Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Side 33
Viðtal | 33Helgarblað 27.–29. maí 2011 ­sviðum­frekar­en­einhverjum­öðrum­praktísk- um­sviðum.­Ef­blaðamaðurinn­hefði­ekki­verið­ veikur­og­ég­sendur­ í­viðtalið­gæti­ég­allt­eins­ verið­að­lesa­prófarkir­ennþá.­Vísir­kemur­enn­ út­í­dag­og­heitir­DV.­Ég­gæti­setið­hérna­frammi­ og­ verið­ að­ spurja­ blaðamenn­ hvernig­ þeim­ dytti­í­hug­að­nota­ypsilon­þar­sem­það­eigi­ekki­ við,“­segir­Þráinn­og­hlær.­ Alls konAr fífl vAlist inn á þing „Ég­ fór­ bara­ inn­ á­ hugsuninni:­ Hingað­ og­ ekki­ lengra!“­ segir­ Þráinn­ aðspurður­ um­ þá­ ákvörð- un­hans­að­fara­út­í­pólitík­og­alla­leið­inn­á­Al- þingi.­ „Mér­ var­ orðið­ misboðið­ löngu­ áður­ en­ búsáhaldabyltingin­skall­á­og­ég­tók­henni­sem­ frelsandi­ straumi.­ Einn­ angi­ byltingarinnar­ var­ að­ágætis­fólk­kom­saman­og­efndi­til­framboðs­ undir­ nafni­ Borgarahreyfingarinnar.­ Hún­ hafði­ mjög­ stutta­ og­ auðskilda­ stefnuskrá­ sem­ höfð- aði­ mjög­ skart­ til­ mín­ þegar­ ég­ las­ hana­ á­ net- inu.­Ég­hafði­samband­við­þetta­fólk­eins­og­skot­ og­sagði­að­þetta­væri­eitthvað­sem­ég­vildi­taka­ þátt­ í.­Aðeins­nokkrum­vikum­síðar­voru­kosn- ingar­búnar­og­ég­kominn­inn­á­þing,“­segir­Þrá- inn­sem­er­ánægður­með­að­áhrif­einstakra­þing- manna­séu­ekki­meiri­en­raun­ber­vitni. „Ég­ hef­ ekkert­ sérstaklega­ stórar­ hugmynd- ir­ um­ að­ stjórnmálamenn­ geti­ breytt­ hlutum­ á­ skömmum­tíma.­Það­tók­nú­íhaldið­átján­ár­að­ rústa­ öllu­ hérna.­ Sem­ betur­ fer­ eru­ innbyggð- ir­ í­ lýðræðið­ margir­ varnaglar­ gegn­ gífurlegum­ breytingum.­Ég­finn­það­núna­sem­alþingismað- ur,­að­það­að­koma­einhverju­jákvæðu­til­leiðar­ er­mjög­seinlegt.­Sömuleiðis­eru­áhrif­einstakra­ þingmanna­ mjög­ takmörkuð­ sem­ er­ líka­ eins­ gott.­Inn­á­þingið­hafa­valist­alls­konar­fífl­í­gegn- um­tíðina­og­hefði­öll­vitleysan­verið­samþykkt­í­ gegnum­tíðina­byggjum­við­í­undralandi.“­ EkkErt lítið frAmboð áorkAð mEiru Þráinn­er­í­dag­þingmaður­vinstri-grænna­þótt­ hann­segist­skuldbundinn­stefnuskrá­Borgara- hreyfingarinnar­ og­ kosningaloforðum­ hennar­ fyrst­og­fremst.­Töluverðar­sviptingar­hafa­verið­ í­ kringum­ þingmenn­ Borgarahreyfingarinnar­ og­slitu­þrír­af­fjórum­þingmönnum­hennar­sig­ út­úr­henni­og­stofnuðu­Hreyfinguna.­Þrátt­fyrir­ neikvæðnina­í­kringum­þetta­framboð­sem­sló­ svo­í­gegn­2009­tekur­Þráinn­ekki­undir­að­saga­ hennar­sé­harmsaga. „Það­sem­Borgarahreyfingin­vildi­voru­lýð- ræðislegar­ umbætur.­ Hún­ vildi­ breyta­ stjórn- arskrá,­að­sótt­yrði­um­aðild­að­ESB­og­þjóðin­ fengi­síðan­að­kjósa­hvort­hún­vildi­vera­þar­eða­ ekki.­Þessi­atriði­eru­öll­ í­pípunum­í­dag.­Mér­ er­ til­efs­að­nokkurt­ lítið­ framboð­hafi­nokkru­ sinni­ fengið­ meiru­ áorkað­ en­ þetta­ framboð­ Borgarahreyfingarinnar.­Það­eina­sem­er­mis- lukkað­er­að­reyna­að­byggja­upp­stjórnmála- afl­til­lengri­tíma,“­segir­Þráinn­sem­sleit­sig­frá­ Borgarahreyfingunni­á­sínum­tíma­með­nokkr- um­látum. „Í­ nýrri­ bók­ stjórnmálafræðingsins­ Eiríks­ Bergmanns,­ Sjálfstæð­ þjóð­ –­ trylltur­ skríll­ og­ landráðalýður,­er­skýrt­frá­því­að­félagar­mínir­í­ Borgarahreyfingunni­bitu­það­í­sig­að­umsókn­ um­ aðild­ að­ ESB­ og­ Icesave­ væri­ tengt­ með­ einhverjum­ þræði­ sem­ ég­ skildi­ aldrei,“­ segir­ hann.­ „Þau­ kusu­ á­ móti­ því­ grundvallaratriði­ að­þjóðin­ætti­að­fá­að­velja.­Ég­treysti­mér­ekki­ til­að­ganga­á­bak­orða­minna­við­kjósendur­og­ þarna­varð­ákveðinn­trúnaðarbrestur­með­okk- ur.­Hann­lagaðist­nú­ekki­þegar­sú­umhyggju- sama­Margrét­Tryggvadóttir­fór­að­senda­pósta­ í­allar­áttir­um­að­hún­hefði­ talað­um­það­við­ geðlækna­ og­ sálfræðinga­ að­ ég­ hlyti­ að­ vera­ geðbilaður.“ í bEstA fAlli tAkmArkAlAus HEimskA Við­stöldrum­við­þessi­orð­Þráins­um­Margréti­ Tryggvadóttur­alþingiskonu.­Um­miðjan­ágúst­ 2009­ stóð­ Borgarahreyfingin­ í­ ljósum­ logum­ eftir­ að­ Margrét,­ sem­ þá­ var­ samflokkskona­ Þráins,­ sendi­ óvart­ tölvupóst­ á­ fjölda­ með- lima­ flokksins­ þar­ sem­ hún­ sakaði­ hann­ um­ að­vera­með­alzheimer­og­haldinn­þunglyndi.­ „Við­höfðum­áhyggjur­af­því­snemma­í­sumar­ að­ hann­ væri­ að­ síga­ í­ eitthvert­ þunglyndi­ en­ svo­virtist­það­brá­af­honum.­Ég­ræddi­við­sál- fræðimenntaðan­ mann­ í­ dag­ sem­ er­ vel­ inni­ í­ ­málum­ hreyfingarinnar­ og­ hann­ grunar­ að­ Þráinn­sé­með­alzheimer­á­byrjunarstigi,“­stóð­ meðal­annars­í­póstinum. Þessi­orð­Margrétar­tók­Þráinn­ekki­inn­á­sig.­ „Skrápurinn­gerði­það­að­verkum.­Mér­er­alveg­ nákvæmlega­sama­hvort­Margrét­Tryggvadótt- ir­heldur­að­ég­sé­bullandi­geðveikur­eða­ekki.­ Það­ er­ bara­ ekki­ mitt­ vandamál.­ Hvað­ henni­ finnst­ skiptir­ mig­ ekki­ nokkur­ máli.­ Hins­ veg- ar­fannst­mér­þetta­yfirgengileg­framkoma­því­ þetta­er­í­besta­falli­takmarkalaus­heimska­og­í­ versta­falli­mjög­ljótur­atvinnurógur,“­segir­Þrá- inn­ákveðinn.­„Þannig­brást­ég­við­þessu­með­ því­að­snúa­formlega­baki­við­þessum­félögum­ mínum.­ Þessi­ trúnaðarbrestur­ snéri­ líka­ að­ stjórn­ Borgahreyfingarinnar­ sem­ hafði­ með- tekið­þessa­pósta­frá­Margréti­án­þess­að­hafa­ samband­við­mig.­Þannig­er­viðskilnaður­minn­ við­þetta­ágæta­fólk­tilkominn.“­ En­talar­hann­við­Margréti­í­dag? „Ég­tala­nú­ekki­við­hana­mér­til­gamans.­Ég­ sit­ með­ henni­ i­ nefnd­ og­ svona­ og­ allt­ í­ góðu­ með­það.­Við­bjóðum­hvort­öðru­góðan­daginn­ og­svona­en­seint­mun­ég­tala­við­hana­mér­til­ skemmtunar.“ þvErmóðskA vinstri-grænnA Þráinn­ var­ óháður­ þingmaður­ um­ tíma­ eftir­ viðskilnaðinn­ við­ Borgarahreyfinguna­ en­ seg- ir­það­hafa­verið­alveg­ómögulegt­þar­sem­Al- þingi­er­skipulagt­í­kringum­flokka.­Hann­gekk­ á­endanum­til­liðs­við­VG­en­það­val­var­honum­ ekkert­sérstaklega­erfitt.­ „Eftir­því­sem­ég­lifi­lengur­og­hugsa­meira­ um­þjóðfélagið­mitt­finnst­mér­tvö­mál­standa­ upp­úr.­Annað­er­að­ef­við­náum­ekki­fram­jöfn- uði­milli­okkar­sem­ætlum­að­búa­hérna­mun­ ójöfnuðurinn­aukast.­Og­þar­sem­ójöfnuðurinn­ ríkir­er­aldrei­friður.­En­einnig­til­þess­að­hafa­ gaman­af­lífinu­og­geta­lifað­því­á­jákvæðan­hátt­ þurfum­við­að­hafa­fallegt­umhverfi.­Við­verð- um­að­fara­að­vakna­til­meðvitundar­um­að­við­ erum­bara­gestir­hérna.­Sú­kynslóð­sem­nú­er­ uppi­á­ekki­plánetuna.­Hvar­eru­þessi­baráttu- mál­skýrust?­Jöfnuður­og­umhverfismál?­Það­er­ í­Vinstri-grænum.­Þarna­er­líka­flott­fólk­sem­ég­ vil­vera­í­flokki­með,“­segir­hann­en­viðurkennir­ þó­að­flokkurinn­sé­ekki­fullkominn. „Það­ eru­ mörg­ herbergi­ í­ húsi­ herrans­ og­ í­ VG­ er­ dálítið­ mikið­ af­ þvermóðskuliði­ með­ miklar­ öfgaskoðanir­ og­ á­ móti­ málamiðl- unum­ sem­ mér­ finnst­ þrengja­ þennan­ flokk.­ Flokk­ sem­ þyrfti­ að­ vera­ stærri.­ Mér­ finnst­ að­ ef­þessi­þvermóðska­fyrir­ítrustu­sjónarmiðum­ og­krafan­um­að­allir­lagi­sig­að­stefnu­VG­víki­ aðeins­og­í­stað­þess­opni­flokkurinn­faðminn­ sé­aðeins­tímaspursmál­hvenær­VG­nái­því­sem­ græningjar­hafa­náð­til­dæmis­í­Þýskalandi.“ þrEmEnningArnir áttu Að fArA miklu fyrr Í­ mars­ síðastliðnum­ gerðist­ það­ að­ þau­ Lilja­ Mósesdóttir,­ Atli­ Gíslason­ og­ Ásmundur­ Ein- ar­Daðason­sögðu­sig­úr­þingflokki­VG­eftir­að­ hafa­verið­á­öndverðum­meiði­við­ríkisstjórn- ina­um­nokkurn­tíma.­Þráinn­sér­ekki­eftir­þre- menningunum.­ „Ég­var­voða­feginn­þegar­þremenningarn- ir­fóru.­Ég­skildi­aldrei­af­hverju­þau­gátu­ekki­ komið­ sér­ burt­ fyrst­ þeim­ leið­ ekki­ vel­ þarna.­ Ef­ég­er­í­samkvæmi­og­mér­leiðist­þá­fer­ég­en­ geri­ekki­kröfu­um­að­allir­hinir­fari.­Ég­var­líka­ orðinn­voða­leiður­á­því­að­liggja­undir­stöðug- um­skætingi­um­að­ég­væri,­sem­félagi­í­þing- flokknum,­aðili­að­því­að­þagga­niður­umræðu­ og­ beita­ skoðanakúgun.­ Að­ ég­ væri­ sekur­ um­ hluti­sem­hefði­aldrei­hvarflað­að­mér­að­gera.­ Úr­ því­ að­ þessir­ blessaðir­ ­kverúlantar­ fengu­ ekki­sínu­framgengt­og­tóku­það­svona­ofboðs- lega­nærri­sér­fannst­mér­að­þeir­hefðu­átt­að­ fara­ miklu­ fyrr,“­ segir­ hann­ og­ er­ einfaldlega­ nokkuð­reiður­út­í­þremenningana. „Ég­var­miklu­reiðari­þessum­þremenning- um­fyrir­að­bera­upp­á­mig­skoðanakúgun­en­ ég­var­út­ í­hana­Möggu­Tryggva­ fyrir­að­segja­ að­ ég­ væri­ klikkaður.­ Mér­ finnst­ ljótt­ að­ kúga­ fólk­ en­ mér­ finnst­ ekkert­ ljótt­ að­ vera­ klikk- aður,“­ segir­ Þráinn­ og­ hlær.­ „Samstaða­ er­ lyk- ilorðið.­ Að­ rjúfa­ þessa­ samstöðu­ þegar­ vinstri­ „Mér er alveg nákvæmlega sama hvort Margrét Tryggvadóttir heldur að ég sé bullandi geðveikur eða ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.