Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Síða 44
44 | Fókus 27.–29. maí 2011 Helgarblað Björn Bjarnason sendir frá sér bók um Baugsmálið: Rosabaugur Björns Björn Bjarnason, fyrrverandi alþing- ismaður og ráðherra, hefur sent frá sér bókina Rosabaugur yfir Íslandi – saga Baugsmálsins. Það er Bóka- félagið Ugla sem gefur bókina út og telur hún 432 blaðsíður. Líkt og nafn bókarinnar gefur til kynna tekur dómsmálaráðherrann fyrrverandi saman sögu svokallaðs Baugsmáls en það snérist í grófum dráttum um ákærur á hendur Baugi og helstu stjórnendum fyrirtækis- ins. Málið í heild sinni vakti gríðar- lega mikla athygli í samfélaginu og var mjög umdeilt. Það þótti pólitískt og voru uppi háværar raddir um að ofsóknir af hálfu Davíðs Oddssonar á hendur Baugi væri að ræða. Baugs- málið var gríðarlega stórt í sniðum og voru lagðar fyrir 50.000 síður af skjölum í Hæstarétti. Á endanum féllu dómar í örfáum ákæruliðum og þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullenberger hlutu minni háttar skilorðbundna dóma. Á kápu bókarinnar segir með- al annars: „Baugsmálið var ekki að- eins rekið fyrir dómstólum heldur einnig á vettvangi stjórnmála og fjöl- miðla [...] En ekki var allt sem sýnd- ist. Einskis var svifist til þess að festa ýmsar ranghugmyndir í sessi. Máttur peninganna kom glöggt í ljós.“ Í aðfaraorðum bókarinnar segir Björn að í bókinni séu sýndar þær aðferðir sem notaðar voru til þess að „móta almenningsálit í þágu Baugs- manna“. Þá segir Björn einnig: „Efn- istök bókarinnar ráðast af vitneskju minni og athugun á fjölmiðlum á árum Baugsmálsins og allt fram á þennan dag. Ekki var leitað í smiðju til annarra.“ asgeir@dv.is Hvað ertu að gera? mælir með... mælir ekki með... KVIKMYND Thor „Thor er frábær sumarafþreying þar sem blandast saman skemmtileg hasarat- riði, góðir leikarar og hressandi húmor.“ Jón Ingi Stefánsson KVIKMYND Route Irish „Myndir á borð við Saving Private Ryan og Hurt Locker eru stórkostlega útlítandi en innihaldið er sjálfhverft og rýrt. Hér eru brellur og útlit á sínum stað en myndin hefur svo miklu meira fram að færa.“ Erpur Eyvindarson LEIKVERK Húsmóðirin „En söguefnin eru þunn sem sé. Harla þunn – og textinn eftir því. Að vísu er það eilítið misjafnt eftir kynslóðum.“ Jón Viðar Jónson KVIKMYND Arthur „Arthur er ekkert hundleiðinleg og getur alveg sloppið fyrir einhvern. Hins vegar veldur hún vonbrigðum vegna einhvers sem virkar eins og fljótfærni.“ Erpur Eyvindarson KVIKMYND Limitless „Ég held að byrjunarsenan sé minn- istæðasti parturinn af ræmunni. Og svo var poppið ágætt líka.“ Erpur Eyvindarson Tobba Marinós rithöfundur, kynningar- fulltrúi og ritstjóri Hvaða bók ertu að lesa? „Handritið að minni eigin bók, Lýtalaus. Ég veit að það er svolítið „lame“ en ég þarf að skila bókinni á mánudaginn. Því má ég ekki lesa neitt annað.“ Hvaða tónlist er í uppáhaldi þessa dagana? „All of the lights með Kanye West. Það er hringitónninn. Svo er ég með Mike Snow á heilanum og hef verið í meira en ár. Ég er að vona að hann komi til Íslands því hann er nú með tengingu hingað í gegnum Hjálma.“ Hvert ferðu út að borða ef þú mátt ráða? „Annaðhvort á Kandí, sem er indverskur staður við Austurvöll, eða Uno.“ Hvaða bíómynd sástu síðast og hvernig líkaði þér hún? „Ég sá Gnarr í fyrsta skiptið um daginn því hún var að koma inn á VOD-ið. Ég missti nefnilega af frumsýningunni þar því ég var með útgáfupartíið fyrir Dömusiði á sama tíma. Mér fannst hún alveg mjög skemmtileg. Sérstaklega fannst mér Ingvi Hrafn og Hrafn Gunnlaugs fara á kostum í ÍNN-atriðinu.“ Hvað ætlarðu að gera um helgina? „Klára Lýtalaus. Ég er að fara út úr bænum, í Hvalfjörðinn nánar tiltekið, til að gera það.“ Með Kanye sem hringitón Björn Bjarnson Höfundur bókar- innar Rosabaugur yfir Íslandi. S íðastliðinn miðvikudag út- hlutaði Aurora velgerðasjóð- ur Vesturporti fjórum millj- ónum króna til að setja upp verk um fjöldamorðingjann Axlar- Björn í leikstjórn Björns Hlyns Haraldssonar en hann skrifar jafn- framt verkið. Stefnt er að því að setja stykkið upp í október fjölum Borgarleikhússins en öll hlut- verk verða í höndum þeirra Helga Björnssonar og Atla Rafns Sigurðs- sonar. Leikstjórinn segir hugmyndina að því að setja upp verk um þenn- an alræmda morðingja hafa fæðst hjá konu sinni, framleiðandanum Rakel Garðarsdóttur. „Rakel er mikil áhugamann- eskja um íslensku þjóðsögurnar og við höfðum stundum furðað okkur á því hversu lítið þær hafa í raun verið notaðar í leikhúsinu. Það eru svo margar og góðar sögur í þessu fyrir utan það hvað þjóðsögurnar eru íslenskt fyrirbæri,“ segir Björn Hlynur en bætir við að vissulega hafi þó mikið af fólki samið verk undir áhrifum frá sögunni um Axl- ar-Björn, bæði ljóð og skáldsögur. „Mér finnst spennandi að skrifa leikverk byggt á þjóðsögunni um Axlar-Björn. Það hafa svo margir heyrt af þessari persónu en þekkja kannski ekki alla söguna. Þessi maður er talin hafa drepið hátt í tuttugu manns og varð grimmur strax í móðurkviði. Sagan segir að móðir hans hafi verið sólgin í mannablóð á meðgöngunni. Til að verða við þeirri þörf skar faðir hans sig í fótinn og svo drakk móð- ir hans þar af,“ útskýrir Björn Hlyn- ur. „Mikil stemning í sveitinni.“ Rekur ættir sínar á næsta bæ Sjálfur á leikstjórinn ættir sínar að rekja til Snæfellsness þar sem sögur af Axlar-Birni hafa lifað góðu lífi. Björn Hlynur hyggst fara vest- ur til að ljúka við að skrifa leikritið enda gott að komast í snertingu við sögusviðið. „Afi minn í móðurætt var fædd- ur í húsinu þar sem gömlu Hótel Búðir voru en það er næsti bær við Öxl. Langafi minn var þar með út- gerð og starfaði sem kaupmaður. Það segir sig eiginlega sjálft að maður verður að fara á staðinn, ganga í hrauninu og innspírerast af því sem gerðist þarna fyrir 400 árum,“ segir hann. Morðingjar eru margbreytilegir persónuleikar Í leikgerðinni hyggst Björn Hlynur skoða persónuleika morðingjans en jafnframt langar hann að velta því upp hvernig nútímasamfélag tekur á svona manneskjum. Hvað hefur breyst á þessum 400 árum? Aftöku Axlar-Bjarnar er lýst með þeim orðum að útlimir hans hafi fyrst verið barðir í sundur með sleggju áður en höfuðið var tekið af. Þá voru líkamspartar hans hengdir upp öðrum til varnar á meðan kona hans horfði á. „Af hverju ætti maður að setja á svið sögu um einhvern mann sem var geðsjúkur og drap fullt af fólki fyrir 400 árum? Það eru margar ástæður fyrir því en ein er sú að mér finnst áhugavert að skoða hvað höfum við lært á þessum tíma. Mig langar að spegla nútímann í þessu og skoða mun- inn á því hvernig réttarkerfið fer með fólk sem gerir eitthvað svipað því sem Axlar-Björn gerði fyrir 400 árum. Hvernig tekur samfé- lagið á manni sem er bersýnilega geðveikur?“ spyr Björn Hlynur og veltir því um leið upp hvers vegna „venjulegt fólk“ heillist svo mikið af morðingjum. Hann segir flesta leikara jafnframt áhugasama um að túlka slíkar persónur enda geti morðingjar verið margbreytilegir og forvitnilegir persónuleikar. Hömluleysið heillar „Það er allt svo hömlulaust við svona menn. Skoðum til dæmis Charles Manson. Stærstu frétta- stofur heims hafa á síðustu 30 árum barist um að fá að taka við- töl við þennan mann sem situr ævilangt í fangelsi. Helsjúkan mann sem lét drepa fullt af fólki. Það er einhver forvitni í okkur öllum þegar kemur að morðingj- um en þetta er samt eitthvað sem við viljum helst bara skoða úr fjar- lægð. Við viljum skoða þetta fólk sem við höldum að sé svo gerólíkt okkur en aðdráttaraflið stafar kannski af því að fólk er jú allt gert úr því sama,“ segir Björn og líkir þessu við að horfa á dýralífsmynd- ir; að hegðun mannskepnunnar sé áhugaverð og eitthvað sem sé n Axlar-Björn á fjalirnar í haust n Helgi Björnsson og Atli Rafn fara með hlutverkin n Tónlist í höndum Kjartans Sveinssonar úr Sigur Rós„Sagan segir að móðir hans hafi verið sólgin í mannablóð á meðgöngunni. Til að verða við þeirri þörf skar fað- ir hans sig í fótinn og svo drakk móðir hans þar af. Varð grimmur strax í móðurkviði Þeir sem vilja kanna hvort þeir séu af Axlar-Bjarnarætt geta gert það á Ís- lendingabók. Þar má skrifa hið rétta nafn morðingjans, „Björn Pétursson“ í reitinn fyrir nafn efst á skjánum og „um 1545“ í reitinn um fæðingardag. Biðja síðan um að forritið reki ættirnar saman. Flestir munu þá fá svarið „Enginn skyldleiki fannst“ vegna þess að þeir eru ekki komnir af Birni svo að vitað sé og ekkert er vitað um framættir hans, þannig að enginn skyld- leiki kemur fram þá leiðina. En um það bil fjórtándi hver maður að meðaltali fær út úr þessu svar þar sem ætt hans er rakin til Bjarnar. Fjórtándi hver Íslendingur er þess vegna af Axlar-Bjarnarætt. Var hann frændi þinn? Hver var Axlar-Björn? Axlar-Björn er þekktasti fjöldamorðingi Íslands- sögunnar, kenndur við bæinn Öxl í grennd við Búðir á Snæfellsnesi. Um hann skráði séra Sveinn Níelsson langa frásögn „eptir gömlum manni og greindum, innlendum“, og er hún uppistaðan í þætti sem Jón Árnason tók saman um Axlar-Björn í Íslenskum þjóðsögum. Djöfullegt eðli morðingjans Axlar-Bjarnar kom strax fram í móðurkviði en þegar hann eltist drap hann ferðamenn sem áttu leið um hlaðið hjá honum og rændi þá fötum, peningum og hestum. Í þættinum er vel sagt frá mörgu og sum atriðin minna á þekktar hryllingsmyndir 20. aldar eins og þegar tveir vinnumenn ríks bónda koma til Axlarmorð- ingjans: En þegar þeir komu að Öxl og Björn sá, að þeir voru vel útbúnir, og höfðu væna hesta, bauð hann þeim með sér út í fjós. Þar var myrkt, en þó sér annar þeirra glampa á eitt- hvað í hendinni á Birni... Björn myrðir 18 manns áður en upp um hann kemst þegar annað tveggja systkina sleppur lifandi frá honum og segir til hans. Fyrsta fórnarlamb sitt dysjaði hann í flórnum á Knerri en öllum hinum var sökkt í Íglutjörn fyrir neðan túnið á Öxl. Axlar-Björn var dæmdur til dauða og tekinn af lífi árið 1596 að Laugarbrekku; fyrst beinbrotinn á útlimum með sleggjum, síðan afhöfðaður og þar á eftir brytjaður niður og einstakir hlutar úr líkama hans festir upp á stengur. Ónáttúra Axlar-Bjarnar gekk í erfðir því að sonur hans Sveinn „skotti“ var hengdur árið 1648 eftir að húsfreyjan í Rauðsdal á Barðaströnd gat látið binda hann þegar hann kom og vildi nauðga henni. Um Axlar-Björn hefur Úlfar Þormóðsson ritað sögulega skáldsögu, Þrjár sólir svartar (1988), og aðalpersónurnar í verki Megasar, Björn og Sveinn (1994), heita Axlar-Björn og Sveinn skotti. Ebba Guðný Guðmundsdóttir ritaði námsritgerð árið 1999 um Axlar-Björn í heimildum og þjóðsögum og er hún aðgengileg í Þjóðarbókhlöðu. Gísli Sigurðsson – af vísindavefnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.