Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 44
44 | Fókus 15.–17. apríl 2011 Helgarblað Færeysk, íslensk verðlaunasýning í Hafnarfirði: Til heiðurs látnum sjómönnum Færeyska leiksýningin Havgird, í leikstjórn Ágústu Skúladóttur, verð- ur sýnd í Gaflaraleikhúsinu í Hafn- arfirði 16. og 17. apríl. Havgird fjallar um hafið og er helguð minningu sjómanna og allra þeirra sem hafa farist á hafi úti. Hugmyndina fékk Ágústa í sam- tali við nokkra meðlimi leikfélags- ins Royndin um það sem Færeying- ar og Íslendingar eiga sameiginlegt. Hafið, hvernig það gefur og tekur. Sýningin vakti athygli á NEATA- leiklistarhátíðinni í Hofi á Akureyri í fyrrasumar og var nýverið valin til þátttöku á alþjóðlegu IATA-leik- listarhátíðinni, sem haldin verður í Tromsö í Noregi í júní. Havgird var upphaflega sett upp síðastliðið vor af leikfélaginu Ro- yndin í Nólsoy í Færeyjum. Ágústa segir sýninguna afar sjónræna, þangið er áberandi, en leikmyndina hannaði Katrín Þor- valdsdóttir. Upplifun leikhúsgesta er sömuleiðis fjölbreytt en notast er við tónlist, trúðleik og brúðuleik í sýningunni. Í leikskrá verksins er verkinu lýst sem svo: „Í Havgird birtast okkur í upphafi fjórar persónur sem allar hafa týnst á hafi úti á mismunandi tímum. Þær hafa hreiðrað um sig á hafsbotni og byggt sér sinn ævin- týraheim með því sem til fellur og þreyja tilbreytingarlítið hversdags- lífið. Sjómaður ferst í skipsskaða og bætist í hóp þeirra, kemur róti á til- veru þeirra og ástin kviknar.“ Sýningin er sýnd í samstarfi við Norræna húsið, Leikfélag Hafnar- fjarðar og Gaflaraleikhúsið. Hvað ertu að gera? mælir með... mælir ekki með... KVIKMYND Biutiful „Biutiful sér fegurðina þar á einstakan hátt. Því dýrlingur er bara syndari sem heldur áfram að reyna að gera hið rétta.“ Erpur Eyvindarson TÖLVULEIKUR Killzone 3 „Killzone 3 gerir nákvæmlega það sem hann þarf að gera, án þess þó að verða ein- hver flugeldasýning.“ Einar Þór Sigurðsson TÖLVULEIKUR Fight Night Champion „Fight Night Champion gefur fyrri leikjum ekkert eftir í spilun, grafík eða gæðum en framfarirnar og breytingar eru litlar og í raun ekkert rothögg.“ Sigurður Mikael Jónsson KVIKMYND Sucker Punch „Fyrir mér er málið einfalt. Myndin er mannskemmandi. Ekki fara á hana nema að þú viljir ögra þér á einhvern undarlegan máta. Og ekki fara með ung- lingana ykkar á þessa mynd. Þeir bíða þess varla bætur.“ Kristjana Guðbrandsdóttir KVIKMYND Limitless „Ég held að byrjunarsenan sé minn- istæðasti parturinn af ræmunni. Og svo var poppið ágætt líka.“ Erpur Eyvindarson Sara Dögg Ásgeirsdóttir leikkona Hvaða bók ertu að lesa? „Var að klára Harm englanna eftir Jón Kalman Stefáns- son. Hann er í uppáhaldi. Uppáhaldsbókin er þó Vígslan efitr Elisabeth Haich, ferðalag konu í gegnum mörg líf sem hægt er að lesa aftur og aftur og uppgötva alltaf eitthvað nýtt.“ Hvaða tónlist er í uppáhaldi þessa dagana? „Fer algjörlega eftir skapi og stemningu hvað ég hlusta á. Í málningar- gallanum er það allt frá Cörlu Bruni, Sigurði og Memfismafíunni til Al Green og Usher.“ . Hvaða kvikmynd sástu síðast og hvernig fannst þér hún? „Sanctum, byggð á sannsögulegum atburðum, þar sem fólk lokast inni í helli sem flæðir inn í. Held það sé ágætis mynd þar sem ég sá hana svona á milli þess sem ég stóð upp úr sófanum og lokaði augunum. Þetta er um það bil það versta sem ég get ímyndað mér.“ Hvert ferðu út að borða ef þú mátt ráða? „Enginn sérstakur í uppáhaldi, fer enn og aftur allt eftir skapi og stemningu.“ Hvað ætlar þú að gera um helgina? „Mála, mála, mála, fljúga og svo vonandi flytja.“ Royndin-leikhópurinn á vettvangi Mörgum var brugðið við að sjá færeysku sjúkra- bifreiðina fyrir utan leikhúsið en leikhópurinn fékk hana lánaða til þess að flytja leikmyndina frá Færeyjum. S tjórnarskrá íslenska lýðveldisins leggst mis- jafnlega í fólk. Flutningur á stjórnarskránni í sjónvarpi um miðjan febrúar síðastliðinn varð sérlega umdeildur, alveg að því marki að lögmaður nokkur sagði á fésbókarsíðu að nú hefði hann endanlega misst trúna á mann- kyninu. Tónverkið við allar greinar stjórnarskrárinnar var samið af Karólínu Eiríksdóttur fyrir áeggjan þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar myndlistar- manna. Upptakan af flutningnum verður hluti af verki Libiu og Ólafs sem sett verður upp fyrir Ís- lands hönd á Feneyjatvíæringnum svokallaða í júní. DV náði tali af Libiu Castro í Hafnarborg, þar sem hún og Ólafur hafa dvalið í listamannaíbúð og unnið við lokaundirbúning Ítalíuleiðangursins. Þríþætt verk Verk Libiu og Ólafs í Fenyjum skiptist í þrjá megin- hluta. „Einn þátturinn er hljóðskúlptúr sem við höfum unnið að í nokkurn tíma núna og upplestur á fornum textum. Annar hlutinn er svo vídeóverk- ið, flutningurinn á stjórnarskránni. Þar að auki setjum við svo upp verkið Landið þitt er ekki til, sem er í raun réttri framhald á verki sem við höfum sett upp í ýmsum myndum alveg frá árinu 2003,“ segir Libia. Landið þitt er ekki til er verk sem þetta lista- mannatvíeyki hefur fyrst og fremst sett upp í al- menningsrými. Áherslan er á sjálfa setninguna „Landið þitt er ekki til“ og ólíka merkingu og áhrif hennar eftir því hvar hún er sögð eða skrifuð. „Það má segja að um nokkurs konar herferð sé að ræða,“ útskýrir Libia. „Við notumst við auglýsingaskilti í miðborgum, leiknar eða lesnar auglýsingar í út- varpi og sjónvarpi og jafnvel dagblaðaauglýsingar. Þess vegna á þetta verk sér fyrst og fremst líf í al- menningsrýminu.“ Landamæri og eignarréttur „Þetta verk getur haft gerólíka merkingu eftir því hvort það er sett upp í Belgíu, Ísrael, á Íslandi eða annars staðar. Á sumum stöðum má örugglega segja að verkið sé ágengt á meðan annars staðar getur boðskapurinn verið friðsamlegur,“ heldur Libia áfram. Hún segir verkið meðal annars eiga að geta vakið hugsanir um landamæri og uppruna og mis- munandi gildi þessara hugtaka í ólíkum menning- arheimum. „Þetta er mikilvægur boðskapur, ekki síst nú þegar svokölluð hnattvæðing virðist vera í algleymi og löggjöf og ákvarðanataka virðist ekki síður vera í höndum stórfyrirtækja en ríkisstjórna. Setningin á svo líka að vekja spurningar um einstaklinginn og hugmyndina um eignarrétt. Er eignarhaldið skilyrði fyrir því að einstaklingurinn sé hluti af einhverju, til að mynda? Þarna undirliggjandi er svo áleitin spurning um mannréttindi, af því að sannarlega er til fólk sem tilheyrir engu landi, fólk sem á ekkert land. Það er feiknarlegur hópur fólks sem nú reynir að flýja frá einum stað til annars og á hvergi heima. Þetta fólk fær sums staðar að koma en stundum er því vísað frá og það er því landlausir einstak- lingar.“ Persónuleg viðbrögð „Viðbrögð við verkinu í gegnum tíðina hafa verið persónuleg og tilfinningaleg, enda eru hugmyndir um uppruna og það að tilheyra menningu, þjóð, þjóðfélagshóp og öðrum kimum, mjög frumstæð- ar og jaðra sjálfsagt við að vera hvatir af einhverju tagi,“ heldur Libia áfram. „Á enn annan hátt varpar þessi setning ljósi á samhengið eða tengslin á milli tungumálsins og staðarins eða menningarinnar. Setningin sjálf hef- ur mismunandi áhrif eftir því hvort hún er sögð á tungumáli staðarins þar sem verkið er sett upp eða á ensku, tungumálinu sem flestir skilja. Það er mjög forvitnilegt fyrir okkur að sjá verkið hafa áhrif á svo ólíkum sviðum, einkum í samhengi við hvaða miðla við notum hverju sinni til þess að koma verkinu til skila.“ Til þess að styrkja framsetninguna á setning- unni hafa Libia og Ólafur gjarnan notast við ein- faldar teikningar með sterku myndmáli. „Oft höf- um við notast við einfalda teikningu af flöskustút sem vökvi flæðir út úr, ásamt setningunni sjálfri. Þessi teikning býr yfir léttleika og hefur tilvísun til fagnaðar. Þetta er við hæfi, því verkið sjálft hefur ákveðna tengingu í popp og poppkúltúr, einmitt vegna þess hvernig það er sett fram í almennings- rými og í fjölmiðlum. Þess vegna notumst við við þetta myndmál sem á rætur í auglýsingum. Þessi mynd af flösku sem er hellt úr hefur ver- ið notuð með mörgum hætti samfellt í gegnum tuttugustu öldina til þess að auglýsa kók og mjólk og allt þar á milli. En þessi mynd býr líka yfir mun frumstæðari tilvísunum í erótík og getur verið myndlíking fyrir getnaðarlim sem sæðið flæðir úr. Aðalatriðið er þó að myndmálið er ekki ágengt, öðru nær, og skapar þannig andstæðu við mögu- lega túlkun á setningunni sjálfri.“ Vandinn við Feneyjar Feneyjar eru þó fjarri því að vera venjuleg borg og almenningsrýmin eru mjög frábrugðin þeim venjulegu. Flestir hlutar borgarinnar eru friðaðir sem fornminjar og hvergi er heimilt að reka nagla í vegg. „Við höfum þurft að velta því stíft fyrir okkur hvernig við komum þessu verki til skila í Feneyjum. Fyrir utan þessar augljósu hindranir kostar allt sem maður gerir í Feneyjum miklar upphæðir. Við fórum því að velta fyrir okkur mögu- leikanum á að nýta gondólana, bátana sem fólk ferðast á um síkin, hversu klisjukennt sem það kann að virðast. Gondólarnir eru hluti af inn- viðakerfinu í Feneyjum og þannig eru þeir algjört almenningsrými. Því hugsuðum við sem svo að kannski gæti verkið ferið flutt með einhverjum hætti um borð í gondóla á ferð í gegnum borgina. Með þessu móti næðum við að koma verkinu fyrir inni á svæði ferðamannanna, sem sífellt eru á ferli í Feneyjum og eru megintekjulindin í borginni.“ Niðurstaðan varð sú að verkið verður sungið og spilað um borð í gondóla, tekið upp og úr því gert vídeóverk. Lausnin í Feneyjum „Karólína Eiríksdóttir er í samstarfi við okkur um þetta tónverk. Verkið verður með tilvísun í sere- nöðurnar sem venjulega eru sungnar um borð í þessum bátum. Líkast til verða þarna einn söngvari og einn hljómlistarmaður saman. Það er planið að hafa svartan mann og konu. Sjálf tónlistin mun auðvitað snerta á fleiri flötum en bara serenöðun- um sjálfum. Textinn sem sunginn verður er að megninu til endurtekning á setningunni Landið þitt er ekki til, á nokkrum tungumálum. Inni á milli ætlum við þó að hafa búta úr texta eftir fræðimann sem skrif- aður er um verkið sjálft. Með því móti byrjum við að hluta verkið í smærri einingar meðan á flutningi stendur.“ Libia bætir við að stefnan sé að flytja verkið tvisvar og gera vídeóupptökur í bæði skiptin, þar sem umhverfið í kring og veruleiki ferðamannanna verði einnig hluti af verkinu. Sorglegur fjárskortur Þau Ólafur og Libia hafa þegar farið þrjár undir- búningsferðir til Feneyja. „Við þurftum að byrja Landið þitt er ekki til Libia Castro er annar helmingur listatvíeykis sem fer fyrir Íslands hönd á Feneyjatvíæringinn í byrjun júní. Libia og samstarfs- og sambýlismaður hennar, Ólafur Ólafsson, stóðu meðal annars fyrir umdeildum flutningi á tónverki Karólínu Eiríksdóttur, Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins í febrúar. Libia útskýrir hér verkin sem verða sýnd og flutt í Feneyjum í sumar. til Ushers Allt frá Cörlu Bruni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.