Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 48
L andsliðskokkurinn og sjón- varpsstjarnan Hrefna Sætran opnar brátt nýjan veitingastað í gamla Nýja bíó. Staðurinn hefur fengið nafnið Grillmarkaðurinn. Grill- markaðurinn verður 500 fermetra veit- ingastaður á tveimur hæðum þar sem áhersla verður lögð á hráefni beint frá bændum. „Við ætlum að elda úr fersku, íslensku hráefni sem við fáum oft beint frá bændum. Við keyptum til dæmis upp ársframleiðslu íslensks hunangsframleiðanda, verðum með nautakjöt og annað kjöt beint frá býli. Við ætlum að grilla mikið af matnum þannig að ferskleikinn helst vel.“ Verðinu verður stillt í hóf og þarna eiga allir að geta komið án þess að þurfa að panta sér 10 rétta máltíð þó það sé auðvitað hægt líka. „Við verð- um einnig með stórt barsvæði þar sem hægt er að panta sér kokkteila af öllum gerðum. Það verður sannkölluð stór- borgarstemning.“ Á von á barni í haust Hrefna er mikil athafnakona og hefur verið framarlega í matarmenningu miðborgarinnar. Meðfram fram- kvæmdum við Grillmarkaðinn sinn- ir hún þáttagerð og er enn yfirkokkur og einn af eigendum Fiskmarkað- arins. Sjónvarpsþættir hennar fóru aftur af stað á þriðjudagskvöldið og þema þáttanna er frumlegt og vina- legt í þetta sinn. Fólk af erlendum uppruna en búsett á Íslandi kynnir matargerðarhefðir sínar.  Hrefna á einnig von á barni í haust en er alveg jafnorkumikil og hún er þekkt fyrir. Hún hefur ekki glímt við ógleði svo matargestir þurfa ekki að kvíða því að hún taki sér hlé frá eld- húsinu í bráðina. „Meðgangan hef- ur gengið vel og ég hef ekkert dregið undan, framkvæmdir við Grillmark- aðinn eru í fullum gangi. Það standa yfir miklar endurbætur á húsinu. Þannig að sjálfsögðu er brjálað að gera. Við erum að fara yfir teikning- ar og leyfi og fleira og stefnum ótrauð á að opna staðinn 20. maí næstkom- andi.“ 48 | Lífsstíll 15.–17. apríl 2011 Helgarblað Er setið fyrir þér á Facebook? 1 Þeir eru ofvirkir Það er undarlegt þegar ókunnugt fólk setur athugasemd-ir við persónulegar færslur. Það gæti hins vegar bara verið vinalegt eða þá að þeim ókunna hafi þótt færslan sérstaklega áhugaverð og skemmtileg. 2 Efstir á vinalistanum þínum Þegar þú ferð á eigin Facebook-síðu, hvaða vinir þínir eru efstir á lista? Það er sterk vísbending um Facebook-eltihrelli ef einhver sem er þér ókunnugur eða þú ert í litlum tengslum við er ofarlega á lista. 3 Þú færð alls kyns tilkynningar Þú spilar kannski ekki Farmville að Cityville en af einhverjum ástæðum ertu alltaf að fá tilkynningar frá einhverjum sem er að spila leikinn. 4 Þeir senda of per sónuleg boð Það er misjafnt hvað fólki finnast skrýtin skilaboð. Ef þú færð mörg skilaboð frá einhverjum þrátt fyrir að þú svarir ekki, þá geturðu sagt án efa að um sé að ræða Facebook-eltihrelli. 5 Skilaboð á spjallinu Spjallið er helsta tól eltihrellisins. Eltihrellar eru sjaldnast með eitt fórnarlamb í sigtinu. Þeir elta og hrella marga í einu í þeirri von að fá viðbrögð. 6 Þeim líkar við gamlar myndir Ef einhver setur athugasemdir við myndir úr sumarfríinu frá því á þar- síðasta ári þá er það nokkuð undarlegt. Hráefnið beint frá bændum „Við keyptum til dæmis upp ársframleiðslu íslensks hunangsframleiðanda. Harðdugleg Hrefna Sætran vinnur hörðum höndum að því að opna nýjan veitingastað í miðborg Reykjavíkur. mynd róbert reynisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.