Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Page 23
Úttekt | 23Helgarblað 27.–29. maí 2011 „Þeir sem starfa í þessu kerfi gera það af miklum heilindum, það þarf hins vegar að hugsa þetta upp á nýtt því það er of mikið lagt á ungar sálir,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson sem hefur helgað sig því að bæta aðbúnað barnungra fíkla í íslensku samfélagi. Guðný Sigurðardóttir, móðir ungr- ar stúlku í neyslu sagðist í viðtali við DV vera óánægð með öll meðferðar- rúrræði því yfirleitt væri það hluti af prógramminu að senda börnin heim í helgarleyfi. Í einu helgarleyfinu not- aði dóttir hennar tækifærið og datt í það. „Þegar börnin eru komin langt í neyslu þýðir ekkert að senda þau heim í helgarleyfi. Sérstaklega ef þau eru mótfallin því að vera í meðferð. Það fyrsta sem þau gera er að láta sig hverfa.“ Guðný segist enn fremur oft hafa komið að lokuðum dyrum. Neyð- arvistun á Stuðlum sé eina úrræðið fyrir foreldra í hennar stöðu. „Það eru bara fimm laus pláss þarna og um helgar er nánast allt fullt. Á með- an er ekki einu sinni leitað að henni því það er tilgangslaust meðan eng- in úrræði eru í boði þegar hún finnst. Þannig að við höfum þurft að sætta okkur við að hún sé áfram í neyslu og ógeði þar til það losnar pláss fyrir hana.“ Dæmi um foreldra sem taka enga ábyrgð Bragi segist skilja gagnrýnina en seg- ir hana ekki alltaf vera sanngjarna. Hún er ósköp skiljanleg sé tekið mið af þeirri gríðalegu vanlíðan að sjá barnið sitt í þessum aðstæðum. Hún er hins vegar ekki ætíð sann- gjörn því oftast reyna barnaverndar- starfsmenn og meðferðaraðilar að gera meira en raunverulega er hægt að ætlast til. Á hinn bóginn eru ein- stök dæmi um ófaglega vinnu eða að óhóflegt starfsálag starfsmanna komi í veg fyrir að foreldar og börn fái þá hjálp og þjónustu sem við gerum kröfu til að veitt sé. Í þeim tilvikum er gagnrýnin réttmæt en þetta þarf að meta út frá einstökum málum. Þá er ekki unnt að líta framhjá því að til eru dæmi um foreldra sem finna að öllu sem reynt er að gera en telja sig ekki bera neina ábyrgð sjálfir. Sem betur fer eru þetta undantekningar, lang- flestir foreldrar sem ég hef reynslu af gera allt sem í þeirra valdi stend- ur, axla sína ábyrgð og maður hlustar að sjálfsögðu af athygli á þeirra gagn- rýni, hún er oftast málefnaleg og við eigum að læra af henni.“ Biðtíminn er óviðunandi Bragi segir Barnaverndarstofu hafa meðferðarþörf unglinga og bráða- vistun í neyðartilvikum til sérstakrar skoðunar. Í undirbúningi séu tillögur til velferðarráðuneytisins í þeim efn- um. Hann segir eftirspurn eftir mis- munandi meðferðarúrræðum ásamt neyðarvistun vera breytilega frá ein- um tíma til annars. Oft sé neyðar- vistun í bráðatilvikum fullskipuð svo ekki reynist unnt að verða við beiðn- um um innlögn. „Slíkt er að sjálf- sögðu óviðunandi. Að auki þyrfti að vera unnt að skipta unglingum niður eftir aldri eða kyni því blöndun ein- staklinga á aldrinum 13 til 18 ára ork- ar mjög tvímælis.“ Bragi segir átta rými vera í grein- ingarmeðferð á Stuðlum, biðtíminn sé 2–3 mánuðir sem sé óviðunandi. „Hins vegar geta orðið miklar sveifl- ur í þessum efnum, þannig var t.d. ekki nóg eftirspurn til að fylla rými í fyrrahaust og voru því laus pláss í einn til tvo mánuði.“ Þessu til viðbótar nefnir Bragi langtímameðferðarúrræði sem boð- ið er upp á í Laugalandi (Eyjafirði), Háholti (Skagafirði) og Lækjabakka (Rangárvöllum) en nokkrir einstak- lingar bíða eftir slíkri meðferð sem fyrirsjáanlega komast inn á næstu 2 til 4 vikum. Að lokum er boðið upp á MST- meðferð. Þar sem hámarksrýma- fjöldi á hverjum tíma er 32. Bragi segir engan biðlista vera í þessa með- ferð. Kreppan bitnar á barnungum fíklum „Áhyggjur Barnaverndarstofu lúta nú aðallega að neyðarvistun í bráðatilvikum annars vegar og úr- ræðum fyrir unglinga sem eru í mik- ili neyslu og þurfa „lokaða“ meðferð vegna mótþróa hins vegar. Tillögur eru í pípunum varðandi þessi atriði sem er nú verið að skoða í tengslum við áhrif af fyrirhugaðri lögfestingu Barnasáttmála SÞ en í henni felst að líklega verði Barnaverndarstofu gert kleift að sinna afplánun refsivist- ar vegna óskilorðsbundinna dóma. Vonir standa til að því verki verði lok- ið fljótlega en um talsvert flókið úr- lausnarefni er að ræða til að mæta þessum ólíku þörfum þannig að raunhæft sé miðað við ástandið í rík- isfjármálum þessa stundina.“ Óhæfa að vísa börnum á götuna Bragi segir þá staðreynd, að börnum sé vísað á götuna eftir að hafa gist fangageymslur þegar fjölskyldur geta ekki tekið við þeim vegna ástands þeirra og engin laus pláss í neyðar- vistun, almennt vera óhæfu. „Það er almennt óhæfa að vísa börnum á götuna til að þau „finni sinn botn“. Vera má að þetta geti ver- ið viðeigandi fyrir fullorðna alkóhól- ista en við höfum ekkert leyfi til að koma þannig fram við börn í neyslu – við berum einfaldlega á þeim ábyrgð. Á hitt ber að líta að það er jafn óæski- legt að loka börn inni á stofnunum gegn vilja þeirra í lengri tíma, ár eða lengur, án þess að gefa þeim tækifæri til að láta reyna á það sem þau hafa lært í meðferðinni. Slík frelsissvipt- ing í lengri tíma gengur gegn rétti barnsins og stuðlar að andúð þeirra á þeim sem vinna með þeim og skilar ekki árangri.“ Hver eru úrræði fyrir foreldra barnungra fíkla? „Úrræði sem beinast að foreldrum eru fyrst of fremst ráðgjöf og stuðn- ingur á vegum barnaverndarnefnda. Þá sinnir Foreldrahús mjög mikil- vægu starfi fyrir foreldra sem Barna- verndarstofa hefur stutt af fremsta megni. Til viðbótar er svo ráðgjöf á göngudeild SÁÁ. Á vegum Barnaverndarstofu er hins vegar svonefnd Fjölkerfameð- ferð, MST, í boði en hún beinist hvort tveggja að foreldrum og unglingum. Barnaverndarnefndir sækja um hana þegar úrræði samanber framan- greint duga ekki. Þá má geta þess að reglulegir fjölskyldufundir eru á meðferðarheimilum fyrir unglinga sem rekin eru á vegum Barnavernd- arstofu en í þeim taka foreldrar þátt.“ Er hægt að gera betur? „Þá teldi ég rétt að efla starfsemi Foreldrahúss, en á þess vegum er til dæmis símaráðgjöf sem veitt er all- an sólarhringinn. Þá væri æskilegt að geta veitt foreldrum barna í með- ferð á heimilum Barnaverndarstofu meiri stuðning. Almennt verður hins vegar að segja að meginvandinn er fólginn í því að ekki er aðgengileg foreldrafærniþjálfun (e. Parenting) á landsvísu eins og er að finna í mörg- um okkar nágrannasamfélögum, sem reynist foreldrum barna í vanda gjarnan afar dýrmætur. Í aðgerðar- áætlun ríkisstjórnarinnar sem sam- þykkt var á Alþingi 2007 og vísað er í málefnasamningi núverandi ríkis- stjórnar er kveðið á um þetta en því miður hefur það ekki gengið eftir sem skyldi. Almennt þurfa foreldrar barna í vanda á mun fjölbreyttari stuðningi að halda er varðar eflingu foreldra- færni. Til eru gagnreyndar aðferðir í þessum efnum, til dæmis „Triple p“, sem hafa hlotið útbreiðslu víða um heim sem æskilegt væri að innleidd- ar væru á Íslandi. Í þessum efnum má vísa til tilmæla Evrópuráðsins til aðildarríkjanna um „Positive Parent- ing“ 2006.“ Foreldrar hafa þó úrræði og Hall- dór Hauksson, yfirsálfræðingur á Barnaverndarstofu, bætir við mál Braga og nefnir til að mynda PMT (e. Parent Management Training). „PMT er mjög viðkennd og útbreidd aðferð í þjálfun foreldrafærni og hef- ur verið í boði á ákveðnum stöðum á Íslandi um árabil.“ Nú sendi forstöðukona á Stuðlum erindi til Umboðsmanns barna vegna þess að brestur er á því að lagaákvæði um að óheimilt sé að hýsa börn undir lögaldri gegn vilja foreldra sé fylgt eft- ir. Hver er þín sýn á þetta? „Sú hugmynd sem hér er lýst er góðra gjalda verð en hins vegar verð- ur þetta mál ekki leyst með lögreglu- aðgerðum. Það verða að vera fyr- ir hendi viðeigandi úrræði fyrir þau börn sem strjúka af heimilum sín- um, þar með talið öflugri vinna með foreldrunum samanber það sem að ofan greinir. Unglingar strjúka af heimilum ef þeir ætla sér, og verða sér úti um úrræði til þess ef þau ætla sér. Þá má ekki gleyma því að hluti þessara unglinga er að flýja vanda á heimilum sem þarf að ráða bót á.“ Eiga þessi börn eitthvað sameigin- legt hvað varðar aðbúnað á heimili? „Fjölskyldubakgrunnur meiri- hluta unglinga í neyslu er að hlut- fallslega fleiri alast upp hjá öðru for- eldrinu eða öðrum en foreldrum. Um þetta má lesa í ársskýrslum Barna- verndarstofu á undanförnum árum.“ Foreldrar barna í neyslu eru afar ósáttir við meðferð- arúrræði sem þeim er boðið upp á og finnst þeir skorta stuðning frá yfirvöldum til þess að bjarga barninu frá því að það sjálft og aðrir valdi því óbætanlegum skaða, jafnvel dauða. Börnum í lífshættulegri neyslu er ítrekað vísað á götuna. Börnum vísað á götuna„Það er almennt óhæfa að vísa börnum á göt- una til að þau finni sinn botn. þeir þurfa til þess að ná betri árangri. „Ég þekki rosalega marga sem vinna að barnaverndarmálum hjá sveitarfélögunum og svo að með- ferðarmálum hjá meðferðarheiml- inum. 99 prósent af þessu fólki er harðduglegt, frábært fólk sem vinn- ur undir miklu álagi fyrir lág laun. Maður er ekki sáttur við margt sem gert er, tækin og tólin sem þessu fólki eru gefin duga ekki. Ég veit til þess að starfsmenn barnaverndarnefnda eru með risastóran bunka af erfiðum málum á borðinu hjá sér og svo eru svo fá pláss, málin flókin og gríðar- lega þung. Svo eru þeir með foreldra á bakinu á sér sem eru óánægðir með allt sem gert er og vilja ekki taka neina ábyrgð.“ Reynslupokinn stækkar og stækkar Jóhannes gagnrýnir meðal ann- ars bið eftir meðferð, hversu með- ferðartíminn er stuttur og að börnin séu send í leyfi á meðan á meðferð stendur. Þess utan finnst honum skorta betri meðferðarúrræði og kallar á nýja stefnu í málefnum barn- ungra fíkla. „Meðferðartíminn er of stutt- ur og slitinn. Það er ótækt að senda börnin í leyfi og biðin er líka erfið fyrir foreldra og skaðleg fyrir börn- in. Því hvað gerist á þessum mánuð- um? Hvað gerist á einni viku. Jafnvel á einum degi í einu partíi? Svo fara þau með reynslupokann á bakinu og alltaf stækkar hann. Þessi heimur er stórskaðlegur. Stúlkur og strákar eru í vændi og það eru tíðar nauðgan- ir, jafnvel hópnauðganir og gróft of- beldi.“ Það þarf peninga í málaflokkinn „Það þarf að búa til einhverja stefnu í þessum málum, það þarf að tala við fólkið sem vinnur á gólfinu. Það þarf að fá hugmyndir frá þeim hvernig á að gera hlutina og það þarf að færa Barnaverndarstofu nær þeim með- ferðaraðilum sem eru að vinna á gólfinu. Það er stór gjá þarna á milli. Þetta kostar auðvitað peninga. Það þarf að setja meiri peninga í þenn- an málaflokk að mínu mati og það skilar sér þúsundfalt til baka. Í föstu- dagsþætti Kastljóss verðum við með fréttaskýringu um það hver kostn- aður samfélagsins er því hann er gíf- urlegur og fíkniefnavandinn eykur á kreppuna í öllum skilningi. “ Minningarsjóður Sigrúnar Mjallar Fjölskylda Jóhannesar mun starf- rækja sjóð í minningu Sigrúnar Mjallar og úr honum verður ung- mennum í meðferð veittur styrkur til skapandi verkefna. „Sigrún Mjöll var alltaf tilbú- in til þess að hlaupa í öll verkefni. Hún var ótrúlega kraftmikil. Sum- ir starfsmenn á meðferðarheim- ilum litu bara á hana sem starfs- mann. Hún reis upp fyrir krakkana sem voru þarna og barðist fyrir rétt- indum þeirra. Svona var hún yfirleitt og það eru til margar fallegar sögur af henni, hvað hún var hvatvís og kraft- mikil. Ég heyrði stundum á henni þegar hún var að koma úr þessum meðferðum að hana vantaði frekari verkefni. Hana langaði að gera eitt- hvað meira. Það skortir á meðferðar- heimilum, það þarf að vera meira um skapandi verkefni fyrir þessa krakka. Þetta eru bráðgáfaðir einstaklingar í flestum tilfellum sem fara í neyslu og ótrúlega duglegir, kunna að bjarga sér og þeir þurfa að finna sinn far- veg. Það er hægt að bjóða upp á al- veg endalausa möguleika. Mummi í Mótorsmiðjunni var með vísi að þessu en það þarf að gera betur og svona heimili þurfa að vera rekin af ríkinu. Það eru til dæmi um þetta á Norðurlöndunum sem hafa gefið mjög góða raun. Minningarsjóðurinn verður með því sniði að krakkar geta sótt um í sjóðinn og koma þá með hugmynd að einhverju verkefni sem er skap- andi og skemmtilegt og bætir já- kvæðri reynslu í sarpinn. Þannig á sjóðurinn að starfa og úthlutunin mun fara fram 22. desember ár hvert á afmælisdegi Sigrúnar Mjallar. Þetta er það sem hún hefði viljað gera sjálf og mjög í hennar anda.“ Á götunni Eftirspurn eftir plássi í neyðarvistun er langt umfram framboð segja foreldrar barnungra fíkla. Bragi Guðbrandsson staðfestir þetta. Þegar foreldrar geta ekki tekið á móti barninu er því vísað á götuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.