Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Side 62

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Side 62
62 | Fólk 15.–17. apríl 2011 Helgarblað Kristrún Ösp Barkardóttir og Sveinn Andri Sveinsson: Dreymir um hús Jóhannesar Ástin blómstrar sem aldrei fyrr hjá stjörnulög- manninum Sveini Andra Sveinssyni og Kristrúnu Ösp Barkardóttur en hjörtun fljúga á milli þeirra tveggja á Facebook. Nýverið kynnti Kristrún Ösp nýja kærastann fyrir vinkonum sínum sem virð- ist hafa litist vel á garpinn, enda einn eftirsótt- asti pipar sveinn landsins áður en Kristrún nældi í hann. „Takk æðislega fyrir mig og ég sendi kallinum þakkarkveðjur. Hafðu það nú gott á meðan hann er í Englandi og láttu kellinguna stjana við þig haha ;)“ skrifaði ein vinkona Kristrúnar á Facebook-vegg hennar en Sveinn Andri svaraði sama dag: „Gaman að kynnast þer Tinna og takk fyrir frabært kvöld :)“ Daginn eftir vitnaði Sveinn Andri svo í Groucho Marx á sinni Facebook-síðu: „A man is only as old as the woman he feels,“ og vísaði þar líklega til þess gífurlega aldursmunar sem er á honum og kærust- unni, en hann er 2 árum eldri en faðir Kristrúnar Aspar, og 27 árum eldri en hún sjálf. Um síðustu helgi birtist svo færsla á Facebo- ok-síðu Kristrúnar þar sem hún segir frá því að hana langi að flytja í hús sem Jó- hannes Jónsson, sem yfirleitt er kenndur við verslunina Bónus, hafði til afnota í Eyjafirðinum um allnokkurt skeið. „Langar að kaupa húsið sem Jóhannes í Bónus átti og flytja heim í Eyja- fjörðinn fallega!“ sagði fyrir- sætan sem var sjálf búsett í firð- inum um alllangt skeið. Sveinn Andri var ekki lengi að svara og sagði einfaldlega: „Minnsta malið astin :)“ og stakk svo upp á því að nota húsið sem sumar- hús. Sveinn Andri mun þó lík- lega ekki hafa ráð á að fjárfesta í húsinu en um 400 milljóna skuld hvílir á því en hann hefur eytt síðustu árum í að borga af tugmilljóna láni sem hann tók til hlutabréfakaupa í Decode Genetics. adalsteinn@dv.is ófædd dóttir fyrir hjálp Almannatengillinn Andrés Jónsson leitaði til Facebook-vina sinna á fimmtudag um hjálp við að setja upp þráðlausan prentara. Hann var tilbúinn að gefa mikið fyrir hjálpina. „Ófædda dóttur mína og hálft konungsríkið fyrir þann sem getur komið og sett upp þráðlausan prentara fyrir mig... Ég get ekki meir...“ skrifaði almannatengillinn á Facebook-síðuna. Sjálfur er hann þekktur fyrir að vera fljótur að tileinka sér tækni- nýjungar á borð við Facebook og Twitter. Þessi nýjungagirni hans virðist – miðað við hjálparbeiðnina – aðeins ná til félagsmiðla á vefnum. Vala Grand stendur undir nafni og býður öllum Íslendingum í 25 ára afmælisveislu sína. „Þetta er ekki Vip party eins og hjá Hildi Líf og þeim. Þó ég sé very important pussy, vil ég hafa alla. Ég elska að kynnast nýju fólki. Það er öllum boðið nema fyrrverandi kærasta mínum,“ segir Vala Grand við þær stöllur á bleikt.is um 25 ára afmælisveislu hennar sem haldin verður á skemmti- staðnum Oliver á laugardagskvöldið. Haffi Haff verður veislustjóri og Vala boðar mikið fjör. allir í afmæli Völu Grand Vill hús í Eyjafirði Kristrún Ösp vill kaupa hús Jóhannesar í Bónus. Ástfanginn lögfræðingur Stjörnu- lögfræðingurinn fer ekki í launkofa með ást sína á Kristrúnu Ösp. Mynd RAKEl ÓSK Tónleikarnir sýndu að Ólafur á marga vini,“ segir forseti Ís-lands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, við DV um tónleikana sem haldnir voru á miðvikudags- kvöldið til styrktar tónlistarmann- inum Ólafi Tryggva Þórðarsyni. Ólafur Þórðarson er, eins og alþjóð veit, illa haldinn eftir ógeðfellda árás sonar síns, Þorvarðar Davíðs Ólafssonar, sem var dæmdur í fjór- tán ára fangelsi fyrir verknaðinn. Það var sannkallað stórskota- lið tónlistarmanna sem söng á tónleikunum en þar má meðal annarra nefna Björgvin Halldórs- son, Bubba Morthens, KK, Kristján Jóhannsson, Ríó Tríó, Diddú, Egil Ólafsson, Ragga Bjarna, Guðrúnu Gunnars og Þorgeir Ástvalds. Grín- istinn Þorsteinn Guðmundsson var kynnir og fór á kostum að vanda. „Það var rík samúð í salnum en líka gleði og ánægja,“ segir Ólafur Ragnar í samtali við DV. „Staða Ólafs Þórðarsonar og framlag hans til íslenskrar tónlistar sást best á því hve fjölbreytt sú sveit var sem steig á svið. Ég held að þessir tón- leikar eigi engan sinn líka í okkar menningarsögu. Þarna voru margir ólíkir listamenn sem komu fram en allir gerðu það með þakklæti og með samkennd og samstöðu í huga. Sú stund í lokin þegar troð- fullt Háskólabíó þagnaði til að senda honum góðar hugsanir og stuðningskveðjur sýndi best anda þessarar samkomu og ég vona að hún hafi verið fjölskyldu hans til gleði á þessum þrautatímum,“ segir forseti Íslands. „Okkur þótti vænt um að gera þetta fyrir hann Óla vin okkar,“ segir Björgvin Halldórsson sem söng á tónleikunum. „Þetta voru skemmtilegir tónleikar. Það var létt yfir þeim, mikið af góðu fólki, vinum, kunningjum og samstarfs- mönnum. Allir voru einhuga um að styðja við hann í þessu erfiða lífsverkefni,“ segir hann. Þó Bubbi Morthens hafi eitt sinn sungið „Ég er löggiltur hálf- viti, hlusta á HLH og Brimkló“ fór vel á með kóngunum tveimur, Björgvini og Bubba, sem föðmuð- ust á tónleikunum. „Við erum svo skotnir í hvorum öðrum,“ segir Björgvin og hló við. Dagbjört Óskarsdóttir, kona Ólafs Þórðarsonar, var afskaplega ánægð með útkomuna í Háskóla- bíói en algjörlega troðfullt var á tónleikana og þurfti fólk að setjast á aukastóla sem þurfti að bera inn í salinn. „Þetta var ótrúlega fallegt og vel heppnað í alla staði. Það var einstök stemning þarna. Það lögðu allir mikið í þetta. Það var líka gaman að sjá allt þetta góða fólk þarna, það er greinilegt að Ólafur er vinmargur. Þetta var ein- stök stund og ég á varla orði til að lýsa þessu,“ segir Dagbjört Óskars- dóttir. tomas@dv.is Styrktartónleikar Ólafs Tryggva Þórðarsonar „Einstakir tónleikar“ n Troðfullt Háskólabíó á styrktartónleik um fyrir Ólaf Þórðarson n Forseti Íslands sagði tónleikana einsta ka í menningarsögu Íslands n Bubbi og Björgvin Halldórsson sungu báðir og föðm- uðust n Á varla orð til að lýsa þessu kvö ldi, sagði kona Ólafs Forsetinn á styrktartónleikum fyrir Ólaf Þórðarson: Forsetinn sótti tónleikana Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mætti á tónleika na. Við hlið hans er Birna Pálsdóttir, kona Helg a Péturssonar. Konan lengst til vinstri er Dag björt H. Óskarsdóttir, kona Ólafs. Sitthvorumegi n við hana eru fjölskylduvinirnir Baldur Jónasson og Erla Guðmundsdóttir. MyndiR BJÖRn BlÖndAl Kóngarnir mættir Björgvin Halldórsson og Bubbi Morthens sungu báðir á styrktartónleikunum. Tveir flottir Samherji Ólafs úr Ríó Tríó, Helgi P., mætti auðvitað og skemmti sér vel ásamt stórsöngvaranum Kristjáni Jóhannssyni. Þeir komu báðir fram á tónleikunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.