexíkó sem tala tungumálið ayapaneco – sem var eitt sinn út- breitt tungumál innfæddra. Segovia og Velazquez búa þrátt fyrir það innan við kílómetra frá hvor öðrum, í smáþorpinu Ayapa sem er í Tabasco-héraðinu í Mexíkó. Daniel Suslak er mann- fræðingur frá Indiana-háskóla í Bandaríkjunum og hefur hann undanfarið reynt að búa til orða- bók um ayapaneco, svo tungu- málið glatist ekki algjörlega. „Þeir eiga bara ekki mikið sam- eiginlegt,“ segir Suslak. „Segovia er í raun mjög vandlátur á hvers kyns félagsskap og talar ekki við hvern sem er. Velazquez er ró- lyndisnáungi, sem vill helst ekki fara út fyrir hússins dyr.“ Sú staðreynd að mennirnir vilja ekki ræðast við er einnig athygl- isverð því þeir eru tveir af fáum íbúum þorps síns sem eru sestir í helgan stein, en Segovia er 69 ára að aldri en Velazquez er 75 ára. Í Mexíkó er rekin tungumála- stöð til verndar tungumálum inn- fæddra, sem hafa dáið út eitt af öðru á undanförnum áratugum. Óttast er að nú deyi út enn eitt tungumálið, vegna þess eins að þessum tveimur mönnum lík- ar ekki við hvorn annan. Það er að minnsta kosti ljóst að mikið verk er fram undan ef takast á að vernda þetta nær útdauða tungu- mál. Tungumál deyr út vegna fúllyndis: Neita að ræðast við Sjaldgæft tungumál Aðeins tveir menn tala tungumálið sem óttast er að deyi út vegna fúllyndis. Mynd PHoToS.coM Lögregla rannsakar símahleranir Breska lögreglan hefur handtekið þriðja manninn, James Weatherup ritstjórnarfulltrúa, í tengslum við rannsókn lögreglunnar á símahler- unum starfsmanna breska götu- blaðsins News of the World. Um er að ræða þrjá starfsmenn eða fyrr- verandi starfsmenn blaðsins sem störfuðu sem blaðamenn eða rit- stjórar. Þangað til nýlega var því hald- ið fram að símahleranirnar hafi verið á ábyrgð fyrrverandi starfs- manna blaðsins sem dæmdir voru í fangelsi fyrir hleranirnar árið 2007. Blaðið viðurkenndi nýlega að hleranirnar hefðu verið talsvert víð- tækari en áður hafi verið talið og bauðst til að borga skaðabætur til þeirra sem sættu hlerunum. Nokkrir þekktir breskir einstak- lingar hafa kært blaðið til lögregl- unnar vegna málsins. Hinir tveir starfsmennirnir sem hafa verið handteknir vegna rannsóknarinnar voru handteknir fyrr í mánuðinum. Þegar málið kom fyrst upp á yfir- borðið fyrir fjórum árum neyddist Andy Coulson, þáverandi ritstjóri blaðsins, til að segja starfi sínu lausu. News of the World hefur verið starfandi síðan árið 1843 en í dag er það í eigu dótturfélags fjölmiðla- samsteypu Ruperts Murdoch. Blað- ið hefur undanfarin ár verið mest selda dagblaðið í Bretlandi en það er hvað þekktast fyrir að ljóstra upp um kynlífshneyksli og fíkniefna- misferli fræga fólksins í Bretlandi. Margir þekktir fjölmiðlamenn hafa starfað í kringum blaðið en Piers Morgan, sem tók við af Larry King á CNN, er meðal fyrrverandi ritstjóra blaðsins. „Flestar konur sem eru kynferðislega virkar, en vilja á sama tíma forðast getnað, nýta sér varnir á borð við ófrjósemis­ aðgerðir, pilluna eða lykkjuna. nýta sér varnir Rannsóknin sýndi fram á að 98 prósent kaþólskra kvenna hafa einhvern tímann notað getnaðarvarnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.