Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 24
24 | Fréttir 15.–17. apríl 2011 Helgarblað Arnar Freyr var tíu ára. Þetta var föstu- dagur. Föstudagur var yfirleitt besti dagur vikunnar, skóladagurinn var styttri og helgin fram undan. Arnar Freyr hlakkaði til helgarinnar og naut dagsins. Frímínúturnar byrjuðu og krakkarnir hlupu út að leika sér. Á leiðinni út mætti Arnar Freyr eldri skólafélaga. Sá hreytti í hann ókvæð- isorðum sem særðu þannig að Arn- ar Freyr brast í grát, tók síðan nestið af honum og dró hann með hótun- um niður á næstu hæð þar sem hann neyddi Arnar Frey til að afklæðast áður en hann læsti hann inni í kústa- skáp. Föstudagurinn, besti dagur vik- unnar, hafði snúist upp í andhverfu sína. Nakinn og niðurlægður Nakinn og niðurlægður þurfti Arnar Freyr að húka í kústaskápnum þar til frímínútunum lauk. Skólafélagar hans urðu þá varir við óp og köll og fylgdust furðu lostnir með því þegar honum var hleypt út. Sumir reyndu að nálgast hann, spurðu hvað hefði gerst og hvernig þeir gætu hjálpað en Arnar Freyr vildi ekki segja frá. Aðr- ir fylgdust með úr fjarlægð, flissuðu, bentu og pískruðust á. Það sveið. Föt- in hans fundust síðan í ruslatunnu neðar á ganginum en eins ógeðslegt og það nú var fór Arnar Freyr feginn í fötin aftur. Sár, reiður og skömm- ustulegur hélt hann heim á leið. „Ég á enn erfitt með að tala um þetta,“ segir Arnar Freyr, „en ég veit það núna að sá sem lagði mig einna mest í einelti var sjálfur lagður í ein- elti. Sennilega var það þess vegna sem hann þurfti að níðast á öðr- um. Hinir krakkarnir voru síðan of hræddir til þess að bregðast við, þeir vissu sem var að ef þeir skiptu sér af þyrftu þeir sennilega að þola það sama og ég. Þess vegna þorði enginn að segja neitt.“ „Eins og kúkur“ Eineltið hófst þegar hann var í fimmta bekk. Þá byrjaði nýr strákur í skólanum sem tók að stríða honum. Arnar Freyr var frábrugðinn hinum krökkunum af því að hann er af ind- verskum ættum og dökkur á hörund. Þar fyrir utan hefur hann aldrei get- að sagt „r“. „Þetta byrjaði þannig að mér var strítt á því að ég gæti ekki tal- að og að ég hefði komið út um rass- inn á mömmu minni, að ég væri eins og kúkur á litinn og svona alls kon- ar sem sneri að húðlitnum. Hinir krakkarnir fylgdu fljótlega á eftir og þegar krakkarnir áttuðu sig á því að ég reiddist versnaði þetta. Þeir sáu að það skipti engu máli hvort ég reyndi að hreyta einhverju í þá til baka eða hjóla í þá, ég var alltaf bugaður og varnarlaus. Þar fyrir utan fór ég líka alltaf að gráta þegar eitthvað kom upp á. Í þessum heimi, þessum ein- eltisheimi, eru allir veikleikar notaðir gegn þér.“ Troðið ofan í ruslatunnu Eineltið vatt því upp á sig og fljót- lega varð ofbeldið einnig líkamlegt. Eitt af fyrstu atvikunum sem Arnar Freyr man eftir var þegar hann fór eitt góðviðriskvöldið út að leika sér með krökkunum. Þau fóru út á róló í hverfinu og skemmtu sér vel. Þar til nokkra eldri stráka bar að garði. Þetta voru sömu strákar og höfðu níðst á Arnari Frey og þeir héldu uppteknum hætti, byrjuðu að stríða honum. Arnar Freyr svaraði fyrir sig, tók upp stein og reyndi að grýta þá. Þetta endaði með því að strákarn- ir tóku hann og tróðu honum ofan í ruslatunnu. „Þar sem þetta var á barnaleikvelli var ruslatunnan full af bleyjum og ógeði. Ég mun aldrei gleyma þessu því þetta var svo nið- urlægjandi, fyrir utan hvað þetta var ógeðslegt.“ Vinir hans létu sig hverfa, enda fengu þeir að heyra það að ef þeir reyndu að hjálpa honum yrði þeim líka troðið ofan í ruslatunnu. Arnar Freyr hafði líka sagt við þá að þeir ættu ekki að reyna það því það hefði ekkert að segja. „Ég vildi ekki að þeir fengju sömu meðferð. Þannig að ég var skilinn eftir aleinn og ósjálf- bjarga ofan í ruslatunnunni. Rúmum klukkutíma síðar gekk maður fram hjá, hann var á göngu með hund- inn sinn en heyrði ópin í mér. Hann hjálpaði mér upp úr.“ Útgrátinn og illa lyktandi hélt Arnar Freyr heim á leið. Mamma hans tók á móti honum og sá strax að eitthvað væri að. Hún ræddi þetta við skólastjórann en það var ekki til þess að hjálpa. „Mamma tók alveg eftir því hvað var að gerast en úrræð- in voru nánast engin. Gerendur voru sendir til skólastjórans og foreldrarn- ir í mesta lagi boðaðir á fund. Annað var ekki gert. En þetta var ekki nóg.“ Grét ofan í götuna „Annars held ég að ég hafi bara tvisv- ar sagt mömmu hvað gekk á og í bæði skiptin kom það niður á mér seinna,“ segir hann. Annað skiptið var eftir körfuboltaleik með félögunum. Þá kom einn eineltisseggurinn að og skellti honum niður á jörðina með þeim afleiðingum að hann missti andann stundarkorn. Síðan lét hann spörkin dynja á Arnari Frey sem lá varnarlaus og grét ofan í götuna. „Ég klagaði þetta atvik og hann var kall- aður til skólastjórans sem skammaði hann. Fyrir vikið fékk ég aðra með- ferð daginn eftir. Þá setti hann fötin mín í sturtu eftir leikfimitíma þannig að ég gat ekki farið í hrein föt og varð að fara heim í leikfimisfötunum.“ Eltur heim Á tímabili voru árásirnar stöðugar og Arnar Freyr vissi aldrei hvar eða hve- nær hann yrði tekinn fyrir næst. Hann var eltur heim úr skólanum og hótað með hnífi, hjólið hans var eyðilagt og nestið var tekið af honum. Aðeins einu sinni greip einhver í taumana og stöðvaði ofbeldið. Það var þegar nágranni Arnars Freys heyrði hann kalla eftir hjálp fyrir utan heimili sitt einn eftirmiðdaginn. „Þessi mað- ur var algjör hetja fyrir mér. Loksins þorði einhver að stoppa hann af.“ Þá hafði aðalgerandinn hlaupið á eftir Arnari Freyr og náð honum við útidyrnar, rétt áður en hann komst inn, hent skóladótinu hans út um allt og eyðilagt það sem hann bjó til í saumum en Arnar Freyr hafði lagt mikla vinnu í það og þótti vænt um það, enda gjöf til móður hans. Ekki boðið með Á þessum tíma átti Arnar Freyr enga vini. Krakkarnir vildu ekki láta sjá sig með honum af ótta við að verða sjálf fyrir stríðni. Hann gafst þó ekki svo auðveldlega upp og reyndi ítrek- að að komast inn í hópinn. „Ég var til dæmis alltaf haldinn þeirri rang- hugmynd að ef ég byði öllum í af- mælið mitt yrði mér líka boðið í af- mælið þeirra. Það var nú ekki alltaf þannig. Jú, stundum var mér boðið með en alls ekki alltaf. Ég gleymi því til dæmis aldrei þegar einn strákur- inn hélt upp á afmælið sitt úti í sveit og bauð öllum á hestbak. Síðan fóru allir saman í bíó líka og þetta þótti svakalega spennandi. Allir í bekkn- um voru að tala um þetta, nema ég. Mér var ekki boðið.“ Vildi vera hvítur Sjálfsmyndin beið hnekki og Arnar Freyr var óöruggur og hræddur. Hann hrökklaðist úr fótboltanum sem hann æfði og þorði ekki fyrir sitt litla líf að fara að æfa júdó eins og hann langaði til. „Ég tapaði viljanum til þess að lifa lífinu. Ég hafði ekki ánægju af því að sækja skólann, ég hafði ekki ánægju af því að umgangast krakkana og hafði ekki ánægju af því að vera til. Sjálfsvígshugsanir skutu rótum og ég talaði til Guðs og bað um tvennt, að hann myndi annaðhvort stöðva ein- eltið eða láta mig hætta að vera til.“ Eineltið lagðist á sálina á Arnari Frey sem óskaði þess að hann væri hvítur. „Ég hugsaði oft um það að þá væri lífið auðveldara og bað Guð um að leyfa mér að vera hvítur í einn dag. Um þetta hugsaði ég á meðan ég lá andvaka á næturnar, en ég svaf illa í mörg ár. Stundum svaf ég ekk- ert tvær, þrjár nætur í röð. Ég var líka hræddur við að sofna því ég óttað- ist að fá martraðir eins og ég gerði gjarna og geri enn í dag.“ Svitnar í margmenni Um eineltið ræddi hann þó ekki við neinn, enda hafði hann engan til þess að tala við í raun og veru. „Þessi van- líðan var bara innra með mér og hún er það enn. Ég þróaði með mér félags- fælni sem virkar þannig að mér líður illa í margmenni, verð stressaður og byrja að svitna. Stundum finnst mér eins og ég sé að kafna. Mér líður eins og allir séu að horfa á mig þótt ég viti vel að það sé ekki raunin. Hausinn spilar með mig. Eins á ég erfitt með að treysta öðru fólki og er alltaf var um mig. Ég forðast líka þá sem tóku þátt í þessu á sínum tíma því mig óar enn við þeim þótt ég viti að þeir geri mér ekkert í dag. Það sem þeir gerðu mér í gamla daga situr enn í sálinni.“ Flúði þunglyndi með fíkniefnum Eins og fyrr segir voru foreldrar hans algjörlega úrræðalausir gagn- vart þessum vanda. Svo fór að Arnar Freyr var sendur í sveit þar sem hann sótti annan skóla. Þar slapp hann við eineltið en vanlíðanin bjó í hon- um, þunglyndi sótti að og glíman við svarta hundinn stóð yfir í áraraðir, allt frá því að hann var þrettán ára gam- all. „Allt í einu þurfti ég ekki að berjast lengur. Þegar ég fékk tíma til að hugsa helltist þetta yfir. Ég hef lagst í mjög djúpt þunglyndi á tímabilum. Mér fannst ég einskis virði og sá engan til- gang með lífinu. Á meðan ég bjó einn lokaði ég mig alveg af og lá bara fyrir. Í dag er ég á lyfjum sem halda þung- lyndinu niðri.“ Á fyrstu árum í menntaskóla leit- aði hann þó annarra leiða til þess að losna við þunglyndið. „Ég fór að fikta við fíkniefni sem veittu mér vellíðan. Undir áhrifum leið mér eins og ég Undirheimarnir eins og himnaríki eftir eineltið n Mátti þola stöðugar árásir n Troðið í rusla- tunnu og læstur allsber inni í kústaskáp n Missti lífsviljann n Tók þátt í handrukkun um, inn- brotum og fíkniefnasölu n Hótaði börn um bar- smíðum n „Mér leið eins og ég væri kóngur“ Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Mér var strítt á því að ég gæti ekki talað og að ég hefði komið út um rassinn á mömmu minni, að ég væri eins og kúkur á litinn. Samkvæmt sænskri rannsókn hefur meirihluti ungra afbrotamanna orðið fyrir einelti. 60% þeirra sem dæmdir voru fyrir ofbeldisbrot áður en þeir náðu tvítugsaldri máttu þola einelti í skóla. Þá var einnig sýnt fram á að færri verða brotamenn ef gripið er snemma til aðgerða gegn einelti. Í þeim skólum þar sem kerfisbundið var tekið á einelti tókst að draga úr þessu ofbeldi um 20%. Þá hafa niðurstöður langtímarannsókna Olweusar sýnt að gerendur eru fjórum sinnum líklegri til að hljóta dóm en jafn- aldrar sem hvorki hafa verið gerendur né þolendur. Um 60% nemenda sem voru gerendur í sjötta til níunda bekk í grunn- skóla hlutu einn eða fleiri dóma fyrir 24 ára aldur. 35–40% gerenda höfðu fengið þrjá eða fleiri dóma. einelti og afbrot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.