Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Page 37
Viðtal | 37Helgarblað 27.–29. maí 2011 Einu sinni kom vinur hans í heimsókn með konu sinni og mætti honum úti á túni þar sem hann var að slá. Vinur- inn spurði Ólaf fregna af bróður hans og hann sagði að bróðir sinn hefði far- ið til Bandaríkjanna og þar sem hann hefði verið hinn mesti framkvæmda- maður hefði hann eflaust farið í stríð og verið drepinn.“ Vilhjálmur hlær enn og segir að konan hafi verið dauð- skelkuð þegar Ólafur talaði svona með beran ljáinn í hendinni. Óaði við þeim framliðnu Einn morguninn kom Ólafur svo fram í kaffi og spurði hvaða umgangur hefði verið í húsinu, hann hefði séð mikið af fólki sem var að búa sig til brottfarar. „Mamma hélt að það væri óráð á hon- um en svo virtist ekki vera. En eftir þetta hrakaði honum og eftir hálfan mánuð var hann dáinn.“ Eins og fram hefur komið hefur Vilhjálmur sjálfur vott af skyggnigáfu. „Það er nú þekkt að blindir menn halda skyggnigáfunni. Um tíma bjuggu tveir kvenmenn hér hjá mér en þeir fóru þegar ég fór að hugsa betur til þeirra. Ég fékk nefni- lega víruspest og var að heiman í fjóra mánuði. Þegar ég kom aftur óaði mig við því að fara að búa aftur með fram- liðnu fólki en svo andaði svo góðu á móti mér þegar ég kom aftur að ég bar hlýrri hug til þeirra. Og þá fóru þær.“ „Ert þú huldukona?“ En þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann var sóttur heim af framliðnum konum. Einu sinni kannaðist hann við konu, hana Ragnhildi móðursyst- ur vinkonu sinnar. „Þær voru nauða- líkar og ég þekkti sögu Ragnhildar þannig að ég vissi vel hver hún var. Hún hafði lent í miklum erfiðleikum. Hún varð ólétt eftir mann sem var trú- lofaður annarri. Hún eignaðist dreng en dó frá honum þegar hann var sjö ára gamall.“ Ragnhildur settist að á Hnausum um tíma og það með leyfi Vilhjálms. „Ég fór að ganga í svefni eftir slys. Þá var ég stundum í öðrum heimi. Einu sinni fór ég fram á klósettið og kíkti inn í eldhús þar sem hún sat með dreng sem virtist vera sjö ára gamall. Ég spurði hana hvort hún væri huldu- kona en hún sagðist vera framliðin. Þú mátt alveg vera hér, sagði ég þá. Svo man ég ekki meir fyrr en ég vakna upp um morguninn.“ Eftir þetta sá hann hana tvisvar. Í annað skiptið settist hún á móti hon- um þar sem hann sat við eldhúsborð- ið. „Ég hef víst deplað augunum því hún hvarf um leið. Ég er líka trúað- ur þótt ég sé hjátrúarfullur og spurði guð: „Almáttugur drottinn minn, er hún ekki búin að vera hér nógu lengi?“ Ég fékk svar því eftir það var hún farin.“ Hefur aldrei átt konu Eitt sinn bauðst Jón Ársæll til að út- vega honum konu á staðinn en Vil- hjálmi fannst ekki taka því úr þessu. Hann er einyrki, hefur aldrei átt konu, á engin börn og saknar þess ekkert. „Oft hef ég verið spurður af hverju. Þá hef ég svarað því til að ég hafi sennilega verið frekar lauslátur,“ segir hann og skellir upp úr. „Ég vildi ekki tapa frelsinu. Þær geta nú verið fjandi ráðríkar þessar kvensur,“ segir hann og hlær dillandi hlátri. „En ég hef ekkert séð eftir því. Ég hef verið ástfanginn en það hefur aldrei varað nógu lengi. Ég veit ekki hvernig það er með þessa hamingju. Hún er óút- reiknanleg. En ég hef átt mjög góða daga. Ég trúi því líka að það komi líf eftir dauðann. Og hver veit hvað ger- ist þá?“ Þær voru nú svolítið skotnar í honum á sínum tíma og skvísurnar tala enn um það hvað hann er ung- legur. „Ég hef oft fengið að heyra það,“ segir hann og brosir blítt. „Þær sögðu það nú stelpurnar á Vífils- stöðum að ég passaði ekki við tím- ann.“ Hann hlær dátt. „Heilsufarið fer eftir því hvað þú borðar og hvern- ig þú hugsar. Og ég er sennilega frek- ar jákvæður,“ segir hann og býður blaðamanni upp á sprite og kon- fekt. Könnurnar standa úti í glugga þar sem askan hefur komist inn þrátt fyrir heimalagað hveitikítti sem Vil- hjálmur reyndi að þétta gluggana með í gosinu, svo það er best að skola vel af þeim. Hér gerir hann allt sjálfur, gerir við það sem bilar og heldur húsinu við auk þess sem hann sér um torf- bæina, gamla fjósið, skálann og stof- una, sem hann gerði upp með hjálp Húsafriðunarsjóðs. Á fjósloftinu standa gömlu rúmin enn, líka rúmið hans Ólafs. Á æskuheimilinu hefur Vilhjálm- ur aldrei verið einmana. „En einu sinni lá illa á mér og þá sá ég móður mína þar sem hún var vön að sitja við eldhúsborðið. Svo var hún allt í einu horfin.“ Fékk köku frá öðrum heimi Núna eru engir framliðnir á Hnaus- um lengur. „Ég umgengst aðeins huldufólk,“ segir Vilhjálmur. Hann bendir út um gluggann í átt að veiði- húsum sem hann gaf land undir. Tal- ið er að huldufólk sé á landinu og Vil- hjálmur samdi um að það yrði ekki hreyft við því svæði. Og síðan hef- ur huldufólkið passað upp á hann. „Ég umgengst aðeins huldufólk. Það virðist vera eins og við, þótt hingað inn hafi ekki komið nema ungt fólk, stelpa og tveir strákar. Hún er aðeins eldri en þeir og ræður förinni. Ef ein- hver hefði sagt mér það sem ég hef reynt hefði ég talið hann vitlausan,“ segir hann og horfir beint í augun á blaðamanni þótt hann sjái hann ekki. „Þetta er bara staðreynd,“ ítrek- ar hann og segir frá sinni reynslu: „Þorvaldur Friðriksson og Frið- rik Þór voru væntanlegir út af gömlu rústunum. Ég fór að sofa en daginn eftir stóð stór hringlaga kaka á borð- inu. Hún var strikamerkt og virtist komin úr stórmarkaði. Um kvöldið tók ég kökuna og setti hana í neðstu skúffuna á kæliskápnum. Síðan læsti ég útidyrahurðinni með tvílæstum lás. Nema hvað, um morguninn var kakan horfin. Hafi ég ímyndað mér að einhver hefði komið með kökuna og skilið hana eftir á borðinu án þess að ég yrði þess var var auðséð að svo var ekki þarna um morguninn þegar hún var horfin og bærinn læstur.“ Stríðni huldufólksins Svipað atvik átti sér stað þegar hann fékk heimsókn frá Þórði í Skóg- um. „Þá rak ég allt í einu höndina í kleinupoka sem átti ekki að vera til. Ég vissi að hann væri ekki fenginn með venjulegum hætti en þorði ekk- ert að segja, bauð Þórði bara upp á kleinur og sagði honum seinna að hann hefði borðað frá huldufólki,“ segir Vilhjálmur og hlær glettið. Það er púki í honum. Eins og huldu- fólkinu. Stundum snýr það skónum hans við þegar hann er að bauka í fjósinu eða vekur hann með hljóð- færaleik. „Mér hefur aldrei þótt óþægi- legt að verða þess var að það séu til fleiri tilverustig. En ég var myrkfæl- inn þegar ég var yngri og það þótti skömm að því. Ég var draughrædd- ur, var verr við þá en huldufólkið. Þá hefði ég þolað það illa að verða var við framliðna. Ég losnaði ekki við myrkfælnina fyrr en ég var orðinn tvítugur og sá ekki framliðna fyrr en um þrítugt. Núna þykir mér bara gott að finna að það sé fylgst með mér.“ „Ég umgengst aðeins huldufólk“„Ég vildi ekki tapa frelsinu. Þær geta nú verið fjandi ráðríkar þessar kvensur. Hnausar í Meðallandi Vilhjálmur býr enn á æskuheimilinu eftir 88 ár. Þarna voru strönd skipa stór þáttur í tilverunni, strandmenn gistu reglulega á bænum auk þess sem flest húsgögnin eru fengin úr strandi. M y n d ir r Ó b Er t r Ey n iS S o n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.