Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 45
Fókus | 45Helgarblað 15.–17. apríl 2011 Að vakna sem nýr maður C olter Stevens (Jake Gyllen­ haal) er þyrluflugmaður í bandaríska hernum sem vaknar skyndilega um borð í lest í líkama annars manns. Í ljós kemur að hann er hluti af hernaðar­ tilraun sem sendir hann aftur og aft­ ur inn í huga fórnarlambs lestarslyss – átta mínútum fyrir sprenginguna – til þess að finna sprengju varginn. Leikstjórinn Duncan Jones á að baki hina frábæru Moon þar sem Sam Rockwell átti sannkallaðan stór­ leik. Hér á hann góðan dag, en gott jafnvægi er í uppbyggingu mynd­ arinnar og byggist hún að mestu á persónusköpun í stað þess að treysta um of á tæknibrellur. Hann leysir vel úr óhjákvæmilegum endurtekning­ um í myndinni og missir aldrei at­ hygli áhorfenda. Fyrstu 30–40 mínútur myndar­ innar eru virkilega góðar, og þótt örlítið halli undan fæti í seinni helm­ ingi myndarinnar heldur hún sér vel og er öllum stundum töluvert yfir meðallagi. Leikararnir standa sig allir með prýði og er Vera Farmiga frábær í hlutverki yfirmanns Stevens og ger­ ir mikið úr hlutverki sem fyrir fram hefði getað talist ómerkilegt. Hér er það hins vegar Jake Gyllenhaal sem allt snýst um og verður að segjast að hann smellpassar í hlutverkið og nær góðri tengingu við áhorfendur. Það er ekki á hverjum degi sem góðar sci­fi kvikmyndir rata á hvíta tjaldið og er Source Code klárlega í þeim hópi. Það verður spennandi að sjá næstu mynd Duncans Jones, því nú hefur hann hitt í mark tvisv­ ar í röð. Hvað er að gerast? n Hjálmar á Nasa Á föstudagskvöldið verður íslenska reggí- hljómsveitin Hjálmar með tónleika á Nasa. Tónleikarnir eru til styrktar íslensku kepp- endunum sem ætla sér á Special Olympics í Aþenu í júní. Gestahljómsveitin er ekki af verri gerðinni en Valdimar ætlar að mæta og taka nokkur lög. Húsið er opnað klukkan 21.00 en tónleikarnir hefjast klukkan 22.00. MIðaverð er 1.500 krónur sem greiðist við dyr en allur ágóði af tónleikunum rennur óskiptur til ferðarinnar. Það verður því hægt að sjá tvær af áhugaverðari og betri hljóm- sveitum landsins á Nasa á föstudagskvöldið og leggja góðu málefni lið um leið. n Góðir Landsmenn á Spot Skemmtistaðurinn Spot í Kópavogi ætlar að slá upp hressum dansleik á föstudags- kvöldið. Hljómsveitin Góðir landsmenn verður þar í banastuði og ætlar að skemmta þér og þínum fram eftir nóttu. Góðir lands- menn er ballband sem hefur hlotið frábærar viðtökur hvar sem það hefur spilað. Það spilar lög frá ýmsum tímum, bæði ný og gömul, íslensk og erlend í bland. n DJ-kvöld á Prikinu Ert þú plötusnúður? Heldurðu að þú getir eitthvað? Viltu þá ekki sanna það? Skemmtistaðurinn Prikið verður með DJ-kvöld á föstudagskvöldið en opið er fyrir alla. Það getur því hver sem er mætt og reynt að sýna hvað hann getur. Kvöldið sjálft hefst klukkan tíu en eftir að hinir og þessir eru búnir að prófa sig áfram mætir maður sem kann öll handtökin. DJ Danni Deluxxx ætlar að spila fram á rauðanótt. n Sniglabandið á Spot Það verður heldur betur fjör á skemmti- staðnum Spot í Kópavogi á laugardags- kvöldið því hljómsveit allra landsmanna, Sniglabandið, ætlar að standa fyrir risaballi og eru allir vélhjólamenn sérstaklega velkomnir. Það á að halda lítið landsmót í Kópavogi og ætla hinir einu sönnu Sniglar að sjá til þess að þú farir dansandi heim. n Falleg tónlist í Salnum Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari voru um síðustu helgi með vel heppnaða tónleika í Salnum í Kópavogi. Nú hafa þær stöllur bætt við sig Sigríði Ósk Kristjáns- dóttur mezzó-sópran og verða þær þrjár með aðra tónleika í Salnum á laugardags- kvöldið klukkan 17.00. Á efnisskránni er að finna sönglög eftir Grieg, Sibelius, Brahms, Jórunni Viðar og Margréti Sigurðardóttur. Frábærir tónleikar fyrir alla söngunnendur. Miðaverð er 3.500 krónur en hægt er að kaupa einn slíkan á miði.is. n Boltabullur skemmta sér Það verður fátt annað rætt en fótbolti á laugardagskvöldið á Players þegar árshátíð Liverpool-manna fer fram. Júlladiskó ætlar að halda uppi stemningunni þar en árshá- tíðir Liverpool eru margrómaðar og mætir jafnan gömul hetja úr boltanum sem spilaði með Liverpool á staðinn. Áhugasamir um árshátíðina geta kynnt sér málið nánar á liverpool.is. 15 APR Föstudagur 16 APR Laugardagur Source Code IMDb 7,9 RottenTomatoes 90% Metacritic 74 Leikstjóri: Duncan Jones. Handrit: Ben Ripley. Leikarar: Jake Gyllenhaal, Michelle Monaghan,Vera Farmiga, Jeffrey Wright. 93 mínútur Bíómynd Jón Ingi Stefánsson Góður Jake Gyllenhaal er mjög góður í aðalhlutverkinu. á því að finna okkur sýningar­ skála, af því að Ísland hefur ekki fastan stað til þess að sýna á,“ segir hún. „Skálinn sem Ragnar Kjartans­ son notaði síðast var ekki lengur á lausu þannig að við þurftum að finna stað við hæfi sem ekki væri of dýr. Það getur reyndar verið kostur fyrir listafólk sem vinnur mikið með sjálft rýmið, eins og okkur, að geta leitað sjálfur að hentugum stað. Á móti kemur að í tilviki Íslands þarf að sækja um fjármagn fyrir skálanum í hvert skipti og svo ræðst það af efnahagsástandinu hverju sinni hversu mikið er lagt í sýningar­ skálann. Þetta felur það auðvitað í sér að listamaðurinn þarf oftast að leggja allt að veði til að komast með verkin á sýninguna, líka fjárhags­ lega, sem er auðvitað ekkert annað en sorglegt. Það er mjög sorglegt, ef þjóð á annað borð ákveður að senda fulltrúa sinn á alþjóðlegan viðburð af þessari stærðargráðu, að hann þurfi að búa við slíkt óör­ yggi um fjármögnun. Það má vel segja að það sé óábyrgt að standa svoleiðis að verki.“ Kreppan á ekki að skipta máli Libia bætir við að kreppa eins og sú sem nú stend­ ur yfir eigi ekki að hafa áhrif á það með hvaða hug­ arfari tekið er þátt í viðburði eins og Feneyjatvíær­ ingnum. „Það verður að hafa í huga hversu mikilvægur Tvíæringurinn er í listheiminum. Þetta er ekki aðeins mikilvæg kynning fyrir Ísland og íslenska myndlist, heldur er þetta meiriháttar stefna fyrir safnstjóra, framleiðendur og sýningarstjóra hvaðanæva úr veröldinni. Þarna finna þeir lista­ menn til þess að vinna með. Við höfum kynnst sýningarstjórum sem hafa komið til Íslands í leit að myndlist án þess að finna margt. Það hefur ekki verið tekið á móti þeim og það er erfitt að komast inn í hringiðuna í þriggja daga heim­ sókn. Tvíæringurinn er hins vegar vettvangur fyrir þetta fólk. Þessi vandi tengist kreppunni ekki neitt, því að mínu viti hefur þetta alltaf verið staðan.“ Samstarfið þróast Ólafur og Libia kynntust árið 1997 þegar þau voru bæði í meistaranámi í myndlist í Hollandi. „Við fór­ um fljótlega að vinna saman að listsköpun. Fyrsta kastið snérist samstarfið meira um að blanda sam­ an verkum frá okkur báðum en vinnan þróaðist ört í þá átt að vinna saman að verkum alveg frá hug­ myndastiginu,“ segir Libia. „Það er reyndar ekki svo algengt, fyrr en í seinni tíð, að myndlistarmenn vinni saman að verkum og ekki heldur fyrr en í seinni tíð að konur geri sig gildandi í myndlistarheiminum. Myndlistarheimurinn, sem í eðli sínu er alltaf leitandi að nýjum og óhefðbundnum leiðum, getur líka verið gríðarlega íhaldssamur og í gegnum árhundruðin hefur þetta fyrst og fremst verið veröld karlmanna. Það er raunar ekki fyrr en eftir miðja síðustu öld, í stefnu konseptlistar, sem fyrstu tvíeykin fara að gera sig gildandi í myndlistinni. En þetta er gerbreytt í dag.“ Óskýrt ríkisfang „Það er sennilega tímanna tákn að ég skuli koma fram fyrir Íslands hönd á Fen­ eyjatvíæringnum,“ segir Libia, sem er fædd í Madrid og uppalin í Baskalandi að hluta til. „Um þetta er reyndar rætt í fleiri tilvikum þegar kemur að Feneyja­ tvíæringnum. Á síð­ asta tvíæringi kom breskur listamaður fram fyrir Þýskalands hönd og þá skapað­ ist mikil umræða um þjóðerni og landa­ mæri í listheimin­ um,“ heldur hún áfram. „En í dag er líka ríkisfang ekki jafn skýrt og það var áður, í sumum tilvikum. Fólk kem­ ur víða að og býr á sömu menningarsvæðum jafnvel þótt það hafi ekki vegabréf gefið út af sömu stjórn­ völdum.“ sigtryggur@dv.is Landið þitt er ekki til Libia Castro Kreppan á ekki að hafa áhrif á hugarfarið, að mati Libiu. Landið þitt er ekki til Auglýsingaskilti í Bosníu og Hersegóvínu með setningunni sem máli skiptir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.