Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 26
26 | Erlent 15.–17. apríl 2011 Helgarblað Laurent Gbagbo, fyrrverandi forseti Fílabeinsstrandarinnar, situr nú í stofufangelsi á Golf-hótelinu í Abidj- an – stærstu borg landsins. Það kann að hljóma kaldhæðnislega, en fyr- ir viku var það keppninautur Gbag- bos, Alassane Ouattara, sem hafðist við á sama hóteli. Ouattara sigraði sem kunnugt er í forsetakosningum á Fílabeinsströndinni í nóvember síðastliðnum, en Gbagbo neitaði að viðurkenna ósigur og sat sem fast- ast í embætti forseta. Nú er Ouattara hins vegar fluttur í forsetahöllina en stuðningsmenn hans, með aðstoð frá herliði Sameinuðu þjóðanna, gerðu sitt í að sprengja hluta hennar í loft upp í síðustu viku. Rannsókn og sannleiksnefnd Frá því í nóvember á síðasta ári hafa bardagar geisað á götum úti á Fíla- beinsströndinni milli stuðnings- manna Gbagbos annars vegar og Ouattara hins vegar. Þessir bardagar hörðnuðu enn frekar í mars sem varð til þess að talað var um borgarastyrj- öld í landinu. Allt frá árinu 2002 til ársins 2007 var blóðug borgarastyrj- öld á Fílabeinsströndinni þar sem uppreisnarmenn reyndu að steypa Laurent Gbagbo af stóli. Ouattara segir að nú sé kominn tími til að setja af stað rannsókn, sem muni ekki að- eins taka til nýframinna stríðsglæpa – heldur verður gerð tilraun til að dusta rykið af öllum þeim glæpum sem framdir hafa verið síðan herinn í landinu rændi völdum árið 1999. Í kjölfar valdaránsins var engu að síð- ur boðað til forsetakosninga árið 2000, en þar sigraði einmitt Laurent Gbagbo. Lognið á undan storminum Eftir að Gbagbo hafði sigrað í for- setakosningunum árið 2000 var von- ast til þess að stöðugleiki kæmist á í landinu. Gbagbo hafði sigrað fulltrúa hersins, Robert Guéï, en sá síðar- nefndi neitaði í raun að viðurkenna ósigur til að byrja með – rétt eins og Gbagbo í nóvember. Árið 2000 stóð þjóðin með Gbagbo. Eftir uppreisn, sem kostaði 180 manns lífið, lét Guéï loks af emb- ætti og Gbagbo settist í forsetastól. Í hönd fór tiltölulega rólegt tímabil sem átti eftir að endast í tæp tvö ár. Borgarastyrjöld Þegar Laurent Gbagbo var í opin- berri heimsókn á Ítalíu í september árið 2002 var gerð tilraun til valda- ráns. Gbagbo hafði þá nýlega leyst upp hluta hersins í landinu þar sem hann taldi að það fé sem var varið til varnarmála mætti nýta betur annars staðar. Þessir sömu hermenn leiddu lið uppreisnarmanna og telja marg- ir að sá sem stóð á bak við uppreisn- ina hafi verið Robert Guéï, þó það sé enn umdeilt. Uppreisnin hófst um morgun inn 19. september og áður en dagur var að kveldi kominn lá blóðugt lík Guéïs úti á götu í Abidjan. Er jafn- vel talið að herlið hliðhollt Gbagbo hafi myrt Guéï „saklausan“ og stillt líki hans upp úti á götu, svo almenn- ingur myndi skilja að svona færi fyrir þeim sem reyndu að bola Gbagbo frá. Gbagbo sneri aftur frá Ítalíu fyrr en áætlað var. Hann flutti ávarp til þjóð- arinnar í sjónvarpi þar sem hann lýsti því yfir að uppreisnarmenn héldu til á heimilum innflytjenda og að- komumanna. Þar hellti Gbagbo olíu á eldinn þar sem sjálfskipaðir lög- gæslumenn fóru mikinn og kveiktu í þúsundum heimila þar sem grunur lék á að uppreisnarmenn héldu til. Ouattara var einn þeirra sem fékk að kenna á íkveikjunum, heimili hans var brennt til grunna en hann náði að flýja í franska sendiráðið. Knattspyrnan hjálpaði Deilurnar um ríkisstjórn Gbagbos þróuðust brátt út í trúarbragða- deilur milli norðurhluta landsins, þar sem meirihluti íbúa er múslim- ar, og suðurhluta landsins, þar sem flestir aðhyllast kristni. Þrátt fyrir að Gbagbo hefði skrifað undir friðar- samninga við uppreisnarmenn árið 2003 héldu bardagar áfram. Í leik- inn skárust einnig stríðsherrar frá ná- grannalöndum sem reyndu að nýta sér óstöðugt ástandið og hrifsa til sín verðmæt landsvæði þar sem kaffi- og kakóbaunarækt var í blóma. Deiluað- ilar voru farnir að skipta tugum árið 2004 og var í raun erfitt að sjá hverj- ir væru að berjast með hverjum. Var vopnum komið í hendur barna í auknum mæli og hryllingurinn jókst með degi hverjum. Ljósið í myrkrinu var góður árang- ur knattspyrnulandsliðs Fílabeins- strandarinnar, en fyrirliði þess er markaskorarinn heimsfrægi Didier Drogba. Drogba, sem leikur með Chelsea á Englandi, tókst um tíma að vera sam- einingartákn þjóðarinnar, eftir að landsliðinu tókst að tryggja sér far- seðilinn á HM í knattspyrnu árið 2006 sem fram fór í Þýskalandi. Í aðdrag- anda keppninnar, og meðan á henni stóð, dró verulega úr bardögum. Lið Fílabeinsstrandarinnar var reyndar slegið út í fyrstu umferð, en stóð sig engu að síður vel – þá sér- staklega þjóðhetjan Drogba. Engar kosningar, óstöðugt ástand Vegna borgarastyrjaldarinnar var for- setakosningum sem áttu að fara fram árið 2005 frestað um eitt ár, sam- kvæmt samkomulagi sem Gbagbo vann með Afríkusambandinu. Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna féllst einnig á að kosningunum yrði frest- að og hið sama var uppi á teningnum árið 2006, kosningunum var enn og aftur frestað. Að lokum fór svo að Gbagbo skrif- aði undir friðarsamninga við leið- toga uppreisnarmanna og bundu þeir samningar endahnútinn á borg- arastyrjöldina sem þá hafði geisað í næstum fimm ár. Leiðtogi uppreisn- armanna, Guillaume Soro, varð því forsætisráðherra og átti það sinn þátt í að tryggja friðinn. Kosningar 2010 Forsetakosningarnar sem áttu upp- haflega að fara fram árið 2005 fóru ekki fram fyrr en í nóvember í fyrra. Í þetta sinn var Alassana Ouattara leyft að taka þátt, en í tíð Roberts Guéï sem forseta hafði stjórnarskránni verið breytt á þann máta að báðir foreldrar forsetaframbjóðenda þyrftu að vera fæddir á Fílabeinsströndinni. Faðir Ouattara var frá Búrkína Fasó og kom það í veg fyrir að hann byði sig fram árið 2000. Í þetta sinn var tvísýnt um úrslit frá upphafi. Fyrrverandi forseti og eftirmaður þjóðhetjunnar Félix Ho- uphouët-Boigny, Henri Konan Bedié, var einnig í framboði en féll út eft- ir fyrstu umferð. Í seinni umferðinni áttust við þeir Ouattara og Gbagbo. Ouattara hafði betur með um 54 pró- sentum atkvæða. Gbagbo sakaði hins vegar uppreisnarmenn í norðurhluta landsins, þá sömu og hann hafði samið við fjórum árum áður, um að hafa haft áhrif á úrslit kosninganna. Kann hann að hafa eitthvað til síns máls, þar sem leiðtogi uppreisnar- manna, Guillaume Soro, var forsætis- ráðherraefni Ouattara – og er einmitt forsætisráðherra í dag. Ætlar að láta rannsaka eigin stuðningsmenn Deilurnar milli stuðningsmanna Ouattara og Gbagbos hafa verið blóð- ugar. Ouattara segir að hann muni innan tíðar ræða við saksóknara Al- þjóðaglæpadómstólsins í Haag um væntanlega rannsókn á voðaverkun- um sem hafa verið framin af báðum fylkingum á síðastliðnum mánuðum. „Ég mun ræða við saksóknarann inn- an skamms svo hefja megi rannsókn. Þessi fjöldamorð eru óásættanleg, mig hryllir við þeim.“ Ouattara hefur einnig lofað að svokölluð „sannleiksnefnd“ verði skipuð en henni verður falið að rann- saka stríðsglæpi allt frá því að herinn rændi völdum árið 1999. Ljóst er að þar verður af nógu að taka. Laurent Gbagbo er í öllu falli bú- inn að fá sér lögfræðing nú þegar. Sá er enginn annar en hinn franski Jacques Vergés, sem hefur það á af- rekalistanum að hafa varið Rauðu kmerana í Kambódíu, fyrrverandi nasistann Klaus Barbie og fyrrver- andi forseta Serbíu, Slobodan Milo- sevic. n Laurent Gbagbo, fyrrverandi forseti Fílabeinsstrandarinnar, er nú í stofufangelsi n Blóðugar borgarastyrjaldir hafa einkennt forsetatíð hans n Ouattara, réttkjörinn forseti, ætlar að hefja rannsókn á stríðsglæpum undangenginna 12 ára Blóðug átök um áratugaskeið Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Lið Fílabeins- strandarinnar var reyndar slegið út í fyrstu umferð, en stóð sig engu að síður vel – þá sérstak- lega þjóðhetjan Drogba. Ouattara Er nú loks orðinn forseti. Var meinað að taka þátt í kosningum árið 2000 því faðir hans er frá Búrkína Fasó. mynd REutERs Gbagbo Situr í stofufangelsi á Golf-hótel- inu. Hefur ráðið lögfræðinginn Jacques Vergés, sem hefur á ferli sínum varið vægast sagt vafasama skjólstæðinga. mynd REutERs didier drogba Þjóðhetja á Fílabeinsströndinni og tryggði öðrum fremur frið á tímabilinu 2005–2006. mynd REutERs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.