Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Síða 32
32 | Viðtal 15.–17. apríl 2011 Helgarblað É g er náttúrulega rómantíker,“ segir Jón Bjarnason, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráð- herra aðspurður hvort hann sé rómantískur maður. Jón segir erfitt að búa á Íslandi án þess að vera róm- antískur. Það eru ekki síst hugsjónir Jóns sem eru rómantískar en hann er borinn og barnfæddur sveitamaður og hefur sterkar skoðanir á íslenskri náttúru og þjóðgildum. Hann vill sterka landsbyggð og telur að grunn- gildum Íslands sé ógnað innan Evr- ópusambandsins. Það hefur mikið mætt á Jóni und- anfarið bæði persónulega og faglega. Hann situr í ríkisstjórn á einhverjum erfiðustu tímum frá fullveldi lands- ins og hefur verið óhræddur við að lýsa skoðunum sínum. Jafnvel þeim sem hafa verið á skjön við skoðanir forystumanna ríkisstjórnarinnar en hann telur stöðu sinni ekki ógnað þrátt fyrir það. Ekki er heldur langt síðan Jón varð fyrir þeirri miklu sorg að missa dóttur sína sem var innan við þrítugt. Hún lést eftir baráttu við krabbamein í mars. Jón sá rómantíkina geisla í augum dóttur sinnar þegar hún gifti sig skömmu áður en hún féll frá. Það verður enginn faðir samur við það að missa dóttur sína en hann er samt þakklátur fyrir þær góðu stundir sem hann átti með henni. Jón hefur langa og mikla reynslu af íslenskum landbúnaði og er hug- myndasmiðurinn á bak við endur- reisn landbúnaðarháskólans á Hól- um, en þegar hann varð skólastjóri þar nyrðra árið 1981 hafði skólahald legið niðri um nokkurra ára skeið. Það rættist því draumur þegar hann tók við embætti ráðherra árið 2009. Missti dóttur Talið barst að rómantíkinni þegar Jón var spurður hvernig hann hefði kynnst eiginkonu sinni, Ingibjörgu Sólveigu Kolka Bergsteinsdóttur. „Við kynntumst undir lok menntaskóla- ferilsins. Það gerðist nú bara eins og það gerðist,“ segir Jón dularfullur um það hvernig ástin kviknaði. Eins og Jón tók fram er hann rómantíker en hann telur það hluta þess að vera Íslendingur. „Það er nú erfitt að búa á Íslandi öðruvísi en að vera róman- tískur og haft auga fyrir fegurðinni.“ Þau Jón og Ingibjörg hófu sambúð á unga aldri og hafa eignast saman stóra og myndarlega fjölskyldu. „Við höfum farið í gegnum lífið saman, eignast sex börn, fimm barnabörn og fjölskyldan er samheldin. Við höfum ætíð verið saman á öllu þessu flakki,“ en Jón og Ingibjörg hafa búið víða um land sem og erlendis þegar Jón var í námi. Jón og fjölskylda hafa gengið í gegnum mikla sorg undanfarið en yngsta dóttir Jóns, Katrín Kolka, lést nýverið 28 ára að aldri. „Síðastliðn- ir mánuðir hafa verið fjölskyldunni erfiðir. Dóttir mín veiktist af krabba- meini sem endaði með því að hún lést af völdum þess núna í byrjun mars. Hún átti ungan son og eigin- mann. Lífið er óútreiknanlegt en Katrín hafði alla tíð verið hraust og heilbrigð stúlka þar til krabbameinið kom til.“ Ljóminn í augum hennar Talið um rómantík minnir Jón á orð dóttur sinnar stuttu fyrir andlátið sem lifa sterkt í minningu hans. „Þá var hún langt leidd í baráttunni við krabbameinið og átti ekki nema tvo daga eftir ólifaða. Það var þá ljóst hvert stefndi. Hún var þá samt full af orku og krafti og þau ákveða að gifta sig. Það var bara drifið í því heima og hún stýrði því af miklum krafti.“ Veikindin höfðu tekið sinn toll en Jón sá glampa þennan dag í aug- um dóttur sinnar sem hann hafði ekki séð lengi. „Þegar systur hennar og séra Hildur Bolladóttir voru að undirbúa hana fyrir giftinguna sagði Hildur við hana: „Það er svo mikill ljómi í augunum á þér. Ég hef ekki séð hann svona lengi.“ Þá svaraði hún: „Það er bara rómantíkin.“ Það var orð að sönnu. Þessi athöfn geisl- aði af sannri rómantík sem ég mun ætíð geta notið ylsins af.“ Eftir giftinguna var Katrín svo flutt upp á spítala og kvöldið eftir féll hún frá. „Það er mjög dýrmætt að eiga svona góðar minningar um góða dóttur.“ Tundurdufl í fjörunni Jón segir að fjölskyldan hafi staðið þétt saman í gegnum erfiðleikana og að þau hafi styrk hvert af öðru. Sjálf- ur er Jón einnig kominn af mjög stórri fjölskyldu og þekkir því vel þann styrk sem samheldnin getur veitt. „Við vor- um tíu systkinin og það voru nú aldrei færri í heimili en svona 15 manns,“ segir Jón en hann er fæddur í Aspar- vík í Strandasýslu 26. desember 1943. „Fólkið mitt er af Ströndum og ég ólst þar upp til sjö ára aldurs.“ Fjölskyldan fluttist þá í Bjarnar- höfn á Snæfellsnesi og æskuminn- ingar Jóns eru frá þessum stöðum, Bjarnarhöfninni og Asparvíkinni á Ströndum þar sem náttúran gat verið ægimikil. „Yngri börnin fylgdu þeim eldri við störf og leik og maður var far- inn að gera ýmislegt ungur að árum. Hlutverk okkar var að ganga rekann eins og það var kallað. Þá var farið á hverjum morgni ef það var landátt og athugað hvort það væri eitthvað rekið. Og það var alltaf eitthvað. Ég man vel eftir mér þar.“ Jón minnist þess líka að norðan- hríðin gat skollið á í Asparvíkinni með miklum látum á stuttum tíma. „Þá var okkur krökkunum smalað inn í bæ og hurðum læst og lokað því það var óvíst ef við vorum úti þegar hríðin skall á hvort við myndum finnast aft- ur. Þetta var allt mjög spennandi.“ Jón minnist þess einnig að í einni hríð- inni bar skaðræðisgrip upp að bæn- um. „Þá kom tundurdufl upp að bæn- um og það þótti nú réttara að slá fyrir glugga ef það myndi nú springa, sem það og gerði.“ Kleinur og kökur að heiman Þegar kom fram á unglingsárin fluttist Jón til Reykjavíkur til að feta mennta- veginn. „Ég fer í bæinn, leigi herbergi og geng í MR.“ Jón hafði gaman af þessum tíma þótt alltaf hafi blundað í honum eilítil heimþrá. „Framhalds- skólaárin voru mjög skemmtileg en ég var alltaf sami sveitamaðurinn. Það var fátt eins skemmtilegt og að fá sendar kökur og kleinur að heiman. Þá var alltaf hátíðisdagur.“ Það var mikið félagslíf í skólanum og Jón tók virkan þátt í því. „Ég var við skólablaðið og svo var maður fastur á fundum málfundafélagsins Fram- tíðin. Það var nánast alltaf tekist á um pólitík á þeim fundum. Þetta voru miklir víkingar sem voru í pólitík þá. Svavar Gestsson – og Þráinn Bertels- son var nú þarna líka. Það var mikið tekist á og bara gaman.“ Líkt og tíðkast enn í dag var mik- ill rígur á milli skóla en Jón segir líka hafa verið ríg innan skólans. „Þá voru bara tvær deildir. Máladeildin og stærðfræðideildin. Það þótti heldur ekkert voðalega merkilegt að þekkja fólk mikið í neðri bekkjunum. Síð- an var Verslunarskólinn nú í frekar litlum metum.“ „Haldið þér kjafti“ Það eru breyttir tímar frá því að Jón gekk í MR en þá voru allir nemendur í sparifötum. „Allan minn mennta- skólaferil, gekk ég í sparifötum eins og aðrir nemendur. Dökkum föt- um, hvítri skyrtu, með svart bindi og í blankskóm. Drottinn minn dýri ef þú hefðir séð stúlku í gallabuxum eða aðra nemendur bindislausa. Það hefði nú ekki þótt nógu gott. Enda þéruðust þá allir í skólum og maður ávarpaði þá aldrei kennarann nema að þéra. Þegar Guðni Guðmundsson var að kenna okkur þá sagði hann allt- af „Haldið þér kjafti“ eins og frægt er orðið.“ Jón rifjar einnig upp sögu af Kristni Ármannssyni sem þá var rekt- or. „Kristinn var ofsalega mikið góð- menni og segir sagan að það hafi einhvern tímann komið köttur inn á skrifstofuna hans. Þá hafi hann opnað hurðina og sagt: „Viljið þér gjöra svo vel að fara út herra köttur“.“ Góð gildi í Noregi Sumarið 1965 kynntist hann Ingi- björgu konu sinni. Hann flutti þá til Hafnarfjarðar og Ingibjörg, sem er þroskaþjálfi að mennt, starfaði á Kópavogshælinu. Þar hófst kennslu- ferill Jóns en hann hefur sinnt þeim störfum lungann úr starfsferli sínum. Jón kenndi við alla þrjá skólana sem þá voru í Hafnarfirði; Lækjarskóla, Iðnskólann og Flensborgarskóla. Jóni kenndi eitt ár í Hafnarfirði en fór svo í búfræði á Hvanneyri. „Eftir það fékk ég svo inni í Landbúnaðar- háskólanum í Ási í Noregi og þar með var stefnan tekin.“ Ástin blómstraði hjá þeim Jóni og Ingibjörgu en þau höfðu eignast sinn fyrsta son, Bjarna, árið 1966 og eignuðust Ásgeir úti í Noregi árið 1970. Ári seinna fæddist svo Ingibjörg Kolka, Laufey Erla árið 1978, Katrín Kolka árið 1982 og loks Páll Valdimar Kolka árið 1983. „Samfélagið í Ási var mjög fjöl- breytt og skemmtilegt. Mikið af Ís- lendingum þar. Norðmenn voru líka mjög framarlega í landbúnaði. Þeir voru miklir dreifbýlismenn og lögðu áherslu á að halda Noregi í byggð og að halda úti öflugum landbúnaði um allt svæðið þannig að þetta hafði mik- il pólitísk áhrif á mig og styrkti mig í þeim skoðunum sem ég hafði þá þeg- ar tileinkað mér.“ Þegar Jón og fjölskylda fluttust heim að námi loknu fór Jón að kenna á Hvanneyri eftir að hafa útskrifast þaðan sjálfur aðeins nokkrum árum áður. Jón bjó á Hvanneyri í tvö ár en síðan fluttist hann aftur í Bjarnar- höfn þar sem hann tók við búskap af föður sínum og bjó í félagi við bróður sinn, Hildibrand Bjarnason sem síð- ar hefur orðið þjóðþekktur fyrir há- karlaverkun og fleira. Jón kenndi þó áfram þann tíma sem hann var bóndi „Athöfnin geislaði af rómantík“ Jón Bjarnason segir erfitt að búa á Íslandi án þess að vera rómantískur. Jón er mikill sveitamaður og hefur sterkar skoðanir á íslenskri náttúru og þjóðgildum. Jón segir skoðanaágreining sinn og forystumanna ríkisstjórnar- innar í stórum málum ekki setja pólitíska pressu á sig. Heldur séu misjafnar skoðanir eðlilegar og nauðsynlegar. Jón missti dóttur sína fyrir skömmu eftir baráttu við krabbamein. Hún gifti sig skömmu áður en hún féll frá og glampaði rómantíkin í augum hennar við athöfnina. Jón ræddi við Ásgeir Jónsson um dótturmissinn, samheldni fjölskyldunnar, ógnina við gildi þjóðarinnar og landbúnaðarháskólann á Hólum sem hann endurreisti. „Lífið er óutreikn- anlegt en Katrín hafði alla tíð verið hraust og heilbrigð stúlka þar til krabbameinið kom til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.