Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Page 4
4 | Fréttir 27.–29. maí 2011 Helgarblað Starfsmaður Vátryggingafélags Íslands (VÍS), sem ekki vill láta nafns síns get- ið, segir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi stillt þeim starfsmönnum trygg- ingafélagsins sem keypt höfðu hluta- bréf í móðurfélagi þess, Exista, upp við vegg á vormánuðum 2009 þegar hlutabréfin voru keypt af þeim aftur. Félag í eigu stærstu eigenda Exista, BBR ehf., sem átti tæp 80 prósent í fé- laginu, gerði öðrum minni hluthöfum félagsins þá tilboð í hluti þeirra í Exista sem hljóðaði upp á 0,02 krónur á hlut. Eigendur BBR og ráðandi hluthafar í Exista voru bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir. Síðan þetta gerðist hafa bræðurnir misst yfirráð sín yfir Exista til kröfuhafa félagsins. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðl- um hætti forstjóri VÍS, Guðmundur Örn Gunnarsson, hjá tryggingafélag- inu í vikunni í kjölfar úttektar Fjár- málaeftirlitsins á starfsemi félags- ins. Fjármálaeftirlitið taldi eðlilegt að Guðmundur Örn léti af störfum vegna lána sem veitt voru til Exista, Sigurðar Einarssonar, viðskiptafélaga Lýðs og Ágústs og starfsmanna VÍS. Inntakið í gagnrýninni er að VÍS hafi í of mikl- um mæli gengið erinda eigenda trygg- ingafélagsins og viðskiptafélaga þeirra í einhverjum tilfellum. Sagan af upp- kaupum þeirra Lýðs og Ágústs á hluta- bréfum starfsmanna VÍS í trygginga- félaginu rennir enn frekari stoðum undir óeðlileg viðskipti á milli stærstu eigenda Exista og VÍS. Voru boðaðir á fund einn af öðrum Starfsmennirnir voru boðaðir á fund einn af öðrum á skrifstofu Exista á 5. hæð í Ármúla 3 þar sem starfsmanna- stjóri VÍS, Anna Rós Ívarsdóttir, tók á móti þeim ásamt tveimur innanhúss- lögmönnum frá Exista. Starfstöðvar VÍS eru í sömu byggingu og skrifstofur Exista. Þar voru þeir beðnir um að skrifa undir kaupsamning þar sem þeir seldu bréf sín til BBR ehf., félags Ágúst og Lýðs. „Maður upplifði þetta þannig að starfið manns væri undir í þessu. Að ef maður spilaði þetta ekki eftir þeirra höfði væri starfið manns í hættu. Þú lest þetta ekkert öðruvísi. Þess vegna var starfsmannastjóri VÍS þarna þrátt fyrir að fyrirtækið ætti enga aðild að samkomulaginu á milli mín og Exista,“ segir starfsmaður VÍS. Fékk ekki umhugsunarfrest Starfsmaðurinn segist hafa beðið um að fá að taka kaupsamninginn sem hann var beðinn um að skrifa und- ir með sér heim svo hann gæti hugs- að málið til morguns. „Það voru lögð fyrir mig gögn á borðið. Mér var boðið að lesa þetta og skrifa undir. Ég sagðist ekki vilja skrifa undir þar sem ég vildi fara með gögnin heim til að bera þau undir minn lögmann og koma með þau daginn eftir. Ég fékk þá þau svör að engin gögn myndu fara út úr her- berginu og að best væri að ganga frá sölunni sem fyrst.“ Starfsmaðurinn lét því til leiðast á endanum því hann leit svo á að hann gæti misst starf sitt hjá tryggingafélag- inu ef hann skrifaði ekki undir. Með þessu móti seldu margir fleiri starfs- menn VÍS hlutabréf sín í Exista til BBR. Fjármögnuð með kúlulánum Starfsmaður VÍS segir að hlutabréfa- kaup starfsmanna félagsins í Exista hafi verið kynnt árið 2006 áður en eignarhaldsfélagið var skráð á markað sem almenningshlutafélag. Hlutabréf í félaginu voru þá seld á genginu 21,5 á hlut. Stjórnendur VÍS buðu hlutabréf- in með fjármögnun frá Kaupþingi en starfsmennirnir þurftu að leggja fram eiginfjárframlag þar á móti. 80 starfs- menn VÍS keyptu bréf fyrir samtals 220 milljónir króna. Starfsmaðurinn sem um ræðir hér ákvað að taka lán hjá Kaupþingi til að fjármagna bréfin og lagði hann fram nokkur hundruð þúsund krónur á móti sem hann tapaði svo á endanum. Lánið sem hann fékk frá Kaupþingi var kúlulán, vaxtalaust lán til nokkurra ára þar sem gert var ráð fyrir greiðslu á vöxtunum ásamt höfuðstólnum í lok lánstímans. n Forstjóri VÍS gagnrýndur vegna óeðlilegra viðskipta n Starfsmenn VÍS seldu Bakka- bræðrum bréf sín í Exista 2009 nBréf starfsmanna keypt með kúlánum frá Kaupþingi Starfsmönnum VÍS stillt upp við vegg „Maður upplifði þetta þannig að starfið manns væri undir í þessu. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Forstjórinn hættur Forstjóri VÍS, Guðmundur Örn Gunnarsson, er hættur hjá tryggingafélaginu eftir að Fjármálaeftirlitið gagnrýndi lánveitingar út úr trygginga- félaginu til stærstu eigenda Exista og viðskiptafélaga þeirra. Uppkaup Bakka- bræðra á hlutabréfum starfsmanna VÍS renna frek- ari stoðum undir óheppileg tengsl á milli VÍS og stærstu eigenda Exista. VÍS lánaði ExiSta milljarð Ársreikningar Vátryggingafélag Ís- lands sýna umtalsverð viðskipti við móðurfélagið Exista á árunum fyrir ís- lenska efnahagshrunið. Fjármálaeftir- litið hefur meðal annars verið gagn- rýnið á viðskipti Vátryggingafélagsins við eigendur þess og tengda aðila á síðustu árum og vildi þar af leiðandi að Guðmundur Örn hætti sem forstjóri félagsins. Guðmundur tók við starfinu í byrjun árs 2008. Meðal þess sem kemur fram í árs- reikningi VÍS er að í árslok 2007 hafi lán til móðurfélagsins Exista numið 1.2 milljörðum króna. Einnig kemur fram að VÍS hafi selt Exista fasteignir, meðal annars höfuðstöðvar félagsins í Ármúla 3, sem síðar runnu inn í dótt- urfélagið Exista Properties. Vátrygg- ingafélag Íslands gaf út skuldabréf til Exista Properties vegna þessa upp á 4,5 milljarða króna. Alls kyns önnur viðskipti áttu sér stað á milli VÍS og Ex- ista og tengdra félaga. Þá kemur enn frekar fram í árs- reikningunum að á árunum 2006 til 2008 hafi arðgreiðslur frá Vátrygginga- félagið Íslands til móðurfélags síns Exista numið tæpum fjórum millj- örðum króna í heildina. Þar af nam arðgreiðslan árið 2007 1,5 milljarði króna á meðan arðgreiðslan nam 1,8 milljarði króna ári síðar. Fjórir millj- arðar runnu því frá tryggingafélaginu og til Exista í góðærinu. Arðgreiðslur út úr VÍS námu um fjórum milljörðum: Skelin Eignarhaldsfélagið Exista hélt utan um hlutabréf í sterkum rekstrar- félögum eins og VÍS og tók arð út úr þeim. Myndin er frá aðalfundi Exista 2007. Safna fyrir ferð fatlaðrar konu „Ég gæti aldrei ferðast nema vegna þessa stuðnings. Þessar ferðir hafa verið mér ótrúlega mikilvægar og eftirminnilegar,“ segir Guðrún Jóna Jónsdóttir sem varð fyrir lík- amsárás í miðbæ Reykjavíkur árið 1993 fimmtán ára gömul. Alla tíð síðan hefur hún verið mikið fötluð og bundin við hjólastól. Fyrir nokkrum árum tóku vinir hennar sig saman og hófu að safna til að gefa Guggu kost á að ferðast til útlanda. Slíkt er hvorki ódýrt né einfalt því Guðrún þarf tvo aðstoð- armenn á ferðalögum. Með mikilli elju og framlögum frá góðu fólki hefur tekist að láta draum Guggu um ferðalög rætast. Nú fer hún út einu sinni á ári með hjálp ferðasjóðsins og segir að ferðirnar séu sér mikilvægar. „Eftirminnilegasta ferðin var þegar ég sá Madonnu, uppáhalds- söngkonuna mína, á tónleikum í Lundúnum fyrir tveimur árum. Það var alveg ótrúlegt. Ég var í svo miklu tilfinningasjokki að ég grét allan tímann af gleði. Í sumar hefur stefnan verið sett á Chicago til að fara á tónleika með U2. Það verður örugglega alveg frábært þó ég efist nú um að þeir toppi til- finninguna að sjá Madonnu.“ Fyrirhugað ferðalag Guð- rúnar Jónu til Chicago verður það lengsta til þessa. Það kostar töluverða peninga að láta dæmið ganga upp og vinir Guggu hafa því sett upp sérstaka söfnunarsíðu fyr- ir ferðasjóð Guggu á Facebook. Þar er hægt að lýsa stuðningi við mál- efnið og einnig er tekið við fram- lögum, hversu smá sem þau eru, á söfnunarreikning Ferðasjóðs Guggu 515-14-405952 Kt. 520511- 0910. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Steypugljái á stéttina í sumar SUPERSEAL TOP COAT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.