Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Side 12
12 | Fréttir 27.–29. maí 2011 Helgarblað Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanes­ bæjar gerir áætlanir um að bjarga fjár­ hag sveitarfélagsins með stórfelldri sölu eigna. Lífeyrissjóðum hefur þegar verið bent á að fýsilegt geti verið fyr­ ir þá að kaupa hluti í HS Veitum. Líf­ eyrissjóðir eru stórir lánardrottnar Reykjaneshafnar, en Reykjanesbær ber alla ábyrgð á þeim skuldum. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveit­ arfélaga (EFS) krafði bæjarstjórnina svara í febrúar síðastliðnum um það hvernig brugðist yrði við miklum fjár­ hagsvanda. Nefndin var svartsýn og taldi mikla óvissu ríkja um það hvort Reykjanesbær gæti staðið við skuld­ bindingar sínar til framtíðar án sölu eigna og annarra ráðstafana sem bætt gætu rekstrarafkomuna verulega. Óvissa og aftur óvissa „Af framansögðu má vera ljóst að veruleg óvissa ríkir um skipan fjármála Reykjanesbæjar og er það mat nefnd­ arinnar [...] að fjármál sveitarfélagsins stefni í óefni ef ekki tekst að bregðast skjótt við vandanum. Eru fyrri varn­ aðarorð EFS í bréfum dags. 1. októ­ ber 2009, 29. janúar 2010 og 31. ágúst 2010 því ítrekuð,“ segir orðrétt í bréfi eftirlitsnefndarinnar frá því snemma í febrúar. Við þessu bréfi var brugðist af hálfu Árna Sigfússonar bæjarstjóra með bréfi þann 4. apríl síðastliðinn. Þar er EFS gerð allítarleg grein fyr­ ir mögulegri sölu á eignum fyrir allt að 19 milljarða króna. Jafnframt eru í bréfi bæjarstjórans kynntar leiðir til fjármögnunar og hagræðingar, meðal annars vegna vanda Reykjaneshafn­ ar og Eignarhaldsfélagsins Fasteignar sem rambar á barmi upplausnar. EFF á og rekur stærstu fasteignirnar í Reykjanesbæ, svo sem skóla, íþrótta­ mannvirki og Hljómahöllina. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveit­ arfélaganna er enn á ný tilbúin með svarbréf til bæjarstjórnar Reykjanes­ bæjar. DV er ekki kunnugt um efni béfsins að öðru leyti en því að þar er enn á ný bent á alvarlega fjárhags­ stöðu bæjarins þrátt fyrir áætlanir um stórfellda sölu eigna og eftirgjöf. Laumuspil meirihlutans? Bæjarfulltrúar minnihlutans í Reykja­ nesbæ gagnrýndu harðlega þá leynd sem þeir telja að ríki um samskipti meirihlutans við eftirlitsnefndina, EFS. Kristinn Þór Jakobsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, lét færa til bók­ ar á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku að greinilega yrði að selja eignir til að komast út úr lausafjárvandanum. Al­ varlegast væri þó sú leynd sem virtist ríkja um samskiptin við EFS. „Ljóst er að ráðist hefur verið í framkvæmdir og kaup á hlutafélagi óskyldu rekstri bæj­ arfélagsins, án umræðu og afgreiðslu í bæjarráði eða bæjarstjórn. Um er að ræða kaup á hlut í Íslendingi ehf. sem er fjárfesting án heimildar á órekstrar­ hæfu hlutafélagi. Hlutafélag sem bær­ inn var áður búinn að lána rúmar 100 milljónir til rekstrar og framkvæmda og sem að auki skuldar 110 milljónir umfram eignir. Öllu alvarlegri er sú leynd sem hvílir yfir samskiptum bæj­ arins og eftirlitsnefndar með fjármál­ um sveitarfélaga.“ Fimmfalt hærri skuldir Myndin sem Friðjón Einarsson, bæjar fulltrúi Samfylkingarinnar, dró upp af fjárhag bæjarfélagsins var ekki síður dökk en sú sem Kristinn gerði að umtalsefni. Hann talaði um af­ leiðingar óskynsamlegrar fjármála­ stjórnar meirihluta sjálfstæðismanna á undanförnum árum. „Skuldir bæjar­ sjóðs hafa meira en fimmfaldast frá árinu 2002, úr rúmlega 5 milljörðum í tæpa 29 milljarða nú. Þá skuldar bær­ inn með samstæðu alls 43 milljarða. Þar vegur mest fimmföldun skulda Reykjaneshafnar frá 2002 úr 1,2 millj­ örðum í tæplega 6 milljarða nú.“ Friðjón segir í bókun sinni frá bæj­ arstjórnarfundinum að ljóst sé að stóraukin skuldsetning Reykjanes­ bæjar síðustu kjörtímabil hafi bundið sveitarfélagið skuldabagga sem hefta myndi framfarir og rekstur um langa hríð. „Skuldirnar hvíla þungt á bæjar­ sjóði sem og b­hluta fyrirtækja bæj­ arins (höfn, veitur, sorpeyðing o.fl) og ljóst er að bæta þarf eiginfjárstöðu margra dótturfyrirtækja Reykjanes­ bæjar [...] Mikilvægt er að meirihluti sjálfstæðismanna taki sér nú rögg og taki mark á athugasemdum endur­ skoðenda og minnihluta svo koma megi í veg fyrir skipbrot bæjarsjóðs,“ segir í bókun Samfylkingarinnar á fundinum. Vandi EFF Árni Sigfússon lagði fram bókun af hálfu meirihluta sjálfstæðismanna og minnti á batnandi afkomu. Að í áætl­ un ársins 2011 væri gert ráð fyrir 466 milljóna króna rekstrarafgangi fyrir fjármagnsgjöld og 2,7 milljörðum hjá samanlögðum bæjarsjóði og fyrirtækj­ um sveitarfélagsins. „Þessi jákvæða niðurstaða er greinilega ekki fagnaðar­ efni fyrir minnihlutann, fulltrúa Sam­ fylkingar og Framsóknar. Þessir aðilar hafa ekki tekið þátt í þeirri varnarvinnu sem unnin hefur verið á undanförn­ um árum við styrkingu stoða atvinnu­ lífsins í stórum áföllum sem sveitar­ félagið hefur orðið fyrir. Fjárfestingar í uppbyggingarvinnu hafa verið dýrari vegna alkunnra tafa sem hafa orðið á þessari uppbyggingu.“ Reykjanesbær greiðir nú sem svar­ ar að minnsta kosti einum milljarði króna á ári í leigutekjur til Eignar­ haldsfélagsins Fasteignar, EFF. Starf­ semi EFF er nú í höndum Klasa ehf. og Lárus Blöndal lögfræðingur og fleiri hafa verið fengnir til að greiða úr stórfelldum vanda félagsins. Eftir því sem DV kemst næst eru miklar horfur á því að Reykjanesbær tapi að minnsta kosti eins milljarðs króna hlut sínum í EFF en geti hugsanlega vænst þess að greiða lægri leigu fyrir skóla, íþrótta­ mannvirki og fleira sem nú er undir EFF. Garðabær laus úr EFF Þess má geta að Garðabær hefur los­ að sig út úr EFF með endurkaupum á fyrri áfanga Sjálandsskóla. Kaupverð­ ið var liðlega 1,1 milljarður króna og lagði Garðabær hlut sinn í EFF upp í kaupin, en hann var metinn á 118 milljónir króna. Vandi EFF er meðal annars fólginn í stórfelldum skuldum vegna nýbygg­ inga Háskólans í Reykjavík og íþrótta­ mannvirkja í Álftaneshreppi. Skuld­ irnar eru á annan tug milljóna króna. Hugsanlegt er að skólinn verði tekinn út úr EFF og viðræður eru nú við lán­ ardrottna Álftaneshrepps um afskrift­ ir skulda, en þær nema samanlagt um 7 milljörðum króna. Viðræður standa jafnframt yfir um sameiningu Álfta­ neshrepps og Garðabæjar. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir að nú sé aðeins eftir að sjá hvern­ ig semjist um skuldir Álftnesinga. „Nú er aðeins eftir að taka lokaákvörðun sem veltur á því hvernig farið verð­ ur með skuldir Álftnesinga. Þeir ræða sjálfir við lánardrottna sína. En þegar niðurstaða fæst um afskriftir skulda munum við hitta Álftnesinga aftur og setja nýju stöðuna inn í okkar líkan. Þá getum við ákveðið hvað gert verð­ ur næst. Við bíðum sem sagt róleg þar til þetta liggur ljóst fyrir. Íbúar eiga svo síðasta orðið um sameiningu í al­ mennri atkvæðagreiðslu. n Áætlanir um að Reykjanesbær selji mjólkurkýr sínar n Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga ekki enn sannfærð um áætlanir bæjaryfirvalda n Launung um samskipti við nefndina gagnrýnd Eignasala er hálmstrá „Öllu alvarlegri er sú leynd sem hvílir yfir samskiptum bæjarins og eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Reykjanesbær neyddur til að selja Seljanlegar eignir n Innstæða í Landsbanka Íslands, 2,5 milljarðar króna, bundnir ákveðnum skilmálum en hægt að losa. Skuldbinding vegna tilrauna Reykjanesbæjar til að bjarga SpKef. n Skuldabréf Magma Energy Sweden að fjárhæð 8,2 milljarðar króna á gjalddaga í júlí 2016. Greiðsla Magma fyrir HS Orku. n Eignarhlutur í HS Veitum bókfærður á 6,5 milljarða króna árið 2009. Lífeyrissjóðum bent á arðsemina og HS Veitur sem góðan fjárfestingarkost. n Land og auðlindir undir virkjanir á Reykjanesi – boðið ríkissjóði til kaups fyrir 1,8 milljarða króna. Fjármögnun n Reykjanesbær vill komast hjá því að greiða 1,8 milljarða króna í fjármagnstekjuskatt vegna sölunnar á HS Orku. n Fjármagna þarf að lágmarki 4,5 milljarða króna skuldir Reykjaneshafnar en Reykjanesbær ber fulla ábyrgð á skuldunum. n Skuldbindingar vegna Eignarhaldsfélagsins Fasteignar (EFF) eru liðlega 12 milljarðar kóna. Vonir bundnar við lækkandi kostnað en Reykjanesbær greiðir meira en einn milljarð til EFF á ári vegna leigu á skólum, íþróttamannvirkjum og fleiri bygg- ingum. Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johannh@dv.is Með fjármálin í rúst – en vinsæll Árni Sigfússon náði góðri kosningu og hreinum meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Reykja- nesbæ fyrir ári þrátt fyrir að fjárhagur bæjar- ins væri þá þegar í molum og atvinnuleysi þar það mesta á landinu. Mynd SiGtRyGGuR ARi Sligandi skuldir Álftanesbær getur ekki greitt skuldir sínar, meðal annars við EFF sem á sundlaugarmannvirki og leigir bæjarfélaginu. Mynd SiGtRyGGuR ARi Skuldugur háskóli við nauthólsvík Sveitar- félögin 10 sem eiga í Eignar- haldsfélaginu Fasteign vilja ekkert vita af milljarðaskuld- um Háskólans í Reykjavík við félagið. Mynd SiGtRyGGuR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.