Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 28
­Þ­jóðaratkvæðagreiðslurnar um Icesave hafa orðið til þess að færa fólkinu í land- inu beint vald. Því verður þó ekki á móti mælt að hentistefna og lýðskrum ræður gjarnan afstöðu þeirra stjórnmálaafla sem láta sig mál varða. Þannig hafði hluti Sjálf- stæðisflokksins talið fráleitt að for- seti Íslands beitti því valdi að vísa málum til þjóðarinnar. Í þeirra hópi voru jafnvel uppi raddir um að lagaleg stoð væri ekki fyrir því að forsetinn efndi til þjóðarat- kvæðagreiðslu. Þessi viðhorf voru uppi í kringum alræmd fjölmiðla- lög sem dregin voru til baka eftir að forsetinn tilkynnti að hann myndi vísa þeim til þjóðarinnar. Í þá daga voru hatrömmustu andstæðingar forsetans þeir sem undanfarin misseri hafa hampað honum mest vegna Icesave og talið þjóðarat- kvæðagreiðslur vera af hinu góða. Og það er þarna sem hundur- inn liggur grafinn hjá prinsipp- lausum lýðskrumurum. Sama fólkið og espaði forsetann með kjassi og blíðmælgi til að vísa mál- um tengdum Icesave til þjóðarinn- ar leggst nú af fullum þunga gegn því að sama þjóð fái að greiða at- kvæði um þúsund sinnum stærra mál, aðild að Evrópusamband- inu. Formaður Sjálfstæðisflokks- ins, sem sýndi þann manndóm að taka afstöðu í Icesave-málinu á grundvelli eigin samvisku, snýst nú eins og vindhani í misvindi og vill hætta við að leyfa þjóðinni að taka afstöðu til ESB. Einstefnuheilar í Framsóknarflokki og VG fylgja eftir og mega ekki heyra minnst á þjóð- arvilja. Sumir samþykktu þó innan eigin flokks að sækja um aðild til að leiða í ljós hvað í boði væri. En nú kveður við þann tón að taka eigi frá fólkinu réttinn til að úrskurða í stórum málum. Allt í einu er fólk- inu í landinu ekki treystandi til að taka „rétta ákvörðun“. Þetta viðhorf stjórnmálamanna er stórhættu- legt. Þjóðin verður að reka slíkt fólk úr þjónustu sinni. Nokkur brennandi mál bíða úr- lausnar þjóðarinnar. Þar ber hæst fiskveiðikerfi sægreifanna, eitt stærsta graftarkýlið í viðskipta- sögu Íslands, sem þjóðin verður að skera úr um. Þar á eftir er það að- ildin að Evrópusambandinu. Í báð- um þessum tilvikum verða mál að fara til æðsta dómstólsins, fólksins í landinu. Það verður að kveða nið- ur þá lýðskrumara sem vilja af geð- þótta handmata Íslendinga eins og páfagauka á þeim málum sem hún má ráða. Þjóðinni er fullkom- lega treystandi til þess að taka stór- ar ákvarðanir. Það undirstrika þær þjóðaratkvæðagreiðslur sem farið hafa fram. Kjósendur í landinu eru komnir á bragðið. Forsetinn færði fólkinu valdið. Það verður ekki aft- ur snúið, hvernig svo sem vind- hanar láta. S undrungarsaga vinstrimanna á Íslandi er saga valdstjórnar Sjálfstæðisflokksins. Frá stofnun lýðveldis- ins hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft næði í 50 ár til að móta íslenskt þjóð- félag eftir sínu höfði. Hann spilaði með sveimhuga vinstrimenn sem skorti samstöðu, marksækni og það raunsæi sem gerði jafnaðarmenn annars staðar á Norðurlöndum að sterku og mótandi stjórnmálaafli um áratuga skeið. Fastir í netinu Í krafti stjórnlyndra klíkustjór- nmála og frændhygli, þar sem ætt- ir og flokksskírteini réðu meiru um framgang mála en verðleikar og lögmál samkeppninnar, tókst Sjálf- stæðisflokknum að naga upp heil- brigða innviði samfélagsins að því marki að það féll saman á haust- mánuðum 2008. Stefnan var sveip- uð frjálshyggjuhugmyndum sem gráðugir flokksgæðingar nýttu sér til hins ýtrasta. Þessari stefnu lýsti Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hugmyndafræðingur Sjálfstæðis- flokksins, sem best heppnuðu frjáls- hyggjutilraun veraldar í erlendum blöðum. Þessi prófessor, sem dæmdur hefur verið fyrir höfundarréttarbrot, er nú uppvís að þátttöku í misnotk- un á almannafé. Því var blygðunara- laust úthlutað og varið, nánast eins og um flokkssjóði væri að ræða, til að grafa undan starfsheiðri kollega Hannesar sem leyfði sér að gagnrýna vaxandi ójöfnuð síðustu árin fyrir hrun. 13 milljónir króna fékk Hann- es til verksins frá Árna Mathiesen þá- verandi fjármálaráðherra árið 2007. Árni hefur nú verið dæmdur í Hæstarétti til að greiða umsækjanda um dómaraembætti miskabætur. Árni skipaði Þorstein, son Davíðs Oddssonar, í embætti, þvert gegn mati lögskipaðrar dómnefndar. Annar flokksbróðir Hannesar, Baldur Guðlaugsson, hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir innherjasvik. Innherjasvikarar á sakamanna- bekk verða nokkrir tugir áður en yfir líkur, flestir tengdir Flokknum, enda átti hann og rak stjórnkerfið og mannaði það gæðingum sem þurftu fylgdarlaun. Það er auðvitað ömurlegt fyrir heiðvirða hægrimenn að búa við þennan ófögnuð brotahneigðar og spillingar sem skaut rótum á löngum valdatíma. Það er því hryggilegt að flokksmenn gera engar tilraunir til uppgjörs við þessa ógeðfelldu fortíð. Valdið til að breyta þjóðfélaginu Við þessar aðstæður reynir fyrsta rík- isstjórn jafnaðar- og vinstrimanna að sigla hjá skerjum og komast klakk- laust í gegnum brimskafla. Í harðri baráttu um völdin til að móta þjóð- félagsþróunina þarf hún reglulega að standast prófraunir og er auk þess dæmd til að taka óvinsælar ákvarð- anir. Hrunkvöðlarnir standa hjá og fitna líkt og púkinn á fjósbitanum. Einn daginn er það LÍÚ, þann næsta forsetinn, hinn þriðja er það Hæsti- réttur. Hljómsveitarstjórn annast Davíð Oddsson ofan úr Hádegismó- um. Hann, eins og Ólafur Ragnar forseti, telur að hann sé útvalinn til að leiða þjóðina úr ógöngum. Báðir urðu þeir sjálfum sér og þjóðinni til vansæmdar á útrásarárunum og reyna í skeytingarleysi að endur- heimta æruna. Sundrungin sem gýs reglulega upp á vinstrivæng íslenskra stjórn- mála er ríkisstjórninni þó þungbær- ust. Þar er glímt við sömu vanstill- inguna og óraunsæið og það sem eitt sinn þjónaði valdi Sjálfstæðisflokks- ins svo vel. Ystavinstrið í VG hefur aldrei vaknað til vitundar um að takt- ur sundrungarinnar er sleginn í Há- degismóum og að á Bessastöðum bíður vansæmdin eftir tækifæri til að endurreisa æruna. Í þeirri leikfléttu eru nokkrir þeirra nytsamir sakleys- ingjar. Sundrungin læsir sig eins og eit- ur um líkama VG og dregur þrek úr flokknum. Viljinn til valdsins og þétt grip um stjórnartaumana er forsenda þess að geta hrundið í framkvæmd fögrum hugsjónum. Menn verða að vera fúsir að berjast fyrir þeim. Með hvaða liði vilja menn berjast? Jæja, hvað segir skáldið títt í dag? spurði konan á bensínstöðinni og brosti. -Forsetinn hélt blaðamannafund til að útskýra allt milli himins og jarð- ar, svaraði ég og bætti við: -Þeir voru með barnaperra í einni kjördeildinni í Reykjavík, Hannes Hólmsteinn er byrj- aður að mæta í heita pottinn í Vestur- bæjarlauginni, Árni Þór var látinn ýta Guðfríði Lilju úr sæti formanns þings- flokks Vg og Guðbergur hæddist að okkur öllum á spánskri vefsíðu. Konan á bensínstöðinni brosti og svo hló hún þegar ég bætti við: -Forseti er sá sem setur okkur öll í forina. Ég er ekki tapsár, ég er bara sár og svekktur. Og svo útskýrði ég mál mitt enn frekar. Ég vildi nefnilega meina að kosningarnar um skuldina hefðu ver- ið mesta forátturugl allra tíma. Ef ís- lenska þjóðin er spurð að því hvort hún vilji borga skuld eða sleppa því að borga skuldina, mun svarið ávallt verða í samræmi við þjóðarsál þeirr- ar þjóðar sem frægust er fyrir það að flýja lönd frekar en borga skatta. Við erum að gantast með þjóð sem á heimsmet í svindli, lydduhætti og sið- heimsku (sem er andstaða siðvits). Við erum að nefna hér þjóð sem trúir því að Mammon sé meiriháttar. Þjóð sem viðurkennir aldrei að sá ameríski draumur sem hún dýrkar, er orðinn að mörg hundruð ára þyrnirósarmar- tröð. Við erum að tala um það, að obbi þjóðarinnar er fólk sem lofar frænd- hygli, vinavæðingu og annan nefpot- isma (þýðing á orðinu nepotism). -Já, hann Árni Þór er einsog hlýð- inn og húsbóndahollur hundur, sauð- tryggur. Og svo var hann svo heppinn að selja á rétta augnablikinu, sagði konan á bensínstöðinni og bætti við: -Hvað ertu að segja ... Mætir hann Hannes Hólmsteinn í laugina okkar? Og eru stuttbuxnastrákarnir í Heim- dalli ekki hoppandi af kæti yfir því að goðið skuli vera farið að þora að sýna sig opinberlega eftir hneisuna hérna um árið? Hvað gerði hann eiginlega af sér þarna í Brasilíu? Átti Davíð ekki séfferhund áður en hann eignaðist Hannes? spurði konan á bensínstöð- inni og var nú nánast óðamála. -Eitt sinn áttum við alvöru konung, hann vildi koma okkur undan öllu oki og öllum níðingsverkum danskra ein- okunarsinna, sagði maður sem kom á bensínstöðina til að fá að fara á klósett- ið. –Núna eigum við bara hann þarna Jörund Ragnar Grímsson, eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður, bætti salernisfarinn við og missti af vísunni sem ég leyfði konunni að heyra: Hjá forsetanum fólskuráð fengu út að springa, já, stundum hefur heimska náð að herja á Íslendinga. 28 | Umræða 15.–17. apríl 2011 Helgarblað „Ég fer líka „all in“ á sunnudagskvöldum, borða hamborgara, franskar, ís og nammi, alveg endalaust.“ n Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson stundar nú líkamsrækt grimmt fyrir hlutverk sitt í Svartur á leik en fær nammidaga á sunnudögum. – DV „Það er langt síðan FH var síðast í úrslitakeppni þannig að það er mikið hungur í mönnum og það gleður mig.“ n FH-ingar spiluðu sinn fyrsta leik í úrslitakeppni í átta ár á fimmtudags- kvöldið en Einar Andri Einarsson var spenntur fyrir leikinn. – DV „Óskin kom frá FTT þar sem séra Frímann [Jakob Frímann Magnússon] ræður ríkjum og maður getur ekki svo auðveld- lega sagt nei við hann.“ n Sigtryggur Baldursson tónlistar- maður byrjaði í vikunni með nýjan sjónvarpsþátt á ÍNN sem hann hafði ekki áhuga á fyrst. – Fréttablaðið „Þarf ekki mikið nammi inn í miðju, er bara eins og nammistöng.“ n Svona lýsti borgarfulltrúinn Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir lakkríspáskaegginu frá Góu sem er besta páskaeggið í ár að mati dómnefndar DV. – DV Vindhanar stjórnmála Leiðari Bókstaflega Reynir Traustason ritstjóri skrifar„Forsetinn færði fólkinu valdið Jörundur Ragnar Grímsson Skáldið skrifar Kristján Hreinsson „Við erum að tala um það, að obbi þjóðarinnar er fólk sem lofar frændhygli, vina- væðingu og annan nef- potisma (þýðing á orðinu nepotism). Davíð kveður n Miklar vangaveltur eru uppi um brotthvarf Davíðs Oddssonar af Mogg- anum þegar tveggja ára ráðningar- tími er á enda. Davíð hefur verið útgáfunni dýr en þúsundir áskrif- enda hafa sagt upp Mogganum með gríðarlegu tekjutapi. Það er því ótrúlegt að hann verði endurráðinn. Menn spá því að hann fari í sumarfrí og láti sig hverfa. Þetta kann þó að verða gamla mann- inum sársaukafullt því vangaveltur eru uppi um að arftaki hans verði Þorsteinn Pálsson sem Davíð felldi á sínum tíma af formannsstóli. En þetta er aðeins orðrómur um hina fullkomnu hefnd. Mamma í Orkuveitu n Kaup Skúla Mogensen á stórum hlut í MP Banka hafa vakið verðskuldaða athygli. Skúli var stofnandi spútnik- fyrirtækisins OZ sem síðar fór reyndar illa. Hann fór til Kanada og náði þar að koma undir sig fótunum að nýju og eignaðist milljarða króna. Skúli á ekki langt að sækja viðskiptavitið því hann er sonur Önnu Skúladóttur, fyrrverandi fjármálastjóra Orkuveitunnar, sem reyndar var látin fara þaðan á dög- unum. Egill er dýrt djásn n Guðmundur Ólafsson hagfræðingur á það til að vera höggþungur þegar það á við. Honum mislíkaði við Egil Helgason sem bloggaði um hjarðeðli hagfræðinga. „Loksins sýnir fjöl- miðlamaðurinn á sér sitt rétta andlit, maður sem aldrei hefur skilið neitt flóknara en 5 sinnum töfluna,“ segir Guðmundur á Facebook. Víst er að Agli og vinnuveitanda hans, Birni Inga Hrafnssyni, svíður þessi aðför að heiðri Egils sem er eitt helsta og dýrasta djásnið í bloggsöfnuði Binga með um 300 þúsund krónur á mán- uði fyrir að skrifa þar. Áhrifalaus Guðmundur n Guðmundur Steingrímsson, þing- maður Framsóknarflokks sem stefnir að því að verða þriðja kynslóð leiðtoga í flokknum, er sagður vera orðinn þreyttur á áhrifaleysi sínu í skugga Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar formanns sem um síðustu helgi hlaut rúss- neska kosningu sem formaður. Guðmundur var í Sam- fylkingunni áður en hann snéri aftur til föðurhúsanna í Framsókn. Hann er talinn eiga mun meiri samleið með þeim flokki en þeirri Framsókn sem hafnar ESB. Menn eru því viðbúnir að hann taki stökkið aftur til baka. Og ekki er ólíklegt að Evrópusinninn Siv Friðleifsdóttir fylgi honum. Sandkorn tryGGVaGötu 11, 101 reykJaVÍk Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Kjallari Jóhann Hauksson Eitrið í beinunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.