Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Síða 8
8 | Fréttir 27.–29. maí 2011 Helgarblað Sími 694 7911 Eikjuvogur 29, 104 Rvk. Opið mán.fim 12–18, fös. 12–16, lau. lokað VANDAÐAR LEGGINGS Í MÖRGUM LITUM OG GERÐUM. Sími 694 7911 Eikjuvogur 29, 104 Rvk. Opið mán.fim 12–18, fös. 12–16, lau. lokað VANDAÐAR LEGGINGS Í MÖRGUM LITUM OG GERÐUM. n Tveggja ára leikskóladreng á Stokkseyri refsað fyrir að pissa í buxurnar n Starfsmaður lét hann gráta hlandblautan í lokuðu herbergi „Þetta var ömurlegt og hann er ekki á leikskólanum í dag, hann fer ekki aftur í leikskólann fyrr en þessi kona er farin,“ segir ung móð­ ir tveggja ára drengs frá Stokkseyri sem er afar ósátt með vinnubrögð starfsmanns við leikskólann Æsku­ kot í bænum vegna atviks sem átti sér stað á mánudaginn síðastlið­ inn. Drengurinn litli varð fyrir því óhappi að pissa á sig í leikskólan­ um en foreldrarnir eru afar ósátt­ ir við viðbrögð eins starfsmanna leikskólans við því óhappi og hafa brugðið á það ráð að kippa drengn­ um úr leikskólanum á meðan framganga starfsmannsins er til skoðunar. Drengurinn var skilinn eftir einn, grátandi og hlandblautur í myrkri í lokuðu herbergi í dágóða stund og hefur málið sett allt á ann­ an endann í litlu samfélagi Stokks­ eyrar. Grét í einn og hálfan tíma „Hann var grenjandi í einn og hálf­ an klukkutíma, og einhvern hluta af þeim tíma var hann einn inni í lokuðu herbergi með dregið fyrir. Hinn hlutann stóð þessi kona yfir honum á meðan hann grét hland­ blautur allan tímann,“ segir móðir­ in afar ósátt við vinnubrögðin sem vakið hafa athygli og reiði með­ al bæjarbúa. Foreldrar drengsins báðust undan því að koma fram undir nafni vegna umfjöllunar DV um málið en samþykktu að greina frá sinni hlið mála svo farið yrði rétt með efnis atriði málsins. Málið til skoðunar Foreldrum drengsins þykja þetta vitaskuld afleit vinnubrögð enda eigi foreldrar að geta skilið við börn sín á leikskólum áhyggjulaus og með þá fullvissu að um þau verði séð. Móðirin segir að sonur henn­ ar fari ekki aftur á Æskukot fyrr en umrædd kona verði látin fara. For­ eldrarnir hafa samkvæmt upplýs­ ingum DV gert alvarlegar athuga­ semdir við framgöngu kennarans og komið þeim á framfæri við yfir­ völd í bæjarkerfinu þar sem málið er til skoðunar. Ísrún Albertsdóttir, leikskóla­ stjóri Æskukots, vildi ekki tjá sig um atvikið í samtali við DV, sagði það í vissum farvegi og til skoðunar hjá viðeigandi yfirvöldum. Litið alvarlegum augum Og hjá þeim er málið litið alvarleg­ um augum. Stokkseyri heyrir und­ ir sveitarfélagið Árborg og að sögn Ástu Stefánsdóttur, framkvæmda­ stjóra Árborgar, hefur aðgerðaáætl­ un þegar verið hrint í framkvæmd vegna atviksins. „Ég get sagt það að Skólaskrif­ stofa Suðurlands hefur verið fengin til að koma inn í málið og veita ráð­ gjöf og aðstoð við að finna leiðir sem allir aðilar geta sætt sig við. Sú vinna stendur yfir,“ segir Ásta í samtali við DV en skrifstofan vinnur fyrir sveit­ arfélög á Suðurlandi að sérfræði­ ráðgjöf inni í skólum og leikskól­ um landshlutans. Ásta vonar að úr vinnu skrifstofunnar komi einhver niðurstaða innan tíðar. „Málið er í vinnslu hvað varðar það að finna leiðir sem aðilar geta unað við.“ Aðspurð segir Ásta að henni sé ekki kunnugt um að viðlíka mál og þetta hafi komið upp áður í leikskól­ anum. Hún staðfestir að umrædd­ ur starfsmaður leikskólans hafi ekki verið sendur í leyfi á meðan málið er til skoðunar. Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is „Hluta af þeim tíma var hann einn inni í lokuðu herbergi með dregið fyrir. Alvarlegt mál Yfirvöld í Árborg skoða nú mál lítils drengs sem refsað var fyrir að pissa í buxurnar á leikskól- anum á Stokkseyri. Mynd SiGTryGGur Ari/TenGiST ekki efni fréTTAr Læstur inni í myrkri fyrir að pissa á sig Tryggvi Þór gefur ekki upp hvort hann sé í skilum með 25,5 milljóna króna lán: Tryggvi þögull um lánið „Ég held að þetta hljóti nú að falla undir einkamál, mín persónulega fjárhagslega staða,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðis­ flokksins, sem fékk 25,5 miljóna lán frá eigin einkahlutafélagið árið 2007, aðspurður hvort hann hafi greitt lán­ ið til baka. Slík lán eru alla jafna ólög­ leg en Tryggvi sagði að sitt lán væri það ekki þar sem það væri viðskipta­ lán. Í samtali við DV í fyrra sagð­ ist hann ætla að endurgreiða lánið árið 2010. „Eina sem ég vil segja er að ég gaf ykkur upplýsingar á sín­ um tíma en annars lít ég á þetta sem mitt einkamál,“ sagði hann núna um sama lán. Tryggvi Þór er fyrrverandi forstjóri fjárfestingabankans Askar Capital en einkahlutafélagið sem lánaði hon­ um var stofnað til að halda utan um hlutabréf hans í bankanum. Félagið fékk samtals 300 milljónir króna að láni frá Öskum og Glitni til hluta­ bréfakaupa hans í bankanum. Fé­ lagið, sem heitir Varnagli, lánaði svo Tryggva þann 12. júní 2007. Lánið var að mestu í erlendum myntum, jenum, svissneskum frönkum og evr­ um, en tíu prósent lánsins voru í ís­ lenskum krónum. Lánið hefur að öllum líkindum stökkbreyst eins og önnur gengis­ lán hafa gert eftir efnahagshrunið. Á síðasta ári hafði þó Tryggvi Þór ekki annað í hyggju en að borga lánið á gjalddaga. „Ég hef aldrei gert annað en að borga skuldir mínar,“ sagði hann í samtali við DV. Tryggvi Þór lét þau ummæli falla í síðustu viku að hann væri ekki sáttur við launin sem hann fær sem þing­ maður. Hann sagði í viðtali í kvöld­ fréttum Sjónvarpsins 17. maí síð­ astliðinn að margir þingmenn sem tilheyrðu „efri millistétt“, eins og hann sjálfur, þyrftu að borga með sér. adalsteinn@dv.is Lán á gráu svæði Varnagli, sem lánaði Tryggva milljónirnar, var í hans eigin eigu. Hann var því bæði lánþegi og lánveitandi. Mynd HeiðA HeLGAdóTTir Jón Gnarr breytir nafni Laugavegar: Vegur mann- réttinda Laugavegurinn fær nýtt nafn í dag, föstudag, en í tilefni aldarafmælis Amnesty International hefur Reykjavíkurborg ákveðið að nefna Laugaveginn upp á nýtt. Jón Gnarr borgarstjóri mun afhjúpa skilti með nýju heiti götunnar í dag klukkan 11.00 á horni Frakkastígs og Laugavegar. Mun hann heita Mannréttinda­ vegur til heiðurs hálfrar aldar baráttu sam­ takanna í þágu mannréttinda. Nafnabreytingin mun þó einungis vera virk í þrjá daga og fær vegur­ inn sitt upprunalega nafn aftur eftir helgi. Í tilkynningu frá Amnesty Inter­ national segir að sú nafngift sé vel við hæfi því Laugavegurinn hafi upphaflega verið lagður til að auðvelda ferðir þvottakvenna inn í Laugardal. Upphaf samtakanna má rekja til þess að breski lögfræðing­ urinn Peter Benenson birti grein í breska dagblaðinu The Observer en þar hvatti hann lesendur til að taka þátt í herferð til að fá lausa þúsundir fanga sem sátu gleymdir og yfirgefnir í fangelsum á grund­ velli friðsamlegrar tjáningar stjórn­ mála­ eða trúarskoðana. Herferðin átti aðeins að standa í ár en áhug­ inn reyndist gífurlegur og verkefnið allt of umfangsmikið til að það mætti leysa á einu ári. Á sjálfan afmælisdaginn, 28. maí, hvetur Amnesty International almenning til að ganga Mannrétt­ indaveginn og fagna því sem hefur áunnist í mannréttindabarátt­ unni. Gangan, sem endurspeglar von um heim þar sem allir fá notið mannréttinda, hefst klukkan 15.00 við Kjörgarð en það er Lúðrasveit­ in Svanur sem leiðir gönguna. Að henni lokinni býðst öllum að taka þátt í afmælisdagskrá á Hótel Borg þar sem fjöldi listamanna kemur fram og skemmtir gestum. Jón Gnarr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.