Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Qupperneq 18
Laugardaginn 21. maí síðastliðinn varð alvarlegt slys í Sundhöllinni á Selfossi. Drengur á sjötta ári, Vilhelm Þór Guðmundsson, fannst meðvit- undarlaus á botni innilaugarinnar. Engin vitni voru að slysinu. Það voru unglingspiltar sem voru að leik í lauginni, sem komu að Vilhelmi litla og kölluðu á hjálp. Vilhelm var end- urlífagður og fluttur á Landspítalann í Fossvogi, þar sem hann lést daginn eftir þann 22. maí. Samkvæmt Þór- dísi Eygló Sigurðardóttur forstöðu- manni Sundhallarinnar voru tveir sundlaugarverðir á vakt þegar slys- ið átti sér stað en hvorugur þeirra varð var við neitt athugavert. Tildrög slyssins eru óljós en lögreglan á Sel- fossi og Heilbrigðiseftirlit Suður- lands, rannsaka það. Engin skrá yfir hætt komin börn Drukknunarslys hafa sem betur fer verið fátíð á Íslandi, sérstaklega í seinni tíð. Hagstofan heldur utan um tölur yfir dauðsföll og banamein, en aðeins eru til aðgengilegar tölur frá árinu 1996 til 2009. Á því tímabili er aðeins eitt barn á aldrinum 0 til 15 ára skráð með drukknun í sund- laug sem dánarorsök. Það var stúlka á sjöunda ári sem drukknaði í skóla- sundi í sundlauginni í Grindavík 23. mars árið 2001. Þá lést 16 ára gamall drengur, Þórður Ingi Guðmundsson, sem fannst meðvitundarlaus í Kópa- vogslaug þann 26. apríl árið 2007. Hann var í skólasundi þegar atvik- ið átti sér stað. Þórður komst aldrei til meðvitundar og lést 22. septem- ber sama ár. Lögregla lauk rann- sókn málsins án þess að tildrög slyss- ins kæmu í ljós. Ekkert barn hafði drukknað í sundlaug á Íslandi frá því að Þórður lést og þangað til Vilhelm litli lést síðastliðinn sunnudag. Ekki er til skrá yfir slys þar sem börn hafa verið hætt komin í sundlaugum. Vitundarvakning árið 1994 „Það er ekki neinn annar málaflokk- ur þegar kemur að öryggismálum sem hefur verið unnið jafn ötullega í og þessi,“ segir Herdís Storgaard, framkvæmdastjóri Slysvarnarhúss- ins, sem síðastliðna tvo áratugi hef- ur stöðugt fylgst með slysum þar sem drukknun eða nærdrukknun á sér stað. „Það hefur orðið gífurlega mik- il fækkun á drukknunum á börnum. Þegar ég og læknar á Barnaspítala Hringsins gerðum rannsókn árið 1994, þegar þessi umræða var að fara af stað, þá var drukknunartíðni barna gífurleg hér á landi og flest þessi drukknunarslys voru að ger- ast á opinberum sundstöðum.“ Her- dís vill meina að umræðan sem hófst í kringum 1994 hafi orðið til þess að drukknunartíðni hafi lækkað jafn mikið og raun ber vitni. Flest slys á landsbyggðinni Rannsóknin árið 1994 er sú eina sem gerð hefur verið gerð á drukknunar- tíðni. Rannsóknartímabilið náði frá 1984 til 1993 yfir börn á aldrinum 0 til 14 ára. Á þessu tímabili urðu 48 drukknanir/nærdrukknanir, 13 börn létust, 35 lifðu af og 3 þeirra hlutu varanlegan heilaskaða. Í rannsókninni kom í ljós að 70 prósent slysanna áttu sér stað á landsbyggðinni og 42 prósent þeirra áttu sér stað á opinberum sundstöð- um. Árið 1994 voru í fyrsta skipti gefn- ar út leiðbeinandi reglur um örygg- ismál af menntamálaráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga en í október á síðasta ári var gefin út reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum á vegum Umhverfis- ráðuneytisins. Laugarnar flóknari Herdís bendir á að á sama tíma og framfarir hafi orðið í öryggismálum þá hafi sundlaugar orðið mun flókn- ari vinnustaðir en áður sem hef- ur valdið því að sundlaugarverðir hafa í enn fleiri horn að líta. Á sífellt fleiri sundstöðum eru vatnsrenni- brautir og leikföng. „Þetta þarf alltaf að skoða í heild sinni ef verið er að kaupa þennan búnað. Það sem hefur verið að gerast á opinberum sund- stöðum hérna er að þetta eru ekki lengur sundlaugar. Þetta eru orðn- ir hálfgerðir leikjagarðar. Þetta er kannski eitthvað sem fólk hefur ekki verið að átta sig á. Alveg burtséð frá drukknunum þá er auðvitað mik- ið af öðrum slysum líka, sérstaklega í vatnsrennibrautum og þetta geta verið alvarleg slys.“ Fjöldatakmarkanir nauðsynlegar „Ef ég tek saman þau slys sem ég hef yfirlit yfir, sem eru nánast öll slys sem hafa gerst síðastliðin 30 ár að þá eru þetta oft sólríkir sumardagar. Það er oft erfitt að fylgjast með þegar það eru svona margir í laugunum,“ segir Herdís sem vill sjá fjöldatakmarkan- ir í sundlaugum. Í nýju reglugerðinni er tekið fram að við hönnun sund- og baðstaða skuli setja leyfilegan gestafjölda inn í starfsleyfi. Á eldri sundstöðum er það hlutverk heil- brigðiseftirlitsins að meta leyfilegan hámarksfjölda. Samkvæmt upp- lýsingum frá heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík hefur umhverfisráðuneyt- ið þó ekki gefið þeim nægilega góðar leiðbeiningar um hvernig matið skuli fara fram. Því hafa enn ekki verið settar fjöldatakmarkanir inn á sund- staðina, en eftirlitsferðir eru farnar fjórum sinnum á ári. Í reglugerðinni er jafnframt tekið fram að við hönnun nýrra lauga skuli gert ráð fyrir nauðsynlegri lýsingu, myndavélum og öryggiskerfi sem tryggi öryggi undir vatnsyfirborði. Samkvæmt Umhverfisráðuneytinu er þó ekki gerð krafa um að laugar bæti þessum búnaði við nema ef ráð- ist sé í endurbætur. Ástæðan er sú að erfitt er að koma búnaðnum fyrir í til- búnum laugum. Ekki gert ráð fyrir starfsfólki Að mati Herdísar þarf ekki eingöngu að setja fjöldatakmarkanir á gesti heldur þarf líka að fjölga starfs- mönnum í mörgum sundlaugum. „Það segir sig sjálft að þegar menn eru að byggja þessar laugar, með innilaugum, útilaugum, busllaug- um, sánu og öllu þessu, þá bara þarf að vera með fleiri starfsmenn og það þarf að skilgreina starfsmenn- ina. Þetta er aldrei tekið með inn í heildarkostnaðaráætlun þegar farið er af stað út í þessar byggingar. Svo er þetta svo dýrt í rekstri að það er lágmarks fjöldi starfsmanna.“ Þá seg- ir hún ákveðinn vanda bundinn við smærri sundstaði úti á landi þar sem aðeins einn starfsmaður er á vakt hverju sinni sem bæði sinnir laugar- gæslu, afgreiðslu og búningsklefum, en miðað við gildandi reglugerð og eldri reglur skal laugarvörður fylgjast stöðugt með gestum í laugum og á laugarsvæði. Þá stendur þar skýrum stöfum hann skuli ekki sinna öðru starfi samhliða. Að mati Herdísar er víða pottur brotinn í þeim efnum. Þurfa að búast við drukknun Herdís tekur þó fram að umræðan megi ekki vera á einn veg, enda sé slys röð atvika. „Það sem oft hefur gerst, eins og sýnt var í gömlu rannsókninni til dæmis, þá er þetta oft vegna þess að barnið verður viðskila við hinn fullorðna í augnablik og þar er hættu- mómentið. En þá verður sundlaug- in að vera tilbúin. Þegar starfsfólkið mætir í vinnuna á hverjum degi þá verður það að vera undir það búið að einhver drukkni. Að þeir séu á tánum og geti brugðist strax við út fyrir venj- una. En það firrar samt aldrei fullorð- ið fólk ábyrgð á börnunum sínum.“ 18 | Fréttir 27.–29. maí 2011 Helgarblað Dýr rekstur bitnar á öryggi sundgesta Víða pottur brotinn Herdís vill sjá fjöldatakmarkanir á sundstöðum og að aukamannskapur sé skilyrðislaust kallaður út ef óvænt fjölgar í laugunum. n Banaslysum í sundlaugum hefur fækkað gífurlega á síðstu árum n Reglugerð um öryggi á sundstöðum fyrst gefin út í fyrra n Margir hundsa reglugerðina„Þegar starfsfólkið mætir í vinnuna á hverjum degi þá verð- ur það að vera undir það búið að einhver drukkni Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Síðustu daga hefur á netinu gengið grein undir yfirskriftinni Drukknun lítur ekki út fyrir að vera drukknun eftir Mario Vittone, sem mikið hefur skrifað um öryggi í sjó og vatni. Þar lýsir hann því hvernig drukknun sé yfirleitt hljóðlát og að börn drukkni í mörgum tilfellum rétt hjá foreldrum sínum og jafnvel í augsýn þeirra. Ósjálfráð viðbrögð drukknandi einstaklinga eru ekki eins og flestir halda, því sjaldnast er um að ræða hróp og köll. Samkvæmt Hafþóri Guðmundssyni, lektori í íþrótta- fræðum, eru upplýsingarnar í grein Vittone mjög þarfar, sérstaklega fyrir mikla sundþjóð eins og Íslendinga. Ósjálfráð viðbrögð drukknandi einstaklinga: 1. Þeir eru í flestum tilfellum líkam- lega ófærir um að kalla á hjálp. 2. Munnurinn fer upp og niður úr vatninu en er aldrei nógu lengi fyrir ofan yfirborðið til að anda inn og út og kalla á hjálp. 3. Þeir rétta handleggina út og ýta höndunum niður til að reyna að komast upp úr vatninu. Þeir geta því ekki veifað. 4. Frá því að drukknunarástand hefst verða handahreyfingar ósjálfráðar. Einstaklingar geta því ekki teygt sig í björgunarbúnað. 5. Líkaminn er alltaf uppréttur í vatninu og engin merki um spörk. Ef drukknandi einstaklingi er ekki bjargað af öðrum einstaklingi getur hann aðeins barist um í 20 til 60 sek- úndur áður en hann fer í kaf. Banaslys í sundlaugum síðastliðin 10 ár: Þórður Ingi Guðmundsson, Kópavogs- laug 26. apríl 2007. 16 ára. Vilhelm Þór Guðmundsson. Sundhöllin á Selfossi 21. maí 2011. 5 ára. Nepölsk stúlka sem var nýflutt til Grindavíkur. Sundlaugin í Grindavík. 6 ára.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.