Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Qupperneq 6
6 | Fréttir 27.–29. maí 2011 Helgarblað Sveitastjórn Ölfuss hefur borist bréf frá hæstaréttalögmanni þar sem þess er krafist að fyrirtækinu KNH verði greiddar um fimm milljónir króna fyrir framkvæmdir við heimreið að vatnsverksmiðju Jóns Ólafssonar, Icelandic Water Holdings. Ólafur Áki Ragnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ölfusi, viðurkennir í samtali við DV að hafa farið fram á að sveitarfélagið borgaði fyrir gerð heimreiðarinnar. Sveitarstjórnarmenn sem DV hefur talað við segjast ekki hafa haft vitn­ eskju um málið fyrr en bréf lögfræð­ ingsins barst. Þá líta margir þeirra þannig á að bæjarstjórinn fyrrver­ andi hafi með þessu farið langt út fyrir heimildir sínar. DV fjallaði um það í síðustu viku að Jóni Ólafssyni, eiganda Icelandic Wat­ er Holdings, hefði verið stefnt vegna tæplega 420 milljóna króna sjálfskuld­ arábyrgðar sem hann gekkst í vegna láns til eignarhaldsfélagsins Jervi­ stone Limited sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjum. Landsbankinn stefn­ ir Jóni í málinu og krefur hann um endurgreiðslu á láninu sem hann er í ábyrgð fyrir. Reikningur á sveitarfélag Í bréfi frá lögmanni KNH ehf. kemur fram að reikningurinn, upp á næst­ um fimm milljónir króna, sé vegna malbikunar heimreiðar að vatnsverk­ smiðju Icelandic Water Holdings. Fram kemur í bréfinu að Ólafur Áki hafi hringt í KNH og beðið um verk­ ið þar sem hann væri staddur hjá Jóni Ólafssyni. Þá á Ólafur Áki, fyrrverandi bæjarstjóri, að hafa sagt ekkert því til fyrirstöðu að byrja og að KNH ætti að vera í sambandi við Jón um frekari útfærslu á verkinu, en reikningurinn ætti að fara á sveitarfélagið. „Ég hringdi í KNH og spurði þá hvers vegna þeir hefðu ekki tekið þessa heimreið rétt eins og þær í ná­ grenninu. Þeir sögðust ekkert hafa vitað um að þeir ættu að gera það svo ég bað þá um það. Svo frétti ég ekk­ ert meira af þessu máli fyrr en sveitar­ félaginu barst reikningur upp á tæp­ ar fimm milljónir,“ segir Ólafur Áki. Hann segir sveitarfélagið hafa borgað fyrir malbikun heimreiða í nágrenn­ inu og nefnir bæina Breiðabólsstað og Litlaland sem dæmi. Þá segir hann kostnaðinn aldrei hafa verið neitt í lík­ ingu við fimm milljónir, yfirleitt hafi slíkt kostað á bilinu 150 – 400 þúsund, og því sé ljóst að sveitarfélagið muni ekki greiða svo háa upphæð fyrir mal­ bikun heimreiðar. Einkafyrirtæki í verkið „Það eina sem ég get staðfest í málinu er að KNH vann verk við að leggja bundið slitlag upp að vatnsverksmiðj­ unni í Ölfusi og við erum bara með það mál í samningaferli við sveitarfélagið Ölfus,“ segir Eiríkur Finnur Greips­ son, starfsmaður KNH, um málið. Að­ spurður um hvort einhver ágreiningur hafi komið upp í tengslum við kostn­ að á verkinu segir hann: „Auðvitað fer það ekki til lögmanns nema einhver ágreiningur hafi verið um málið en ég vona bara að það náist sátt um lausn.“ Ólafur Áki segir í samtali við DV að lengi vel hafi verið gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun að ákveðið fjár­ magn fari í malbikun heimreiða. Þá hafi aldrei verið tiltekið sérstaklega í fjárlagagerð hvaða heimreiðar yrðu teknar fyrir í hvert skipti. „Vegagerðin stjórnaði því alltaf svolítið hvaða heimreiðar væri farið í hverju sinni,“ segir hann. Aðspurður um hvers vegna Vegagerðin hafi kosið að mal­ bika ekki heimreiðina að fyrirtæki Jóns Ólafssonar segir Ólafur Áki: „Ég veit ekki endilega hvers vegna þeir slepptu því, ég spurði þá aldrei að því.“ Enginn skriflegur samningur Á fundi bæjarráðs Ölfuss fimmtudag­ inn 10. febrúar 2011 var lagt fram bréf Lögsýnar ehf. varðandi innheimtu á reikningi frá KNH hf. Á fundinum var samhljóða samþykkt að fela bæjar­ stjóra að vinna áfram í málinu í sam­ ráði við lögfræðing bæjarins. Á fund­ inum óskaði Kristín Magnúsdóttir eftir upplýsingum um allt það sem hefur verið greitt úr sveitarsjóði vegna byggingar vatnsverksmiðju Icelandic Water Holdings að Hlíðarenda. Ólafur Áki segir Icelandic Water Holdings ekki hafa verið eina fyrir­ tækið sem sveitarfélagið hafi borgað malbikun á heimreið fyrir. „Á öllum þessum stöðum eru fyrirtæki, Breiða­ bólstaður er fyrirtæki sem rekur heim­ ili fyrir fatlaða og Litlaland er fyrirtæki sem rekur hestaþjálfun. Eftir stóð Jón Ólafsson með minnstu heimreiðina, það var bara sanngirnismál að hann fengi sína heimreið eins og allir aðrir.“ Ólafur Áki segir engan skriflegan samning hafa verið gerðan við KNH þegar samið var um verkið, samning­ urinn hafi verið munnlegur eins og vanalegt sé í þessum efnum. „Lítill bútur“ Aðspurður hvort ekki hefði verið betra að gera skriflegan samning til þess að fyrirbyggja slíkan misskilning seg­ ir Ólafur: „Þetta eru nú svo lítilfjörleg mál og stjórnsýslan yrði nú mjög hæg ef við færum í að gera það allt saman.“ Aðspurður hvort það sé ekki eðlilegt að einkafyrirtæki eins og KNH rukki meira fyrir verkið en Vegagerðin seg­ ir Ólafur svo ekki vera. „Sko, þetta var svo lítill bútur, það eru bara ákveðin einingarverð í gangi og það er enginn milljónamunur á þeim.“ Hann viður­ kennir þó að hann hafi ekki séð hvert verðið var áður en hann bað KNH um að vinna verkið. „Ég sá ekki einingar­ verðið en ég veit að það eru ekki marg­ ar krónur í milli á einingarverði, þetta ræðst á olíu yfirleitt.“ Ólafur Áki segir að menn hafi unn­ ið að því hörðum höndum að laða til sín fyrirtæki og svo þegar fyrirtækið hafi risið hafi aldrei ríkt meiri deilur. Hann segir fyrirtækið hafa skapað 22 störf og samkvæmt því hefði kannski verið réttast að gefa Jóni Ólafs lóðina, eða eins og ónefndur bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum á að hafa sagt við Ólaf Áka: „Við hefðum gefið honum lóðina, hefði hann komið til okkar.“ n Fyrrverandi bæjarstjóri Ölfuss lét malbika heimreið að vatnsverksmiðju á kostnað sveitarfélags n Reikningur upp á um fimm milljónir króna frá Jóni Lofuðu að greiða fyrir malbik Jóns „Eftir stóð Jón Ólafsson með minnstu heimreiðina, það var bara sanngirnismál að hann fengi sína heim- reið eins og allir aðrir. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Sanngirnismál Vegagerðin malbikaði ekki heimreið að vatnsverksmiðju Jóns Ólafssonar. Ólafur Áki, fyrrverandi bæjarstjóri, taldi mal- bikun „sanngirnismál“. Minnsta heimreiðin Jón Ólafsson var með minnstu heimreiðina að sögn fyrrverandi bæjarstjóra. KNH hefur sent sveitarstjórn reikning upp á um fimm millj- ónir króna fyrir malbikun heimreiðarinnar. Mynd SigtRygguR aRi Lionsklúbbur eflir fíkniefnadeild Lionsklúbburinn Eir hefur fært fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 400 þúsund krónur að gjöf samkvæmt tilkynn­ ingu frá lögreglunni. Lögreglan segir að peningunum verði varið til kaupa á tækjum og búnaði fyrir deildina. Lionsklúbburinn Eir hefur um langt árabil sýnt lögregl­ unni einstaka velvild og hefur lengi styrkt baráttu hennar gegn fíkni­ efnum með rausnarlegum hætti. dagforeldrum fjölgar í Reykjavík Dagforeldrum í Reykjavík hefur fjölgað um þrjátíu frá áramótum og eru þeir nú rösklega 200 að störfum. Markvisst átak til að fjölga dagfor­ eldrum hófst í lok síðasta árs og lauk stór hópur réttindanámi í byrjun ársins, eða 35 manns. Tæplega 900 börn dvelja um þessar mundir hjá dagforeldrum í Reykjavík. Frá þessu er greint á vef Reykjavíkurborgar. Í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið er gert ráð fyrir 180 milljónum króna til að mæta aukinni þörf fyrir dagforeldra vegna stórra fæðingar­ árganga 2009 og 2010, en fyrirséð er að um 1.000 börn verði að jafnaði hjá dagforeldrum á þessu ári. Á vef borgarinnar segir að ver­ ið sé að auðvelda dagforeldrum að starfa saman í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar og verður það auglýst til leigu í sumar. Vinjettuhátíð í Viðeyjarstofu Á sunnudaginn verður haldin sér­ stök Vinjettuhátíð í Viðeyjarstofu. Há­ tíðin hefst klukkan 14.30 og stendur til 16.30. Vinjettuhöfundurinn Ár­ mann Reynisson les upp úr verkum sínum ásamt félögum hans í Leikhúsi listamanna sem hafa komið fram á skemmtikvöldum í Þjóðleikhúskjall­ aranum. Þau eru Ingibjörg Magna­ dóttir, Snorri Ásmundsson, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ragnar Kjartansson, Rakel Mcmahon, Símon Birgisson, Saga Sigurðardóttir, Ragnar Ísleifur Bragason og Margrét Bjarnadóttir. Auk þeirra koma fram listahjónin Hulda Vilhjálmsdóttir og Valgarður Bragason. Tónlistarflutningur er í höndum Kríu Brekkan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.