Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 38
Ólafur fæddist á Akranesi og ólst þar upp til tveggja ára aldurs en síðan á Selfossi. Hann var í Sól- vallaskóla, lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi, lauk BS-prófi í viðskiptalögfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst 2005 og er nú að ljúka MS-prófi í viðskipta- fræði við Háskóla Íslands. Ólafur starfaði hjá Ríkisskattstjóra á árunum 2005–2008 og hjá Glitni 2008 og hefur síðan lengst af starfað hjá Ís- landsbanka. Fjölskylda Eiginkona Ólafs er Elísabet Eydís Leósdóttir, f. 19.11. 1984, MS í við- skiptafræði. Sonur Ólafs og Elísabetar Eydísar er Bjarki Leó Ólafsson, f. 6.11. 2010. Systir Ólafs er Erna Jónsdóttir, f. 18.12. 1973, atvinnurekandi, búsett á Selfossi. Foreldrar Ólafs eru Jón Magni Ólafsson, f. 21.8. 1943, mjólkurfræð- ingur á Selfossi, og Sigríður Hrefna Magnúsdóttir, f. 7.12. 1953, skrifstofu- maður hjá MS á Selfossi. Heiðdís fæddist á Akranesi en ólst upp í Katanesi á Hval-fjarðarströnd. Hún var í Heiðaskóla, stundaði nám við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrauta- skólanum í Ármúla. Heiða starfaði í blómabúðinni Akrablóm á Akranesi, vann hjá Ís- landspósti, var skólaliði í Hlíða- skóla, starfaði síðan hjá Fram- kvæmdasýslu ríkisins um skeið en hefur starfaði hjá Góða hirðinum frá því í fyrravor. Fjölskylda Dóttir Heiðdísar Bjarkar er Sigríður Dagný Jónsdóttir, f. 22.1. 2002. Systkini Heiðdísar Bjarkar eru Salvör Lilja Brandsdóttir, f. 3.1. 1966, matreiðslumeistari og móttökustjóri hjá Grand Hótel, búsett á Seltjarnar- nesi; Sveinn Brandsson, f. 8.9. 1967, verktaki, búsettur í Reykjavík; Jón Brandsson, f. 5.6. 1970, rafvirki við Grundartanga, búsettur á Akranesi. Einar fæddist á Kálfafellsstað og ólst þar upp. Hann lauk stúd-entsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1961, embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1969, stundaði framhaldsnám í kirkju- sögu við Kaupmannahafnarháskóla 1975–76, stundaði nám í uppeldis- og kennslufræði við Háskóla Íslands og lauk prófum til kennsluréttinda á framhaldsskólastigi 1986, stund- aði nám í kirkjusögu og sálgæslu við Háskóla Íslands 1998–99 og stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík og hjá Gunnari Sigurgeirs- syni og Guðmundi Jónssyni. Með háskólanámi starfaði Einar í lögreglunni í Reykjavík á sumrin og spilaði með ýmsum danshljómsveit- um. Hann starfaði við Landsbanka Íslands 1969–70, var deildarfulltrúi hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar, barnaverndarnefnd 1970–72, var sóknarprestur í Söðulsholti 1972– 82, sóknarprestur í Árnesi 1982–89 og sóknarprestur að Kálfafellsstað frá 1989. Einar kenndi við Laugagerðisskóla 1972–74 og 1976–82, við Finnboga- staðaskóla 1982–89 og Hrollaugs- staðaskóla frá 1989 auk þess sem hann hefur sinnt tónlistarkennslu við Hrollaugsstaðaskóla. Hann var stundakennari við Tónskóla Horna- fjarðar og hefur tekið þátt í músíktil- raunum á Höfn. Einar var formaður skólanefndar Laugagerðisskóla 1972–82, sat í stjórn Stúdentafélags Vesturlands 1972–73, sat í stjórn Lionsklúbbs Hnappdæla 1977–78, í stjórn Veiðifélags Núpár og var formaður þess um árabil, sat í full- trúaráði Hjálparstofnunar kirkjunn- ar 1982–89, sat í barnaverndarnefnd Eyjahrepps og Borgarhafnarhrepps og var formaður Öldrunardeildar Austur-Skaftafellssýslu um skeið. Fjölskylda Einar kvæntist 4.12. 1971 fyrri konu sinni, Jórunni Oddsdóttur, f. 10.2. 1938, húsmóður. Hún er dóttir Odds Ólafssonar, f. 12.7. 1886, d. 13.6. 1978, verkamanns og húsvarðar í Reykjavík, og Pálínu Sigrúnar Jóhannsdóttur, f. 28.9. 1898, d. 31.5. 1941, húsmóður. Einar og Jórunn skildu. Kjörsonur Einars er Sigurkarl, f. 18.8. 1972, sjómaður. Einar kvæntist 25.7. 1987 seinni konu sinni, Sigrúnu Guðbjörgu Björnsdóttur, f. 8.7. 1941, kennara og skólastjóra. Hún er dóttir Björns Lax- dals Jónssonar, f. 9.3. 1905, d. 29.1. 1975, leigubifreiðarstjóra á Akureyri og síðar í Reykjavík, og k.h., Kristjönu Kristjánsdóttur, f. 13.12. 1909, d. 7.9. 1999, húsmóður og saumakonu. Synir Sigrúnar og stjúpsynir Ein- ars eru Bjarki Franzson, f. 17.8. 1965, raftæknifræðingur í Reykjavík en kona hans er Sigríður Sigurðardóttir; Brjánn Franzson, f. 19.12. 1968, sál- fræðingur og starfsmaður við Þjóð- skjalasafnið en sambýliskona hans er Auður Jónsdóttir; Kristján Björn Birg- isson, f. 7.3. 1982, tölvunarfræðingur. Systkini Einars eru Pétur, f. 12.1. 1938, viðskiptafræðingur og fyrrv. að- stoðarforstjóri Ríkisspítalanna, bú- settur í Reykjavík; Helga Jarþrúður, f. 22.2. 1939, fótsnyrtir, búsett í Reykja- vík. Foreldrar Einars voru Jón Péturs- son, f. 1.3. 1896, d. 23.1. 1973, prófast- ur að Kálfafellsstað, og k.h., Þóra Ein- arsdóttir, f. 10.2. 1913, d. 14.4. 2000, formaður Verndar í Reykjavík. Ætt Jón var sonur Péturs, pr. á Kálfafells- stað, bróður Brynjólfs, pr. á Ólafs- völlum, Jarþrúðar, konu Hannesar Þorsteinssonar ritstjóra, og bróður Jóhönnu Soffíu, móður Páls Agnars, fyrrv. yfirdýralæknis, og Zóphóníasar, fyrrv. skipulagsstjóra. Pétur var sonur Jóns, háyfirdómara í Reykjavík, bróð- ur Brynjólfs Fjölnismanns og Péturs biskups. Jón var sonur Péturs, prófasts á Víðivöllum Péturssonar. Móðir Pét- urs prófasts var Þóra Brynjólfsdótt- ir, gullsmiðs Halldórssonar, biskups á Hólum Brynjólfssonar. Móðir Pét- urs á Kálfafellsstað var Jóhanna Soffía Bogadóttir, fræðimanns á Staðarfelli Benediktssonar. Móðir Jóns prófasts var Helga, systir Kristjáns, föður Arngríms, skólastjóra Melaskólans, föður Unn- ar, fyrrv. framkvæmdastjóra Módel- samtakanna. Helga var dóttir Skúla, b. á Sigríðarstöðum Kristjánssonar, b. þar Arngrímssonar. Móðir Helgu var Elísabet Jónsdóttir frá Leyningi. Þóra var dóttir Einars, yfirverk- stjóra Jónssonar, b. í Saurhaga, bróð- ur Hjörleifs, pr. á Undornfelli, föður Einars Kvarans rithöfundar. Jón var sonur Einars, pr. í Vallanesi Hjörleifs- sonar, pr. á Hjaltastöðum Þorsteins- sonar, bróður Guttorms, prófasts á Hofi, langafa Þórarins á Tjörn, föður Kristjáns Eldjárns forseta, föður Þór- arins Eldjárns, rithöfundar og skálds. Móðir Jóns í Saurhaga var Þóra, systir Péturs, pr. í Valþjófsdal, langafa Ragn- ars, fyrrv. forstjóra Ísal. Þóra var dóttir Jóns, á Kórreksstöðum, ættföður Vef- araættar Þorsteinssonar. Móðir Ein- ars verkstjóra var Guðlaug Einars- dóttir, b. í Firði Halldórssonar. Móðir Þóru var Guðbjörg Krist- jánsdóttir, b. á Bár í Eyrarsveit Þor- steinssonar, og Sigurlínar Þórðardótt- ur. 38 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 15.–17. apríl 2011 Helgarblað Sigurður fæddist á Efri-Harra-stöðum í Skagahreppi, en svo nefndist sveitarfélagið á þeim tíma, í Austur-Húnavatnssýslu, en ólst upp á Björgum í sömu sveit. Hann tók gagnfræðapróf og landspróf frá Reykjaskóla í Hrútafirði 1960 og loka- próf frá Samvinnuskólanum á Bifröst vorið 1962. Eftir nám í Samvinnuskól- anum var Sigurði boðið tveggja ára starfsnám samvinnustarfsmanna. Sigurður var síðan, nær óslit- ið, starfsmaður Sambands íslenska samvinnufélaga og kaupfélaganna til ársins 1994. Hann varð að námi loknu kaupfélagsstjóri á Skagaströnd í nokkra mánuði, tuttugu og þriggja ára, þá yngsti kaupfélagsstjóri lands- ins, starfaði í Hagdeild Sambandsins næstu árin, var innkaupastjóri á skrif- stofu Sambandsins í London á árun- um 1968–69, en síðan skrifstofustjóri í Skipadeild Sambandsins 1969–76. Sigurður varð kaupfélagsstjóri Kaup- félags Dýrfirðinga á Þingeyri og fram- kvæmdastjóri fyrirtækja þess kaup- félags 1977–82 er hann réðst sem kaupfélagsstjóri til Kaupfélags Árnes- inga á Selfossi þar sem hann starfaði til ársins 1994. Meðal þess sem Sigurður tók sér síðan fyrir hendur var samstarf við eiginkonu sína um rekstur blóma- og gjafavöruverslunarinnar Dalíu í nokkur ár, dvöl á Þingeyri og leitaðist hann við að aðstoða hin gamalkunnu fyrirtæki þar en starfaði síðan hjá fisk- sölufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og fjölskyldufyrirtæki á Hofsósi. Frá árinu 1999 hefur Sigurður starf- að í hlutastafi á skrifstofu Afltaks ehf. í Reykjavík, síðar í Mosfellsbæ. Hann hefur jafnhliða rekið litla heildverslun undir nafninu Korfú ehf. Nafninu var fljótlega breytt í Bókhaldsþjónustu SK og tilgangi þess félags samsvarandi. Á starfsárum sínum hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga, starfaði Sigurður mikið með Nemendasambandi Sam- vinnuskólans og Starfsmannafélagi Sambandsins. Hann átti um skeið sæti í stjórnum margra félaga samvinnu- manna, m.a. í stjórn Sambandsins á síðustu rekstrarárum þess. Sigurður hefur ritað fjölda blaða- greina, einkum um byggðamál og sjávarútvegsmál. Hann hefur lengst af verið flokksbundinn framsóknarmað- ur og tók þátt í prófkjöri til Alþingis á vegum flokksins í Vestfjarðakjördæmi en var þó utan flokksins í nokkur ár vegna óánægju með stefnu hans í ýmsum málum, ekki síst sjávarútvegs- málum, og var þá m.a. virkur þátttak- andi í þjóðmálabaráttu Nýs afls. Fjölskylda Sigurður kvæntist 2.1. 1971 Kristínu R. B. Fjólmundsdóttur, f. 17.6. 1950, frá Berglandi á Hofsósi. Auk hús- móðurstarfa hefur Kristín starfað að ýmsum verslunar- og stjórnunarstörf- um. Hún er nú verslunarsjóri í Thor- valdssens basar í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Fjólmundur Karlsson, f. 16.7. 1922, d. 10.12. 1989, fyrrv. fram- kvæmdastjóri Stuðlabergs á Hofs- ósi, ættaður frá Garði í Ólafsfirði, og Steinunn Traustadóttir, f. 19.12. 1926, d. 27.10. 1996, húsmóðir og kennari, ættuð frá Efri-Grenivík í Grímsey. Börn Sigurðar og Kristínar eru Kristján, f. 28.3. 1972; Steinunn Fjóla, f. 7.7. 1973; Svava Kristín, f. 27.1. 1975; Guðbjörg Heiða f. 3.12. 1980; Sólveig Guðlín f. 20.1 1983. Barnabörnin eru nú tíu talsins. Systir Sigurðar er Aðalheiður Sig- rún, f. 27.5. 1946, húsmóður, gift Fjólmundi Fjólmundssyni, fyrrver- andi útgerðarmanni og nú járnsmið og uppfyndingamanni, en þau búa á Sauðárkróki og eiga þrjár dætur, Írisi Björgu, Steinunni Svövu og Sólveigu. Foreldrar Sigurðar eru Kristján Sigurðsson, f. 23.4. 1910, d. 30.5. 1996, fyrrverandi bóndi á Björgum í Skaga- hreppi þeim sem áður er nefndur, og Svava Sigmundsdóttir, f. 29.6. 1916, húsmóðir. Kristján og Svava bjuggu á Björgum í liðlega þrjátíu ár en fluttu þá til Hofsóss. Svava dvelur nú á öldr- unarheimili Sjúkrahúss Skagfirðinga á Sauðárkróki. Ætt Kristján var frá Lundi í Stíflu í Skaga- firði, einn í hópi sjö systkina. Foreldr- ar hans voru Sigurður Kristjánsson og María Guðmundsdóttur, búendur á Lundi. Svava er einbirni. Foreldrar henn- ar voru Sigmundur Benediktsson, bóndi á Björgum, og Aðalheiður Ólafsdóttir húsmóðir. Sigmundur var oddviti og sýslunefndarmaður í sveit sinni um árabil. Sigurður Kristjánsson Fyrrv. kaupfélagsstjóri Einar Guðni Jónsson Sóknarprestur á Kálfafellsstað í Suðursveit 70 ára á laugardag 70 ára sl. miðvikudag 30 ára á föstudag Heiðdís Björk Brandsdóttir Starfsmaður í Góða hirðinum Ólafur Jónsson MS-nemi í viðskiptafræði við HÍ 30 ára á föstudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.