Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Qupperneq 32
Þ ráinn Bertelsson hefur í gegnum tíð- ina verið botnlaus uppspretta bóka og bíómynda sem kætt hafa þjóðina. Er þar nærtækast að nefna líf-mynd- irnar sem munu lifa með þjóðinni, lík- lega að eilífu. Eins og hann lýsir í ævi- sögu sinni, Einhvers konar ég, var æska hans erfið þó sjálfur gráti hann það ekki í dag. Hann fæddist sjálfstæðisárið 1944 og var alinn upp af einstæðum föður, nokkuð sem ekki þekktist í þá daga. „Þetta var eitthvað splunkunýtt þá og átti sér engan samastað í samfélaginu. Móðir mín var geðveik og var á Kleppi frá því ég fædd- ist og þar til hún dó, fimmtíu árum síðar. Að alast upp svona gerir minn fjölskyldubakgrunn öðruvísi en gengur og gerist. Ég ólst upp á hrak- hólum og skipti oft um heimili. Skólagangan var eftir því, upp og niður. Við tilheyrðum einn- ig þessum fátækustu lögum þjóðfélagsins. Í dag finnst mér ég aldrei hafa upplifað neinn skort þó það sé ekki alveg víst að hamborgarakyn- slóðin myndi láta bjóða sér ýmislegt sem ég gerði í æsku,“ segir Þráinn og hlær við. Pabbi var góður maður „Hann var pabbi minn og sem barn leit ég mik- ið upp til hans,“ segir Þráinn aðspurður hvernig maður faðir hans hafi verið. Þráinn segir mik- inn kærleik hafa fylgt föður hans sem hafi ver- ið mikilvægt þegar þröngt var í búi. „Pabbi var góður maður því það var sama hversu mikið skorti í búið, alltaf var nóg til af ástríki og kær- leik. Kærleikur er jafnnauðsynlegur fyrir sálina og súrefni og matur eru fyrir líkamann. Hann var líka húmoristi og stríðinn en ég held að hann hafi eilítið misst fótanna í lífinu við þessa örðugleika. Það er, að eiga konu sem var miklu yngri en hann og sjá hana hverfa inn í geðveiki. Eftir fæðingu mína fór hún inn á Klepp og var á ýmsum deildum þar. Hún kom aldrei inn í lífið aftur. Þannig upplifði ég aldrei hvernig það væri að eiga móður. Þetta móðurleysi sem ýmsir hafa sjálfsagt vorkennt mér yfir var bara eðlilegt ástand fyrir mér. Mér fannst skrítið að eiga móður,“ segir Þráinn. En hvenær fór hann að átta sig á að heimilis- haldið væri ekki eins og hjá flestum öðrum? „Það kom bara smátt og smátt. Það var byrj- að að fara með mig í heimsóknir til móður minnar og það gekk á ýmsu með það. Stund- um var hún róleg og hægt að ná lágmarks sam- bandi við hana en stundum var hún mjög óró- leg og þá var farið með mig út. Alveg frá því ég man eftir mér vissi ég að ég ætti móður á lífi en ég vissi líka að hún væri veik og væri ekki með okkur þess vegna. Þau veikindi skildi ég samt ekki.“ EinEltið myndaði skráP Á þessum tíma voru afskaplega fá úrræði fyrir geðveikt fólk, bæði hvað varðar lyf og umönnun. Geðveiki var að mörgu leyti heldur ekki sam- þykkt sem sjúkdómur í samfélaginu og þurfti fólk oft að lifa í skömm, ætti það veikan ættingja. „Það hefur mikið verið talað um skömmina sem fylgir geðsjúkdómum,“ segir Þráinn. „Ég varð var við það í skóla og í æsku að sumir skólafélagar vissu af þessu og þetta var notað í þeim tilgangi að stríða og leggja mig í einelti. Það svo sem náði aldrei neitt sérstaklega til mín. Mér fannst það alltaf soddan rugl að það væri verra að vera geð- veikur en veikur að einhverju öðru leyti,“ segir hann og bætir við: „Þegar verið er að núa manni geðveiki í ætt- inni um nasir er átt við að maður sé smitaður. Það er náttúrlega algjörlega út í bláinn. Þessar aðstæður og þetta uppeldi gerði það að verkum að hversu mjúkur sem maður er að upplagi fékk ég tiltölulega snemma ákveðinn skráp. Ég er al- inn upp á götum Reykjavíkur. Afskaplega venju- legur harðhaus úr „slömmum“ Reykjavíkur.“ datt óvart inn í blaðamEnnsku Eftir Þráin liggja ótal ritverk, kvikmyndir og þættir. Á sínum yngri árum hafði hann þó ekki hugmynd um hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór, eins og börnin segja. Faðir hans krafðist þess að hann kláraði stúdentspróf en sjálfur myndi hann svo ráða framhaldinu. „Ég lét þetta eftir gamla manninum með miklum harmkvælum en hafði svo ekki hugmynd um hvað mig langaði að gera. Ég var í hinu og þessu og þýddi heilmikið fyrir Moggann. Dró fram lífið á því og fór aðeins í lögfræði í háskólanum. Ég var alltaf góður í íslensku og bauðst síðar starf sem prófarka- lesari á Vísi heitnum þar sem Jónas Kristjánsson var ritstjóri,“ segir Þráinn en það var þar, fyrir algjöra tilviljun, að hann breyttist úr prófarkalesara í blaðamann. „Ég var himinsæll sem prófarkalesari í tölu- verðan tíma. Einn daginn gerðist það þó að einn blaðamaðurinn var veikur og þá kom Jón- as til mín og bað mig um að fara í viðtal sem sá hinn sami átti að taka. Hann sagði mig svo skratti góðan í íslensku að ég hlyti að geta skrifað eitt viðtal. Mér fannst líka mjög auð- velt að skrifa þetta, töluvert auðveldara en að lesa prófarkir. Það var líka lukka með það sem ég skrifaði og þannig var ég tekinn úr próförk- unum og settur í blaðamennskuna. Eins og alla blaðamenn fór mig síðar strax að láta mig dreyma um að skrifa bækur. Svo byrjaði ég á því og skrifaði nokkrar vondar bækur,“ segir Þráinn og brosir út í annað. ForsEnda líFsins Er að Finna jaFnvægi í sjálFum sér Á yngri árum Þráins var sjónvarpið að byrja hér á Íslandi. „Það voru mörg ungmenni með listrænar tilhneigingar sem voru á því að kvik- myndagerð væri afskaplega skemmtileg. Ég lét til leiðast með þeim tískustraumi og fór út í kvikmyndagerð þar sem ég komst inn í góðan skóla þar sem ég kláraði nám í fræðunum. Það náði að skila mér inn á sjónvarpið en þar hætti ég rétt fyrir 1980 og fór út í kvikmyndagerð á eigin reikning.“ Það er kannski eins gott að Þráinn synti með straumnum þarna því annars væri Ísland ekki eins ríkt í dag. Því fyrir utan að hafa gert líf- myndirnar ber Þráinn einnig ábyrgð á perlun- um um Jón Odd og Jón Bjarna og þáttaröðina Sigla himinfley svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur gert margt á sinni lífsleið og veit því ekki alveg hvað hann á að kalla sig. Rithöfund, kvikmyndagerðar- mann eða alþingismann. Það skiptir hann samt engu máli. „Ég vil bara vera ég sjálf- ur. Það sem ég er að leita að er ánægja af lífinu og að geta notið lífsins. Forsenda þess að njóta lífsins er að finna eitthvert jafnvægi eða öryggi inni í sjálfum sér,“ segir hann. „Ég held að það sé algjör tilviljun að ég hafi leitað að þessu jafnvægi í lífinu á þessum listrænu 32 | Viðtal 27.–29. maí 2011 Helgarblað Rithöfundurinn, kvikmyndagerðarmaðurinn og nú síðast alþingis- maðurinn Þráinn Bertelsson vakti mikla athygli á dögunum þegar hann sagðist ekki þola fasistapakk en tvær þingkonur Sjálfstæðisflokksins tóku orðin til sín. Veruna á Alþingi segir hann hafa breytt sér að hluta til hins verra því hann hafi aldrei verið jafndónalegur og hann er nú. Tómas Þór Þórðarson settist niður með Þráni og ræddi um uppeldið með einstæðum föður og kynnin af geðveikri móður, hvernig tilviljunin ein ýtti honum út í skrif og hversu ánægður hann var með brotthvarf þremenninganna úr VG. „Ég er alinn upp á götum Reykjavíkur. Afskaplega venjulegur harðhaus úr „slömmum“ Reykjavíkur. „Ég tala nákvæm- lega eins og mÉr sýnist“ myndir sigtryggur ari jóHannss o n
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.