Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Síða 25
Fréttir | 25Helgarblað 15.–17. apríl 2011 Undirheimarnir eins og himnaríki eftir eineltið væri maðurinn, ég gæti gert allt. Fíkni­ efnin voru mín leið frá þunglyndinu. En ég áttaði mig ekki á því að þau leiddu mig sífellt lengra eftir veginum til glötunar.“ „Ég var tíkin hans“ Hann kynntist stúlku á stefnumóta­ vefnum einkamál.is og elti hana til Reykjavíkur. Þar bjó hann með vin­ konu sinni sem hafði kynnst þekkt­ um manni úr undirheimunum á AA­ fundum. Vinátta tókst með þeim Arnari Frey, sem bar óttablandna virðingu fyrir þessum manni og fylgdi honum eftir í einu og öllu. „Ég var alltaf til staðar fyrir hann og hann gat hringt hvenær sem var sólarhringsins og beðið mig um að sækja sig. Ég var tíkin hans. Ég keyrði hann út um allt og tók þátt í því sem hann var að gera og í staðinn dældi hann í mig dópi. Við vorum góðir vinir, eins og skrýtið og það hljómar þá sagðist hann vera mannþekkjari og sagði að ég væri traustsins verður. Svo hann treysti mér fyrir öllu sem hann var að hugsa og gera.“ Tók þátt í handrukkunum Það var ekki alltaf fallegt. Arnar Freyr fór til dæmis með honum að inn­ heimta skuldir með ofbeldi. „Ég tók ekki beint þátt í því, en ég var þarna og því samsekur. Einu sinni bað hann mig reyndar að stoppa mann sem lagði á flótta, svo ég elti hann uppi og barði hann í magann með járnröri svo hann færi ekki lengra. Í annað skipti fór ég með honum til manns sem skuldaði pening. Fjöl­ skyldan var heima svo ég fór með konu hans og börn inn í herbergi og stóð þar yfir þeim með hafnabolta­ kylfu og hótaði þeim barsmíðum ef þau væru ekki kyrr. Þetta var sex ára strákur og ellefu ára stelpa. Hann hágrét en hún var aðeins skárri. Þetta var eins og martröð sem ég gat ekki vaknað upp af. Síðan hef ég reynt að gleyma þessari minningu, ýta henni frá mér, en þetta fylgir mér alltaf, er einhvers staðar í huga mín­ um.“ Á meðan Arnar Freyr stóð yfir þeim var hreinsað út úr íbúðinni. Flat skjár, heimabíó og sófi voru á meðal góssins. Þetta var sett í þar til gerða geymslu, selt aftur eða nýtt. „Stundum hirti ég smáhluti, fartölvu eða eitthvað þess háttar, sem ég svo seldi þegar mig vantaði pening.“ Valdamikill með byssuna Innbrot og ofbeldi voru reglulega á dagskrá næstu vikurnar. Fíkniefni komu líka mikið við sögu, þar sem þeir voru báðir í bullandi neyslu, auk þess sem maðurinn seldi fíkni­ efni og Arnar Freyr hjálpaði honum ekki aðeins að græja það til fyrir sölu heldur geymdi það einnig á heimili sínu. Þar geymdi hann einnig vopn, byssu sem maðurinn átti. „Ég sótti hana upp á Akranes. Á leiðinni heim prófaði ég að skjóta úr henni og upplifði mig sem valdamesta mann á Íslandi. Þetta var í senn hættulegt og spennandi, töff og óþægilegt. En ég segi það ekki, oft langaði mig að segja eitthvað, en ég hefði aldrei gert það. Þá hefði ég komið sjálfum mér í hættu. Þetta var ekki maður sem ég vildi eiga að óvini. Ég man til dæmis eftir því þegar einn skuldarinn hjólaði í hann og var tekinn í bakaríið fyrir vikið. Ég horfði upp á það þegar honum var troðið með hausinn í gegnum skáp­ hurð þar sem hann lá fastur og var síðan barinn til óbóta. Mér leið ekk­ ert vel með það.“ Fríðindin fylgdu Eitt kvöldið fóru þeir félagar út að borða saman og þar lýsti Arn­ ar Freyr því yfir að hann vildi ekki vera tíkin hans lengur. „Ég vildi eiga minn sess í þessu og vera með fyr­ ir alvöru. Hann tók því vel og upp frá því sendi hann mér alltaf SMS ef ég varð að svara símanum. Ann­ ars gat ég sleppt því ef ég vildi. Mér fannst náttúrulega hundleiðinlegt að þurfa alltaf að vera til taks all­ an sólarhringinn en fram að þessu þorði ég aldrei að andmæla. Ég sá hvers hann var megnugur og eftir á að hyggja held ég að það hafi verið allt í lagi að vera hræddur við hann. Hann var mjög vel tengdur. Oft lá ég andvaka og spurði sjálf­ an mig hvern djöfulinn ég væri að gera. Ég vissi að þetta var rangt en ég hafði ekki dug til þess að rífa mig upp úr þessu. Ég hafði það líka mjög gott og fékk fullt af fríðindum út á þetta.“ Lifði eins og kóngur Hann tekur dæmi af því þegar þeir félagarnir gengu inn í íþróttavöru­ verslun þar sem þeir gátu valið sér það sem þeir vildu sér að kostnað­ arlausu. Verslunarstjórinn skuldaði peninga. Þeir lifðu eins og kóngar. Þegar Arnar Freyr átti afmæli var hann eitthvað blankur svo vinur hans gaf honum 50 þúsund krónur og sagði honum að fara út að borða. Í eitt skiptið gaf hann honum 200 grömm af hreinu amfetamíni. Fyrir eina rukkun fékk hann kannski 150 þúsund kall. „Það var ágætt fyrir eitt kvöld. Auðvitað fór það samt eftir því hversu háa upp­ hæð við vorum að innheimta. Einu sinni fór ég í mjög stóra rukkun, upp á 1,8 milljónir. Þá tók félagi minn hálfa milljón frá fyrir mig og lagði inn á sjóð sem ég átti upp á að hlaupa ef á þyrfti að halda. Ég hafði fínt upp úr þessu og forðaðist að hugsa um það sem ég var að gera, hellti mig fullan eða tók meira í nefið. Ég gerði allt til þess að þurfa ekki að pæla í því og var ekkert að spara peningana.“ Eins og himnaríki Strákarnir djömmuðu út í eitt og neyttu fíkniefna nánast daglega. „Sjálfsöryggið var í hámarki og ég var svo hátt uppi að ég hafði ekki áhyggj­ ur af neinu. Óttalaus reyndi ég við hvaða stelpu sem var, svo lengi sem mig langaði í hana. Enda var nóg af píum í kringum okkur og ég sýndi mig með því að blæða peningum og fíkniefnum. Síðan svaf ég hjá þeim. Kynlíf var stór partur af þessum lífs­ stíl og mér leið eins og ég væri kóng­ ur, brjálæðislega vel. Eftir eineltis­ ógeðið og þunglyndið sem fylgdi í kjölfarið var þetta eins og himnaríki. Þær vissu alveg í hvaða félags­ skap þær voru og sváfu stundum hjá okkur til þess að fá sitt, þó að það væri sjaldan sagt með berum orðum. Þetta var oft mjög sóðalegt. Það er skelfilegt hvað það er til mik­ ið af svona stelpum. Ef ég eignast einhvern tímann stelpu verður sett á hana GPS­tæki. En þetta var ekki skemmtilegt líf til lengdar. Ég missti bæði fjölskylduna mína og vini frá mér.“ Áttaði sig eftir fráfall ömmu Eftir nokkurra mánaða sukk sneri Arnar Freyr aftur heim til Akureyrar, gjörsamlega búinn að fá nóg. „Ég var búinn að misbjóða fjölskyldu minni verulega og valda henni áhyggjum. En það var ekki fyrr en amma mín lést fjórum dögum fyrir jól að ég átt­ aði mig. Ég kom til hennar tveimur dögum áður en hún lést og lofaði að koma aftur daginn eftir en sveik það því ég var á fylleríi. Daginn eftir var hún farin og ég sat eftir með bilað samviskubit sem ég hef aldrei jafnað mig á.“ Arnar Freyr sá hvert líf hans stefndi og ákvað að taka sig á. Í kjöl­ farið eignaðist hann góða vini sem nota ekki áfengi eða vímuefni. Þeir þekkja sögu hans og hafa reynst honum vel. „Ég fann að ég gat treyst þeim og verið öruggur í kringum þá. Þannig að ég valdi þá fram yfir neysl­ una. Þeirra vinátta var mín meðferð og mér líður rosalega vel í dag.“ Þakklátur fyrir eineltið Það var þó ekkert auðvelt að snúa við blaðinu. Þar sem Arnar Freyr er á sakaskrá hefur það reynst honum erfitt að fá vinnu. „Ég tek það þó allt­ af fram að það geti enginn sýnt hvað í honum býr nema hann fái tækifæri til þess. Og nú var ég að fá svar frá bænum þar sem ég fæ vinnu í sum­ ar. Það er æðislegt. Ég á líka kærustu sem ég er mjög hrifinn af og við eigum tvo hunda saman. Hún veit hvaðan ég kem og hvað ég hef gert en dæmir mig ekki. Þannig að nú langar mig til þess að leggja spilin á borðið og segja allan sannleikann um mig. Það er kominn tími til að hreinsa til í lífi mínu.“ Þrátt fyrir allt er hann þakklátur fyrir eineltið. „Ef ég hefði ekki verið lagður í einelti, ef ég hefði ekki þurft að ganga þennan veg, þá væri ég ekki sá sem ég er í dag. Jú, ég hef gert mis­ tök og ég hef verið vondur við fólk en ég hef reynt að nota þá reynslu til góðs og læra af henni. Og ég vona að saga mín hjálpi einhverjum.“ „Fjölskyldan var heima svo ég fór með konu hans og börn inn í herbergi og stóð þar yfir þeim með hafnaboltakylfu og hótaði þeim barsmíð- um ef þau væru ekki kyrr. Þetta var sex ára strákur og ellefu ára stelpa. Arnar Freyr Hermannsson Lenti í grófu ofbeldi, varð þung- lyndur og leitaði lausna í fíkniefnum en leiddist út í afbrot. mynd HEiðA.is Það sem þú þarft að vita um einelti Hvaða áhrif getur einelti haft? 1. Þjáningar sem geta fylgt þolandanum ævilangt 2. Brengluð sjálfsmynd og lítið sjálfstraust 3. Slakur námsárangur, einbeitingarskortur og eirðarleysi 4. Einmanaleiki, minnimáttarkennd og tortryggni 5. Depurð, áhugaleysi, skapstyggð 6. Athafnir í von um viðurkenningu og inngöngu í hópinn 7. Innibyrgð reiði 8. Ofbeldisfull hegðun gagnvart öðrum 9. Félagsleg útilokun og einangrun 10. Heilsufarsleg vandamál 11. Stress, kvíði og þunglyndi 12. Svefntruflanir og þyngdarsveiflur 13. Félagsfælni 14. Sektarkennd og vonleysi 15. Sjálfsvígshugsanir, sjálfsvígstilraunir og sjálfsvíg Hvað er til ráða? 1. Segðu frá 2. Segðu að þetta sér rangt 3. Leitaðu þér aðstoðar Foreldri þolanda: 1. Spjallaðu við barnið við hversdagslegar athafnir svo barnið upplifi það ekki sem yfirheyrslu 2. Spurðu hvað barnið gerði í skólanum, hvað því fannst skemmtilegt og leiðinlegt, við hvern það lék, hvort það hefði viljað gera eitthvað annað eða leika við aðra og hvort það hlakki til að fara í skólann 3. Hlustaðu á barnið og láttu það vita að þú sért til staðar 4. Trúðu barninu og vertu vinur þess 5. Þakkaðu barninu fyrir ef það trúir þér fyrir vandræðum sínum 6. Taktu það alvarlega, sýndu samúð eða skilning 7. Hafðu samband við skólann 8. Fylgstu með aðgerðum skólans gegn einelti 9. Settu fram staðreyndir í málinu án þess að vera ásakandi Foreldri geranda: 1. Ekki fyllast vantrú, það er líklegt að barnið neiti 2. Hlustaðu á það sem skólinn hefur að segja og taktu það alvarlega 3. Fylgdu leiðbeiningum 4. Reyndu að vinna með fagfólki að viðeigandi lausn 5. Farðu í gegnum málið með barninu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.