Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Page 28
28 | Erlent 27.–29. maí 2011 Helgarblað Wikileaks mun halda sínu striki „Hann hefur það bara þokkalegt miðað við allt. Til langframa eru þetta auðvitað frekar óyndislegar kringumstæður, að hafa ekkert ferða- frelsi og geta ekki athafnað sig eins og maður vill,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður uppljóstrunarsíðunn- ar Wikileaks, um líðan Jul ians Ass- ange, aðalritstjóra síðunnar. Assange er enn staddur á sveitasetrinu Ell- ingham Hall í Norfolk þar sem hann bíður málsmeðferðar í framsalskröfu Svía – en þar hefur hann verið sak- aður um kynferðisglæpi. Mál hans verður tekið fyrir þann 12. júlí næst- komandi en þangað til þarf hann að ganga um með ökklaband með stað- setningarbúnaði og er í raun í stofu- fangelsi. Lítið hefur verið fjallað um mál- efni Wikileaks í vestrænum fjölmiðl- um að undanförnu, og því ákvað blaðamaður að slá á þráðinn til Kristins og athuga gang mála. Starfsemin gengur vel „Hún fer auðvitað fram í gegnum tölvusamskipti, þannig að skert ferðafrelsi hefur í raun ekki stórkost- leg áhrif á starfsemina,“ segir Krist- inn, aðspurður hvort starfsemi Wiki- leaks gangi hnökralaust fyrir sig. „Þetta hefur verið að ganga sinn gang – hægt, hljótt og örugglega. Ekkert sérstaklega hljótt reyndar í ýmsum heimshlutum, við höfum verið að byggja upp samstarfsnet við æ fleiri fjölmiðla um allan heim í tengslum við birtingu á sendiráðsskeytunum. Um er að ræða rúmlega 70 fjölmiðla, þar á meðal annars eitt af stærstu blöðum Indlands, The Hindu, sem kemur út daglega í 1,5 milljónum eintaka. Birting The Hindu á sendi- ráðsgögnunum hefur nú þegar vald- ið miklu fjaðrafoki enda ljóstruðu þau upp um mikla spillingu á æðstu stöðum í stjórnsýslu Indlands. Þá höfum við einnig gert samning við japanska blaðið Asahi Shimbun, sem er gefið út í tíu milljónum eintaka daglega, og því eitt stærsta dagblað í heimi. Þannig að þrátt fyrir að starf- semin sé ekki áberandi á Vesturlönd- um um þessar mundir, þá sitjum við fjarri því auðum höndum.“ Svört mynd máluð í Bandaríkj- unum Bandaríska sjónvarpstöðin PBS sýndi á þriðjudagskvöld fréttaskýr- ingarþáttinn Frontline, sem hefur verið talsvert í umræðunni vestan- hafs. Umfjöllunarefni þáttarins var Wikileaks, og fékk þátturinn titilinn „Wikisecrets“ eða Wiki-leyndarmál. Í þættinum er máluð talsvert svört mynd af Wikileaks og Julian Assange, og látið að því liggja að uppljóstrun- arsíðunni hafi mistekist að vernda heimildamenn sína. Assange hefur þó alltaf haldið því fram, að síðan búi yfir tæknilegum búnaði sem trygg- ir ætíð nafnleysi uppljóstrara – svo ómögulegt sé að starfsmenn Wiki- leaks viti hverjir uppljóstrararnir séu. Kristinn tekur í sama streng: „Já, ég verð að segja að mér fannst þessi þáttur ekki merkilegur. Satt best að segja hefur verið máluð mjög svört mynd af Wikileaks í Bandaríkjun- um og þetta er engin undantekning. Gæti það verið til að þóknast stjórn- völdum eða öðrum hagsmunaaðil- um. Staðreyndin er hins vegar sú að nýlega var gerð könnun í 20 löndum um afstöðu fólks til Wikileaks og kom þar í ljós, að mikill meirihluti í 19 af 20 löndum lýsti sig ánægðan með starfsemi Wikileaks. Aðeins í Banda- ríkjunum var hlutfallið okkur ekki í hag, en þrátt fyrir það mældist þar 40 prósenta stuðningur. Sem er í raun ótrúlegt miðað við fréttaflutninginn sem þaðan berst.“ Viðurkenning Amnesty Kristinn benti einnig á að þegar 50 ára afmælisskýrsla Amnesty Int- ernational var gefin út á dögun- um, var nær einvörðungu fjallað um Wikileaks. „Í skýrslunni var eitt meginumfjöllunarefnið Wikileaks, og hvernig síðan hefur verið hreyfi- afl í þeim umskiptum sem við horf- um upp á í dag í Norður-Afríku og Arabaheiminum öllum. Við höfum svona haldið því varfærnislega fram, en fáum það nú staðfest af hálfu Amnesty, að birting gagna frá Tún- is hafi ýtt töluvert undir þróun mála þar – allt frá því að byltingarneist- inn kviknaði uns Ben-Ali og einræð- isklíka hans var horfin frá völdum. Boltinn barst síðan til Egyptalands og heldur auðvitað áfram að rúlla í dag, eins og við höfum fylgst með í fréttum.“ Heiður fyrir Assange Af Julian Assange er það annars að frétta, að hann hlaut á dögunum gullverðlaun Friðarstofnunarinnar í Sydney, Sidney Peace Foundation, sem er hluti háskólans í Sydney. „Já, fyrir utan þessa viðurkenningu sem við teljum okkur hafa fengið frá Am- nesty International, eru þessi verð- laun auðvitað kærkomin. Á síðast- liðnum 14 árum hafa þau aðeins verið veitt fjórum sinnum – en þau eru aðeins veitt þegar tilefni þykir til. Aðrir verðlaunahafar eru til að mynda Nelson Mandela og Dalai Lama, þannig að þetta verður að telj- ast ágætis félagsskapur,“ segir Krist- inn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks. n Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, segir að uppljóstrunarsíðan sitji síður en svo með hendur í skauti n Lítil umfjöllun um síðuna á Vesturlöndum Verðlaunahafi Julian Ass- ange vígreifur með gullverðlaun Friðarstofnunarinnar í Sydney. Nóg að gera Kristinn Hrafnsson starfar sem talsmaður uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks. „ ... mikill meirihluti í 19 af 20 löndum lýsti sig ánægðan með starfsemi Wikileaks. Líkir samkyn- hneigðum við dýr Samkynhneigðir í Frakklandi eru vægast sagt hneykslaðir eftir að þing- maðurinn Brigitte Baréges líkti þeim við dýr. Á fimmtudag voru umræð- ur á franska þinginu um hjónabönd samkynhneigðra, þegar Baréges tók til máls, en hún er meðlimur í UMP- flokki Nicolas Sarkozy. „Ef við leyfum það, eru þá dýrin ekki næst á dagskrá? Eða fjölkvæni?“ Er þetta enn ein vís- bendingin um hina íhaldsömu átt sem UMP-flokkurinn virðist vera að taka, jafnvel til að hrifsa aftur til sín at- kvæði sem hann hefur misst til Þjóð- fylkingar Marine Le Pen. Aðrir flokkar hafa hins vegar farið fram á opinbera afsökunarbeiðni frá Baréges. Mladic handsamaður „Í dag, snemma í morgun, handtók- um við Ratko Mladic. Við höfum hafið vinnu að framsali hans nú þegar.“ Þetta sagði forseti Serbíu, Boris Tadic, á fimmtudag. Tadic tilkynnti að einn eftirsóttasti stríðsglæpamaður síðari tíma, Ratko Mladic, hefði verið hand- tekinn í Serbíu. Líklega verður hann framseldur til sérstaks dómstóls Sam- einuðu þjóðanna sem fer með stríðs- glæpi í stríðinu á Balkanskaga sem átti sér stað á síðasta áratug síðustu aldar. Mladic er meðal annars talinn hafa verið á bak við fjöldamorðin í Srebre- nica, þar sem Serbar myrtu um 10 þúsund Bosníumenn í einum alvar- legustu þjóðernishreinsunum síðari tíma. Samkvæmt fréttum frá Serbíu hefur DNA-rannsókn staðfest að mað- urinn sem var handtekinn sé í raun Mladic. Edwards verður ákærður Bandaríski stjórnmálamaðurinn John Edwards, sem margir muna eftir sem varaforsetaefni Johns Kerry í forseta- kosningunum árið 2004, verður lík- lega ákærður fyrir fjármálamisferli. Edwards sóttist einnig eftir tilnefningu demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2008 og veitti þá Barack Obama og Hillary Clinton harða samkeppni. Á þeim tíma barðist eiginkona hans, Elizabeth, við brjóstakrabbamein – en hún hafði þangað til stutt eigin- mann sinn dyggilega og verið hans helsti ráðgjafi. Edwards sýndi þakk- læti sitt ekki betur en svo, að hann tók sér ástkonu á meðan eiginkona hans barðist við krabbamein. Ástkonan var úr starfsliði Edwards og fór svo að þau eignuðust barn á laun árið 2008. Edwards er gefið að sök að hafa borgað konunni fyrir þagmælsku, og notað til þess fjármuni úr opinberum kosningasjóðum sínum. Þess má geta að Elizabeth Edwards lést úr brjósta- krabbameini síðla árs 2010, en hálfu ári áður sagði hún skilið við eigin- mann sinn. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.