Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Síða 24
24 | Úttekt 27.–29. maí 2011 Helgarblað
Sunna Mjöll Magnúsdóttir var á há-
degisfundi hjá tólf spora samtökum
þegar Sigrún Mjöll vinkona henn-
ar lést. Deginum áður hafði Sigrún
Mjöll sent henni póst á Facebook
þar sem hún lýsti yfir þrá sinni til að
verða edrú og laus við fíknina og bað
vinkonu sína um að standa sterka
sér við hlið, því hún ætlaði aðeins að
fara á eitt djamm í viðbót. Það fékk
Sunna Mjöll aldrei tækifæri til þess
að gera og lát Sigrúnar varð henni
mikið áfall. Sunna Mjöll gekk í gegn-
um algjört helvíti í sinni neyslu, hún
gekk svo langt að hún seldi sig fyrir
fíkniefni. Hún vinnur nú markvisst
úr reynslu sinni og stefnir á að verða
meðferðarfulltrúi.
Í uppreisn gegn foreldrum okkar
„Ég og Sissa kynntumst á Hlemmi.
Við vorum nokkrir krakkar sem
fannst gaman að hanga þar saman.
Okkur fannst spennandi að vera þar
og vera með eldra liði sem hékk þar.
Við urðum ekki góðar vinkonur strax
en svo fórum við í meðferð saman
inni á Stuðlum 2007 og þá urðum við
óaðskiljanlegar.“
Sunna var í neyslu með Sissu frá
byrjun. „Við hittumst á Hlemmi og
svo héldum við oftast til í húsi sem er
kallað Dogshás og er rétt hjá Kling og
Bang galleríi. Við vorum þar að gasa
og drukkum hverja einustu helgi.
Neyslan vatt upp á sig og við vorum
líka að fá okkur á virkum dögum.
Sissa byrjaði svo snemma að fikta við
kannabis. Við vorum alltaf nokkr-
um skrefum á eftir henni. Ég fór sjálf
seint að fikta við kannabis. Ég notaði
áfengi, tók stundum sjóveikispillur,
mest í læknadópi.“
Spurð um andann í hópnum seg-
ir hún hann hafa einkennst af mikilli
uppreisn og óbilandi trú á eigin mátt.
„Við vorum alltaf einhvern veginn í
mikilli uppreisn gagnvart foreldrum
okkar. Við ætluðum að sýna þeim að
við gætum þetta. Okkur langaði til að
sýna þeim að við gætum hugsað um
okkur sjálfar, við værum sterkar. Jafn-
vel sterkari en foreldrar okkar.“
Sóttu í eldri krakka
Sunna segir þær hafa verið yngstar í
þessum hópi krakka. „Við sóttumst í
að vera með eldri krökkum og fannst
upphefð í því. Ég var rosalega lengi
að koma mér í harðari efni. Sissu
fannst þetta hins vegar allt svo rosa-
lega spennandi og var alltaf æst í að
fá að prufa, hana langaði einhvern
veginn til að prófa allt. Það kom ekki
oft fyrir að hún yrði hrædd.“
Þegar á leið fór Sunna að taka sín
fyrstu edrúskref og dró sig úr sam-
skiptum við Sissu og félagana. Hún
heyrði hins vegar fréttir af henni og
hitti hana annað slagið.
Eldri maður dró hana út í harða
neyslu
Sunna segist hafa verið slegin þeg-
ar hún hitti Sigrúnu árið 2010, árið
sem hún lést. „Sissa hafði alltaf verið
ótrúlega glöð og það átti allt að redd-
ast. Hún hafði óbilandi trú og innra
með henni var sterkur lífsneisti. Ég
fann ekki fyrir sömu stelpunni þegar
ég hitti hana. Ég sá að hluti af henni
var að hverfa. Ég fann ekki í henni
það sem ég hafði alltaf áður getað
fundið. Kannski sá ég þetta skýrar
vegna þess að þá hafði ég verið edrú
í marga mánuði en Sissa var með
fallega sál og átti fallegar óskir. Hún
ræddi oft um að hana langaði til þess
að verða edrú og byggja upp betra
samband við vini og fjölskyldu. Hún
þráði að fá að hitta föður sinn aftur
og eiga í reglulegum samskiptum við
hann. Hún leit upp til hans, þau voru
í raun afar lík.“
Sunna segir Sigrúnu hafa orðið
svo langt leidda vegna kynna sinna
af eldri manni sem var langt leiddur
í neyslu og notaði stóra skammta af
sterku læknadópi.
„Ég bjóst ekki við því að Sissa væri
komin í morfínneyslu. Þegar fólk hef-
ur neytt mikils af læknadópi þá hætt-
ir það að virka og þá tekur það mor-
fín. Með morfíni ferðu alltaf í vímu,
sama hvað þú ert langt leiddur.“
Héldum að við værum ódauðleg
Sunna segist hafa ætlað að hjálpa
Sigrúnu. Hún hafi skilið vandann
sem Sigrún var í og fannst hún vera í
þeirri stöðu að geta staðið sterk með
henni. „Hún var vinkona vina sinna
og var alltaf til staðar fyrir vini sína.
Hún var alveg ótrúlega traust, það
var eiginlega alveg sama hvar á land-
inu hún var stödd, hún var boðin og
búin til þess að veita vinum sínum
skjól. Ég ætlaði að endurgjalda henni
þetta þegar hún skrifaði mér bréf og
sagði mér að hún vildi verða edrú.
Ég ætlaði að standa sterk með henni
í þessu og hjálpa henni úr fíkninni.“
En Sunna náði ekki í hana. „Ég
náði ekki í hana, ég reyndi að hringja
í vini hennar og ná sambandi við
hana en án árangurs. Ég ætlaði að
bjóða henni með mér á fund. Degi
seinna var hún dáin.“ Sunna seg-
ir andlát Sissu vinkonu hennar hafa
markað tímamót í sínu lífi. „Ég fékk
algert áfall. Það er svo oft sem maður
hugsar: Ég dey ekki. Við getum ekki
dáið. Við erum svo ung. Það er bara
eldra, sjúskaða liðið sem deyr. Þetta
hugsuðum við. Þegar Sissa dó sáum
við öll hvað þetta er mikið bull.“
Féll í sorginni
Sunna hafði verið edrú í nokkuð
langan tíma þegar hún fékk fregnir af
andláti Sissu.
Hún féll í eitt skipti stuttu eftir frétt-
irnar. „Ég réð ekki við þetta. Ég ein-
faldlega hrundi á mjög viðkvæmum
tíma á meðan ég var að byggja mig
upp. Ég féll og fór á djamm eftir að ég
heyrði fréttirnar og í mínum huga var
ég að kveðja hana, dauðann og fíkn-
ina á táknrænan máta. Þetta var svo
yfirþyrmandi vont. Það var ótrúlega
erfitt að takast á við þetta.“
Sunnu gengur vel í dag. Ég er í 12
spora samtökunum og er með sterkt
fólk í kringum mig. Ég fór að sækja
tíma hjá sálfræðingi og vinn mark-
visst úr reynslu minni. Ég leyfi mér
að syrgja og finna til og er ekki að
bæla tilfinningar mínar niður. Mér
finnst mér ganga vel. Ég hef verið
edrú núna í 10 mánuði og tek einn
dag í einu.“
Fékk fyrsta sopann ellefu ára
hjá mömmu
„Stundum ertu fæddur fíkill, þú fæð-
ist inn í aðstæður sem þú verður síð-
an að eyða lífinu í að breyta. Síðan er
það þannig að þú getur orðið fíkill.
Börn sem prófa fíkniefni verða mjög
oft fíklar. Alveg sama hverjar fjöl-
skylduaðstæðurnar eru. Þannig var
það hjá Sissu. En ekki hjá mér.“ Sunna
útskýrir fyrir blaðamanni að nán-
ast allir fjölskyldumeðlimir hennar
séu alkóhólistar og hún segist hafa
fengið fyrsta sopann hjá móður sinni
þegar hún var aðeins 11 ára.
Svaf hjá karlmönnum fyrir
fíkniefni
„Ég byrjaði að drekka rosalega ung.
Ég var bara 11 ára. Ég kem úr alkó-
hólískri fjölskyldu. Mamma mín, ég,
pabbi minn, afi minn og amma mín.
Þau eru öll alkóhólistar en fjölskylda
mín er edrú í dag. Við vorum í útilegu
og það var mjög kalt. Það var hrollur
í mér og mamma sagði mér að það
væri fullorðinsappelsínudjús í skott-
inu til að hlýja mér. Þetta var vodka
með appelsínugosi. Þá fann ég fyrst
fyrir frelsinu sem áfengið veitir. Eftir
þetta fór að verða svona helgarhefð
að hún keypti fullorðinsdjús handa
mér og ég komst fljótt upp á lagið og
byrjaði að drekka.“
Sunna segist hafa sogast hratt inn
í heim harðari fíkniefna. „Við gerðum
allt til að redda okkur fíkniefnum um
tíma. Sjálf gekk ég svo langt að sofa
hjá karlmönnum fyrir fíkniefni. Þá
var ég bara 14 ára. Ég er enn að vinna
úr því sem ég varð fyrir á þessum
tíma. En ég held að það hefði ekkert
getað komið í veg fyrir þetta. Þetta er
sterkara en allt. Sterkara en móður-
ástin eins og fyrrverandi fíkill sagði
í Kastljósþætti um daginn. Ég get
ekki talið kvöldin sem mamma hef-
ur hringt í mig grátandi. Mér var ein-
hvern veginn alveg sama.“
Fer á fund á hverjum degi
Sunna hefur aðeins einu sinni farið
í meðferð. Það var á Stuðlum 2007.
„Ég lærði margt þar. Annars hef ég
verið svo stolt að ég hef ekki viljað
fara í fleiri meðferðir. Frekar hef ég
verið heima hjá mér og tekið þetta út
með kvölinni. Það er mikill munur á
því að vera ofdrykkjumanneskja og
alkóhólisti og fíkill. Fólk hættir. Eitt-
hvað gerist og fólk hættir. Það eignast
börn, verður veikt og hættir. En þegar
maður er með þennan sjúkdóm, þá
er einhvern veginn ekkert sem kem-
ur í veg fyrir skammtinn.“
Sunna beitir sig hörðu til að halda
sér edrú. „Ég fer á fund á hverjum
degi og tek einn dag í einu. Nú eru
komnir 10 mánuðir og ég er stolt af
þeim árangri. Ég leyfi þessu rúlla
eins og gengur og gerist.“
Ætlar að láta drauma sína
rætast
„Ég á mér drauma sem ég ætla að
láta rætast. Ég var rekin úr grunn-
skóla mjög ung og var ekki í skóla í
heilt ár áður en ég fór í 10. bekk. Ég
ákvað síðan að fara í Menntaskólann
í Kópavogi, en það gekk illa þar sem
ég var í neyslu. Ég féll í öllu. Mig lang-
ar rosalega til að verða meðferðar-
fulltrúi. Ég held að ég geti orðið góð
í því. Ég stefni að því.“
UnglingsstúlkUr í heimi
daUða, vændis og fíkniefna
n Æskuvinkonur og neyslufélagar Sigrúnar Mjallar, þær Sunna, Helena og Erla Rún, eru
allar edrú í dag n Þær rifja upp vináttuna og neyslusöguna öðrum til varnaðar.
Sogaðist hratt inn í heim harðari fíkniefna „Við gerðum allt til að redda okkur
fíkniefnum um tíma. Sjálf gekk ég svo langt að sofa hjá karlmönnum fyrir fíkniefni.“ „Við lifðum svo
hratt og fíknin er
svo sterk – enginn hefði
getað hjálpað okkur
„Fékk fullorðins-
djús um helgar hjá
mömmu 11 ára